v/Snartarstaði

67l Kópasker

Sími 465-2171

Þjóðbúningar á safninu

1959- 128 Skautbúningur, Sigurveigar Sigurðardóttur Ærlækjarseli, f.5.3 1869 d. 17.12.1940. , treyja, pils, baldýrað belti. Kemur frá Klifshaga. Sigurveig giftist Jóni Gauta Jónssyni kaupfélagsstjóra árið 1896. Foreldrar hennar bjuggu i Ærlækjaseli í Öxarfirði og bjuggu þau þar og á Héðinshöfða við Húsavík lengst af. Ekki vitað hvort hún saumaði búninginn sjálf.
1960- 41-44, Kyrtill, pils, peysa og balderað belti með pörum af silfur víravirki. GuðnýÞorsteinsdóttur á Víðirhóli átti þennan búning. Guðný, f. 17.2.1869 d. 13.8.1931 var frá Vindbelg í Mývatnssveit en giftist að Víðirhóli á Hólsfjöllum árið 1909. Guðný var námsmeyja á Laugalandi í Eyjafirði sem ung kona. Mjög líklegt að hún hafi sjálf unnið þennan búning. Við eigum eftir Guðný bútasaumssængurver frá 1910, en ekki er vitað til að mikið hafi verið gert af bútasaum hér á landi svo snemma.
1960-82 Samfellubúningur Oktavíu Ólafsdóttur á Arnarstöðum, konu Stefáns Tómassonar bónda þar 1913-1934, hún erfði búninginn eftir móður sína, Gunnþórunni Halldórsdóttur,prófasts á Hofi í Vopnafirði, sem saumað hafði búninginn. Gefandi nefndur Stefán, afhent af R.G.(var í geymslu)
1. Samfellutreyja, baldýrað
2. Samstætt pils með grænum rósabekk.
3. Ennisspöng
1990-675 Kyrtill Bjargar Indriðadóttur f. 18.8.1888 d. 22.01.1925 frá Keldunesi, saumaður 1914 fyrir brúðkaup hennar og Guðmundar Kristjánssonar. Víkingarvatni síðar Núpi. Kyrtillinn er úr ekta silki, bláu að lit. Hann er mjög illa farinn í dag, en silki er mjög viðkvæmt efni. Ekki er hægt að fullyrða að Björg hafi saumað kirtilinn sjálf, en hún var mikil handavinnukona og eftir hana er mikið til af handavinnu á safninu
1993-185 Skautbúningur Hildar Jónsdóttur, f.14.4. 1857 d.10.6.1946 á Ásmundarstöðum. Hildur fæddist í Skinnalóni. Hún giftist Jóni Árnasyni á Ásmundarstöðum 1878 og eru þetta brúðarfötin. Þau hjónin bjuggu á Ásmundarstöðum og eignuðust 9 börn sem öll urðu fullorðin. Hildur dó í Leirhöfn árið 1946, hjá dóttur sinni. Samkvæmt upplýsingum frá tveimur dótturdætrum Hildar er ekki vitað hvort hún saumaði búninginn sjálf en það er möguleiki á að hún hafi saumað hann er hún var á Eyrarlandi við Akureyri hjá frænku sinni að læra á orgel
1990-483 Kyrtill Hildar á Ásmundarstöðum, Gullbrúðkaupskyrtill. Heldur ekki hægt að fullyrða um hver saumaði kyrtilinn, en hann var notaður við gullbrúðkaup Hildar.
1998-31 Giftingarkjóll Guðrúnar Halldórsdóttur. Guðrún Halldórsdóttir var frá Syðri-Brekkum á Langanesi, fædd þar árið 1882. Efnið í kjólinn, blúndur og leggingar keypti hún af Sölu-Siggu (eða Poka-Siggu) aðeins 17 ára gömul og saumaði hann sjálf. Þess má geta að hún keypti um leið efni í giftingarföt handa mannsefni sínu, Friðrik Sæmundssyni, og saumaði þau líka. Að undanskildum tveim fyrstu búskaparárunum bjó Guðrún allan sinn búskap að Efri-Hólum í Núpasveit, til 1945, í þáverandi Presthólahreppi, sem nú hefur verið sameinaður Öxarfjarðarhreppi. Hún lést árið 1949 í Sandhólum á Kópaskeri.Árið 1907-08 dreif Guðrún sig frá ungum börnum til Reykjavíkur til að læra ljósmóðurfræði og lauk því námi, var síðan áratugum saman ljósmóðir í sínu heimahéraði, meðfram búskapnum og þrátt fyrir vaxandi barnahóp

<<<