![]() ![]() | ||||||
Karlar 39 ára og yngri:
Karlar 40 - 59 ára:
Karlar 60 ára og eldri:
Konur - einn flokkur:
Karlar - 10 km hlaup:
Konur - 10 km hlaup:
6 km skemmtiskokk:
3 km skemmtiskokk:
Myndir og frásagnir
Barðsneshlaup 2002 fór fram á laugardagsmorgni verslunarmannahelgar að venju. Þátttakendurnir 30, 10 konur og 20 karlar mættu á Bæjarbryggjuna í Neskaupstað kl. 8.30 og voru fluttir með hraðbát Björgunarsveitarinnar Gerpis frá Neskaupstað yfir Norðfjörð að Barðsnesi og gekk það mjög vel.
Hlaupið hófst kl. 10 í sólskini, sunnan vindstrekkingi og 17 stiga hita. Þegar kom inn í fjarðarbotnana hægði vind og hlýnaði. Hæfilega mikið vatn var í fjallalækjunum og kom það sér vel þar sem drykkjarstöð vantaði í Viðfirði og á Götuhjalla. Flestir höfðu drykkjarílát með til að ausa úr lækjunum. Þótt stormur og rigning væri víða um land var Austfjarðablíðan uppá sitt besta með sól, sunnan golu og logni í innfjörðum og setti þetta svip á hlaupið.
Hiti fór allt upp í 26° og hægði það talsvert á frískum hlaupurum sem ekki höfðu gætt þess að drekka nóg. Máttu þeir jafnvel horfa á eftir öðrum sér ófrískari sem meira höfðu drukkið og skokkuðu framúr. Þarna virtist gilda gamla reglan: 1% tap á líkamsvökva þýðir 10% orkutap. Þrír hlauparar villtust af leið vegna ófullnægjandi merkinga við Grænanes í Norðfjarðarsveit. Önnur mistök urðu ekki.
Eftir að flestir þátttakendur höfðu farið í sundlaugina og heita pottinn sem eru í 2 mín göngufjarlægð frá markinu fór fram verðlaunaafhending við fjölmenni.
Hjálmdís Zoéga, Neskaupstað hafði bestan tíma kvenna þriðja árið í röð o2: 59: 40 og hlaut til eignar kvennabikarinn, gefinn af versluninni Við lækinn (fyrri tímar Hjálmdísar 02: 39: 23 og 02: 44: 37).
Guðmann Elísson varð annar í hlaupinu á 02: 13: 47 og fyrstur í flokki 40 ára og eldri. Hlaut farandbikar gefinn af útgerðarfélaginu Barðsnes h.f.
Þátttakendur voru ánægðir með þetta hlaup og ekki síst Austfjarðablíðuna sem kom aðkomnum á óvart.
|
![]() Nípan og Dalafjöll í baksýn ![]() ![]() ![]() ![]() frá Danmörku, Ingólfur forkólfur og Þorbergur Ingi sigurvegari síðustu ára. ![]() ![]() ![]() ![]() ![]() ![]() fremstu hlaupara þá Kerlingarskarð og Dys yfir Viðfirði ![]() á nýju brautarmeti 2:9:35 ![]() aldursforseta hlaupsins, Ingólfi Sveinssyni frá Barðsnesi. Götuhjalli og Hellisfjarðarmúli sjást í baksýn. |
|||||
|