Fréttablaðið, Fim. 8. nóv. 21:59


Ekið á mann á reiðhjóli


Eldri maður á reiðhjóli slasaðist nokkuð þegar hann varð fyrir bíl á Sundlaugavegi við Gullteig í Reykjavík seinni partinn í dag. 

Að sögn lögreglunnar í Reykjavík vildi slysið til með þeim hætti að maðurinn, sem er á sjötugsaldri, hjólaði út á götuna í veg fyrir fólksbíl á austurleið. Hann var svo fluttur með sjúkrabíl á slysadeildina í Fossvogi. Að sögn vakthafandi læknis slysadeild hlaut maðurinn nokkur beinbrot í árekstrinum og hefur verið lagður inn á sjúkrahúsið. Hann er ekki talinn vera í lífshættu en hlaut áverka á brjóstholi og á mjöðm.

Ætli það hafi verið bíllinn sem ók í veg fyrir hjólreiðamanninn?  Gæti það verið að fréttin sé vitlaus, hver veit.

 

Til baka á fréttayfirlit

 

Vefsíða Náttúru