Úranus
hallfleytta plánetan
Lengi vel datt engum í hug að til væru fleiri plánetur en þær sex innstu.  Það er eðlilegt.  Allar pláneturnar eru svo bjartar á himninum (samanborið við stjörnurnar) og hreyfast mjög greinilega (en stjörnurnar eru fastar).  Úranus er hins vegar afar lítil samanborið við risana tvo Júpíter og Satúrnus, og hún er miklu lengra í burtu en þær.  Hún er því vart sýnileg berum augum, jafnvel þó menn viti hvert á að leita, og í ofanálag þá ferðast hún eftir afar löngum sporbaug um Sólu.  Það tekur Úranus 84 ár að fara kringum sólina, svo að hreyfing hennar var afar ógreinileg á himninum.  Satúrnus var því álitin ysta reikistjarna sólkerfisins þar til Úranus var endanlega fundin árið 1787.

Úranus er aðeins um fjórum sinnum stærri en Jörðin í þvermál.  Það er lítið samanborið við Júpíter og Satúrnus, en það gerir hana samt þriðju stærstu plánetu sólkerfisins.  Hún er gashnöttur, og í kringum hana má grilla í hringi.  Hringirnir eru afar þunnir og ekkert í líkingu við hringi Satúrnusar, en þeir renna stoðum undir þá kenningu að allir gashnettir (Satúrnus, Júpíter, Úranus og Neptúnus) hafi hringi.  Við nánari skoðun reyndist það rétt.  Júpíter er með hringi sem höfðu alltaf farið fram hjá stjörnuskoðurum vegna þess hvað þeir eru daufir og þunnir.  Það virðist því vera regla að gashnettir eru stórir, hafa mörg fylgitungl og hringi.  Úranus er með fjölmörg fylgitungl, en öll eru þau lítil, miklu minni en Tunglið.

En sérkenni Úranusar er ekki hringirnir (Satúrnus er með mikið stærri hringi) né heldur þessi sérkennilegi græn-blái litur (Neptúnus er miklu blárri).  Úranus  er ólík öllum öðrum plánetum að því leyti hvernig hún snýst um sjálfa sig.  Hún situr á hliðinni (98 gráðu halli, sjá myndina að ofan) og snýst þannig!  Á leið sinni um sólu snúa því skautin svo til alveg að og frá sólinni.  Í 42 ár er algjört myrkur og kuldi á öllu Norðurpólnum og á stóru svæði á öllu norðuheimskautinu, og svo kemur sumar, birta og ylur í önnur 42 ár.  Birta og ylur á Úranusi er hins vegar ekki mikið miðað við Jörðina, því það er yfir hundrað gráða frost á sumrin, og sólin sést aðeins sem lítill depill á himninum, aðens um einn tuttugasti af því sem hún er frá okkur séð.  Í raun er hún var eins og afar björt stjarna séð frá Úranusi.

 

 1. Hver er meginsérstaða Úranusar?
2. Hvað er heimskautaveturinn langur á skautunum?
3. Hvað er Úranus stór miðað við Jörðina?
4. Hvenær var Úranus uppgötvuð?
5. Af hverju þekktu menn bara sex innstu reikistjörnunar, en ekki Úranus, í fornöld?

 
 til baka á aðalsíðu