Vefsíða Náttúru stendur á tímamótum

ATHUGIÐ! 

Vefsíðu Náttúru vantar aðstoð einhvers sem hefur sæmilega þekkingu á netkerfum og internetinu svo að komist verði að réttri niðurstöðu um hvar og hvernig sé best að koma þessum vef á www

Það er fullt af efni sem þarf að komast á vefinn svo fljótt sem auðið er og því þurfa hlutirnir að ganga hratt fyrir sig.

Á rúmu ári hefur vefsíðan stækkað ört, enda af nógu efni að taka þar sem hvergi er hægt að lesa um hjólreiðar á Íslandi og á Íslensku nema þá örlítið á vefnum. En nú er sá dagur runnin upp að vefþjónn Íslandia hefur lokað fyrir frekari uppfærslur vegna stærðar vefsins. Það er því liklegt að ekki muni byrtast nýtt efni á vefnum fyrr en gengið hefur verið frá þeim málum.

Þó bæði áhugi og þörf sé mikil þá eru takmörk fyrir öllu. Það er dýrt bæði í peningum og tíma að halda úti svona vefsíðu.  Það er augljóst að vefsíðan á eftir að þóast, stækka og taka pláss á vefþjóni þá sérstaklega ef allar þær upplýsingar, skemmtun og fræðsla sem skipta máli eiga að byrtast á þar. 

Sem stendur er ekki öll von úti. Reynt verður að semja við Íslandia um meira pláss eða færa vefin til annars fyrirtækis sem er til í að styrkja málefni hjólreiðamanna, leita til einstakra styrktaraðila eða hugsanlega setja upp sér vefþjónn.

Ég hvet því fólk að fylgjast með framhaldinu, því þó uppfærslur sjáist ekki á vefnum á næstuni þá verður unnið hörðum höndum með nýtt efni sem birtast mun um leið og málin skýrast.

 

Magnús Bergsson vefstjóri

nature@islandia.is