d
 
 
 
 
 
 
 
Góðir Íslendingar
Huldar Breiðfjörð

(bls.35) 

Að sitja í eldhúsinu vandist óhugnanlega hratt.  Svona bara var þetta og ekkert stórkostlega öðruvísi.  Þrátt fyrir að ég segði "vá" og "hugsa sér" og "Þetta er ótrúlegt" aftur og aftur í huganum.  Við hverju hafði ég búist?  Að Alli myndi taka upp riffil, skjóta hrafn út um eldhúsgluggann og kveða mergjaða rímu um atburðinn á eftir?  Að ég myndi upplifa Stikluþátt í beinni?  Eða var það ég sem var að klikka svona ferlega á að finna hughrifin af þessari ótrúlegu hugsa-sér-vá- heimsókn?  Mér fannst ég á einhvern hátt vanþakklátur.  Jafnvel skemmdur eftir að hafa horft á of margar bíomyndir. Kunni ég ekki að ferðast, njóta, upplifa?  Þurfti Anthony Hopkins að leika Alla til að mér fyndist þetta merkilegt? 

(Mál og Menning, 1998)

 
 

 
 
 
 
 
 
 
 
 
 

d
 
 
 
 
 
 
 
 

d
 
 
 
 
 
 
 
 

d