Svellkúnstir
Nokkur ráð sem hjálpa jafnvæginu á hálkutímum

  • Skóbotninn skal ná gripi. Sléttbotna skór veita enga festu. Mannbroddar geta jafnvel verið nauðsynlegir.

  • Hálka á hallandi undirlagi er sérlega varasöm. Öruggara er að ganga á jafnsléttu því þar stuðlar þyngdaraflið (þ.e. hallinn) ekki að jafnvægisröskun.

  • Því sléttari sem klakinn er því hálli er hann. Hrjúft yfirborð veitir festu. Snjóhjarn eða mulningur eru spyrnublettir.

  • Ef þið gangið hægt yfir svellið þá er auðveldara að stýra för, beygja og stoppa sig af. Stjórnlaus áhrif tregðulögmálsins eru þar með lágmörkuð.

  • Gætið þess að breyta ekki um stefnu snögglega eða reyna að taka snögglega af stað. Við höfum tilhneigingu til að stefna áfram í sömu átt og áður og erum því líkleg til að missa jafnvægið.

  • Takið stutt skref fremur en löng.

  • Lyftið fæti sem styst frá jörðinni svo að þið njótið stuðnings beggja fóta sem lengst.

  • Mikilvægt er að vera ekki stífur í fótunum. Hnjáliðurinn er nauðsynlegur dempari fyrir líkamann þegar fæturnir skrika til.

  • Gætið þess að halda ekki á neinu verðmætu eða brothættu. Maður verður að geta hlíft sjálfum sér og beitt höndunum til að ná jafnvægi

  • Ef þið þurfið að halda á einhverju, gætið þess að það sé ekki mjög þungt og að það sé ekki misvægi milli vinstri og hægri handar. Slíkt truflar jafnvægisskynið

  • Ef þið sjáið fram á að detta eða renna, krjúpið þá varlega. Það eykur jafnvægistilfinninguna og lækkar fallið

  • Ef notið hendur til að verjast höggi þá koma hanskar að góðum notum

    Þorsteinn - Janúar, 2005