Panoramamynd af Norðfirði (I.S.SV.)

Barðsneshlaup 2000
Úrslit í Barðsneshlaupinu 2002


    Nafn:                     F.ár  Staður       Tími 
    

    Karlar 39 ára og yngri:

    Þorbergur I. Jónsson        82  Neskausptað 02:09:35
    Sveinn Ásgeirsson           64  Reykjavík   02:23:35
    Valur Þórsson               75  Neskausptað 02:33:53
    Alfreð Æ. Guðmundsson       68  Reykjavík   02:50:04
    Dofri Þórðarson             65  Kópavogi    02:54:35
    Agnar Héðinsson             66  Reykjavík   03:16:10
    Jakob S. Antonsson          71  Reykjavík   03:40:27
    Thomas Kjeldahl             71  Reykjavík   03:54:36
    Skúli M Sigurðsson          63  Hafnarfirði 04:09:00
     

    Karlar 40 - 59 ára:

    Guðmann Elíasson            58  Reykjavík   02:13:47
    Trausti Valdimarsson        57  Reykjavík   02:38:24
    Karl G. Gíslason            60  Reykjavík   02:55:45
    Pétur I. Franksson          55  Reykjavík   02:58:47
    Atli Hafsteinsson           59  Reykjavík   03:22:32
    Friðrik Windel              53  Reykjavík   03.25.20
    Pétur Ísleifsson            57  Rvík/Eskif. 03:35:23
    Ríkharð Sigurðsson          62  Reykjavík   03:36:00
    Þórir Dan                   51  Reykjavík   03:38:47
    Ólafur Stefánsson           62  Reykjavík   03:41:26
     

    Karlar 60 ára og eldri:

    Ingólfur Sveinsson          39  Reykjavík   03.33.57
     

    Konur - einn flokkur:

    Hjálmdís Zoëga              76  Neskaupstað 02:59:40
    Berghildur Ásdís Stefánsd.  72  Reykjavík   03:01:30
    Katrín Þórarinsdóttir       58  Reykjavík   03:16:05
    Helga M. Gígja              57  Reykjavík   03:38:42
    Jóhanna Eiríksdóttir        62  Reykjavík   03:44:27
    Sólveig B. Karlsdóttir      69  Reykjavík   03:51:00
    Dagbjört I. Sigurðardóttir  64  Reykjavík   03:52:17
    Eyrún Baldvinsdóttir        70  Reykjavík   03:55:26
    Bryndís Baldursdóttir       64  Reykjavík   04.28.07
    Guðlaug Eiríksdóttir        64  Reykjavík   Lauk ekki
     

    Karlar - 10 km hlaup:

    Kristinn Pétursson          69  Reykjavík   00:52:56
    Björn Magnússon             47  Neskaupstað 00:55:38
    Arnar Björnsson             ??  Neskaupstað 00:58:21
     

    Konur - 10 km hlaup:

    Guðrún Ásgeirsdóttir        ??  ?????       01:08:02
    

    6 km skemmtiskokk:

    María Guðjónsdóttir         ??  Neskaupstað 00:44:17
    Sigríður Vilhjálmsdóttir    ??  Neskaupstað 00:45:54
    

    3 km skemmtiskokk:

    Ingibjörg Sveinsdóttir          Reykjavík
    Freyja Rúnarsdóttir             Akureyri
    Eva Ólafsdóttir                 Reykjavík
    Guðjón Ólafsson                 Akranes
    Bergur Hinriksson               Grindavík
    Þröstur Júlíusson               Reykjavík
    Karítas Þrastardóttir           Reykjavík
    Sesselja Þrastardóttir          Reykjavík
    Döggvi Már Ármannsson           Reykjavík
    Kristófer Óðinn Violettuson     Húsavík
    Þórður Jaki Violettuson         Húsavík
    Violetta heiðbrá Hauksdóttir    Húsavík
    Sigurlaug Tryggvadóttir         Keflavík
    Ólafur R. Guðjónsson            Akranes
    Aðalsteinn Valsson              Reykjavík
    Birta J. Valsdóttir             Reykjavík
    
    

    Myndir og frásagnir

    Barðsneshlaup 2002 fór fram á laugardagsmorgni verslunarmannahelgar að venju. Þátttakendurnir 30, 10 konur og 20 karlar mættu á Bæjarbryggjuna í Neskaupstað kl. 8.30 og voru fluttir með hraðbát Björgunarsveitarinnar Gerpis frá Neskaupstað yfir Norðfjörð að Barðsnesi og gekk það mjög vel.

    Hlaupið hófst kl. 10 í sólskini, sunnan vindstrekkingi og 17 stiga hita. Þegar kom inn í fjarðarbotnana hægði vind og hlýnaði. Hæfilega mikið vatn var í fjallalækjunum og kom það sér vel þar sem drykkjarstöð vantaði í Viðfirði og á Götuhjalla. Flestir höfðu drykkjarílát með til að ausa úr lækjunum. Þótt stormur og rigning væri víða um land var Austfjarðablíðan uppá sitt besta með sól, sunnan golu og logni í innfjörðum og setti þetta svip á hlaupið.

    Hiti fór allt upp í 26° og hægði það talsvert á frískum hlaupurum sem ekki höfðu gætt þess að drekka nóg. Máttu þeir jafnvel horfa á eftir öðrum sér ófrískari sem meira höfðu drukkið og skokkuðu framúr. Þarna virtist gilda gamla reglan: 1% tap á líkamsvökva þýðir 10% orkutap. Þrír hlauparar villtust af leið vegna ófullnægjandi merkinga við Grænanes í Norðfjarðarsveit. Önnur mistök urðu ekki.

    Eftir að flestir þátttakendur höfðu farið í sundlaugina og heita pottinn sem eru í 2 mín göngufjarlægð frá markinu fór fram verðlaunaafhending við fjölmenni.

    Hjálmdís Zoéga, Neskaupstað hafði bestan tíma kvenna þriðja árið í röð o2: 59: 40 og hlaut til eignar kvennabikarinn, gefinn af versluninni Við lækinn (fyrri tímar Hjálmdísar 02: 39: 23 og 02: 44: 37).

    Þorbergur Ingi Jónsson, Neskaupstað hafði eins og áður nokkra af bestu langhlaupurum landsins að keppa við. Varð hann fljótastur þriðja árið í röð á sínum besta tíma og brautarmeti 02: 09: 35 (fyrri tímar 02: 12: 19 og 02: 16: 20). Vann hann til eignar bikar þann sem keppt hefur verið um frá upphafi gefinn af flutningafyrirtækinu Viggó hf. (Rúnar Gunnarsson).

    Guðmann Elísson varð annar í hlaupinu á 02: 13: 47 og fyrstur í flokki 40 ára og eldri. Hlaut farandbikar gefinn af útgerðarfélaginu Barðsnes h.f.

    Þátttakendur voru ánægðir með þetta hlaup og ekki síst Austfjarðablíðuna sem kom aðkomnum á óvart.

    Þorbergur Ingi með bikarinn sem hann vann til eignar

Fyrsti hópurinn kemur að Knarrarskerinu
Nípan og Dalafjöll í baksýn

Dalatangi í baksýn. Heimakrakkarnir" Steinarr og Vala fremst

Gert klárt. Neskaupstaður í baksýn


Drykkjarílátin sniðin til. Eyrún hjúkrunarfræðingur, Thomas
frá Danmörku, Ingólfur forkólfur og Þorbergur Ingi
sigurvegari síðustu ára.

Dagbjört, Jóhanna, Helga og Bryndís

Fimm af níu hlaupurum úr Hreyfingu

Hópurinn tilbúinn

Sveinn, Guðmann, Þorbergur og Trausti leiða hlaupið


Hlaupið inn Barðsnestúnið. Sandvíkurskarð ber yfir
fremstu hlaupara þá Kerlingarskarð og Dys yfir Viðfirði

Þorbergur Ingi Jónsson fyrstur í mark þriðja árið í röð
á nýju brautarmeti 2:9:35

Þorbergur Ingi Jónsson, 19 ára, ásamt
aldursforseta hlaupsins, Ingólfi Sveinssyni frá Barðsnesi. Götuhjalli og Hellisfjarðarmúli sjást í baksýn.


Smellið hér til að fara til baka á aðalsíðu

Ófnir vefsíðugerð  - sími 861-6351
© 1999-2003
ofnir@islandia.is