Fréttatilkynning: 10 september 2001

Skíðastaðasprettur


Laugardaginn 15.09.2001. verður haldin hjólreiðakeppni á Akureyri (Skíðastaðasprettur). Hjólað verður frá Gúmívinnslunni að skíðahótelinu. Þetta er um 5 km. löng leið og öll upp í móti. Keppnin hefst kl. 14:00 og keppt verður í karla og kvennaflokki.

Þessi keppni var haldin síðastliðið haust og kepptu þá 10 manns. Besti tími sem náðist þá var 27.30 min.

Nú í sumar hefur hópur fólks á Akureyri stundað hjólreiðar af kappi og vonumst við eftir góðri þátttöku.

Við hvetjum alla sem eiga hjól til að mæta og takast á við brekkurnar.

Mjög góð verðlaun verða í boði fyrir þá sem sigra.

Skráning verður á staðnum eða í Líkamsræktinni Bjargi og er ekkert þátttökugjald.

Nánari upplýsingar gefa Heimir í síma 8917771 og Ólafur í síma 8618812

Við hvetum ykkur til að koma og fylgjast með spennandi og erfiðri keppni.

 

NÝTT 16. sept. Úrslit 

Keppnin var haldin laugaradaginn 15 sept. 13 keppendur mættu til leiks í kalsa veðri og ekki var laust við að snjóaði á fólk við Skíðastaði. Nokkur fjöldi fólks kom og kvatti keppendur á leiðinni.
Verðlaunaafhending fór fram á Bjargi og voru veitt verðlaun fyrir karla og kvennaflokk. 

1. verðlaun voru: árskort í Líkamsræktina Bjarg (34000kr.) matur fyrir 2 (6000 kr.)á Greifanum og vöruúttekt í Sportver upp á 7000kr
2. verðlaun þriggjamánaðakort í Líkamsræktina Bjarg 13900 kr
3. verðlaun mánaðarkort í Líkamsræktina Bjarg 5900 kr

Karlaflokkur


Sæti   -   Nafn   -   F.ár   -   Tími

1.     Halldór G. Halldórsson     1958     25:13 

2.     Markus Fridrich     1970     26:58

3.     Ólafur Björnsson     1967     27:41 

4.     Andri Steindórsson     1984     28:14

5.     Hrafn Þórðarsson     1959     29:02 

6.     Unnsteinn Jónsson     1963     29:03

7.     Hrannar Ólafsson     1985     31:10

8.     Guðmundur B. Guðmundsson     1962     32:04 

9.     Björn Þór Ólafsson     1941     35:06



Kvennaflokkur



Sæti    -     Nafn    -     F.ár    -     Tími

1.     Ruth Viðarsdóttir     1970     31:55 

2.     Inga Birgisdóttir     1962     32:57

3.     Guðrún Rut Guðmundsdóttir     1970     34:34 

4.     Hulda Þorsteinsdóttir     1962     35:11


Til baka á yfirlit frétta

Þú ert á vefsíðu Náttúru