Látum hjólin snúast

 Ráðstefna um heilbrigðar samgöngur 11. maí kl 13-17


Látum hjólin snúast - ráðstefna um heilbrigðar samgöngur, verður haldin á Grand Hótel Reykjavík, fimmtudaginn 11. maí og mun standa frá kl. 13 til 17.
Að ráðstefnunni standa Lýðheilsustöð, Umhverfissvið Reykjavíkur, Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands og Landssamtök hjólreiðamanna.

Markmiðið ráðstefnunnar er að leita svara við eftirfarandi spurningum:
* Hvert er heilsufarslegt mikilvægi hjólreiða?
* Hversu margir eru að nota hjólreiðar sem samgöngumáta og hvernig stöndum við miðað við aðrar þjóðir?
* Hvað er nú þegar verið að gera til að stuðla að auknum hjólreiðum á Íslandi?
* Er mögulegt að auka hjólreiðar á Íslandi? Hvernig er það mögulegt?

Í lok ráðstefnunnar verða pallborðsumræður þar sem öllum þingflokkum hefur verið boðið að senda sinn fulltrúa til að svara spurningunni ,,Er einkabíllinn búinn að sigra?”.

Ráðstefnan er öllum opin og á endurgjalds en þátttakendur eru vinsamlegast beðnir að skrá sig hjá Lýðheilsustöð, netfang: skraning@lydheilsustod.is.

Upplýsingar um erlenda fyrirlesara

* Dr. Carlos Dora er læknir og starfar hjá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni (WHO). Þar hefur hann m.a. stýrt mati á hvernig stefnumótun í samgöngu-, orku- og landbúnaðarmálum hefur áhrif á heilbrigði. Áður starfaði Dr. Dora við faraldsfræðirannsóknir hjá London School of Hygiene.
* Thomas Krag er með meistaragráðu í efnaverkfræði. Hann hefur fjölbreytta reynslu í tengslum við hjólreiðar og samgöngur almennt og var m.a. framkvæmdastjóri danska hjólreiðasambandsins.




Sjá líka
http://www.lydheilsustod.is/
http://www.lydheilsustod.is/frettir/afstofnuninni/nr/1692

og

http://hjolad.isisport.is/template2.asp?PageID=6&newsid=271
 

Hér fyrir neðan koma nokkra myndir frá ráðstefnini

Fundargerð með linkum á glærur ræðumanna verða birtar von bráðar

ath. af ræðumönnum í pontu vantar mynd af Árna Þór Sigurðsyni