Lög og reglugerðir um hjól og hjólreiðar

Reglugerð um gerð og búnað reiðhjóla..stjórnartíðindi B,nr.57/1994

 

1.gr. Gildissvið.

Reglugerð þessi gildir um reiðhjól sem notuð eru í almennri umferð á akbraut, gangstétt, gangstíg eða hjólreiðastíg.

2.gr. Almennar reglur.

Reiðhjól skal þannig gert, sett saman, búið og haldið við að það þoli það álag sem hlýst af venjulegri notkun þess og nota má án þess að valda óþarfa hættu eða óþægindum. Reiðhjól skal á augljósan og varanlegan hátt merkt framleiðanda hjólsins

og framleiðslunúmeri. Því skulu fylgja leiðbeiningar á Íslensku um réttar stillingar og viðhald á öryggisbúnaði. Yfirlýsing skal fylgja frá framleiðanda hjólsins um aflfræðilega eiginleika þess og skal hún studd tilvitnun í viðurkennda staðla og/eða vottorðum um prófanir.

3.gr.Hemlar. Reiðhjól skal hafa a.m.k. tvo sjálfstæða hemla sem hafa þannig yfirfærslu að hægt sé að stöðva hjólið á öruggan, virkan og skjótan hátt.Annar hemillinn skal virka á framhjól en hinn á afturhjól. Yfirfærslubúnaður ( handfang eða fótstig ) skal verka óháð hvor öðrum. Búnaðinn skal vera hægt að nota þótt hjólreiðamaður hafi báðar hendur á stýri.

4. gr.Ljós og glitmerki.

Reiðhjól skal búið rauðu þríhliða glitmerki að aftan og hvítu að framan. Á báðum hliðum fótstigs skulu vera hvít eða gul glitmerki. Gul eða hvít glitmerki skulu vera í teinum hjólsins. Reiðhjól sem notað er í myrkri eða skertu skyggni skal búið ljóskeri að framan sem lýsir hvítu eða gulu ljósi og ljóskeri að aftan sem lýsir rauðu ljósi. Ljóskerin skulu vera fest við hjólið. Ljóskerið að framan skal lýsa nægilega vel án þess að valda glýju.

5. gr. Þjófnaðarvörn.

Á reiðhjóli skal vera búnaður sem gerir kleift að læsa því örugglega.

6.gr. Keðjuhlíf.

Yfir keðju og/eða drifbúnaði sem hætta er á að fatnaður hjólreiðamanns festist í skal vera örugg hlíf.

7.gr.Hljóðmerki.

Reiðhjól skal hafa bjöllu. Óheimilt er að nota annan hljóðmerkjabúnað.

8.gr.Gildistaka.

Reglugerð þessi sem sett er samkvæmt 6o .gr. umferðarlaga, nr.50 30. MARS 1987, ÖÐLAST GILDI 1. MARS 1994. Jafnframt felur úr gildi VIII. Kafli reglugerðar um gerð og búnað ökutækja, nr.51 15.maí 1964.

 

Ákvæði til bráðabirgða.

Reiðhjól sem tekin hafa verið í notkun fyrir gildistöku reglugerðarinnar skula frá 1.maí 1994 búin samkvæmt reglugerð þessari.

Nægilegt er þó að reiðhjól sem tekin hafa verið eða tekin verða í notkun fram til 1. janúar 1995 séu búin einum traustum hemli sem virkar á afturhjól.

Ákvæði 2.mgr.2.gr.,3.gr og 6.gr. gilda einungis um ný reiðhjól sem afhent eru nýjum eiganda eftir 1.janúar 1995.

Dóms og kirkjumálaráðuneytið,31.janúar 1994.

Þorsteinn Pálsson.

______________________

Ólafur W. Stefánsson.

 

 

Stjórnartíðindi B 87-1999

NR.631 29 september 1999

REGLUR

um notkun hlífðarhjálms við hjólreiðar barna.

1.gr.

Barn yngra en 15 ára skal nota hlífðarhjálm við hjólreiðar.

2.gr

Barni er ekki skylt að nota hlífðarhjálm við hjólreiðar ef það hefur fengið læknisvottorð, sem undanþiggur það notkun hans af heilsufars- eða læknisfræðilegum ástæðum.

3.gr.

Lögreglan skal vekja athygli barna á skyldu skv. 1. gr.

4.gr.

Reglur þessar eru settar samkvæmt heimild í 72.gr. a umferðarlaga, nr.50 30.mars 1987, sbr. Lög nr. 44 7.maí 1993, öðlast gildi 1.október 1999.

Sólveig Pétursdóttir _____________________

Ólafur W. Stefánsson.

 

 

REIÐHJÓLAHJÁLMAR TELJAST TIL PERSÓNUHLÍFA OG FALLA UNDIR REGLUR UM GERÐ PERSÓNUHLÍFA NR 501/1994

Í REGLUNUM ER SKILGREINING Á HUGTAKINU PERSÓNUHLÍF:

Hverskonar búnaður eða tæki, sem einstaklingar klæðast eða halda á, sér til verndar gegn hættu eða hættum er ógna heilsu eða öryggi þeirra.

Reglurnar eru settar á grundvelli tilskipunar ESB um persónuhlífar (89/686/EBE).

Hér á eftir koma þær greinar umferðalaga sem varða Reiðhjól sérstaklega.

Lögin eru nr.50 30 mars 1987.

Í 2 gr laganna er skilgreining á hvað sé reiðhjól.

Reiðhjól: Ökutæki, sem knúið er áfram með stig- eða sveifarbúnaði og eigi er eingöngu ætlað til leiks. Sem reiðhjól telst einnig vélknúinn hjólastóll, sem eigi er hannaður til hraðari aksturs en 15 km á klst. Og verður einungis ekið hraðar með verulegri breytingu.

VI.

Sérreglur fyrir reiðhjól,bifhjól og torfærutæki.

Reiðhjól:

39.gr.

Hjólreiðamenn skulu hjóla í einfaldri röð. Þar sem nægilegt rými er mega tveir þó hjóla samhliða, ef það er unnt án hættu eða óþæginda. Ef gefið er merki um framúrakstur mega hjólreiðamenn eigi hjóla samhliða, nema aðstæður leyfi eða nauðsyn krefji.

Hjólreiðamaður skal hjóla hægra megin á akrein þeirri, sem lengst er til hægri. Akreinina við hlið hennar má þó nota til framúraksturs, ef eigi er unnt að fara fram úr hægra megin.

Hjólreiðamaður, sem nálgast vegamót og ætlar að far beint áfram eða beygja til vinstri, má vera áfram hægra megin á vegi . Ætli hann til vinstri skal hann fara beint áfram yfir vegamótin og beygja þá fyrst, þegar það er unnt án óþæginda fyrir aðra umferð. Gildir þetta þrátt fyrir umferðarmerki eða önnur merki, nema þau séu sérstaklega ætluð hjólreiðamönnum.

Heimilt er að hjóla á gangstétt og gangstíg, enda valdi það ekki gangandi vegfarendum hættu eða óþægindum. Hjólreiðamaður á gangstétt eða gangstíg skal víkja fyrir gangandi vegfarendum.

Hjólreiðamaður skal að jafnaði hafa fætur á fótstigum og a.m.k. aðra hönd á stýri.Hjólreiðamaður má ekki hanga í öðru ökutæki á ferð eða halda sér í ökumann eða farþega annars ökutækis.

Læsa skal reiðhjóli, sem lagt er,nema því sé lagt um stutta stund, og ganga þannig frá því, að eigi stafi hætta eða truflun af.

40.gr.

Barn yngra en 7 ára má eigi hjóla á akbraut nema undir leiðsögn og eftirliti manns sem n´ð hefur 15 ára aldri.

Eigi má reiða farþega á reiðhjóli. Þó má vanur hjólreiðamaður, sem náð hefur 15 ára aldri, reiða barn yngra en 7 ára, en sé barninu ætlað sérstakt sæti og þannig um búið að því stafi eigi hætta af hjólateinunum.

Eigi má flytja á reiðhjóli þyngri hluti eða fyrirferðameiri en svo að ökumaður geti haft fullkomna stjórn á reiðhjólinu og gefið viðeigandi merki. Eigi má heldur flytja á reiðhjóli hluti, sem valdið geta öðrum vegfarendum óþægindum.-

Björn Finnsson f.v. fulltrúi LHM í Umferðaráði


 

Að lokum, hér eru tölur sem bera saman dauðaslys og alvarlegaum slösuðum á reiðhjóli, fótgangandi og akandi/farþegi s.l. 10 ár
 


 

 

 

 

 

 

 
Ár Reiðhjólamenn Fótgangandi Ökumenn og farþegar

 
Látnir Alvarlega slasaðir Látnir Alvarlega slasaðir Látnir Alvarlega slasaðir
1996 1 17 2 42 7 170
1997 2 11 4 36 9 155
1998 0 10 3 32 24 186
1999 0 11 5 32 16 179
2000 0 10 1 21 31 137
2001 0 5 1 11 23 142
2002 0 20 1 24 28 120
2003 0 10 3 17 20 118
2004 0 4 3 16 20 95
2005 0 4 1 22 18 103