Ópíum almúgans
Einkabíllinn hefur eyðilagt möguleika jarðarbúa til að gera umhverfi sitt að vistvænum sælureit.
Á meðan einkabíllinn er til í þeirri mynd sem hann er nú þá mun sá tími ávallt teljast smánarblettur í sögu mannsins.  Almenningur hefur haft allar forsendur til að búa sér til notalegt umhverfi í sátt og samlyndi við náttúru, dýr og menn.  Bíllinn hefur drepið fleiri einstaklinga en samanlagt allar styrjaldir tuttugustu aldar og þá eru ótaldar þær miljónir dýra sem myrt hafa verið á götum dauðans. Samt hafa þau alveg sama rétt á því að halda lífi og mannskepnan.  Ekki má svo gleyma því að bíllinn hefur valdið örkuml miljónir manna og lagt líf þeirra í rúst. Það þarf því vart að taka það fram að hann hefur valdið bæði sorg og missi
Einkabíllinn hefur ótrúlega mikil áhrif á daglegt líf þeirra einstaklinga sem verða háðir honum.  Á afar skömmum tíma telur það sig ekki geta verið án hans. Einkabíllinn er ávanabindandi eins og fíkniefni og kemur í veg fyrir að almenningur leysi ferðamáta sinn  með vistvænum hætti.  Fjöldi barna tekur bílpróf langt fyrir aldur fram og löngu áður en þau hafa til þess þroska.  Bíllinn sljóvgar dómgreind sem best sést á fórnarkostnaðinum.  En almenningur er því miður fyrir löngu farin að telja hann sem sjálfsagðan hlut.
Bill mengar ekki aðeins út í gegn um púströrið eins og aðallega haldið er að fólki. Bíll mengar líka í framleiðslu og við eyðingu. Í því magni sem hann er, er hann líka sjónmengun, háfaðamengun, olíumengun og almenn umhverfismengun Hann veldur líka mannlegri þjáningu. Olíufélög t.d. kúga margar þjóðir og smærri samfélög og olía hefur verið tilefni blóðugra styrjalda.

Bílum fjölgar stöðugt og þar með átroðningur þeirra á umhverfi og náttúru. Plássið sem þeir þurfa þenst stöðugt meira út svo samgöngur og skipulag verður stöðugt erfiðara viðureignar.Talið er að plássið sem fari undir umferðamannvirki beint og óbeint sé u.þ.b. 60% í þéttbýli. Þetta veldur því að fjarlægðir verða mun lengri en annars þyrfti að vera. Það veldur því að ferðir með almenningssamgöngum verða dýrari og ferðir með vistvænum farartækjum eins og reiðhjólum verða tafsamari. Í heimi þar sem fólki fer ört fjölgandi er einfaldlega ekki pláss fyrir einkabílinn. Hann getur því ekki staðist tímanns tönn svo litið sé til framtíðar. Er ekki tími til komin til að breyta þessu auma ástandi?
 
 

Á hvorum staðnum villt þú vera?


 

 30. november 2001  Umhverfi og skipulag í höfuðborg  eftir Fríðu Björk Ingvarsdóttur blaðamann
Erindi flutt á Umhverfismálastofu í Ráðhúsi Reykjavíkur, 11. október 2001 á vegum Landverndar og Umhverfisstofnunar HÍ.

23. maí 2001  Á vefsíðu Landverndar má finna gein eftir Stefán Gíslason MSc. Úlpa með drifi á öllum

25. desember 2000  Alliance for a Paving Moratorium eru athyglisverð samtök sem lýsa því með ágætum hvers vegna ekki ætti að nota bíla: Why Transportation Shouldn't Be Cars

  Umhverfisálag vegna samgangna í framtíðinni eftir Gest Ólafsson.   Besta erindið á ráðstefnu um umhverfisáhrif bílaumferðar í Reykjavík sem haldinn var í Háskólabíó 26. maí. 1999. Var ráðstefnan haldin á vegum Hollustuverndar ríkisins og Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur með yfirskriftini;  Bílaumferð í Reykjavík. Betra loft og minni háfaði.

Í Danmörku má finna góða vefsíðu sem sýnir þann veruleika sem hjólreiðafólk stendur frammi fyrir þar sem það deilir samgöngum með bílum http://www.xx.dk