"We sense, from the moment we are born, that there are two parts to us. At the time of birth, and for a while after, we are all nagual. We sense , then, that in order to function we need a counterpart to what we have. The tonal is missing and that gives us, from the very beginning, a feeling of incompleteness. Then the tonal starts to develop and it becomes utterly important to our functioning, so important that it opaques the shine of the nagual, it overwhelms it. From the moment we become all tonal we do nothing else but to increment that old feeling of incompleteness which accompanies us from the moment of our birth, and which tells us constantly that there is another part to give us completeness. "From the moment we become all tonal we begin making pairs......." "We sense that there is another side to us. But when we try to pin down that other side the tonal gets hold of the baton, and as a director it is quite petty and jealous. It dazzles us with its cunningness and forces us to obliterate the slightest inkling of the other part of the true pair, the nagual.
(CARLOS CASTANEDA, 1974, 126-8, undirstrikun mín) 
 
 

 
 

1. Inngangur 
1.1 Kynning á hugtakinu "Resonance". 

Í grein sinni í bókinni "Beyond Boundaries" fjallar Unni Wikan um eins konar tjáningu handan formlegs tungumáls, sem hún kallar "Resonance". Hún lýsir þessum "resonance" (sem við getum kallað "samhljóm" eða "tónun") sem óháðum tungumáli, og veitir samkennd og skilning, eins konar tilfinningalega samsömun með viðhorfum þess sem talar. "Tónun" er eins konar tjáning fremur en skýring. Hún á sér stað á sviði upplifunar og tilfinninga fremur en rökfræði og útskýringa. 

Skilningur á mikilvægi tónunar í tjáningu manna veitir nýja innsýn inn í hlutverk þýðingar, því í samskiptum þar sem skynjun er stærri þáttur en hugsun er ljóst að miðlun samskiptanna yfir á aðra tungu verður að eiga sér stað gegnum túlkun fremur en orðrétta þýðingu. Um þetta fjallaði Ingold í sinni grein í sömu bók. Hann talar um að þýðing frá einu máli yfir á annað sé ekki möguleg sem eins konar hliðrun, heldur verði að sökkva sér ofan í upplifun af því sem að miðla skal, ná skilningi, og túlka það svo upp úr sjálfum sér í þýðingu. Þetta minnir rækilega á "tónun" Wikans eins og hún heyrði hana fyrst: 

"I must create "resonance" (ngelah keneh) between the reader and my text. Before that, I must create resonance in myself with the people and the problems I try to understand." 
Ef við skiptum út "resonance" fyrir "engagement" og "the people and the problems I try to understand" fyrir "Culture 2", "reader" fyrir "culture 1" og "text" fyrir miðlun, þá sjáum við hve náinn samhljómur er á milli hugmynda Ingolds og Wikan. 
 

 

1.2 Markmið ritgerðarinnar og helstu heimildir. 

Í þessari ritgerð skoða ég eðli þýðingar með sérstakri hliðsjón af þessum tveimur greinum úr bókinni "Beyond Boundaries", en einnig byggi ég á grunni sem ég sjálfur lagði fyrir tveimur árum í ritgerð sem ég kallaði "Tengsl orða, hugtaka og hluta". Þar einblíndi ég á hina smáu einingu tungumála, - orðið - , og samband þess við samsvarandi tilvísun, eða hlut. Meginniðurstaðan var sú að bein tengsl voru ekki til staðar, að orð væru ekki hlutir. Í þessari ritgerð geng ég skrefi lengra, geng út frá þessari niðurstöðu og velti því fyrir mér hvort það sé í hugsun (samsetningu á orðum) eða bein skynjun (snerting við hlutina sjálfa) sem færi okkur hinn "sanna" skilning á tilverunnia. Í leiðinni er ég að staðsetja þá merkingu sem að öll þýðingarstarfsemi miðast við að miðla. Ég er því að fjalla um grundvallarvandamál allrar þýðingarstarfsemi, hvað er það sem við getum miðlað á milli og hvernig. 
 
 

 
 

2. Hvaðan eru hugtökin komin? 

 

2.1 Vandamál afmörkunar og einföldunar. 

Menn eru undarlegar skepnur og eiga það til að skipta heiminum endalaust upp í tvo andstæða póla; gott/slæmt; lifandi/dauður; fyrir ofan/fyrir neðan (Castaneda, 1974: 126-8) En heimurinn er ekki svo einfaldur. Hann er ekki klipptur og skorinn, heldur er hann ein samfella (Ingold, 1993a, 226). Við bútum veröldina niður í einingar og gefum þeim heiti og þannig skýrt afmarkaða tilvist í formi orða. 

Ósamræmi milli orða og hluta felst m.a. í því að orð eru í eðli sínu skýrt afmörkuð á meðan heimurinn rennur saman án skila eða "veggja". Einnig birtist ósamræmið í vanhæfni tungumálsins til að gera margbreytileika "hlutanna" skil, og tilhneigingu þess til að draga fram sameiginlega þætti á kostnað einstaks eðlis hvers "hlutar". Þetta tvöfalda ósamræmi er vandamál sem maðurinn þarf stöðugt að glíma við í leit sinni að skilningi á tilverunni og mætti kalla "vandamál afmörkunar og einföldunar". (Þorsteinn, 1994). 

 

2.2 Ekki aðeins heitin eru sjálfsprottin, heldur hugtökin líka. 

Hugmyndin um vandamál afmörkunar og einföldunar byltir þeirri einföldu hugmynd um eðli tungumálsins að það sé táknheimur sem samsvari raunheiminum. Almennt ímyndar fólk sér að tungumálið sé einhvers konar nafnagift á hlutum sem við skynjum beint úr umhverfinu eins og þeir eru, án þess að bæta við eða draga frá. Nafnagiftin sjálf væri gerandi athöfn, en það skírða er hins vegar þegið beint frá náttúrunni. Ef þessi einfalda hugmynd stæðist, væru tungumál hljóðræn spegilmynd veraldarinnar með mismunandi táknum fyrir sömu hluti eftir tungumálum. Þýðing fælist í einföldum umskiptum á heitum sem ná yfir sömu merkingu. En þannig virkar þetta ekki. 

Heimurinn opinberar sig ekki beint, klippt og skorið, heldur eru hugtökin okkar eigin smíði, samanber Rorty "Truths are made rather than found" (Wikan, 1993: 191). Ekki aðeins heiti hluta eru mótuð af okkur, heldur einnig hugtökin sem þau eiga við. Þannig má segja að hlutirnir sjálfir eru einnig mótuð af okkkur. Nafngiftin er vissulega gerandi, en skírarinn þarf að auki að skapa barnið sjálfur! Vegna þess að heimurinn opinberar sig ekki beint, þá er hugtakamyndun að miklu leyti frjáls og sjálfsprottin. Það hefur róttækar afleiðingar í för með sér. 

 

2.3 Ólík tungumál, - ólíkir heimar.

Samsvörun milli tungumála er því ekki sjálfgefin. Misræmi milli nafngifta (orða) í tungumálum er ekki hægt að leiðrétta með vísun í hugtökin, því þau eru einnig mismunandi. Að auki lifir maðurinn að miklu leyti í heimi hugtaka, því að sá heimur verndar hann gegn stöðugu áreiti umhverfisins, sem sía eða einföldun. Tungumálið er því orðið heimur út af fyrir sig. Það oft á tíðum yfirgnæfir beina skynjun. Þegar þessum tveimur "afleiðingum" er skeytt saman fáum við út fræga setningu E. Sapirs "Sá heimur sem tvö ólík málsvæði búa við er ekki sami heimurinn tengdur ólíkum táknum, heldur er þetta sinn hvor heimurinn"(Sapir, 1929: 145) 

 

2.4 Við lifum samt í einum og sama heiminum. 

Hér verðum við að gæta okkar á því að fara ekki of langt á braut afstæðishyggjunnar. Sannarlega má ímynda sér að við sem skynjendur séum ekki aðeins þiggjendur nafnlausra hluta, heldur séum við að fullu gerendur og mótum hluti (hugtök) jafnframt því að gefa þeim nafn. Þetta, hins vegar, gerir raunveruleikann að ómerkum bakgrunni. Ef við getum túlkað heiminn fullkomlega að vild væri hugmyndin um algeran raunveruleika að baki hinum fjölbreyttu afstæðu heimum í hugum manna merkingarlaus. Heimarnir í hugum okkar væru hvort eð er óháðir því hvort að raunheimurinn væri svona eða hinsegin. Þýðing væri þar með út í bláinn, því að forsenda hvers kyns þýðingar hlýtur að liggja í einhvers konar skírskotun í sameiginlega reynslu, hvort sem sú skírskotun á sér stað gegnum orð eða ekki. 

 

2.5 Skynjunar- og málnauðhyggjan samræmd. 

Ef afstæðishyggjan (málnauðhyggjan) gengur ekki upp, og enn síður skynjunar-nauðhyggjan (algildishyggjan), erum við þá ekki komin "út í móa"? Það er til góð lausn á vandanum, eins konar samruni þessara tveggja öfga, sem felst í því að skynjun okkar hafi fullt frelsi í túlkun (afstæðishyggja) en að einnig sé til raunverulegur heimur sem að "kærir sig kollóttan" um það hvernig við hugsum um hann, eða svo maður vitni aftur í Rorty "Most of reality is indifferent to our description of it." (Wikan, 1993: 191). 

Lykilatriðið sem tengir þetta tvennt saman er sú staðreynd að við erum líkamar og í hinum efnislega heimi höfum við aðeins takmarkað athafnafrelsi (en eitthvert frelsi samt). Þegar við stígum út fyrir þau mörk sem umhverfið setur okkur liggur við tortíming, dauði. Skynjun okkar á umhverfinu hefur bein áhrif á athafnir okkar. Það er því borðleggjandi að skynjun okkar eru settar skorður því viss túlkun á umhverfinu getur verið banvæn. Þær hugmyndir sem eru líkamanum til lífs hljóta "viðurkenningu" umhverfisins, aðrar hverfa af sjálfu sér. Þó svo að við höfum fullt túlkunarfrelsi á umhverfisskynjun okkar þá gengur það aðeins upp innan vissra marka, eða eins og Wikan orðaði það "If words do not actually stand for themselves ... at least there must be limits to how one can circumvent them."(Wikan, 1993: 188). 

Í raun má líta svo á að hugtökin séu fullkomlega okkar eigin smíð og óháð "raunveruleikanum" þangað til að þau líkamnast í athöfnum okkar. Þá takast hugmyndaheimur og raunheimur á, þar sem hinn fyrri er beygður undir miskunnarlaus lögmál þess seinni. Aðeins fáeinar af mögulegum útgáfum sjálfsprottinna hugarheima eiga viðreisnar von og standast þegar á hólminn er komið. Ef við værum aðeins skynrænar verur, án líkama, væri túlkunarfrelsi hugsanlega takmarkalaust. En þessir tveir heimar skarast í líkama okkar. Þar stendur hnífurinn í kúnni. Þetta veitir raunheimi neitunarvald gagnvart hugmyndaheimum, þó hann hafi ekki sköpunarmátt innan neins þeirra. 

 

2.6 Samspil hugtakamyndunar og skynjunar er stöðugt. 

Við höfum fært rök fyrir því að hugtakaheimur okkar gæti verið sjálfsprottinn. Það orð er varasamt því það gæti gefið til kynna að hann hafi orðið til í tómarými og verið heimfærður síðar upp á raunheiminn, með þeim árangri að sumar heimsmyndir voru árangursríkar en aðrar ekki. Auðvitað er þetta óhugsandi, því ekki er til neins staðar skynrænt afdrep frá heiminum sem við getum dvalist í óáreitt, þar til við erum tilbúin að stíga út með heimsmynd okkar. Hvernig hefði svo sem verið hægt að knýja fram slíka heimsmynd (ef við hugsum okkur þetta afdrep) ef alla skynjun vantar og alla hugsun (ástandið hlýtur að vera hugsunarlaust ef engin eru hugtökin)? 

Hugtakamyndun getur augljóslega ekki verið neitt annað en viðbrögð við samfelldu skynrænu flæði sem gera þarf grein fyrir, svo að hegðun gagnvart umhverfinu verði sem markvissust. Þetta er hægfara ferli þar sem ónýt hugtök eyðast sjálfkrafa með þeim notendum sem farast, en hin nýtilegu viðhaldast. Vegna þess rýmis sem að umhverfið veitir okkur, geta hin nýtilegu hugtök reynst fleiri en eitt. Það er ekki neitt eitt rétt!! Að þessu leyti erum við gerendur í hugtakamynduninni þó að frelsinu sé takmörk sett, en skynjunin kemur þó að sjálfsögðu á undan hugtakinu. 

 
3. Millispil 

Nauðhyggjurnar tvær voru tvíþættar. Annars vegar tóku þær til uppruna hugtakanna. Eru hugtök tungumálsins sjálfsprottin eða koma þau tilbúin, en nafnlaus, úr umhverfinu? Ofangreind málamiðlunarleið hefur verið fundin við þessum vanda. Hins vegar er um að ræða skynjun og hvort hún getur verið merkingarbær ein sér og án þess að hugtök þurfi að móta hana. Í þessum seinni lið er einnig ljóst að fara verður einhvers konar málamiðlunarleið milli öfganna tveggja, því allt er þetta nátengt.

 
4. Er til merkingarbær bein skynjun?

 

4.1 Þversögn Tim Ingolds. 

Tim Ingold lét það eiga sig að fara í gegnum röksemdarfærslu liða 2.4 - 2.6 í sinni grein í "Beyond Boundaries", en tók það þess í stað sem gefið að hugtökin hefðu verið búin til sem viðbrögð við skynáreiti. Þegar hann virti þá fullyrðingu fyrir sér og bar saman við þá hugmynd að hugtök móti skynjun sem eins konar sía, þá þótti hann greina þversögn: 

How can culture, as a system of meanings, be acquired by experience if experience only acquires meaning by way of culture? 
(Ingold, BB, 220) 
Ef hugtök okkar eiga uppruna sinn að rekja til skynrænna áhrifa úr umhverfinu, hvernig stendur þá á því að þessi áhrif þurfa á hugtökum að halda til að hafa áhrif á okkur? Hér er augljóslega um þverstæðu að ræða sem þarf að leysa upp. Fyrri liður þessarar tvístæðu stendur óhagganlegur eftir röksemdarfærsluna að ofan, því hugtökin verða ekki til í tómarými. En hvað um þann seinni? 

 

4.2 Heimspekileg rök með beinni skynjun. 

Ungbörn sem engan orðaforða eða hugtakaheim hafa ættu aldrei neinn möguleika á því að gera grein fyrir heiminum í kring um sig ef að skynhrifin væru eingöngu merkingabær með tilstuðlan tungumáls og aldrei beint. Barnið myndi ekki bregðast við neinu, ekki frekar en að heyrnarlaust barn kippi sér upp við hljóð, því að allt rennur merkingarlaust saman. Það myndi heldur aldrei öðlast tungumál til að gera grein fyrir umhverfi sínu, því að það yrði aldrei móttækilegt fyrir hljóðum þess. Aðeins ein lausn er á þessari klípu og það er að til sé bein skynjun. 

 

4.3 Reynslurök með beinni skynjun. 

Þegar við hugsum um það þá er augljóst hversu margt í umhverfi okkar er merkingabært án þess að tungumálið komi þar nokkru nærri. Fyrsta ár ævi hvers manns er gríðarlega mótandi lífsreynsla. Þá næst einhver grundvallarskilningur á lífinu og hættunum sem leynast út um allt. Þessi reynsla liggur að baki allri mállegri kunnáttu síðar meir sem eins konar sjálfgefinn skilningur á lífinu sem við höfum engin orð um. Sama má segja um beina reynslu okkar af lífinu síðar á lífsleiðinni. Hún er miklu dýpri og margbrotnari en færni okkar í tungumálinu gerir okkur kleift að tjá okkur um, enda verður okkur iðulega orðhrun þegar við þurfum að tjá okkur um virkilega djúp tilfinningarleg mál. 

Tilfinningar eru okkur mjög nástæðar, en vegna þess að tungumál er eins konar samkomulag hóps manna, þá eru persónuleg og huglæg blæbrigði lífsreynslu okkar sem enginn hefur beinan aðgang að (eins og tilfinningar) að mestu leyti orðlaus reynsla. En hún er sannarlega merkingarbær, og varðar okkur í raun meira en flest það sem að við getum tjáð okkur um. 

 
5. Orð sem verkfæri en ekki ílát. 

 

5.1 Hugtakaskynjun og bein skynjun fara saman. 

Að ofangreindu virðist sem við verðum öll fyrir beinni skynjun af heiminum, sem ekki er hægt að færa í orð. Einnig hef ég haldið fram að við skynjum heiminn í gegnum hugtök, sem eru ósambærileg milli málsvæða. Þetta ætti hvort tveggja að mynda eins konar þýðingarvegg milli málsvæða því að eina upplifunin sem er sambærileg er óorðanleg. Þetta er sannarlega klemma sem þarf að leysa. 

Lykillinn að lausninni á þessum vanda felst í því að þetta tvennt, óorðanleg reynsla og skynjun gegnum hugtök, renni saman. Til þess þurfum við að opna hugtökin, eyða þeirri hugmynd að þau séu ílát fyrir merkingu og sjá þau í staðinn fyrir okkur sem verkfæri sem beita má til að vekja upp merkingu sem annars er óskilgreinanleg (þ.e. eitthvað sem ekki er hægt að ramma af, aðeins upplifa eða benda á). Hugtakaheimar manna, (sem í raun eru ekki aðeins breytilegir milli málsamfélaga, heldur líka milli einstaklinga) eru þá ekkert annað en misheppileg verkfæri til að vekja upp sammannlega en óorðanlega reynslu í minni manna. 

 
5.2 Sams konar áhrif hljóða og hreyfinga hjá ungbarni. 

Tökum aftur dæmi um ungbarn og hvernig það lærir á virkni tilverunnar. Það lærir að meta hvað neikvætt (eins og að detta) eða jákvætt (að borða) og hvernig á að stuðla að því að upplifa jákvæðu hliðar tilverunnar frekar en þær neikvæðu. Það lærir að teygja sig, lyfta hlutum og hagræða þeim að vild. Líkaminn er eins konar áhald til að ná árangri. Hljóðin sem það gefur frá sér eru að sama skapi leið til að ná árangri og út í hött að ímynda sér að barnið greini þau frá annarri hegðun, sem tungumál. Fyrsta hljóðasamsetning barnsins "ma-ma-ma" vekur upp alls kyns áhrif. Sú manneskja sem að sinnir barninu að jafnaði (og tekur þetta til sín) kemur á staðinn og hegðar sér skemmtilega, veitir hlýju og öryggi, hagræðir sænginni, kemur með litríkan hlut til að handfjatla og skoða eða jafnvel mat.

 
5.3 Myndlíkingin "ílát" eða "áhald"

"Mamma" er ekkert einstakt orð að þessu leyti því hvert orð í okkar daglegu notkun tengist margbrotinni reynslu svo að óhætt er að fullyrða að í huga hvers einstaklings hafi það sína persónulegu sögu, lítt háð almennu samkomulagi um meginmerkingu orðsins. Ótal hliðarmerkingar koma alltaf til með að hvíla undir sem blæbrigði orðsins. Þegar orðið er notað inniheldur það ekki sjálfkrafa þetta flæði af persónulegum hliðarmerkingum hvers orðs heldur ýfir það upp, í kjölfar þess að vera notað, minningar sem liggja að baki fyrri notkun. Til að upplifa merkingu orðanna nægir því ekki að einblína á orðin ein sér, leggja saman merkingu hvers þeirra og fá út einhverja niðurstöðu, því að merkingin er ekki fólgin í orðunum sjálfum. Orðin eru opið merkingarlegt flæði sem tengist upplifun hvers og eins. Á endanum er þetta því ekki spurning um það hvort maður skilji orðin sjálf, heldur spyr maður sjálfan sig "skil ég persónuna og það sem hún á við með því sem hún segir?"

 

What is at issue is the need to attend to what people say, and to heed the intent they are trying to convey, rather than groping for some "larger" answers in the particulars of their spoken words."
(Wikan, 1993: 195)
 

Orð sem verkfæri er mun gagnlegri myndlíking heldur en orð sem ílát. Ílátið er lokað, afmarkað og skilgreint og gefur ekki til kynna raunverulegt lífrænt, síbreytilegt eðli tungumála. Eins og raunveruleg verkfæri þá leynist tilgangur, eða merking, orða í notkun þeirra, því verkfæri eru merkingarlaus ef þau eru kyrrstæð og liggja ónotuð. Á sama hátt og við hugsum ekki um pennann eða úrið, heldur skriftina og tímann (Ingold, 1993b), þá ætti orðið ekki að vera miðpunktur athyglinnar, heldur merkingin sem það vísar á og vekur upp, - eða með öðrum orðum "það sem fólk ætlar sér með orðunum" ætti að vera miðdepill athyglinnar, en ekki orðin sjálf. Til að ná djúpum skilningi úr samskiptum er því nauðsynlegt að ná þeirri tilfinningalegu samsömun sem áður var minnst á undir nafninu "resonance". 

 
6. Málfarsnákvæmni og samhljómur 

 

6.1 Skilningur er oft lítið háður orðunum. 

Allur skilningur byggist á endanum á "resonance", það þarf bara mismargar vísbendingar til að vekja hann upp. Það er hægt að afmarka merkinguna því sem næst nákvæmlega (en aldrei fyllilega) með vönduðu orðavali, yfir í það að aðeins fáein orð á stangli, eða jafnvel engin, dugi til djúpra tjáskipta. Orð geta beinlínis verið röng eða misvísandi, en svo lengi sem samhljómurinn er góður þá gerir það lítið til. Raunar getur leiðrétting virkað truflandi, því viðkomandi tók hvort eð er á móti "meiningu" orðsins fremur en "merkingunni". 

Orðin eru því oft á tíðum í algjöru aukahlutverki þegar "resonansinn" er góður. Af þessu má gera ráð fyrir að ef við förum að einblína á orðin sjálf á meðan við tjáum okkur er hætt við að samhljómurinn tapist, því hann er ekki fólginn í orðunum. Þetta kemur gjarnan fyrir þegar flytja skal formlega ræðu beint af blaði. Upplifunin sem var upphaflega kveikir að orðunum, er ekki lengur uppspretta ræðunnar sjálfrar, heldur "orðin" tóm sem verið er að hafa eftir af blaðinu. Við þetta tapast tónunin auðveldlega. Á sama hátt könnumst við við að í nánum tengslum við fólk eða rómantísku samtali er ekkert eins mikill spillir og að tala á lógískum nótum. Það er flótti frá þessum heim yfir í hugtakaheiminn, víðs fjarri raunverulegri snertingu, raunverulegri tónun raddarinnar, tjáningu persónuleikans sem birtist í öllu sínu veldi. 

 

6.2 Orð sem túlkur, - orð sem hindrun. 

Fyrst að tungumálið inniheldur ekki merkingu, heldur vísar út fyrir sig á eiginlega merkingu, er ekki laust við að hlutverk þess sé eins konar túlkun. Þegar skilningi er náð beint á þeirri merkingu sem orðin vísa til, þá er túlkurinn farinn að þvælast fyrir, því hann myndar óþarfa fjarlægð milli skynjanda og hins skynjaða. Merkingin fer lengri leið í gegnum túlkinn, eða eins og Maurice Bloch orðar það þegar hún talar um beitingu tungumálsins sem 

 

Double transformation from implicit to linguistically explicit knowledge made by the teacher and from linguistically explicit to implicit knowledge made by the learner."
(Maurice Bloch, 1994 , 279)
 

Þarna er augljóslega um að ræða óþarfa krók ef hægt er að fara beina leið. Bloch segir í þessu sambandi í grein sinni að lærdómur felist í því að komast handan orðanna og í beint samband við veruleikann sjálfan sem að orðin vísa til. Þau eru aðeins leiðarvísir í átt að þessu takmarki, eins og áður sagði. Það dæmi sem hún tók fyrir var ökukennsla, þar sem rökfræðilegur skilningur á akstri sé mikilvægur á vissu stigi námsins, en maður sé ekki fullnuma ökumaður fyrr en þekkingin er orðin ómeðvituð og greypt í hugann, - þegar meðvitaðar reglur eru látnar víkja fyrir tilfinningu.

 

6.3 Samhljómur og tónlist. 

Vegna þess að "resonance" (samhljómur) er hljómrænt hugtak þá er ekki úr vegi að enda með því að heimfæra þessa reynslu upp á tónlist (Ingold, 1993b). Hugsun, segir hann, krefst ákveðins tíma áður en hún ummyndast í atferli, sem gerir allar flóknari aðgerðir mannsins, eins og hljóðfæraleik, ókleifar með öllu. Tímaeyðan raskar óhjákvæmilega spilamennskunni. Lykillinn að því að ná undraverðri hæfni snillingsins felst í því að fara fram hjá hugsun og finna fyrir tilfinningalegri samsömun - bregðast við sem hluti af því skynjaða (tónlistinni, hljóðfærinu). Um mann leika sömu bylgjur og viðfangsefnið, sem fær mann til að "resonera" með því - eða eins og Ingold orðaði það 

"I experience a heightened sense of awareness, but that awareness is not of my playing, it is my playing".
Fyrst maður er kominn í tónlistarsamlíkingar þá er rétt að staldra við nótnablað tónlistarmanns, og líta á það sem eins konar þýðanda milli flytjanda og tónlistar. Ef tónlistarmaður upplifir aðeins nóturnar getur spilamennskan orðið "rétt", en líflaus, rétt eins og með upplesna ræðu af blaði. Hann þarf að komast handan nótnablaðsins yfir í tónlistina sjálfa og upplifa hana beint. Takmarkið er því að eyða milliliðnum þegar hann hefur náð að miðla á milli viðfangs og geranda 
The map can be a help in the beginning to know the country, but the aim is to learn to know the country, not the map 
(Ingold, 1993). 
 
6.4. Þverstæða Unni Wikan.

Við sjáum því að bein skynjun er ekki aðeins möguleg og merkingarbær, heldur er hún beinlínis æskileg og er raunverulegt takmark sem að orðin beinast að sem samansafn af vísbendingum, án merkingar í sjálfum sér. En nú erum við komin í vanda, sem að Wikan fann líka fyrir þegar hún sagði: "The experience is nothing in and of itself, but culturally construed, is one of anthorpology´s most basic insights...How are we to harmonise this with an approach which says Hannibal, Alexander the Great and Panci Sakti are more or less the same?" (Wikan, 193) Þetta leiðir okkur inn í lokaorð ritgerðarinnar. 

 
7. Lokaorð

 

7.1. Raunheimur/skynjun (nagual) og hugtakaheimur/hugsun (tonal).

Við lifum í tveimur heimum sem ég hef kallað hugtakaheim og raunheim. Hugtakaheimur er "abstrakt afmörkun á takmarkalaust fjölbreyttri samfellu" raunheims (Þorsteinn, 1994). Ósamræmi þarna á milli veldur því að hugtakaheimur er að miklu leyti sjálfsprottinn, innan þeirra marka sem að raunheimur setur honum með "neitunarvaldi" sínu. Hugtakaheimur myndar sífellt tvístæður sem á sér enga samsvörun í raunheimi, en rekja má til djúpstæðrar þarfar til að miðla á milli þessara tveggja heima, en saman mynda þeir hina einu raunverulegu tvístæðu heimsins, hugtaka- og raunheim eða hugsun og skynjun. (Castaneda, 1974: 126-8) 

 

7.2. Við lifum í tveimur og sama heiminum! 

Hugtakaheimar eru eins fjölbreyttir og menn eru margir, á meðan raunheimur og bein skynjun er ein og hin sama hjá öllum mönnum, enda er sá heimur efnislegur og óháður huga mannanna. Hugtakaheimar eru sjálfsprottnir vegna ósamræmis þeirra við raunheim, en vegna sömu ástæðu er raunheimur óorðanlegur. Hann er orðlaus reynsla. Þetta setur alla þýðingu í óleysanlegan vanda, svo lengi sem við höldum hugsun og skynjun aðgreindum, því hið eina sem er orðanlegt í eðli sínu er á sama tíma afstætt og ósambærilegt. Til að þýða á milli hugtakaheima verðum við að brjóta vegginn á milli skynjunar og hugsunar og gera það tvennt að eins konar samfelluás þar sem hugsun og skynjun renna saman milli (ímyndaðra) algerra gilda. Það felst í að leggja hugmyndinni um hugtök sem ílát með öllu og gera okkur grein fyrir að merking orða er ekki fólgin í þeim sjálfum, sem skýrt afmarkaðri einingu, heldur er merkingin í eðli sínu fljótandi samfella, sem minning í hugum manna er neitar að láta klófesta sig og ramma af. Orðin eiga með öðrum orðum að notast sem verkfæri til að vekja upp skynjun, en ekki sem ílát til að flytja afmarkaðar einingar á milli. 

Staðhæfing Sapirs um að þeir sem búi við ólík tungumál búi í ólíkum heimum er því rétt að hálfu leyti og í raun að svo miklu leyti sem við hugsum meira en við skynjum. Við getum hugsað okkur að við lifum í tveimur heimum, eða þá að skynjun og hugsun séu órjúfanleg og hluti af einni og sömu samfellu. Þau hugtök sem við notum um þetta eru aukaatriði, svo lengi sem við skiljum að orð innihalda aldrei merkinguna, heldur minna aðeins á hana, þau beina athyglinni í farveg, afmarka hana jafnvel að einhverju leyti, en skilgreina hana aldrei til hlítar. Það gerir Alexander mikla, Panci Sakti og Hannibal að einu og hinu sama, þó svo að þeir spretti úr gerólíkum hugtaka- og táknheimi. Á endanum er skilningur alltaf spurning um það hvort maður skilur hvert viðkomandi er að fara með orðunum, en ekki um orðin sjálf. Ná þau að vísa í sameiginlega óorðanlega reynslu? Þetta er það sem Unni Wikan kallar samhljóm og hún telur vera lykilinn að allri þýðingarstarfsemi. Eða eins og ég hafði eftir henni í upphafi þessarar ritgerðar, en þýði nú:

"Þegar ég skrifa þarf ég að ná samhljómi með lesandanum. Fyrst verð ég þó sjálf að ná samhljómi með því fólki sem ég er að skrifa um og þeirri lífsglímu sem þau eiga í". 
 
 
 


 
 

 

 

Það sem hér fer á eftir eru afgangsbútar,
óskipulagðir og óklipptir, auk heimildaskrár.
Til öryggis hef ég þetta á netinu.
 

 

------------------------------------ Þorsteinn Guðni Berghreinsson EFNISYFIRLIT 1. INNGANGUR 1.1. Kynning á hugtakinu "Resonance". 1.2. Markmið ritgerðar og helstu heimildir. 2. HVAÐAN ERU HUGTÖKIN KOMIN? 2.1. Vandamál afmörkunar og einföldunar. 2.2. Ekki aðeins heitin eru sjálfsprottin, heldur hugtökin líka. 2.3. Ólík tungumál - ólíkir heimar. 2.4. Við lifum samt í einum og sama heiminum. 2.5. Skynjunar- og málnauðhyggja samræmd. 2.6. Samspil hugtakamyndunar og skynjunar er stöðugt. 3. MILLISPIL 4. ER TIL MERKINGARBÆR BEIN SKYNJUN? 4.1. Þversögn Tim Ingolds. 4.2. Heimspekileg rök með beinni skynjun. 4.3. Reynslurök með beinni skynjun. 5. ORÐ SEM "VERKFÆRI" EN EKKI "ÍLÁT". 5.1. Hugtakaskynjun og bein skynjun fara saman. 5.2. Sams konar áhrif hreyfinga og hljóða hjá ungbarni. 5.3. Myndlíkingin orð sem "ílát" eða "verkfæri". 6. MÁLFARSNÁKVÆMNI OG SAMHLJÓMUR. 6.1. Skilningur er oft lítið háður orðum. 6.2. Orð sem túlkur, - orð sem hindrun. 6.3. Samhljómur og tónlist. 6.4. Þverstæða Unni Wikan. 7. LOKAORÐ. 7.1. Raunheimur/skynjun (nagual) og hugtakaheimur/hugsun (tonal). 7.2. Við lifum í tveimur og sama heiminum! ****************************************************************************** ÞRIÐJI PARTUR RITGERÐARRAÐARINNAR UM TUNGUMÁL, SKYNJUN OG ÞÝÐINGU. HÉR ER FÓKUSERAÐ Á SKILNING UMHVERFI OG TJÁNINGU HANDAN ORÐA ******************************************************************************* "To reason...reality is revealed through a...process of disengagement, rupturing the unity of mind and nature and stretching the distance between them to the point of absolute separation.... ...Humans, possessed of both body and mind, are regarded as half in nature, half out, organising through culture the formless and undifferentiated substratum of sensory experience derived from their bodily immersion in a physical world." (Ingold, BB, 224/225) Jafnvel sársauki og bragðskyn er mótað af orðum (en hvernig tengist það fegurð? ef fegurð er allt sem liggur handan orða?). Jú, pain comes when you resist life... orðin skilgreina hvað er æskilegt og hvað ekki Um leið og eitthvað hefur verið skilgreint sem æskilegt byrjar maður að meðtaka að fullu eiginleika og upplifun. óskiljanlegur sannleikur, auðskiljanleg lygi. Kundera 286 Sú reynsla er ekki fólgin í orðunum sjálfum Structure & Praxis. Skilningur er ekki fólginn í orðum. Nú langar mig að greina að hugtökin tvö "skilningur" og "vitneskja". Vissa hluti er aðeins hægt að vita, og aðra hluti er aðeins hægt að skilja. Tökum bragð, af appelsínu til dæmis. Það er engin leið að veita skilning á bragði appelsínu nema með því að raunverulega bragða á henni. Hinn raunverulegi skilningur á lífinu felst í beinni reynslu af því. People expressed astonishment that "we", people of the West, could think of knowledge and morality, or speech and action as separable - when these converge. (Wikan, 192) monismi. Speech getur verið gjörningur og aðgerð getur verið táknræn. Hér er hægt að fjalla um tungumál sem verkfæri. Vandamál afmörkunar og einföldunar felst í því að umbreyta reynslu í raunheimi yfir í hugtakaheim, því aðeins í þeim heimi ríkja lögmál og reglur, og hægt er að kanna hlutina og prófa(???). Einlínulógík Tilfinningaalegt cacophony.we do things with words (Wikan 192). actor´s intentions, somehow "beyond" their manifest sayings. (Wikan,195) Structure & Praxis. What is at issue is the need to attend to what people say, and to heed the intent they are trying to convey, rather than groping for some "larger" answers in the particulars of their spoken words." (Wikan 195) --- HEIMURINN ER EKKI LÓGÍSKUR, SEM KEMUR Í LJÓS Í TYRFNARI SETNINGUM --- Við gerum þau mistök að líta svo á að orðin standi fyrir það sem þau vísa á. Lógík setningarinnar nær aðeins yfir hluta af hugtakinu, og gerir aðeins grein fyrir hluta þess. Allir hlutir hafa takmarkalaust marga eiginleika, en aðeins partur af þeim rúmast fyrir í hugtakinu. Þessir eiginleikar hugtaksins er hægt að meðhöndla í lógík setningarinnar. En þvi lengra sem við göngum í þessari meðhöndlun hugtaksins sem holdtekningu fáeinna eiginleika förum við að sjá misræmi milli þess hvert við höfum farið með hugtakið og þeirrar tilfinningar (eða hugmyndar) sem að við höfum um "hlutinn" sjálfan. Hugtakaheimurinn hefur innbygða lógík. Þegar virkni þessarar lógíkar er könnuð gengur hún mjög vel upp með einföld áþreifanleg hugtök. Þegar þau verða meira abstrakt, eða stór, sbr. ást, kapitalismi, tilvera, er hætt við að snuðra hlaupi á þráðinn " When we test/stretch the capacityof the words to their limits" Hversu lógísk eru orðin? Þau koma ekki klippt og skorin úr tilverunni, heldur þurfum við að einfalda þau og takmarka svo að þau passi inn í hugtakaheiminn. Svo þegar orðin eru látin hlaða upp á sig kemur í ljós að það sem að orðin vísa á sam ræmist ekki því sem að leikið hefur verið með í lógísku ferli setningarinnar". --- TUNGUMÁLIÐ SEM SPRATT ÚR OKKUR ER ORÐIÐ KÚGARI --- Við Íslendingar erum kunnugir málhreinsunarstefnu (Textual Life of...) þar sem að málið er gert að eins konar æðri veru sem við verðum að rækta og þjóna. Tungumálið beygir okkur. Við megum ekki gleyma því að tungumálið er ekki til neins staðar óháð talandanum, því að hann er skapandi málsins. (skapar ekki eins og hann vill Marx) Beygingakerfi og reglur eru ekki lögmál komin að ofan heldur einungis tilhneigingar okkar og samkomunlag til að gera okkur skiljanleg. Ef við hins vegar reynum að tjá okkur frumlega þá er bent á okkur ógnandi fingri, eins og við hefðu drýgt glæp eða í það minnsta brotið lög. Erum við þrælar tungumálsins? Þetta má hæglega rekja til áherslu okkar á ritmálið. Auðvitað er tungan upphaflega sprottin úr samtölum. Tungumál mannskyns þróaðist fyrst í gegnum hljóð og heyrn og síðar kom að lestri og skrift. Ritun hefur þann eiginleika að festa og gera varanlegt. Spjall úti á götu fýkur út í veður og vind, og í mesta lagi óljós minning situr eftir í þeim fáu sem að að spjallinu stóðu, en hins vegar ef að spjallið var skrifað niður öðlast það nánast ódauðleika. Hægt er að safna saman slíkum varanlegum heimildum um spjall og bera saman, sjá hverjar tilhneigingarnar eru. Þannig er hægt að gera sér grein fyrir því sem að við köllum málfræði. Þegar tilhneigingum málsins hefur verið gerð grein með þessum hætti breytist tilhneigingin frá því að vera stundleg og yfir í að vera varanleg, og ávallt eins, hvort sem að hún sé lesin núna eða síðar, og henni er hægt að dreifa. Varanleiki textans hefur því yfir sér blæ lögmáls, óháð stað og stund. Stundlegar hvatir, innri hvatir mannana í samskiptum sín á milli, þróast þannig yfir í að koma utan frá sem varanlegt lögmál. RAUNHEIMUR SEM PRAXIS, HUGTAKAHEIMUR SEM STRÚKTÚR. Samfélag okkar er rígbundið lögmálum og reglum. Við höfum slitið sundur tilveruna, rétt eins og frosk á tilraunastofu, og botnum svo ekkert í því hvers vegna hún blasir við dauð og óspennandi. Þetta eru áhrif "analýsu", ólíkt "sythetíku". Heimurinn er í eðli sínu synthetiskur. Hann rennur saman (amk á því sviði sem að skynjun okkar nær). Hann er óskilgreinanlegur. En þegar við bútum hann niður og gefum heiti missir lífið líf sitt, og gerist samansafn af hlutum. Lífið er í eðli sínu breytilegt (lífið er nánast samheiti yfir fæðingu og vöxt) en með skilgrieningu hafa hlutirnir verið takmarkaðir, settir í bása, staður þeirra í tilverunni fundinn og hlutverk þeirra skilgreint. Það er hlutverk vísindanna, sem upphafs analýsunnar, og takmark þeirra - , að vita nógu mikið um allt til að geta spáð fyrir um hverja hegðun sem er hvar sem er hvenær sem er. Það gerir heiminn aðeins að vél, hinn lifandi "óvæntileiki" (afsakið nýyrðið, en ég er ekki þræll lögmála tungumalsins) tilverunnar hverfur. Tungumálið er eitt af fórnarlömbum analýtiskrar hugsunar. Lífrænt eðli þess og eðlilegt líf þess, hinn óvænti breytileiki, hefur verið sett þröngar skorður með lögmálum málfræðinnar - í slagtogi við ritmálið. Náttúra tungumálsins er að koma innan frá, úr brjóstum mannanna, sem stundleg tjáning. En þegar vitnað er stöðugt í , og farið eftir ópersónulegum reglum,dettur málið dautt niður. Rétt eins og tónlistarmaður sem aðeins er tæknilega fær, og spilar eftir nótunum en ekki "hjartanu". Tökum dæmi um málamann að læra erlent tungumál. Hann er e.t.v. fullklár á málfræðinni, en gerir sér ekki grein fyrir að í undantekningunum og slangrinum, hinu óskiljanlega, er þar sem að hjartsláttur tungumálsins liggur. Raunheimur er einn, en síbreytilegur, á meðan hugtakaheimur er ekki einn heldur margir, en hver þeirra er dauður og líflaus. ORÐ ERU EKKI ÍLÁT, HELDUR VERKFÆRI, BÆÐI TIL AÐ VEKJA UPP REYNSLU, OG TIL AÐ KNÝJA TIL STARFA. Upplifun fyrir máltöku. To say I am in pain is not a statement, it is a complaint. (Wikan 202) Þátttaka í samræðum. Að hvaða leyti er um einræðu að ræða þegar einn heldur fyrirlestur og að hvaða leyti er "turn-taking" skýrt skipt á milli manna? Tónlistarlíking er hér við hæfi andstætt einlínulógík. Ef tungumálið er lógískt þá virkar það best sem ferli þar sem hver tekur við af öðrum, lagfærir eða bætir við eftir því sem við á. Ef hins vegar orð hafa ekki neina lógíska byggingu eða innifalda merkingu heldur verkfæri sem að notuð eru til að ná áhrifum, þá virkar ekki einlínuleg tengsl viðmælenda, og stöðug samvirkni gengur hæglega upp rétt eins og margradda tónverk. --- ORÐ ERU EKKI ÍLÁT, HELDUR VERKFÆRI. ÞAU INNIHALDA EKKI MERKINGU, EN GETA HINS VEGAR ÝJAÐ AÐ UPPLIFUN AÐ HLUTA --- Ef að hægt væri að lýsa tónlistinni í orðum, þá væri hún óþörf. Aðeins er hægt að vekja upp part af áhrifunum. Speech act. Orð notuð sem verkfæri til að vekja upp áhrif. --- SKYNJUN SEM ORÐ VÍSA Á ER FJARVERANDI Í LÓGÍSKUM TEXTA --- Reyna að byggja ritgerð upp lógískt. Ein setning leiðir af annarri allt til enda er niðurstaða finnst. Þetta er eins og stærðfræði, og fara verður yfir hvern þátt. Dæmi um það hve mikill heimur út af fyrir sig og tekur ekki mið af því að lesandi orðanna hefur upplifað eitthvað sjálfur (Schema). Stundum virðist viðfangsefnið ekki lúta slíkri hugsun. maður er ef til vil að byggja upp í átt að einhverri setningu, og byggja grunninn með öðrum setningum en finnur sig knúinn til að grípa til þess sem stefnt er að með uppbyggingunni til að skýra út þá þætti sem að leiða leiða til klímaxinns Einnig hef ég orðið fyrir þeirri reynslu, y, að skrifa ritgerð svo til í einni striklotu á einum og sama deginum, en eytt næstu dögum í að lagfæra orðalag, gera það markvissara og réttara. Að þessari "meitlun" lokinni er textinn orðinn styttri og kjarnmeiri og fylgir hárnákvæmri lógík svo að jaðri við stærðfræðilega framvindu, en eitthvað er textinn samt tómlegri. Það vantar eitthverja merkingu á bak við orðin sem að snerta lesandann, einhverja hviku, eitthvað snertanlegt, eitthvað lífrænt og með grófa áferð sem hægt er að þefa af og finna titra. Eins er með ræðu, ef hún er skrifuð niður. (Gísli P.) Þetta tengist Búddismanum - - telur að ætti að segja (langar að segja) - heldur að sé fyndið (finnst fyndið) Af hverju er aldrei hægt að endurtaka brandara? Hlæja með, án brandara? Útlendinga vantar resonans. Djass er tónlist, en hitt er strúktúr. Ekki hægt að fara í hljóðver. Steely Dan live gengur ekki. Underworld. Sumir breyta tónlist sinni stöðugt, lifandi tónlist, Þursaflokkurinn, Bowie. Aðrir spila af spólu. --- TUNGUMÁLIÐ ER ALLS STAÐAR OG KLISJAN EINNIG, JAFNVEL Í ÓORÐAÐRI SKYNJUN- Klisjur í tónlist er dæmi um lógíska hugsun, athyglinni hefur verið lokað og það þarf einhvern einn til að brjóta ísinn og sýna fram á nýja möguleika. Eftir það verður það partur af klisjunni. Það sem er formað er dautt, strúktúr, hugtak. Það sem er lifandi og síbreytilegt er partur af raunheimi. --- TUNGUMÁLIÐ ER MODERNISMINN Í HNOTSKURN - - HEIMSMYND TROBRIANDA, HRINGRÁSIN OG VISTFRÆÐI ERU PÓSTMODERNÍSK --- Sjá hringrásarhugsun Tróbrianda í samræmi við vistkerfið, og einlínuhugsun í samræmi við kapitalismann. Ecology = postmodernismi (Jóhann) Lógísk hugsun hefur orsakasamband milli eininga, ergo lineal. Þetta er í andstöðu við beina skynjun sem er rúmtakskennd. Sú "hugsun" sem að nálgast umhverfið er mynstur tróbrianda er ekki línuleg. (Sbr. tölvur vs. skynjun) Ekkert upphaf, enginn endir - aðeins mynstur og samræmi - harmónía. Já, harmónía, vs peningar. --- VIÐ SKYNJUM OKKUR SJÁLF SEM FERLI, EN EKKI FROSNA EININGU --- Af hverju eru menn óánægðir með ljósmyndir af sjálfum sér? Það er vegna þess að manneskja er ferli og getur ekki verið fryst á mynd. mynd er kyrrstæð og dauð, ámeðan manneskjan tifar fullaf af potentials. aðeins óræður svipur andlitsmynda er góður því að hann vísar fram á við... --- RAUNVERULEG TILFINNING Á AÐEINS HEIMA Í RAUNHEIMI - - ALLT ANNAÐ ER BLOKKERINGAR ---- Mig langar að segja eitthvað,, mér finnst ég ætti að segja eitthvað. Langar að spila tennis,, fer í tennis af því að ég held að það geri mig glaðan GLeðin er náttúrulegt ástand þessa heims. Gleðin er eina raunverulega tilfinning mannsinns, allt annað eru blokkeringar í orkuflæði líkamans. Við erum ekki alltaf glöð vegna þess að við hugsum, og við það að hugsa þá hverfum við brott úr hinum raunverulega heimi og yfir í hugtakaheiminn. Þar er allt einsleitt og fábreytt og fyirrsjáanlegt. Einfalt. Ekkert óvænt. Og allt er þvingað fram af áreynslu. Hugsun er aktívt brotthvarf úr heiminum, en skynjun er passíf meðtaka tilverunnar. Við getum hins vegar ekki sagt skilið við heiminn a+lgjörlega, því við verðum að lifa. Til þess að lifa verðum við að hugsa því að aðeins með hugsun verður hegðun okkar markviss. Það þýðir lítið að ganga út á hraðbraut af því að litbrigðin og dýnamíkin þar er svo örvandi. Við verðum að skynja upplifunina og búta hana niður til að átta okkur á umferðinni áður en við verðum keyrð niður. Raunveruleikinn er uppspretta gleðinnar, en hann drepur líka. Honum er "sama" um það hvernig eða hvort við hugsum, því hann er raunverulegur og drepur ef við hegðum okkur ekki rétt. Þetta setur skilgreiningarmöguleikum ólíkra tungumála vissar skorður. (Emic og etic nálgun). Jafnvel sársauki og bragðskyn er mótað af orðum (en hvernig tengist það fegurð? ef fegurð er allt sem liggur handan orða?). Jú, pain comes when you resist life... orðin skilgreina hvað er æskilegt og hvað ekki Um leið og eitthvað hefur verið skilgreint sem æskilegt byrjar maður að meðtaka að fullu eiginleika og upplifun. Í nánum tengslum við fólk eða rómantísku samtali er ekkert eins mikill spillir og að tala á lógískum nótum, þvi það er flótti frá þessum heim yfir í hugtakaheiminn, víðs fjarri raunverulegri snertingu, raunverulegri tónun raddarinnar, tjáningu persónuleikans sem birtist merkingarlaust en í öllu sínu veldi. Ástin er víst talin óháð tungumálum. --- VIÐ ERUM HÆTT AÐ GETA HORFT Á RAUNHEIMINN ÁN HÆKJA HUGTAKAHEIMSINS --- Menn kannast við togstreituna á milli tveggja póla innan myndlistar, þar sem annars vegar er abstrakt list og hins vegar myndræn mynd, venjulega landslagsmálverk. Mörgum þykir óþægilegt að horfa á abstrakt málverk vegna þess að slíkar myndir sýna ekkert nema klessur, form og liti. Þær segja ekkert og eru merkingarlausar. Bull, segja sumir. Krass, segja aðrir. Alla jafnan hefur myndin ekkert að segja. Þetta sýnir hins vegar svart á hvítu hvað menn eru almennt fastir í hugtakaheiminum sínum. Myndræn mynd er dauð, en abstrakt list er lifandi og sýnir sífellt eitthvað nýtt. Hún lætur illa að skilgreiningum, og gefur sig á mismunandi hátt að áhorfandanum. Sömu sögu má segja af tónlist. Ég ætla ekki að gera greinarmun á tónlistarstefnum öðruvísi en með vísun í stundarspil og upptökur. Djass er dæmi um tónlist sem að tilheyrir stundinni, ........um leið og hluturinn hefur verið skilgreindur.... Abstrakt list stendur andspænis myndrænu landslagsmálverki. Fólk skynjar ekki hlutina sjálfa heldur orðin. Til dæmis horfa þúsundir manna á æsispennandi leik, vel leikinn, en þeir bíða aðeins eftir marki. Það er það eina sem að raunverulega er til fyrir þeim. Ef liðið þeirra tapar af tilviljun verða þeir óhamingjusamir. Lið sem að tapar í handbolta eða körfumbolta með einu stigi er ekki aðeins skilgreint sem 1% verra, heldur einfaldlega verra, sem taplið (ekki sigurlið). --- HUGTAKAHEIMURINN ER Í EÐLI SÍNU DAUÐUR OG ÓSPENNANDI --- Við getum aldrei upphugsað neitt alveg nýtt. Allt frumlegt byggist á óvenjulegri samsetningu á því sem að við höfum þegar upplifað, eins og til dæmis fjólublár tómatur. Aldrei rekumst við á neitt í kollinum á okkur sem að kemur okkur svo mikið á óvart að við neyðumst til að reka upp undrunaróp. Samkvæmt skilgreiningu er hugsun fastnjörvuð í l´ögmál og setur saman skýrt skilgreindar einingar. Allir óvæntir eiginleikar hlutanna hafa verið snytir burt, og eftir stendur alhæfingin og einföldunin ein. Hvað er skapandi hugsun? --- TUNGUMÁLIÐ SKAPAR VERULEIKA HUGTAKAHEIMS OKKAR --- Atburðir eiga sér ekki stað fyrr en búið er að tala um þá. Rétt eins og hljóð er ekki til fyrr en einhver heyrir það.sefá en ekkert gerist nema það að hugtakaheimurinn verður þrúgandi. Fullt af merkingum. Sama með lýsingar af atburðum sem að mér fannst ekki tiltakanlega eftirminnilegir. Við bara dönsuðum á gólfinu, og fórum svo í hring. Við áttum gólfið. Thick Description, spurningin um það hve djúpt við beygjum okkur er ekki merkilegt lífeðlisfræðilega, en getur verið þrungið merkingu í hugtakaheimi okkar. --- MERKING SPRETTUR AF SKYNJUN, OG VERÐUR EKKI ÞVINGUÐ FRAM AF LÓGÍK --- Þegar við erum að læra erlent tungumál lærum við orð og tengjum þau merkingu. Þetta ferli á sér stað þannig að við skynjum orðið, rekumst á það í bók, lærum að skrifa það, kynnumst hljóðum þess og stafasamsetningu og tengjum þetta allt einhverri skilgreindri merkingu. Við fáum orðin til okkar nánast án tilefnis. Þau spretta ekki upp úr aðstæðunum. Við heyrum ekki orðin í því samhengi sem þau eru notuð, og tengjum það ekki eigin tilfinningum gagnvart upplifun, heldur er upplifun búin til eftir að við höfum kynnst orðinu. Þetta er gjörólíkt máltöku barna sem að verða fyrir upplifunum og heyra orð notað í tengslum við aðstæðurnar. Upplifunin kemur fyrst og svo orðið, þannig að framvegis þegar þetta ferli hefur verið endurtekið nokkrum sinnum fer orðið að spretta af sjálfu sér út úr aðstæðunum. Ef við lærum erlent tungumál lærum við hins vegar málfræðina (tungumálið beygir mann) og orð sem koma á undan merkingu. Tungumálið verður vitsmunalegt en ekki tilfinningalegt, nánast stærðfræðilegt, þar sem lögmál setningarinnar og málfræðinnar tengjas saman einingar (orð) með afmarkað innihald. Þetta er gjörólíkt þeim málnotanda sem að notar orð sem að umhverfið kallar á, sem þar af leiðandi kallar fram enalaus blæbrigði hjá bæði honum og viðmælanda. Málfræðin er ekki til, aðeins tilhneigingar. Ég hélt fyrirlestur um þessa ritgerð um daginn og tók hann sem nærtækt dæmi um það hvernig resonansinn virkar. Þá eins og venjulega taldi ég líklegt að þar sem ég stóð myndi ég fljótlega fara að skjálfa, stama og þorna á tungunni, vegna þess hve meðvitaður ég yrði um sjálfan mig. Höndin er allt í einu orðin eitthvað óeðlileg eins og hún hangir á annarri hlið líkamans. Ég held að þetta sé vegna þess að löngunin dróg mig ekki upp á pallinn, heldur skyldan. Ég stend þarna með fyrirlestur í huga vegna þess að mér tel að ég ætti að miðla af honum en ekki vegn innri löngunar sem þarf að brjótast fram. Þessi ákvörðun komin til vegna lógísks hugarflæðis (orsök og afleiðing, gott og slæmt) en ekki hvött fram af tilfinningarlegri afstöðu. Hugurinn er því sjálfkrafa á vitrænu plani tungumálsins og sér fyrirlesturinn fyrir sér utan frá, frá lógík setninganna. Þær verða því galtómar og gjallandi. Ef orðin væru komin að innan........ Ef maður reynir að tala erlent tungumál, en fókuserar á málfræðina, er hætt við að skilaboðin komist alls ekki til skila. Ég man eftir því ótal oft að hafa rætt við útlendinga að bisa við mitt eigið móðurmál, sem að kunna vel að tala. Það er vissulega misauðvelt að skilja þá, allt eftir færni þeirra. Hins vegar er það nánast aukaatriði að þeir hafi málfræðina rétta, svo lengi sem að þeir eru ekki hræddir um að tala vitlaust. Efinn um að þeir séu að tala rétt kemst miklu skýrar til skila en það sem þeir raunverulega segja. Með sama hætti er hægt að segja einhverja bölvaða vitleysu, rugla saman orðum eða hljóðum, en svo lengi sem maður sjálfur tekur ekki eftir því þá tekur viðmælandinn varla eftir því heldur. Ég get nefnt algengt dæmi úr miðbæ Reykjavíkur þegar talað er um að taka strætó upp Laugarveginn. --- SKIPULAG SEM BÆLING Á LÍFINU SJÁLFU, SEM ER SKIPULAGSLAUST OG ÓVÆNT --- Ef ég skipulegg líf mitt, eins og t.d. ferðalög fram í tímann, þá er ég búinn að skilgreina hverja upplifun fyrirfram í samhengi í stað þess að taka henni hvernig sem hún opnast mér, og hafa opið í hinn endann. Eins er þessi hugsun gagnleg þegar útrétta þarf yfir daginn, og sinna mörgum hlutum hverjum á eftir öðrum. þá er best að fara strax af stað og klára í stað þess að skipuleggja og takmarka tímann sem hver hlutur tekur. Áskipaður tími, klukkan, á ekki að stjórna, heldur náttúrulegt ferli hvers hlutar, hvað svo sem langan tíma það tekur. Aftur kemur hér fram að hlutirnir sjálfir eiga að taka stjórnina, en ekki hugmyndir okkar um þá. Hugsun okkar er takmarkandi. Hún bæði virkar sem sía á þá skynjun sem að skynfærin taka á móti og sem eins konar fordómar...allt nýtt og spennandi sem að gerist í lífi manna gerist þegar huganum sleppir og rútínan er látin til hliðar. Þá hittir maður óvænt fólk og gerir hluti sem að manni hefði aldrei órað fyrir. Ég skrifa dagbók reglulega og hef upplifað þetta í upprifjuninni. Lífið er stórkostlegra og meira en ég get upphugsað sjálfur. Gerum hugsanir okkar örlítið götóttar og látum lífið síast inn á milli þeirra. Göngum um í tilgangsleysi, upplifum fyllingu í þeim stundum sem að ekki gegna neinu ákveðnu hlutverki. --- MÁL BARNA ÓMEÐVITAÐ. SKILYRT VIÐBRÖGÐ. TUNGUMÁLIÐ SEM VERKFÆRI ---- ég efast um að litlir krakkar geri sér skýrt grein fyrir því hvers eðlis tungumálið er. Fyrir þeim er mál eitthvað sem að sprettur fram nær hugsunarlaust rétt eins og hver önnur líkamleg viðbrögð. Tungumálið er einfaldlega athöfn sem að virkar og hægt er að beita til að ná árangri, rétt eins og ef um verkfæri væri að ræða (sjá Wikan). ---------------------------------------------------------------------------------------------------------- AFGANGSBÚTAR SEM HVERGI EIGA HEIMA, EN ÞYKJA EFNILEGIR SAMT ---------------------------------------------------------------------------------------------------------- Til að skýra mál mitt tel ég rétt að gera grein fyrir eðli andstæðuhugsunar. Ef við lítum á þau andstæðupör sem að ég minntist á í fyrstu setningu þessarar ritgerðar þá eru þau þrenns konar. Fyrsta andstæðuparið hefur aðeins innbyrðis afstætt gildi. Ekkert getur talist heitt nema með samanburð við eitthvað kalt. Hiti og kuldi eru ekki algjör stærð heldur er þær eins konar andstæð stefna á samfelluás. Annað andstæðuparið er hins vegar tveir pólar án nokkurrar miðlunar á milli. Hlutirnir geta aðeins verið lifandi eða dauðir (þó svo að hægt sé að hafa hártoganir um að vera hálfdauður o.s.frv.). Þriðja andstæðuparið er hins vegar ansi merkilegt að því leyti að það hefur eiginleika beggja hinna og nær að vera hvort tveggja í senn afstætt og algjört. Enginn getur verið yfir neinu nema því sem að er undir. Að því leyti er merking annarrar andstæðunnar háð samanburði, en sá samanburður hefur ekkert flæði sín a milli. nema að einhver sé undir. Þetta er eina raunverulega tvístæða tilverunnar og brúar bilið milli hugtakaheims og raunheims og virkar á huga okkar sem einhvers konar fyrirmynd, því við hneigjumst til að heimfæra þessa grunntvístæðu upp á heiminn gegnum tungumálið. Þennan heim er ekki hægt að skilja með neinu móti, aðeins taka á móti og upplifa. Þessi heimur er takmarkalaust fjölbreyttur, hann er sífellt dýnamískur og þrívíður. Hinn heimurinn er heimur hugsunar, tungumálsins og tákna. Hann er einlínulegur með skýrt orsakasamhengi milli hlutanna Orðræða er kemur í stað menningarhugtaksins sem dýnamískt hugtak en ekki frosið. "I still cannot understand what you mean, Don Juan, what you mean by the statement that the tonal is everything," I said after a moment´s pause. "The tonal is what makes the world." "Is the tonal the creator of the world?" Don Juan scratched his temples. "The tonal makes the world only in a manner of speaking. It cannot create or change anything, and yet it makes the world because its function is to judge, and assess, and witness. I say that the tonal makes the world because it witnesses and assesses it according to tonal rules. In a very strange manner the tonal is a creator that doesn´t create a thing. In other words the tonal makes up the rules by which it apprehends the world. So, in a manner of speaking, it creates the world." (Castaneda, ToP, 123-124) Views in the world are replaced by views of the world, modes of engagement by modes of construction. (Ingold, BB, 224) "Think of this," he went on. "The world doesn´t yield to us directly, the descrtiption of the world stands in between. So, properly speaking, we are always one step removed and our experience of the world is always a recollection of the experience. We are perennially recollecting the instant that has just happened, just passed. We recollect, recollect, recollect." (Castaneda, ToP, 47) Líkjum heiminum við litaskala. Hann rennur saman í eitt óslítanlegt ferli. Það er algerlega háð gerræðislegri ákvörðun/samkomulagi okkar hvar hver litur byrjar og endar, og einnig hversu oft (hversu nákvæmlega) við skulum búta hann niður, því ekkert í eðli skalans sjálfs hjálpar okkur með þá ákvörðun. Ef menn reynast búta skalann niður á ólíkan hátt reynist þýðing ókleif vegna þess að hugtak hjá einum vísar ekki í sama svæði skalans hjá öðrum.Á sama tíma er skalinn sjálfur merkingarlaus okkur öllum, þangað til að við bútum hann niður með þessum hætti og horfum á hann gegnum tungumálið. Hægt er að hafa tilfinningar gagnvart einhverjum af sama kyni, og oft á tíðum eru þær tilfinningar einhvern veginn hreinni og meira aðlaðandi en gagnvart hinu kyninu. Það er kannski vegna þess að það telst ekki við hæfi að hafa slíkar tilfinningar, eða í það minnsta að deila þeim með neinum. Þær haldast ósnertar sem tilfinningar. Slíkur vinskapur er traustur og afslappaður því að orðin þvælast ekki fyrir. Annað er upp á tengingnum með hinu kyninu. Þar myndast fljótt mikil spenna. Tilfinningarnar eiga sér þar viðurkenndan farveg, og auðvelt er að deila þeim með öðrum. Við það er hætt við að þær verði gerðar merkingarbærar, og þær umbreytist í orð og hugsanir sem að kæfa hina hreinu einföldu merkingarlausu tilfinningu sem allt var sprottið úr. Um leið og sambandið er orðið líkamlegra þá er það um leið orðið sýnilegra, og um það verður talað. Við það verður sambandið spennt vegna þess að hugsanir taka við af tilfinningum og skynjun. It is nice to think that one can just have an experience and be able to sense that experience completely, in all its many faceted detail. And if one is careful, and disciplines one´s perception so that nothing is read into the experience, nor subtracted from it, then one should be able to perceive exactly what has happened to one - no more, no less, and in no different way. (Lineal and nonlineal....introduction by Dolgin) Raunheimur er sía, rétt eins og hugtakaheimurinn er sía á skynjun mannsins. Hugmyndir okkar um heiminn eru rækilega litaðar af því uppeldi sem við njótum og því umhverfi sem við ölumst upp við. Þetta er einhver viðteknasta klisja mannfræðilegrar hugsunar, og því ágætur byrjunarreitur ritgerðarinnar. Við fæðumst ekki með fullan skilning á heiminum, heldur byggjum við hann upp úr upplifunum okkar gegnum ævina. Sjálfsögð lógík sjómanns, sem lifað hefur alla sína ævi á eða við ruggandi hafflötinn, er alls ekki svo sjálfgefin þeim sem "aldrei hefur migið í saltan sjó". Vanfærni um að róa bát eða sitja hest skyldi er því frekar sprottin af reynsluleysi en "innbyggðu skilningsleysi". Bein reynsla af heiminum er mismunandi frá einstaklingi til einstaklings, og almennt frá samfélagi til samfélags. En það að segja að mismunandi skilningur spretti af mismunandi umhverfi jafngildir því að segja að skynjun sé bein og sjálfgefin, að við skynjum umhverfi okkar í heild sinni án þess að bæta við eða draga frá. Það getum við ekki. Við myndum fríka út vegna þess hve margt er hægt að gera og skynja, jafnvel í því litla sem að við beinum athygli okkar að þá og þá stundina. Hér njótum við andlegrar heilsu vegna tungumálsins, - aðeins með hjálp tungumálsins verður hegðun okkar og hugsun markviss (eins og ör með skýra stefnu, en ekki krass án upphafs eða endi). Það virkar sem eins konar sía eftir að hafa afmarkað upplifun okkar og sett hana í innbyrðis samhengi gagnvart öðrum afmörkuðum upplifunum (í heimi sem lýtur lögmálum orsaka og afleiðingar samkvæmt einfaldaðri hugmynd okkar um tvístætt eðli upplifananna). Tungumálið stýrir því hverju við beinum athygli okkar að og mótar að auki rækilega þær upplýsingar sem skynfærin taka á móti. Tungumálið stýrir því hvað er skynjað og hvernig, svo að heimurinn sem að umlykur okkur getur virst mjög ólíkur þeim sem að skynja hann gegnum ólík tungumál. Hægt er að tala um tvo heima, raunheim og hugtakaheim. Hugtakaheimurinn er laus við öll hin fjölbreyttu blæbrigði og endurspeglar raunheim aðeins að hluta eftir að efniviður þess seinni hefur verið lagaður að hinum fyrri gegnum tvöfalda einföldun "alhæfingar" og "afmörkunar" (sjá ritgerð mína). Við skynjum heiminn því ekki beint nema að litlu leyti, heldur gegnum (menningu okkar og) tungumál okkartil muna svo að hún falli inn í lógískt kerfi Þetta er önnur klisja, öllu yngri en hin fyrri, og á sínar fyrstu skýru rætur að rekja til Sapir. Tungumálið er ekki aðeins flokkunarkerfi heldur stýrir það einnig upplifun okkar. Tungumálið stýrir athygli okkar og gerir hegðun okkar markvissa, auk þess að móta enn frekar það sem skynfærin taka á móti. Þess vegna upplifum við heiminn ekki tilviljunarkennt og jafnt þar til við náum honum öllum inn fyrir skilningarvitin. Tungumálið útilokar alltaf vissa skynjun á meðan það fókuserar á aðra, og þá skynjun sem það fókuserar á tekur það á móti á eigin forsendum og skynjar þá þætti skynjunarinnar sem að skipta máli og gerir hegðunina markvissa. Colourless Green Ideas Sleep Furiously - frumleiki eða merkingarleysa Flest þau tjáskipti sem að við eigum hvert við annað hafa allt annað en kalda upplýsingaöflun að leiðarljósi. Samtöl úti á götu eru sem einhvers konar dans þar sem við erum að snerta hvert á annars hugarheimi og viðhorfum, og mál tekur tíð hliðarspor eftir viðbrögðum hins aðilans. Við erum að samstilla huga okkar með samansafni af loðnum og blæbrigðaríkum orðum sem að þrengja hringinn smám saman. Þetta er eins konar blæbrigðadans sem á sér stað gegnum bæði orð, málróm og líkamstjáningu, án þess að menn þurfi nokkru sinni að snertast. Samtal sem hefur ríkulegan resonans tekur margar krappar beygjur og endar venjulega allt annars staðar lagt var af stað, og hefur farið yfir víðan völl sem að mælendum hefði aldrei dottið í hug einum og sér. Samtöl full af samhljóm eru því dýnamísk samtöl, og lifandi. Vissulega eru til "þur" tjáskiptaform út um allt þar sem annar aðilinn leiðist út í fyrirsjáanlega einræðu, hálfgerða skýrslu. En jafnvel þó að um hreina skýrslu eða ræðu sé að ræða þá er alltaf um að ræða einhvers konar samstillingu huga þar sem taka verður tillit til hlustandans rétt eins og umræðuefnis. Ekkert mál er til í einrúmi. Ég gerði nákvæma úttekt sumarið 1995 á símasamtölum er heyrðust í þar til gerðum útvarpsþáttum. Það vakti athygli mína að setningafræðileg nákvæmni í tjálskiptum var undantekning fremur en regla. Þeim mun meiri sem tíðni skiptinga milli mælenda var, því óhefðbudnara og frjálslegar var farið með tungumálið. Þarna var ansi sterk fylgni á milli resonans og minnkandi málfarsnákvæmni. Orð gátu hæglega verið röng og misvísandi, en ef samhljómurinn var góður virkaði leiðrétting neikvætt og truflandi, því að viðkomandi náði "meiningunni" frekar en "merkingunni". Enda könnumst við við að í nánum tengslum við fólk eða rómantísku samtali er ekkert eins mikill spillir og að tala á lógískum nótum. Það er flótti frá þessum heim yfir í hugtakaheiminn, víðs fjarri raunverulegri snertingu, raunverulegri tónun raddarinnar, tjáningu persónuleikans sem birtist í öllu sínu veldi.