Sérsvið kennarans: Þekking og áhugi
 

Hver kennari þarf bæði að vinna með tiltekna þekkingu og einstaklinga sem meðtaka hana (auk þess sem hann þarf að glíma við að sviðsetja sjálfan sig). En það er ekki nóg að þekkja kennslufag sitt vel til að reynast góður kennari né heldur að þekkja nemendurna og vera þeim velviljugur.  Ef vel á að vera þyrfti kennarinn að kunna skil á þeirri þekkingu sem einkennir stétt hans hvað mest: svið þekkingarinnar sem slíkrar og áhugans.  Þekkingarfræðin glíma við það hvað hægt er að vita og þá miðla sem nýtast í þekkingaröflun.  Hins vegar þarf kennarinn einnig að kunna skil á sálarfræði námsáhugans, þ.e.vita hvernig öðlast megi áhuga eða þekkja leiðir til að vekja áhuga hjá öðrum.  Um þessi tvö svið fjalla ég sérstaklega og ítarlega á vefsvæðum sem ég vísa í hér fyrir neðan.



 
 
Á fyrra svæðinu er fjallað um eðli þekkingarinnar og hvernig maður ber sig að við að afla sér þekkingar og vitneskju um heiminn með hinum ýmsu rannsóknaraðferðum. 
Rannsóknaraðferðir
 

Á hinum staðnum beini ég hins vegar sjónum mínum að áhugahvötinni, sem er sá þáttur í mannlegu eðli er stýrir því hvers vegna við beinum athygli okkar að einu fyrirbæri fremur en öðru og hefur því leiðandi áhrif á það hvað síast inn í meðvitundina. 

Áhugahvötin