Hjólreiðar   Náttúra   Leitarvefur

Hvað eiga "Recumbent" reiðhjólin að heita á íslensku?

Í mörgum löndum eru þessi hjól einfaldlega kölluð HPV (Human Powered Vehicles). Það getur átt við um mjög fjölbreytileg farartæki. Ekki aðeins tvíhjól, þríhjól og fjórhjól, heldur lika báta og flugvélar sem drifin eru áfram af mannsaflinu einu saman. Menn hafa látið sér ýmislegt detta í hug þegar kemur að nafni á þessari gerð hjóla sem sjá má hér fyrir ofan. nú þarf þessi hjólagerð að fá íslenskt nafn. Á ensku kallast það "Recumbent", á hollensku "Ligfiets" og á þýsku "Liegeräder".

Orðin sem hér koma á eftir eru hugmyndir sem að stórum hluta koma frá Gunnlaugi Ingólfsyni hjá Orðabók Háskólans. Til að hafa hugmynd um hvað lyggur að baki orðana þá kemur hér smá útskýring með hverju orði. Sum orðana sem eru á listanum hafa verið notuð undanfarin misseri og eru því komin frá ýmsum sem reynt hafa að gefa þessu hjóli nafn.

Sethjól Stytting á að sitja og hjóla
Letihjól Hjól fyrir lata hjólara. ? :-)
Flethjól Fleti (rúm, rekkja) á hjóli
Sesshjól Eitt einkennið er sæti, sess, en ekki hnakkur eins og við þekkjum helst.
Stólhjól Stóll á hjólum
Hallahjól Halla aftur á hjóli
Rekki Íslenskt slangur af orðinu rekkja (rúm) og eins af enska orðinu recumbent
Sætishjól Hjól með sæti
Söðulhjól sbr. sesshjól, en gallinn er sá að t.d. á Akureyri hefur hnakkurinn verið nefndur söðull
Dogghjól sbr. að sitja, liggja, rísa upp við dogg í rúmi. Nafnorðið doggur er fyrst og fremst þekkt í orðatiltækinu rísa upp við dogg, sem þýðir, að setjast til hálfs uppi í rúmi sínu (með púða að bakinu).  Einnig að setjast hálfuppréttur með því að styðja sig við annan olnbogann.  Þessar merkingar minna á, í hvernig stöðu hjólreiðamaður er, sem hjólar á svona hjóli (og er með hátt hnakkbak (púða) við bakið).

Ef þú hefur önnur orð í huga má senda hugmyndirnar til Náttúru.

Ef orðin sem send eru til Náttúru teljast góð þá munu þau koma í stað atkvæðaminnstu orðana í skoðanakönnunini.

Hér fyrir neðan má finna meira lesefni um þessi hjól.

http://www.ihpva.org/  Gott yfirlit yfir sethjólaframleiðsluna

http://www.bikeroute.com/Recumbents/   Síða um "hjól" af öllum gerðum og stærðum.

http://www.ligfiets.net  Heimasíða sethjólaframleiðenda í Hollandi

http://www.suncycle.kh.ua/index_e.html  Frístundaapparat

http://www.aha.ru/~ykpro/  Sethjólaframleiðandi í Rússlandi. Eitthvað fyrir Íslenskar aðstæður.

http://www.christianiabikes.com/dansk/dk_main.htm  Kristaníuhjólin frá DK

http://www.recumbents.com/  Allt sem tengit sethjólum í USA

http://www.logotrikes.com/index.htm  LoGo þríhjól frá Ástralíu

http://militarybikes.com/  Montague USA. Hernaðarlega mikilvæg framleiðsla

http://www.santana-tandem.com  Santana hjólin eru "Rolsinn" í tvímenningshjólum

http://home.wxs.nl/~ecleij/plaza.html  Gott tenglasafn á allt sem tengist sethjólum og sérstökum farartækjum út um allan heim.

http://www.bikebest.co.uk/  Bestbike. Snjöll og einföld lausn til að breyta hjólinu í flutningstæki.

http://www.xtracycle.com/  Xtracycle. Amerísk lausn á flutningatækni 

http://www.bromptonbicycle.co.uk/  Brompton bicycle ltd. Samanbrjótanleg reiðhjól.

http://www.burley.com/  Burley, fjölskylduvænt fyrirtæki

http://www.cyclesmaximus.com/  Cycles Maximus einfaldlega "one less car"

http://www.ep-x.com/  EP-X   snjöll hönnun gert úr gerviefnum.

http://www.r-m.de/  Vefsíða nokkurra reiðhjólategunda s.s. DeLite, Culture, Avenue, Equinox og Birdy.

http://www.pacy.de/  Pacy,  samanbrjótanlegt reiðhjól.

http://www.culty.de/  Culty, framdrifið fjölskyldufarartæki.

http://www.pbwbikes.com/  PBW,  samanbrjótanlegt reiðhjól.

http://www.skoot.com/   Skoot. Alveg einstaklega snjöll lausn samhliða almenningssamgöngum.

http://www.pedersen-fahrrad.de/  Pedersen. Þessi hjól eru orðin klassísk.

http://www.pashley.co.uk/  Pashley  Klassískur breti

http://www.christianiabikes.com/  Christiania Bikes eru komin til að vera. Pottþétt lausn fyrir fjölskyldufólk

http://www.utopia-fahrrad.de/Startseite.html  Utopia, ferða og borgarhjól.

http://www.anthrotech.de/  Anthro Tech. Þríhjól, eitt af farartækjum framtíðarinnar.

http://www.bringewald.de/   Bringewald  Function-bikes.  Fyrirtækjalausnir.

http://www.die-fahrradwerkstatt.de/htmls/seite1.htm   Fjölskyldu og fyrirtækjalausnir. 

http://www.diblasi.it/  Diblasi. Samanbrjótanleg reiðhjól frá Ítalíu + eitt "moped".

http://www.nihola.dk/   Nihola smíða öðruvísi barnavagna.

http://www.bikefriday.com/  ATP green gear cycling. Framleiðir allar gerðir hjóla og rúmlega það.

http://www.lightfootcycles.com/  Ef þú hefur eitthvað milli eyrnanna þá selur þú bílinn og færð þér eitt svona hjól.

http://www.magmaa.com.  Sænsk títanium reiðhjól