Dagskrá ÍFHK 2004

 

8. apríl. Viðgerðarnámskeið* (MB)

29. apríl. Viðgerðarnámskeið*  (MB)

13. maí. Ferðanámskeið* (MB)

17-28 maí. Hjólað til vinnu. Samkeppni milli fyrirtækja landsins um t.d. hvaða fyrirtæki hjólar flesta kilometra til og frá vinnu og hvaða fyrirtæki hafi á að skipa flestum hjólreiðamönnum ofr. Er þetta samvinnuverkefni hjólreiðafélagana og ÍSÍ um að hvetja til aukina daglegra hjólreiða. (GG)

20. maí. Undirbúningur fyrir Nesjavallaferð (MB)

22-23. maí. Nesjavallaferð. Fjölskylduferð rétt utan Reykjavíkur. Gist eina nótt á nesjavöllum. Tilvalið fyrir fyrir börn og foreldra sem ekki hafa reinslu af miklum hjólreiðum. Gistigjald 2000 kr.  Lagt af stað frá Árbæjarsafni. (MB)

22-30. júní. Hjólað í stórbrotinni náttúru við rætur Alpana um skógji vaxin héruð og fjallasali. Komið við í ostagerð og brugghúsi. Nánari ferðatilhögun á vef ÍFHK , www.this.is/hjol  (HH)

19-20. júní. Fjölskilduferð á Úlfljótsvatn. Gist á vel útbúnu tjaldsvæði sem hefur að geyma leiktæki og aðra afþreyingu. Gistigjald 400 kr. Ókeypis fyrir 12 ára og yngri. Lagt af stað frá Árbæjarsafni. (MB)

25.-26 júní. Hjólað umhverfis Snæfellsjökull og yfir Jökulhálsinn. Færeyskir dagar á Ólafsvík. Nánari ferðatilhögun ákveðin síðar. (SG)

27. ágúst-5. sept. Skotlandsferð. Ferð fyrir þá sem hafa reynslu af því að hjóla með með farangur 40-70 km leið. Logh Ness skrimslið heimsótt. Gist í draugakastala og vita. Ferð sem enginn má missa af. Nánari ferðatilhögun á vef ÍFHK , www.this.is/hjol   (DM)

17-19. sept. Húsafell. Skálaferð. Farið í sund og hellaskoðun. Hjólað áleiðis heim um Kaldadal. Nánari ferðatilhögun ákveðin síðar.  (FF)

7. okt. Viðgerðanámskeið. Hjólin undirbúinn fyrir veturinn* (MB)

4. nóv. Aðalfundur ÍFHK (Stjórnin)

21. des. Sólstöðuhátíð og uppskeruhátíð. (Stjórnin)

 


*Námskeið

Öll námskeið á vegum ÍFHK eru ókeypis. Í viðgerðanámskeiðum er reynt að kenna undirstöðuatriði í viðhaldi og stillingu reiðhjóla, allt frá því að skipta um dekk yfir í að teina upp gjarðir. Á ferðanámskeið ættu sem flestir að mæta bæði reyndir sem óreyndir. Þar segir hver og einn sína reynslu af mismunandi viðlegubúnaði, undirbúningi  og ferðaleiðum. Ef áhugi er fyrir því að halda fleyri námskeið en tilgreind eru í dagskránni eða önnur sérnámskeið getur fólk haft samband við Magnús Bergsson í nature@internet.is. Reynt verður að mæta óskum allra.

Kvöldferðir fyrir byrjendur

Léttar og stuttar kvöldferðir fyrir byrjendur eru farnar frá strætisvagnamiðstöðini í Mjódd alla þriðjudaga í mai, júní, júli og águst. Kl. 20:00. Nánari upplýsingar má fá hjá Kristini G Hjaltalin í kgh@mmedia.is.

 

Opið hús

Öll fimmtudagskvöld kl. 20:00 er opið hús að Brekkustíg 2 í Reykjavík. Þar getur fólk litið í erlend hjólreiðatímarit, hitt annað hjólreiðafólk og miðlað af reynslu sinni yfir kaffibolla eða dittað að hjólum sínum. Á fimmtudögum fyrir ferðir er fólk hvatt til að mæta svo lita megi yfir hjólið og upplýsa um frekari ferðatilhögun.


Tengiliðir dagskrárliða.

 

MB. (Magnús) nature@internet.is

GG (Gígja Gunnarsdóttir) gigja@isisport.is

HH (Hugrún Hannesdóttir) hugrun@farmholidays.is

SG (Sigurður M Grétarsson) siggret@heimsnet.is

DM  (Darri Mikaelsson) themadhouse@internet.is

FF  (Freyr Franksson)   ?@?

Stjórninn. (stjórn ÍFHK)  ifhk@mmedia.is   Helgi Valsson formaður helgi.valsson@isl.is