Sólkerfið

Eins og við vitum þá eru plánetur sólkerfisins níu talsins.  Þær eru mjög misstórar og ólíkar að gerð.  Þær fara allar í kringum sólina, en eftir því sem þær eru lengra í burtu frá sólinni þá fara þær lengri leið í kringum sólina (og því má segja að árið á plánetunum er mislangt eftir því hvar þær eru í sólkerfinu).  Sólin er hitagjafi allra plánetnanna, og bjarminn af þeim er bara endurvarp frá sólinni. Pláneturnar eru því jafnframt kaldari eftir því sem utar dregur, því þar gætir hita sólar síður.
Öll hreyfing í sólkerfinu fylgir vissri reglu, því allar pláneturnar fara rangsælis kringum sólina og fylgja nokkurn veginn samsíða brautum á láréttu plani.  Sama gildir um fylgitungl plánetnanna og hvernig þær snúast um sjálfa sig.  Reglan er sú að öll hreyfing í sólkerfinu gerist rangsælis.


Plánetum sólkerfisins má með hæfilegri einföldun skipta í þrennt:
4 innri plánetur
4 ytri plánetur
og Plútó
(sem er yst og svolítið sér á parti um margt).
 
Þær fjórar sem eru næstar sólinni (Merkúr, Venus, Jörðin og Mars) hafa ýmislegt sameiginlegt:
Þær eru tiltölulega litlar
Þær eru úr föstu bergi
hafa fá eða engin fylgitungl
og vegna þess hvað þær eru nálægt sólinni þá eru þær heitari en ytri pláneturnar, og þær fara líka styttri hring kringum sólina (árið er því styttra).

Ytri pláneturnar eru einnig fjórar (Júpíter, Satúrnus, Úranus, Neptúnus) og eru ólíkar hinum fjórum innri að því leyti að þær eru stórar, loftkenndar að mestu og hafa mörg fylgitungl.
Þær fara að sjálfsögðu lengri hring kringum sólina en hinar og eru jafnframt kaldari en þær.

Plútó er sér á parti, hún er yst og lítið þekkt.


Til að kynnast plánetum sólkerfisins nánar, smelltu þá á viðeigandi nafn:
Merkúr, Venus, Jörðin, Mars, Júpíter, Satúrnus, Úranus, Neptúnus, Plútó