Sölustjóri Cannondale á Íslandi

 Ég var að vanda að þvælast milli verslana því öðruvísi fréttir maður ekki af því sem er að gerast í hjólabransanum. Það má því segja að vel hafi borið í veiði þann 9. ágúst 2001 þegar mér var litið inn í GÁP. Þar hafði komið í heimsókn sölustjóri Cannondale, Joe Arcovio. Var ákveðið að ég fengi viðtal við hann þegar hann kæmi úr sinni fjallajeppaskyndiferð og það yrði um hádegi næsta dag. Ekki gafst mér tími til að undirbúa mig en tók þó til MD tækið svo viðtalið væri nú hljóðritað. Á slaginu 12 á hádegi næsta dag mætti ég manninum fyrir utan GÁP. Hann var ekki beinlínis hjólalegur í útliti, nokkuð sver um belginn og átti í erfiðleikum með að komast út úr bílnum.

            Því næst fórum við upp á skrifstofu og hófum rabbið. Ég vill minna á að viðtalið er tekið nákvæmlega mánuði fyrir 11. september 2001 og því nokkur tilviljun að Afganistan ber á góma í viðtalinu.

Hversu stórt er fyrirtækið Cannondale og hversu margir vinna þar?

 Hjá Cannondale starfa um 1000 manns og út um allan heim. Höfuðstöðvarnar eru í Bethel  í Connecticut í Bandaríkjunum.  Verksmiðjan er Bedford í Pennsylvaniu. Síðan höfum við dreifingarmiðstöð í Oldenzaal í Hollandi fyrir Evrópu. Aðra í Japan og enn aðra í Ástralíu. Afganginn af heiminum sé ég um. Það er töluvert að gera í löndum eins og í Kína, Indlandi, Suður- Ameríku og Afriku. Þannig reynum við að sinna mörgum löndum þar sem hjólreiðar þykja ekki ýkja áhugaverðar eins og sumum landa Afríku og suðaustur Asíu

Svo þið seljið reiðhjól til landa eins og Afganistan?

 (Joe hló við). Ég get sagt þér eitt, ég bjó í tvö og hálft ár við landamæri Afganistan og ég verð að segja að hjólreiðar eru ekki mikils metnar þar í landi. Þar eru þó nokkrir sem “stunda hjólreiðar” en við höfum ekki söluaðila í þessu landi. Hins vegar erum við að horfa til Pakistan þessa dagana þar sem þeir hafa frábært ólumpíulið í hjólreiðum og erum við í viðræðum við þá um að þeir muni nota Cannondale hjól í keppnum. Það er í raun merkilegt hvað hjólreiðar eru stundaðar í mörgum löndum t.d. Suður-Afríku, Namebíu  og Keníu.

 Nú veit ég að fyritæki hafa verið að koma og  fara en  TREK er líklega ykkar stærsti keppinautur. Hvernig gengur í þessari samkeppni við önnur fyrirtæki?

 Trek hefur mikið úrval hjólum en þeir hafa hins vegar aðallega verið í ódýrum hjólum og miðlúngs dýrum hjólm. Cannondale hefur hins vegar meira verið að horfa á dýrari hjól. Frá meðal dýrum upp í dýr hjól, og þá aðallega dýrum hjólunum. Sjálfur mundi ég mæla með fyrir byrjenda að fá sér Trek hjól þar sem þeir hafa mikið úrval af ódýrum hjólum. Trek selur líka mun meira af hjólum en Cannondale. Við finnum það að þegar almenningur hefur hlotið meiri reynslu í hjólreiðum þá verða þeir oft Cannondale eigendur að lokum. Einstaklingur sem kaupir sér hjól til að hjóla á einu sinni á mánuði mun líklega ekki kaupa Cannondale. Hins vegar þeir sem nota reiðhjól reglulega og hafa gert hjólreiðar að ástríðu eru oft tilbúnir til að fjárfesta í Cannondale gæðum. Það er það sem fyrirtækið er þekkt fyrir. Þetta stafar líklega af því að við notum 6061 ál í grindurnar og höfun við náð góðum árangri í notkun á þeim málmi. Joe Montgomery, stofnandi fyrirtækisins, var talinn klikkaður þegar hann tók þá stefnu að nota þetta ál í sína framleiðslu því fyrsta hjólið var nokkuð svagt. Það tók hann því nokkurn tíma að þróa hitameðferð (T6) á álið áður en hjólin gátu talist góð. Nú má segja að títaníum hjól séu ekki lengur samkeppnisfær við álhjólin okkar. Ef við tökum sem dæmi R5000 götuhjólið frá okkur þá er það fyrir utan pedala rétt rúmlega 6 kg. Það sama má segja um fulldempað fjallahjól frá okkur, Scalpel sem er (23 lps). Svo eru það aðrir hlutir eins og Lefty demparagaffallin sem framleiddur er úr áli, magnesíum, kolefnatrefjum og títaníum og er mjög léttur miðað við áreiðanleika.

Þið hafið þó nokkuð notað kolefnatrefjar í ykkar hjól. Mér hefur hins vegar fundist það fara minnkandi undanfarin ár. Hvers vegna er það?

 Við erum farnir að nota það frekar á annan hátt. Þér að segja þegar við komum með Jekyll grindina með endurbættri fjöðrun og öðrum eiginleikum. Þá hættum við frekari þróun á Raven hjólunum. Það sem hins vegar á eftir að stöðva alveg framleiðslu á Raven hjólunum er Scalpel hjólið. Þar notum við kolefnatrefjar á nýstárlegan hátt. Þetta hjól er alveg einstakt sé litið til þyngdar þess svo og notagildi og áreiðanleika. Það nýtist mjög vel í allar hjólreiðar og getur uppfyllt kröfur þeirra  allra kröfuhörðustu þegar mikið gengur á. Síðan erum við að þróa nýtt brunhjól sem við köllum Jemany. Þetta hjól er ekki enn komið á almennan markað en þessa stundina er verið að reynslukeyra það hjá Seaco/Cannondale keppnisliðinu. Þetta er það sem Cannondale gerir. Þeir reynslukeyra alla hluti áður en þeir fara á markað. Þannig erum við með nokkur önnur lið í gangi s.s. Sobo/HeadShok og Volvo/Cannondale sem stöðugt eru að prófa alla skapaða hluti. Við erum því að þróa og endurbæta reiðhjólin hvern dag og reynum að koma með eitthvað nýtt ársfjórðungslega.

 Þið áttuð í vanræðum með Lefty gaffalin fyrsta árið?

 Já, það er rétt. Það kom upp galli í samsetningunni á kolefnaleggnum og títaníum öxlinum. Svo voru einhver dæmi um bilun í keflalegunum. Öryggi viðskiptavinarins skiptir okkur miklu máli og þessi tilfelli með Lefty voru lagfærð. Gafflarnir voru sendir til okkar og við lagfærðum vandamálið. Önnur vandamál hafa ekki komið upp. Gæði Lefty gaffalsins eru einstök. Nú erum við komnir með rafstýringu á demparann sem hefur hingað til verið alveg vandræðalaus. Í þau skipti sem vandmál koma upp gerum við allt sem í okkar valdi stendur til að lagfæra gallann svo fljótt sem auðið er. Cannondale er með lífstíðarábyrgð á grindunum (svo lengi sem það er upprunalegi eigandinn) og er ávalt vakandi yfir því ef eitthvað fer úrskeiðis. 

 Cannondale hefur alltaf verið í fremstu röð með þróun hugmynda og nýrra hluta  sem oft hafa “sjokkerað” markaðin. Mér leikur því forvitni á að vita hversu margir vinna við þróunarvinnuna?

(Jóe hló við). Við erum oft að grínast með þetta. Besti staðurinn til að vinna á er líklega þróunardeildin. Ef ég hef hug á því að fá einhverja tölvu þá er oft viðkvæðið. “Heyrðu Joe, hingað til höfum við notað heilan og hendurnar” En þegar einhver kemur frá þróunardeildini og spyr um nýja súper tölvu þá er hreinlega sagt: “ Já, ekkert mál, þú þarft bara það besta”. Þróunardeildin fær allt sem hún þarf en þar vinna ekkert svo margir. Þarna vinnur sérmenntað fólk sem hefur það alveg í sínum höndum hvað Cannondale framleiðir, síðan er þar líka hópur verkfræðinga. Ég veit það ekki alveg fyrir víst hversu margir vinna þar en ég veit að við höfum hvað besta fólkið á þessu sviði. Það er enginn reiðhjólaframleiðandi sem eyðir jafn miklu fé í þróunarstarf nema þá einna helst Shimano. Þess vegna erum við leiðandi á markaðnum í nýrri tækni. Það er nú svo að ef  þú kæmir og heimsóttir Cannondale, og það getur þú, þá færi ég með ánægju með þig um fyrirtækið. þú gætir séð ýmislegt og stundum hálf galið. Ég minnist þess að þegar ég sá Lefty gaffalinn í fyrsta skiptið undir hjóli var einhver að hjóla á því hjóli og þess á milli sem hann fór af því þá góndi hann á það úr fjarlægð. Síðar áttaði ég mig á því að þarna var á ferðini einhver frá þróunardeildini. Hjá okkur eru hönnuðir með mjög fjölbreytta þekkingu og allir elska þeir það sem þeir eru að gera. Hjá okkur er það mikilvægt að allir noti það sem þeir eru að vinna við.

 Hvers konar lið er þarna í þróunardeildinni. Ég minnist þess að þegar kalda stríðinu lauk þá hafi hjólaiðnaðurinn notið góðs af verkfræðingum sem þá urðu atvinulausir.

 (Jóe hló við). Það er fyrir mína tíð. Flestir þeirra verkrfæðinga og hönnuða sem eru hjá okkur í dag hafa sérmenntun auk þess sem við kaupum þekkingu fyrir utan fyrirtækið. Annars er það mikilvægast að þeir sem vinna við þetta hafi ánægju af vinnuni og þeir noti það sem þeir hanna og smíða. Þetta er eitt af því besta við vinnustaðinn hjá Cannondale. Venjulega er vinnutímin hjá Bandaríkjamönnum frá mánudegi til föstudags, laugardaga og sunnudaga er frí. En hjá Cannondale getur þú hitt á t.d. verkfræðing kl. 23:00 á sunnudagskvöldi þar sem hann er að vinna í sínum frítíma. Svona er nú það hjá Cannondale jafnvel í framleiðsludeildinni, allir virðast hafa gaman af því sem þeir gera. Þetta var líka ástæðan fyrir því að ég sótti um vinnu þarna fyrir sex árum, allir virðast fá hjóladellu, Cannondaledellu. Þetta jákvæða andrúmsloft smitast líka út í framleiðsluna sem verður betri fyrir vikið. Öllum er annt um að framleiðslan gangi vel, auðvitað gerum við mistök en þetta jákvæða andrúmsloft bætir alla framleiðsluna.

 Nú kem ég hér með “íslenskt vandamál” sem þið reyndar eruð búnir að laga á 2001 árgerðini. Þið tókuð burtu böglaberafestingu af framgafflinum þegar þið komuð með diskabremsur og þá kanski í framhaldi af því leggið þið einhverja áherslu á ferðahjólin í framleiðslunni. 

Við framleiðum nokkur ferðahjól. En það sem þarna gerðist er að við hlustum á athugasemdir viðskiptavina okkar. Við reynum eftir bestu getu að uppfylla óskir allra og því getur framleiðslan verið svolítið breytileg. Stærstu markaðir okkar eru Bandaríkin og Evrópa, en það þýðir ekki að við hlustum ekki á íslenska markaðinn eða aðra aðila. Ef þú hefur hugmynd að einhverju sérstöku þá getur þú sent okkur tölvupóst og við skoðum málið. Við getum auðvitað ekki alltaf lofað því að setja slíkt í framleiðslu, en breytingar eru góðar og ef þér líkar það þá getur verið að öðrum líki það líka. Við framleiðum ferðahjól en þau eru meira og minna fyrir götur og malbik sem flestir okkar viðskiptavinir hjóla eftir. Það þýðir hins vegar ekki að við ættum að hundsa hugmyndir ykkar Íslendinga.

Varðandi diskabremsurnar þá gefa þær okkur stórt tækifæri til að stíga skref framm á við. Sem dæmi hefðum við ekki getað markaðsett Lefty gaffalinn þar sem hann hefur einn legg, nema vegna þess að við höfum diskabremsur sem auðveldlega má setja á þennan eina legg. Við höfum líka ákveðið að hanna bremsurnar með það í huga þær læsist ekki við minnstu snertingu heldur gefi hjólreiðamanni möguleika á því að hafa betra vald á hjólinu undir öllum kringumstæðum. Við vitum það líka að flestir framleiðendur dempara hafa læsingu annars staðar en á stýrinu. Þetta verður til þess að taka verður hendur af stýri sem getur valdið slysi. Þess vegna erum við komnir með rafmagnstýringar á framdemparana og fljótlega munum við líka koma með rafstýrða afturdempara.

 Er Cannondale farin að einblína um of á fulldempuðu hjólin?

 Nei, það tel ég ekki. Það verða alltaf að vera í boði sem flestar gerðir hjóla. Sjálfur er ég ekki gefinn fyrir torfærur. Ég hef hins vegar mikin áhuga á að hjóla eftir stígum. Ég þarf því aðeins hjól með framdempara sem ég get læst til að gefa mér aukaafl upp brekkur. En við munum auðvitað gefa okkur góðan tíma til að þróa hjól fyrir þá sem vilja vera í torfærum. En það er annað sem við sjáum í auknu mæli. Það er sífellt að aukast að eldra fólk hjóli. Þess vegna höfum við ákveðið að bjóða upp á hjól fyrir þetta fólk sem við köllum “Comfort bike”. Þarna situr fólk heldur meira upprétt, sætin eru örlítið breiðari fyrir breiðari rassa og meiri þægindi svo fólk missi ekki áhugan á því að hjóla þótt það eldist. Sem dæmi þá hef ég á mínu hjóli svolítið breiðari hnakk og ef ég veit að ég muni hjóla um torfæra stíga þá hef ég alltaf með mér dempara sætispóst. Við munum alltaf að reyna uppfylla þarfir sem flestra. Við erum með 13 línur eða gerðir reiðhjóla í okkar framleiðslu. Það nýjasta eru hjól sem við köllum Bad Boy. Eru þetta eins konar fjallahjól en á götuhjólagjörðum. Þessi hjól hafa orðið ákaflega vinsæl meðal hraðsendla í New York sem og annars staðar. En svo hafa fjallahjólakeppendur einnig tekið upp á því að nota það þar sem þeir geta fengið skemmtilega viðbótarþjálfun á malbikuðum vegum. Í hönnunardeild okkar er svo verið að smíða ákaflega spennandi “recumbent” hjól sem mun bæta enn einni hjólagerðinni við okkar framleiðslu. 

Er ekki einhver munur á því hvort þið eruð að framleiða hjól fyrir Evrópumarkað eða þann bandaríska? 

Jú, það er munur. En við bjóðum upp á flest hjólin sem eru á Bandaríkjamarkaði. Hins vegar er t.d. meiri áhersla á lögð á ferðahjól og reiðhjól með t.d. stýriskörfum fyrir Evrópumarkaðin. Við erum svo einnig laga okkur að Japansmarkaði. Og við erum líka með sérstaka línu fyrir markaðinn í Suður-Ameríku. Svo þú sérð, við reynum alltaf að uppfylla kröfur sem flestra. Þannig, að ef þú hefur hugmynd láttu okkur þá vita, við skoðum allt ef okkur líst vel á það. Það gæti tekið tíma, því við prófum allt sem á eftir að fara í sölu. Þannig eyðum við milljónum dollara í þróunardeildini í stöðugri leit að því að bæta framleiðsluna.

Það er nokkuð síðan að þið fóruð að sýna “Recumbent” hjól á sýningum. Er eithvað slíkt á leiðini á markað?

 (Joe hlær við). Ójá, það er á leiðinni. Ég hef meira að segja prófað það lítillega. Og mér fannst það ákaflega skemmtilegt hjól. Ég get ekki alveg komið með dagsetninguna en það verður á allra næstu vikum, í  mesta lagi eftir nokkra mánuði. Það mun örugglega koma með næstu árgerð (2002).

Ég  notaði hollenskt “recumbent”  hjól í nærri hálft ár og það kom ákaflega skemmtilega á óvart. Ég ætti kannski  að bíða eftir Cannondale?

Vissulega. Þessi hjól hafa ekki enn náð mikilli útbreiðslu en okkur hjá Cannondale þykir sérlega spennandi að taka þátt í því að þróa þau. Við erum því tilbúnir að hlusta á menn ens og þig. En ég segi það aftur, þetta hjól kom mér sérlega á óvart, þú átt eftir að elska það.  

Rekið þið hjá Cannondale einhverja “hjólreiðapólitík” eða umhverfisstefnu. Berjist þið t.d. fyrir hjólreiðabrautum og stígum?

 Já, það gerum við og það út um allan heim. Allir okkar starfsmenn eiga að þekkja hana. Við reynum að koma þessari stefnu okkar að út um allan heim. Það ber að sjálsögðu mest á því í Bandaríkjunum. Þar reynum við að vekja athygli á stefnu okkar við ýmiss konar tækifæri um leið og við styrkjum alla viðleitni yfirvalda sem og samtaka við að lagðir séu hjólastígar sem víðast. Það sem nú er mest spennandi er að við ásamt öðrum félagasamtökum reynum að fá aflagðar járnbrautaleiðir undir hjólreiðabrautir. Ég ferðast víða um önnur lönd. Sjálfur reyni að koma þessu til skila þar sem ég fer um. Við hjá Cannondale viljum vernda náttúruna og hvetjum fólk til að nota reiðhjólið og að byggt verði upp stígakerfi sem auðveldi hjólreiðar. Ég fór jeppaferð í gær en ég reyndi líka að skoða landið ykkar út frá sjónarhorni hjólreiðamannsins. Mér varð fljótlega ljóst að þið eigið einstakt land til hjólreiða. Ég ræddi þetta við fararstjórann í  þessari ferð og benti honum á einstaka staði sem nýst gætu sem skemmtilegar hjólaleiðir. Þetta er nokkuð sem ég verð að segja mínu fólki frá og ég á örugglega eftir að segja mörgum frá ykkar dásamlega landi sem virðist ákaflega spennandi. Ég segi þetta ekki bara af því að ég sit fyrir framan þig. Ég tók myndir á sjö filmur og mun ég sýna þær stjórnendum Cannondale sem hafa hugsanlega áhuga á því að prófa hjól hér á landi. Hugsanlega munum við geta staðið fyrir einhverri uppákomu og boðið fólki hingað til lands. Eins og ég segi, Ísland er einstakt land til hjólreiða. Þið hafið allar gerðir landslags sem nýst gæti öllum, jafnt atvinnumönnum sem byrjendum. Hægt er að hjóla milli staða A og B og sjá hveri eða stórkostlega fossa.

 Hér verð ég að vera sammála þér. Ég tel mig vera búinn að sjá nokkuð magt og heillast meir og meir af mínu eigin landi. Hér eru svo heldur ekki ágeng skordýr eða villidýr, hægt er að tjalda nánast hvar sem er og á sama deginum er hægt að upplifa svartar eyðimerkur eða vel gróna dali og finna heitar laugar til að baða sig í.

 Já, ég er gersamlega heillaður. Hefur ykkur ekki dottið í hug að gera út á þetta og auglýsa ferðir hingað? Ég veit það ekki, þið hafið kannski ekki áhuga á því að auglýsa þetta mikið og fá of mikla umferð ferðamanna. En mér finnst að hjólreiðafólk ætti að koma hingað, þetta er ótrúlegt land.

 Reyndar verð ég að segja ég hef hitt hjólreiðafólk sem hefur verið ákaflega pirrað yfir verðinu.  

Já, en nú verð ég að segja þér. Við héldum upp á 30 ára afmæli fyrirtækisins fyrir skömmu. Þá buðum við fjölda fólks hvaðan æva að úr heiminum til höfuðstöðva Cannondale og fórum með það um fyrirtækið, kynntum nýjungar og leyfðum því að prófa nýjustu framleiðslu okkar. Það rigndi alla þessa daga og þegar fólki var boðið út að hjóla þá kvartaði götuhjólaliðið sárast undan veðrinu. Þeir sem fóru á fjallahjólin voru ánægðastir. Þeir hrópuðu bara, Drulla, drulla!!  og höu ákaflega gaman af veðrinu. Það er því nokkuð víst að ef við höldum eitthvað svona aftur þá verðum við að búa til drullusvæði fyrir þetta fólk. Það er því ákaflega breytilegt hverju fólk sækist eftir og það að fá að atast í drullu er partur af sportinu.

 Er Cannondale með hjólaklúbb innan fyrirtækissins?

 Ójá. Við erum með keppnislið meðal starfsmanna og sumir keppa eins og atvinnumenn. Má þar nefna Steve Match framkvæmdarstjóra og Bill Keeth framleiðslustjóra. Síðan má ekki gleyma að umboðs- og söluaðilar Cannondale hafa sín eigin keppnislið og standa fyrir keppni víða um heim.  Það er nokkuð sem sárlega vantar hér á Íslandi. Mér finnst að hér mættu verslanir vera meira vakandi yfir því að koma hjólreiðum á framfæri og jafnvel reyna koma af stað einhverri samkeppni. Það er mikilvægt að bjóða upp á verðlaun í keppni eða uppákomum t.d. 10 þús. kr. í verðlaunasætin eða bara stuttermaboli. Það kvetti fleiri til að hjóla og fengi unglinga til að hjóla meira í stað þess að lenda í vandræðum auk þess sem auðvelt er að tengja hjólreiðar umhverfismálum. Ég held að Íslendingar stundi meiri útivist en margar aðrar þjóðir svo ég tel að það geti verið auðvelt að gera hjólreiðar sem góðan kost til ferðalaga og samgangna .

 Snúum okkur nú að fataframleiðsluni. Ég hef áhuga á því að vita hvaða efni þið notið. Eru það efni sem þið finnið á markaðnum eða eruð þið að þróa ykkar eigið fataefni? 

Bæði og. Við vinnum að þróun efnis og þá í samvinnu með öðrum fyrirtækjum. En auðvitað notum við efni eins og Polartec sem við höfum breytt sérstaklega til að mæta þörfum hjólreiðafólks. Það kom mér á óvart hversu fáir hjólreiðamenn hér nota hjólreiðaföt, þar á meðal  hjólreiðabuxur með rassbót. Það er eitthvað sem hefur gert hjólreiðar afskaplega þægilegar, alla vega fyrir mig.  Ég sagði það við Mogens hér áðan að við hefðum ákaflega gott efni frá Finnlandi sem gæti hentað vel við íslenskar aðstæður, efni sem andar vel en jafnframt heldur frá vindi og regni. Við höfum því nokkuð gott úrval fatnaðar sem hentar vel til vetrarhjólreiða. Við erum líka með breiða fatalínu sérstaklega sniðna að þörfum kvenna. Og það sama gildir um hjólin. Við erum með reiðhjól sérstaklega hönnuð fyrir kvennfólk. Þau eru eilítið minni, með styttri slá og stamma. Við hönnum líka hjól fyrir dvergvaxna menn. Ég verð að segja frá konunum í fatadeildini eins og Carol fatahönnuði og Heather. Þær vinna náið með starfsmönnum sem hjóla og  keppa s.s. Pam Kith og Lora Calucy. Þetta eru einstakar hjólreiðakonur sem prófa og nota alla okkar framleiðslu og hafa gefið okkur ómetanlega reynslu. Við höfum því náð að hanna líklega bestu fötin sem völ er á í dag. Það sama má segja um fatalínuna fyrir karla. Fataframleiðsla okkar er því ört vaxandi þessi misserin.

Sjálfur hef ég notað Cannondale hjólabuxur um nokkurra ára skeið og mér finnast gæðin mjög góð.

Þakka þér fyrir, ég skil ekki hvernig er hægt að vera án þeirra. Ég sá hjólreiðamann í gallabuxum hér áðan og skil ekkert í því hvernig það er hægt. Ég gæti það alla vega ekki.

 Því miður þá er markaðurinn ákaflega lítill hér og því ekki hægt búast við að fá nákvæmlega allt sem við viljum fá. Ætli það sé ekki stærsti vandi okkar hjólreiðamanna á Íslandi?

Það á ekki að að vera vandamál. Það getur enginn söluaðili verið með hvert einast hjól og hverja einustu flík. Það getur aðeins Cannondale.  Það sem ég hef reynt að segja dreifingaraðilum mínum er að vera með sitt lítið af hverju og þá því sem talist gæti söluvænlegast á hverjum stað fyrir sig. Það er gott að hafa myndalista en það er tíu sinnum betra að geta sýnt vöruna og leyfa viðskiptavininum að finna efnið í henni. Það getur gert gæfumuninn. Það að hafa ekki réttan lit eða stærð á ekki að vera neitt mál. Þá er bara að sérpanta vöruna og hún ætti að koma von bráðar. Við höfum jakka svipaðann og þann sem þú ert í (MEC jakkinn) sem við teljum geti hentað ákaflega vel á Íslandi. Það er ekkert mál fyrir okkur að senda prufur. 

Snúum okkur nú að Coda aukahlutunum. Ég hef heyrt og lesið að komið hafi upp vandamál eins og með diskabremsurnar.  

Skyssan sem Cannondale gerði var að senda ekki starfsmenn umboðanna á námskeið þar sem þeim var kennt á þessa hluti. Okkar eina alvöru vandamál var bremsudiskurinn. Enda fengum við kvartanir hvaðan æva að úr heiminum. Og nú verð ég að segja þér sögu. Þannig var mál  með vexti að diskurinn er framleiddur af þekktum hnífaframleiðanda í USA (spyrjanda grunar Lethermann). Þeir eru vanir því að setja þunna filmu af olíu á sína hnífa svo þeir ryðgi ekki. Nú er það svo að við báðum þá um að framleiða fyrir okkur Coda diskana sem þeir og gerðu. Það hefði átt að vera nokkuð skýrt milli tvegga fyrirtækja að þarna voru framleiddir bremsudiskar, en samt sem áður úðuðu þeir þessari olíu á alla diska svo þeir ryðguðu ekki. Þetta varð til þess að bremsurnar virkuðu ekki. Þetta var nokkuð sem okkur hefði aldrei dottið í hug að gæti gerst og kvörtunum rigndi yfir okkur. Viðgerðin fólst í því að taka diskinn af hjólinu, þvo hann upp úr vatni á báðum hliðum, skipta um bremsupúða og þá fór allt að virka eðlilega. Annað “vandamál” var að diskurinn átti það til að nuddast í  bremsuklemmuna. Þá kom í ljós að þegar menn settu gjörðina undir hjólið þá var þægilegra að halda við bremsudiskinn um leið og þrýst var á hraðlæsinguna. (quik realise). Það varð því að benda mönnum á að læsa gjörðinni frá hinni hliðinni. Þá var það mál úr söguni. Við lentum líka í því að fá MacDonalds feiti í diska sem að sjálfsögðu virkuðu ekki eða að menn sprautuðu  WD40 á diskana svo þeir ryðguðu ekki og þá varð hjólið að sjálfsögðu bremsulaust. Því miður áttum við það til að gefa röng fyrirmæli vegna rangra upplýsinga s.s. að skipta út grænum púðum í bláa, sem svo virkaði ekki. Segja má að 95% allra vandamála hafi verið í þessum dúr. Þetta verður víst alfarið að skrifast á mig. Ég hefði átt að hafa mun meira samband við mína söluaðila og segja þeim frá þessum vandamálum sem og öðrum. Nú höfum við sent út af örkinni Bill Keeth til að kenna öllum okkar söluaðilum á þessar bremsur. Þetta eru stillanlegar bremsur sem læsa ekki við minnstu snertingu. Þetta eru ekki bremsur fyrir brunkeppnir. Þar eru notaðar sérstakar bremsur. Okkur hefur þótt Coda bremsurnar þær bestu sem völ er á en í dag er aðeins í boði ein gerð þessara bremsa.

Ég verð svo að segja þér aðra sögu sem Bill Keeth sagði mér. Söluaðili í  Frankfurt í Þýskalandi var í stanslausum vandræðum með lekavandamál á bremsukerfunum. Þar sem þetta vandamál var bundið við aðeins Frankfurt þá fórum við á staðinn til að kanna málið. Maðurinn sem sá um viðhaldið þar hét Hans…að mig minnir, en hvað um það, hann var eins konar Arnold Schwarzenegger, rúmlega 2 metrar á hæð, mikið vöðvafjall sem menn sögðu aðeins við “já, herra” eða “nei, herra”. Við báðum hann að sýna hvernig hann bæri sig að  við vinnuna og hann hóf að stytta vökvaleiðslu. Hann gleymdi engu. Setti endanálina í leiðsluna og o-hringin á sinn stað og herti nippilinn í bremsuhölduna með föstum lykli. Nú sagði Bill að hann vissi hver vandinn væri en ef hann ætti að sýna Hans hvað væri að og hefði rétt fyrir sér, þá þyrfti Hans að kaupa tvo kassa af bjór fyrir hann. Hans samþykkti það.  “Þú þarft að nota átaksmæli”  “Hey Sonny, ég er búinn að vinna í þessum bransa í 20 ár og hef þetta allt í fingrunum.” Bill þurfti því að losa nippilinn og sína honum að hann hafði sprengt o-hringinn og eyðilagt alla þéttifleti. Hann hafði þannig ofhert alla nippla með þessum afleiðingum.

Við höfum tekið eftir því að um leið og við höfum kennt söluaðilum okkar á hlutina þá eru vandamálin svo gott sem úr sögunni. Í dag erum við mikið með Hayes bremsur og jafnvel þá hafa Coda-námskeiðin hjálpað mönnum mikið.

Hafið þið reynt að selja Headshok hönnunina til annarra framleiðenda?

Já, það höfum við gert. Og við erum alltaf reiðubúnir til að bjóða upp á slíkt. En Headshok gaffallinn kallar líka á öðruvísi hannað hjól og það vefst fyrir sumum. Í dag eru framleiðendur eins og Univega og Marlin sem nota Headshok gaffla.

Ég hef heyrt frá öðrum framleiðendum að þeir séu ekki hrifnir af Headshok vegna þess að það sé ekki leiðin til að staðla framleiðsluna. T.d. vegna stýrislegunnar.

Cannondale er líklega þekktast fyrir Headshok demparana. Þetta er frábær hönnun og við teljum að þetta sé besti framdemparinn á markaðnum í dag. Ég hugsa að ef þessir einstaklingar fengjust til að skoða og prófa Headshok demparann með opnum huga þá yrðu þeir eflust sammála. Cannondale hefur alltaf reynt að vera fremst í flokki í þróun reiðhjóla. Joe Montgomery var talinn vitlaus þegar hann hóf framleiðslu á reiðhjólum úr 6000 seriu áli. Í dag eru margir reiðhjólaframleiðendur sem nota slíkt ál. Þannig munum við stöðugt halda áfram að koma með nýjungar sem gera hjólin betri

Svona að lokum, hvernig gengur lífið á markaðnum? Hvernig gengur Cannondale samanborið við keppinautana?

Svona bærilega. Okkur öllum hefur ekki gengið sérlega vel undanfarið ár. En það endurspeglar nokkuð vel efnahagsástandið. Og eins og þú veist þá hefur reiðhjólaiðnaðurinn haft sínar hæðir og lægðir. Það hafa átt sér stað dramatískar uppákomur undanfarið. Þar sárnar okkur að sjá hvernig komið er fyrir bræðrum okkar í bransanum. Og svo ég sé segi þér eins og er, þá er GT og Swhinn gjaldþrota og Raleigh í Bretlandi er líka gjaldþrota. Þetta er mikið áfall fyrir okkur hina sem eftir lifum. Þetta sýnir hins vegar að Cannondale stendur nokkuð föstum fótum því við höfum reynt að bregðast við breyttum aðstæðum hverju sinni. Þegar efnahagslægð ríður yfir þá verða þeir sterku alltaf sterkari en þeir veiku detta út. Margir framleiðendur eru alltaf að bjóða upp á sömu gömlu hjólin ár eftir ár en skipta aðeins um liti milli ára. Við hjá Cannondale höfum hins vegar  reynt að koma með nýjungar ársfjórðungslega. Hjólin eru sannarlega gerð í höndunum sem gerir þau eigulegri.

Ef þú ferð á heimasíðuna þá getur þú séð feril framleiðslu okkar. Ef þú kemur einhvern tíma til Bandaríkjanna og heimsækir okkur, myndi ég gjarnan vilja sýna þér verksmiðjuna. Við höfum einstakar suðuvélar sem ég veit að keppinautar okkar hafa ekki, því það eru aðeins til þrjár vélar í heiminum og við hjá Cannondale höfum tvær af þeim. Þessar vélar voru hannaðar fyrir hernaðaryfirvöld  og skila einstökum frágangi á suðu. Suðan á hjólunum okkar er svo góð að ekki þarf að slipa hana. Það sem gerðist hjá okkur var að í tveggja stunda akstri frá Pittsburg er bærinn Allan Town sem var miðdepill stálaframleiðslu fyrir nokkrum áratugum. Þegar svo Japanir lögðu iðnaðinn í rúst urðu margir suðumenn atvinnulausir. Margir voru þeir bestu sem völ var á á sínu sviði. Sumir þeirra fóru í byggingar eða flugiðnaðinn. Enn aðrir stofnuðu ný fyrirtæki eins og Joe Montgomery sem stofnaði Cannondale. Nú höfum við dætur og syni þessara suðumanna hjá okkur og þar verð ég að segja að konurnar eru í sérflokki. Þær hafa þessa næmni og þolinmæði sem til þarf til að gera þessa frábæru suður. Það er dæmalaust að fylgjast með konunum vinna. Suðan flýtur um málminn og þeim tekst að renna suðunni tvo hringi um hver samskeyti án þess að slíta ljósbogann. Sama má segja um fólkið sem sér um lökkunina og þeirra vinnu. Vinnubrögðin eru alls staðar frábær. Það má því segja að við séum að bjóða upp á alveg sérstaka vöru. Ég hef trú á því að fleiri framleiðendur muni nota okkar vöru. Sannaðu til að eftir að einkaleyfin renna út á okkar vörum þá munu fleiri byggja sína framleiðslu á okkar hugmyndum og má þar nefna hluti eins og Lefty gaffallinn. Við munum og verðum alltaf í fararbroddi í þróun reiðhjólsins.

Eruð þið ekki hræddir við samkeppni frá TREK?

Nei, við erum ekki hræddir við þá samkeppni. Það sama má segja um samkeppnina frá Kínverjum. Veistu, apinn er konungur frumskógarins, á meðan ekkert ljón er í honum. Nú hef ég ekkert út á TREK að setja, það er gott fyrirtæki, og líklega selja þeir fleiri hjól en Cannondale. Þeir hins vegar einbeita sér að markaði sem biður um lággæða til meðalgæða reiðhjól. Við einbeitum okkur að meðalgæðum til hágæða hjóla. Það eru auðvitað alltaf til einhverjir sem kjósa TREK þó þeir geri kröfur og það er gott. Ég er ekki hrifinn af því að við séum með skítkast okkar á milli og ég vona að Trek gangi vel með sinn rekstur. Ég vona líka að einhverjir komi GT, Swhinn og Raleigh til hjálpar og ég vona að við séum sem flestir í bransanum og allir geri það gott. Það er hins vegar Cannondale sem á að bjóða upp á eitthvað sérstakt, betra og annað en hin fyrirtækin og við eigum ávalt að vera leiðandi í allri þróun.

Jamm, nú held ég að ég sé búinn að spyrja að öllu. Þakka þér fyrir.

Þakka þér sömuleiðis.

 

Nú hófust 20 mínútna samræður um það stórkostlega ferðalag sem hann hafði farið um náttúru Íslands auk hjólreiðalífsstíls víða um heim. En það verður ekki tíundað hér. Joe var alveg í skýjunum yfir því að hafa náð að taka myndir á sjö filmur og hann virtist bíða spenntur eftir því að sýna þær í höfuðstöðvum Cannondale. Hann taldi það öruggt að fleiri hjólreiðamenn kæmu frá Bandaríkjunum ef þeim væri aðeins sagt frá þessari hjólreiðaparadís sem Ísland er.

 

Vegna atburðanna 11. september þá fór birting þessa viðtals svo gott sem í vaskinn og síðan þá hefur margt runnið til sjávar. Ameríkanarnir sprengdu þúsundir Afgana í tætlur en Cannondale gaf hins vegar tveimur hjólreiðamönnum þar í landi tvö keppnisreiðhjól. Meira og meira

Veturinn 2002 til 2003 var Cannondale nærri farið á hausinn vegna mótorhjólaframleiðslu sinnar. En það tókst að selja mótorhjólakrabbameinið úr fyrirtækinu og bjarga því frá falli. Fyrirtækið hefur nú gefið út þá yfirlýsingu að þeir ætli heils hugar að snúa sér eingöngu að reiðhjólaframleiðslu. Þar hafi þeim gengið vel og þar ætli þeir sér að vera. Við vonum að orð Joe Arcoviko séu enn í fullu gildi.

Magnús Bergsson