Í nýlegri útgáfu Mynda mánaðarins (þ.e. síðla sumars 2004) var tekinn saman listi yfir 15 áhrifamestu kvikmyndir seinni ára.  Textinn sem fylgdi hverri þeirra var áhugaverður en til að þurfa ekki að eiga úrklippuna ákvað ég að hripa niður helstu atriði og búa til netta vefsíðu um efnið.  Eftirfarandi samantekt er að einhverju leyti umorðuð en þó að mestu leyti tekið beint upp úr blaðinu.


Dumb and Dumber
Gerði Farrelly-bræður heimsfræga, festi Jim Carrey í sessi sem stórstjörnu og kynnti til sögunnar ný viðmið í aulahúmor. Prumpu- og niðurgangsbrandarar komust í tísku...

Gladiator
Eins og Ben Húr hratt hún af stað bylgju mynda sem sóttu efnivið aftur í aldir eða í þjóðsögurnar.

Scream
Sendi bylgju "Slashera" af stað á ný eftir langan dvala.

New Jack City
Gat af sér óteljandi myndir sem gerast í undirheimunum þar sem spillingin er algjör.  Stíllinn dimmur og sagan dökk. Breytti einnig lögregluímyndinni með því að gefa í skyn að þeir væru ekki ónæmir fyrir eiturlyfjafíkn eða löngun í peninga og völd.

Batman
Setti ný viðmið í markaðssetningu "Blockbustera" þar sem gríðarleg áhersla var lögð á alla sviðsetningu. Réði líka stórstjörnu (Jack Nicholson) í eitt af aðalhlutverkunum).  Jack gerði jafnframt tímamótasamning með því að tengja laun sín við prósentur af hagnaði.

Four Weddings and a Funeral
Ruddi glænýja og breiða braut fyrir breskar kvikmyndir inn á Bandaríkjamarkað með því að nýta stórsmellauppskrift Hollywood án þess að tapa ögn af sínum sérbreska stíl og húmor. Eftir þetta voru flestar breskar gamanmyndir kynntar sem besta mynd síðan Four Weddings...

the Blair Witch Project
Sýndi fram á að hægt væri að gera kvikmynd fyrir smáaura ef markaðssetningin er rétt.  Var upphaflega kynnt sem heimildarmynd.  (Viðbót frá mér: Sjónarhorn vélarinnar með hálfa hausa í forgrunni var mjög óvenjulegt og eftirminnilegt)

Toy Story
Áður þótti það óðs manns æði að ætla að gera teiknimynd í fullri lengd nema hún væri byggð á þekktu og áður útgefnu ævintýri.

The Killer
Myndir Johns Woo höfðu sömu áhrif á hasarmyndasöguna og spagettivestrar Sergio Leone höfðu á vestrana á sínum tíma.  Quentin Tarantino var að horfa...

Jurassic Park
Opnaði dyrnar upp á gátt fyrir vísindaskáldsögum og bjó til nýja spennustuðul en mestu áhrifin voru fólgin í nýju stafrænu tækninni.  Hún kynnti til leiks nýja tæknivædda undraveröld þar sem allt er mögulegt.

The Matrix
Eftir 3 mínútur upplifðu áhorfendur nýja tækni.  Carrie Ann Moss fraus í miðju lofti ásamt nokkrum lögreglumönnum inni í frekar litlu herbergi... en samt hélt myndavélin áfram að hreyfast hringinn í kringum hana og herbergið. Núna, nokkrum árum síðar er búið að ofnota og nauðga þessari tækni, sem sýnir áhrif myndarinnar.

SEX, Lies and Videotapes
Höfundurinn Steven Soderbergh kynntur til leiks, Sundance-kvikmyndahátíðin sem hampaði myndinni var hafin til vegs og virðingar og Bandarískir dreifinaraðilar fóru að skoða óháðar kvikmyndir af meiri alvöru.

Trainspotting
Í miðju Pulp Fiction æðinu kom Danny Boyle fram með sinn eigin stíl og sýndi fram á í leiðinni að Bretar gætu gert meira en léttmeti á borð við Four Weddings... Einnig kynntist heimurinn tveimur nýjum stjörnum: Ewan McGregor og Robert Carlisle.

The Silence of the Lambs:
Ekki fyrsta fjöldamorðingjamynd sögunnar.  Ólíkt fyrri myndum kynnumst við sál morðingjans og hegðun hans í smáatriðum. Nú eru raðmorðingjar kvikmyndanna ekki einhverjar skuggaverur sem sjást ekki fyrr en lögreglan nær þeim, heldur djúpar persónur sem ramba á milli þess að vera geðveikir og snillingar.

Reservoir DOGS/Pulp FICTION:
Fyrri myndin opnaði fleiri dyr fyrir óháða kvikmyndagerð en nokkur mynd hefur áður gert.  Quentin er algjörlega óhræddur við að nýta sér hugmyndir annarra og sum atriðin í myndum hans eru beinlínis endurgerð úr öðrum myndum.  Flestir hefðu fengið bágt fyrir og verið sakaðir um stuld en Quentin sýndi mönnum hvernig á að gera þetta án þess að særa neinn.