"Málað ljóðalandslag"
Verkefni fyrir fimmta bekk
 
 
 
Tími
Einn tvöfaldur tími nægir (2x40mín) en er svolítið knappur.
 
Myndefni
Landslag málað eftir lýsingu í ljóði (hér: Áfangar e. Jónas Hallgrímsson)
 
Áhöld
Ljóðabók (eitthvert "myndrænt" ljóð sem þau eru að læra).  Blað og málning (+ penslar).
 
 
 
Tilgangur
Að þjálfa nemendur í að hlusta myndrænt þegar þau heyra ljóð, og ná að tengja saman orð og mynd.  Þau verða líka að skipuleggja myndrammann svo að allt komist nú fyrir innan hans sem sagt var frá í ljóðinu.  Að lokum þjálfast þau í beitingu lita, því litir nákvæm litabeiting er best til þess fallin að ná fram stemningu ljóðs. Nemendur fá því ekki að nota liti beint úr túbunni, heldur verða þau að vera meðvituð um nákvæmlega hvaða lit þau vilja fá í "ljóðið" sitt.
 
 
 
 
Aðferð
Kennarinn gerir þetta verkefni helst í samráði við umsjónarkennara, velur heppilegt ljóð og fær þau til þess að lesa viðkomandi ljóð yfir áður en þau mæta í myndmenntatímann.  Þar spyr kennarinn út í merkingu ljóðsins (sem getur verið nemendum hulin að stórum hluta).  Síðan les hann það yfir, fyrst í heild sinni og síðan í hlutum (eða fær nemendur til þess) og útskýrir eins lifandi og skýrt og hægt er og reynir að fá nemendur til að sjá "myndina" fyrir sér.  Þegar  nægilegt myndefni er saman komið er hægt að stoppa og byrja (þar er ekki endilega nauðsynlegt að klára ljóðið, sérstaklega ekki ef um er að ræða eins langt ljóð og ´Áfangar´".  Nemendur þurfa að gera sér grein fyrir helstu lýsingum og atriðum sem koma fyrir í ljóðinu, og er nú beðnir um að sjá fyrir sér hvernig það rúmast fyrir á myndfletinum.  Einnig þurfa þau að vita hvaða liti þau vilja fá (með aðstoð kennara - enda eru þau ekki fullnuma í litafræði á þessum aldri).  Best gengur að láta krakkana fá nokkurn veginn sömu liti, en þau ráða síðan sjálf fínu blæbrigðum litarins.  Ef jöklar koma fyrir í ljóðinu, eða foss, er svolítið atriði að mála þá (þó þeir séu hvítir), og kenna þeim að leggja til ljósbláan lit sem skugga á jökul hér og þar.
 
 
 
 
Frekari úrvinnsla
Þessi sería kemur smekklega út með ljóðinu sem hún var unnin út frá, enda geta myndirnar rammað ljóðið inn.
 
Tenging við námsefni
Þetta verkefni tengist óhjákvæmilega bókmenntum og ljóðum. Námsefnið hjálpar nemanda við að muna eftir einhverju tilteknu ljóði, og fær hann jafnframt til að hugsa um ljóð á nýjan hátt.