Þá er enn einn veturinn genginn í garð og um leið tími ljósanna. Úrvalið á íslenska markaðnum hefur lítið breyst frá fyrri árum, hvað þá frá úrvali síðasta árs. Trek er þó komin með ný díóðuljós og Hjólhestinum barst í hendur glæný ljós frá Cateye. Örninn er umboðsaðili beggja framleiðenda. Þegar þetta er ritað þá var verðið á ljósunum ekki komið né heldur var hægt að lesa um þau á heimasíðu Cateye. En það er nokkuð spennandi að vera með þeim fyrstu að skoða ljós sem eiga líklega eftir að vera á markaðnum næstu 2-4 árin. Hér eru á ferðinni smáspennuljós sem flest ganga á 2,6 – 3,0 voltum fyrir utan eitt sem gengur á 5,4 - 6,0 voltum. Þetta eru því ódýrustu ljósin frá Cateye og má gera ráð fyrir því að verðið sé í öllum tilvikum undir 3500 kr. Cateye er þegar farin að hefja framleiðslu þessara ljósa úr gagnsæju plasti sem nýtir ljósið mun betur. Það á hins vegar eftir að koma í ljós hvort það verði til þess að ljósið skíni beint í augu hjólreiðamanns með tilheyrandi truflun.
Við byrjum á stóru
og miklu stýrisljósi sem heitir Cateye HL-270 Krypton. Stærð
þess ræðst af stærð rafhlaðanna sem eru tvær
sellur af stærðinni D eða samanlagt 3 volt. Stórar
rafhlöður þýðir löng ending rafhlöðu
enda stendur á ljósinu „20 hours run time“. Það
getur vart staðist því peran er venjuleg Krypton 2,4 volt
0,5 Amper og alkaline rafhlöður af D stærð eru vart
meira en 5-8 amperstundir (Ah). Svo með besta hugsanlega árangri
mætti segja að ljósið entist allt að 16 tíma
og þá er spennan komin í 0 volt. Rafhlöður
endast því vart lengur en 10 tíma, breytilegt eftir
gerð þeirra. Með þessu ljósi væri afar
snjallt að nota LiMH (Lithium Metal Hydrid) rafhlöður. Slíkar
rafhlöður af D stærð ráða vel við 0,5
amper straum og þar með er hægt að fá hleðslu
sem dugir u.þ.b. jafn lengi og á Alkaline rafhlöðu.
Þær rafhlöður sem til eru á íslenskum
markaði eru 7 amperstundir
Svo við snúum okkur að ljósinu sjálfu þá er lítið ljós sem skín beint frá ljósi upp í augu hjólreiðamanns. Spegillinn er stór og hliðargeisli nokkuð góður. Akstursgeislinn er þokkalega góður miðað við hvað þetta ljós er lágspennt. Út frá honum til beggja hliða brotnar geislinn upp í línur sem gætu pirrað sjáöldur hjólreiðamanns í miklu myrkri. Inni í ljósinu er festing fyrir varaperu og rofinn er loks orðinn vatnsheldur og undir þéttri gúmmítuðru. Festingin fyrir ljósið er klemma sem skrúfuð er utan um stýrið (H-28). Hún er svipuð og eldri gerð en hefur breyst lítillega (eingöngu breytinganna vegna og þá til verri vegar). Hvað um það, ef þú ert með fleiri en eitt hjól en aðeins eitt ljós þarftu að skipta út öllum festingum. |
Cateye HL-270 Krypton |
Cateye HL-550 Luminux Halogen |
Næst skulum við líta á annað minna ljós, Cateye HL-550 Luminux Halogen. Þarna er á ferðinni lítið eitt endurbætt útgáfa af eldri gerð sem áður hefur verið prófuð í Hjólhestinum HL-500, ljós sem hægt var að gefa einkunnina „betra en ekkert ljós“. Hér er þó komið nýtt ljós og virðist sem starfsmenn Cateye hafi lagfært ýmsa stóra galla. Nú er kominn vatnsþéttur rofi, sýnilegri hliðargeisli og breyttur akstursgeisli og ekki þarf heldur lengur skrúfjárn til að opna ljósið. Stýrisfestingin (H-30) gefur möguleika á því að snúa ljósinu um 20 gráður eins og eldri festingin (H-27). Hægt er að kippa festingunni af stýrinu án þess að nota verkfæri sem er góður kostur en gallinn er að búið er að breyta festingunni örlítið, eingöngu breytinganna vegna. Það gengur því illa að nota eldri gerðir ljósa á þessum festingum og öfugt. Rafhlöður eru af stærð C og því ætti að reyna LiMH hleðslurafhlöður sem eru 3,5 Ah. Peran er Halogen 2,5 volt og 0,4 amper. Það er því eins og gamla ljósið HL-500, fremur dauft og getur vart fengið aðra einkunn en „betra en ekkert ljós“. Skiptir þá litlu hvort kominn sé hliðargeisli og betri akstursgeisli. Ljósið er of lítið og dauft. Auk þess sem fólk freistast til að tæma rafhlöðurnar algerlega áður en það kaupir eða hleður rafhlöður á nýjan leik. Það nýtist því vart til að lýsa fram veginn, hvað þá að nota það í bílaumferð. |
Nú er komið að öðru
ljósi, Cateye HL-MC200 Luminux Micro Halogen. Það
líkist mjög ljósi sem Hjólhesturinn hefur prófað
áður, HL-500II. Ljósið er hannað fyrir
4 stunda AA rafhlöður (6 volt). Peran er sú sama 4,8 volt
0,5 amper, perustæðið G2,5 (2 pinnar) sem fæst aðeins
í versluninni Erninum. Spegillinn er ekki sérlega vandaður,
geislinn er fremur ójafn en þó skárri en á
HL-500II því hér er hann stærri og því
betri ökugeisli. Hliðargeislinn er góður en það
er þó nokkuð ljós sem skín í augu
hjólreiðamanns sem ekki er gott. Það er reyndar ekki
meira en svo að það plagar vart aðra en þá
allra viðkvæmustu. Ljósrofin er þrýstirofi
undir gúmmihlíf og virðist það orðið
staðlað hjá Cateye. Ekki var ljóst hvernig rafhlöður
áttu að snúa í ljósinu. Fólk ætti
því að lesa leiðbeiningarnar utan á umbúðunum
vel áður en þeim er kastað.
Stóri gallinn við þetta ljós er að ekki er hægt að tengja stærri rafhlöður eins og hægt var á HL 500II. Það er því afskaplega freistandi að nota LiMH rafhlöður með þessu ljósi því þær eru 1,6 Ah á móti 0,9 Ah með NiCad rafhlöðum. Slík hleðslurýmd ætti að duga í nærri 2 kst. Gallinn er hins vegar sá að slíkar rafhlöður af AA stærð, ráða illa við 0,5 amper og geta því eyðilagst á skömmum tíma. Þetta hefur hins vegar ekki verið prófað af Hjólhestinum og því ekki vitað með vissu. Ef þú, lesandi góður, hefur prófar það væri gott að heyra frá þér. |
Cateye HL-MC200 Luminux Micro Halogen |
Þá er komið að ljósi sem heitir Cateye LH-HD100 Luminux Halogen. Það svipar til ljóssins HL-550 nema nú er ljósið að hálfu smíðað úr steyptu og rafhúðuðu áli. Það lítur því öllu verklegar út en fyrra ljósið. En ekki er allt sem sýnist. Ökugeislin er lélegur og svo að segja enginn hliðargeisli. Að öðru leyti er lýsingin sú sama og á HL-550 ljósinu með öllum sínum kostum og göllum. Sami spegill en þó ekki gler. Sami rofinn og sama stýrisfestingin (H-30). Ég ætla því að spara mér frekari tíma og pappír og snúa mér að næsta ljósi. |
Díóðuljós - Blikkljós
Við skulum snúum okkur aðeins að fræðunum. Ljósstyrkur ljósadíóða er mældur í ljósstyrk á fermetra (cd/m2) eða luminance intensity (mcd) og þá er hann mældur við kjörstraum sem vanalega er 20mA í ljósadíóðum reiðhjólaljósa. Síðan eru framleiddar margar gerðir lita, t.d. af rauðu, en liturinn er mældur í bylgjulengd, nanometrum (nm). Auk þess hefur dreifing ljóssins mikið að segja um styrkleika þess en dreifingin er gefin upp í gráðum. Þá er ljósstyrkurinn háður stærð ljósadíóða. Flest hjólaljós hafa 5 mm ljósadíóður. Í þeim stærðarflokki er að finna sterkustu ljósadíóðurnar. Svo tekið sé dæmi um úrvalið þá eru sterkustu ljósin líklega gul að lit, framleidd af HP, 590nm, 9300mcd við 6°. Þetta sama 590nm ljós dofnar í 1800mcd við 15°. Rautt ljós framleitt af Everlight, 660nm er 3000mcd, við 12°. Er það mikið notað í afturljós. Hvít ljósdíóða framleidd af sama aðila er 3700mcd við 13° Síðan er það háð hverjum og einum hvernig hann skynjar ljósið. Þannig mundu flestum finnast rauðu ljósin sterkust vegna þess að mannsaugað hefur afskaplega takmarkað sjónsvið. Svo ljósdíóða gefi fullt ljós er mikið atriði að hún fái fulla spennu, því er ekki hægt að notast við hleðslurafhlöður sem gefa aðeins 1,25 volt p/sellu á móti 1,5volt á Alkaline
Cateye TL-LD550-BBR Reflex-Lite er rautt afturljós sem lítur út eins og venjulegt glitauga en er þó örlítið þykkara. Stærsti flötur þess er glitauga en út í jöðrunum beggja vegna eru 5 ljósdíóður sem hægt er að láta bæði lýsa stöðugt eða blikka. Rafhlaðan er af stærð N sem ekki fæst hvar sem er. Hún er örlítið styttri en AAA rafhlaða og að sama skapi með minni hleðslurýmd. Það er mikill galli því spennan (volt) á rafhlöðunni má ekki fara niður fyrir 1,3 volt pr. sellu svo ljósmagnið á ljósadíóðunum hafi minnkað um nær helming. Þetta er töluvert vandamál með ljós sem nota rafhlöður af AAA stærð. Ekki bætir það úr skák að ljósadíóðurnar eru 10 talsins og ef við gerum ráð fyrir að meðalstraumur hverrar ljósadíóðu sé 20mA þá er heildarstumurinn 200mA sem er mikið fyrir svo litla rafhlöðu. En hverjir eru kostir þessa ljós? Ljósið er létt og smellt á klemmu sem fest er utan um sætisstoðina. Því er með einu handtaki hægt að kippa festingum af ef leggja á hjólið þar sem hætta er á að ljósinu verði stolið eða það eyðilagt. Ef rafhlöðurnar klárast þá getur glitaugað, sem stenst evrópskan gæðastaðal, bjargað málum um stund. Það má því segja að ljósið henti flestum því ekki geta allir keypt rafhlöður reglulega eða um leið og ljósið dofnar. |
Cateye TL-LD550-BBR Reflex-Lite |
Trek Disco Tech (front) |
Þetta hvíta ljós er ekki langt frá bláa
litasviðinu og því finnst flestum það ekki sérlega
sterkt nema frá þröngu sjónhorni séð
og þá er það vissulega sterkt. Trek hannar sérstaka
linsu utan um ljósdíóðuna til að nýta
ljósið sem best og svo það sjáist sem best
frá öllum hliðum. Ljósadíóður
hafa hins vegar sín takmörk, sérstaklega „einmana“ díóða.
Þær virka best með öðrum ljósum.
Þar er komin skýringin á því hvers vegna Trek varar eindregið við því að þetta ljós sé notað sem framljós eitt og sér. Það hentar ágætlega með öðrum hvítum ljósum framan á stýrið. Því fleiri ljós, því betra. Það er slæmt að ekki séu fleiri ljósadíóður í ljósinu. Hins vegar er líklegt að það sé vegna þess að hvítar ljósadíóður eru 5-10 sinnum dýrari en þær rauðu. Þó glært plastlokið og linsan reyni að brjóta upp ljósgeislana og nýta hann sem best þá dugir það engan veginn. Á móti kemur að ljósið ætti að endast töluvert lengi í blikkstöðu. Trek segir yfir 100 klst ! |
Rauða afturljósið er nákvæmlega eins og framljósið nema nú er sérhannaða linsan utan um ljósdíóðuna öðruvísi og glerið rautt. Það er því fátt sem hægt er að bæta við fyrri lýsingu. Það er samt hægt að benda á nokkur atriði: Þetta ljós er ótrúlega stekt þó þarna sé aðeins ein ljósdíóða. Með þessari sérhannaðri linsu framan við díóðuna þá hefur ljósið góðan hliðargeisla og vegna þess að ljósið hefur aðeins eina ljósdíóðu þá endist fullt ljós lengur en almennt gengur og gerist. Það gæti því verið gott að hafa Trekk ljósið með öðrum straumfrekari afturljósum því þegar þau eru orðin dauf þá er enn fullt ljós á Trek Disco Tech. Þetta ljós gæti dregið að sér athyggli í 900 metra fjarlægð! |
Trek Disco Tech (rear) |
Eftirmáli - Stigataflan
Það er alltaf erfitt að gefa einkunnir
fyrir ljós. Taflan hér fyrir neðan gefur einkun frá
1 til 10 og er reynt að hafa hliðsjón af eldri prófunum
Hjólhestsins til að samræma einkunargjafir. Það
er bæði háð huglægu og sýnilegu mati
og þá sérstaklega hvort það sé öruggt
í umferð eða ekki. Matið er lika háð þróun
ljósa í tímans rás. Það er hins vegar
staðreynd að reiðhjólaljós í þeim
gæðaflokki sem fengist hafa á íslenskum hjólamarkaði
hafa lítið sem ekkert þróast síðustu
10 jafnvel 20 árin. Þar á ég við gæði
ljósanna. Ljósin hafa hins vegar breyst í útliti
og þættir eins og festingar og rofar endast nú mun betur.
Þó hafa komið á markaðinn ljós sem hafa
skarað framúr í gæðum, öryggi og áreiðanleika.
Almeningur vill þó fremur kasta krónuni og spara aurinn
og leggja þar með líf sitt í hættu með
kaupum á lágspenntum ljóstírum sem hafa lítið
sem ekkert að segja í vitfirrtri bílaumferð þar
sem flestir aka hraðar en aðstæður leyfa. Flest ljós
á íslenskum markaði myndu duga ef nota á þau
í umhverfi þar sem litið er af sterkum ljósum
sem venjulega yfirgnæfa ljóstíru hjólreiðamanns.
Öll sú áreitni ljósa sem ökumenn verða
fyrir verður til þess að ljóstírur hverfa með
öðrum sterkari ljósum. Þó hjólreiðamaður
telji sig vera löglegan með ljós að framan og aftan
þá þarf ökumaður að verða var við
ljós reiðhjólsins áður en hann verður
var við hjólreiðamanninn sjálfan. Þannig er
síður hætta á því að ökumanni
bregði og hann skeyti skapi sínu á hjólreiðamanni
með ökutæki sínu, sem því miður
er ótrúlega algengt.
Ljósin í þessari grein geta
flest talist til þessara ljóstýra og því
ætti almenningur fremur að skoða háspenntari ljós
með stærri rafgeymum ef það á annað borð
ætlar að nota hjólið til samgangna. Þá
ber að skoða ljós að lágmarki 6 Volt, 2,5 Wött
með geymi yfir 3 Ah. En allra besti kosturinn og sá vistvænasti
eru rafalar. Því miður hafa verslanir á Íslandi
hins vegar ekki fylgt þeirri byltingu sem orðið hefur í
smíði þeirra. Meira um það á vefsíðu
NÁTTÚRU; http://icebike.net . Þar er hægt
að velja „Hjólreiðar“, síðan „Tæknilegt
efni“. Þessi síða verður uppfærð reglulega
í vetur og þar mun verða hægt að sjá
hvaða ljós henta best og hvaða ljós eru best á
íslenskum markaði.
Ljósategund: | Til notkunar í umferð: | Til notkunar í ferðalög: |
Cateye HL -270 | 5 v/ stærðar ljósspegils | 4 v/ stórra rafhlaða |
Cateye HL -550 | 3 v/ hliðargeisla | 2- viðleitni að vera með ljós |
Cateye HL-MC200 | 4 v/ hliðarg. og hærri spennu | 3 v/ nothæfs ökugeisla |
Cateye LH-DH100 | 3 - ætti líklega frekar að fá 2 | 2 - viðleitni að vera með ljós |
Cateye TL-LD550-BBR | 7 v/ góðs glitauga og hliðarg. | 5 - viðleitni að vera með ljós |
Trek Disco Tech Frammljós | 7 - með öðru ljósi, annars 2 | 1 - betra en ekkert |
Trek Disco Tech | Afturljós 8 v/ sparara rafhlöður, gott ljós | 5 - gott með öðrum ljósum |
©Magnús Bergsson: nature@islandia.is