Fréttablaðið, Þri. 28. ágú. 10:16                        

Salerni við göngustíga
Líkur eru á því að næsta vor verði sett upp almenningssalerni á lengstu gönguleiðum borgarinnar til hægðarauka fyrir borgarbúa.

Þarna er t.d. um að ræða gönguleiðirnar Miðborg - Laugarnes og Ægissíða - Nauthólsvík. Á fundi umhverfis- og heilbrigðisnefndar í sl. viku var samþykkt samhljóða að vísa þessari tillögu sem Sólveig Jónasdóttir flutti til meðferðar hjá starfshópi um heildstæða stefnumörkun útivistarsvæða borgarinnar.

Sólveig Jónasdóttir segir að gert sé ráð fyrir að þarna verði sett upp eitt salerni á hvorn þessara göngustíga. Í þeim efnum verður leitast við að fella útlit þeirra að umhverfinu. Aftur á móti sé óvíst hvað þetta muni kosta. Hún segir að ástæðan fyrir því að hún ákvað að bera þessa tillögu fram í nefndinni sé m.a. vegna þess að einstaklingar og gönguhópur hefðu vakið athygli hennar á því að það væri full þörf á því að koma upp þessari aðstöðu.

Ætli Sólveig Jónsdóttir hafi lent í svona atviki? Þó framtakið sé gott í þá VANTAR  FYRST OG FREMST HJÓLABRAUTIR Á HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ.

Þykist þetta fólk vera að móta heildstæða stefnumörkun útivistarsvæða í höfuðborg á sama tíma og hjólandi samgöngur eru sniðgengnar í skipulagi?  Næst  verða liklega sett upp salerni við öll umferðarljós fyrir ökumenn.

Mberg               

Til baka á yfirlit Frétta