Tungumálayfirlit

Á þessari síðu ætla ég að hafa yfirlit yfir tungumálapælingar hvers konar.  Margt af því er enn í vinnslu (eins og þessi síða) og jafnvel aðeins á hugmyndastigi.  En eftirfarandi listi ætti að gefa hugmynd um framhaldið: 
 
 

Orðaleikir 
hér er snúið út úr málhefðinni, orðum snúið á hvolf eða borin fram með röngum áherslum 

 

Íslensk málfræði 
Kennsluefni í íslensku fyrir útlendinga.  Aðallega er fjallað um sagnorð, flokkunarkerfi þeirra og hin einkennilega miðmynd.  Hvort tveggja hefur orðið verulega útundan í umfjöllun á íslensku hingað til. 

Merkingarfræðileg tengsl samheita 
Verkefni sem ég gerði hjá nýsköpunarsjóðnum sumarið 1994.  Ég skoðaði merkingarfræðileg tengsl orða og hvernig þau renna saman í eina stóra heild.  Reyndar er lítið að baki þessari tengingu því ég er enn að leita að skýrslunni sem ég sló inn fyrir langa löngu.  Hún er í gamalli tölvu : )  En ykkur að segja þá verður þetta lang veglegasti vefurinn á heimasvæði mínu þegar ég byrja á honum. 

Samræðutækni (Discourse analysis)
Vorið 1995 tók ég áfanga í Enskudeild Háskólans sem fjallaði um orðræðulist og samtalstækni.  Ég varð einfaldlega heillaður af þessum pælingum og vann þá um sumarið í kjölfarið við annað nýsköpunarverkefni í tengslum við það.  Það er eins með þessa tengingu að hún er enn á leiðinni.