Orð, hlutir og skynjun
 
 
"There's only one public word, "pain", for three thousand million private experiences, each of which is probably about as different from all the others as my nose is different from your noses and your noses are different from one another.  A word only stands for the ways in which things or happenings of the same general kind are like one another...it can't possibly stand for the ways in which happenings of the same general kind are unlike one another." 
 (Huxley, Island, 251) 
  
 
 
 
 
 
 
1. INNGANGUR

 Margir líta svo á að eitt helsta hlutverk mannfræðinnar sé þýðing einnar menningar yfir í aðra.  Menningu hefur verið líkt við tungumál að þessu leyti og sá samanburður hefur gegnsýrt mannfræði í gegnum tíðina.  Ætlun mín með þessari ritgerð er að ráðast að kjarna allrar þýðingarstarfsemi með því að taka fyrir sambandið milli orða og merkingar.  Ég byrja á að skoða að hvaða leyti orð ná, eða ná ekki, að endurspegla þá "hluti" sem þau vísa til.  Einnig velti ég fyrir mér líklegum merkingarmun sama orðs bæði í lásniði og lóðsniði , þ.e. bæði milli einstaklinga og hjá sama einstaklingi í tíma. Þetta geri ég í beinum tengslum við orðtöku.   Í beinu framhaldi af þessu impra ég á þeim erfiðleikum sem þetta setur þýðendum texta og menningar. 
 

 
 

2. ALHÆFING
 
He repeated over and over in my right ear that "to not do what I knew how to do" was the key to power.  In the case of looking at a tree, what I knew how to do was to focus immediately on the foliage.  The shadows of the leaves or the spaces in between were never my concern.  
      (Castaneda, 1972, bls. 180) 
  
 

Skynfæri okkar verða stöðugt fyrir margbrotinni árás frá umhverfinu, miklu meiri en svo að þau geti nokkurn tímann tekið á móti henni allri.  Tökum sem dæmi hönd mína á meðan ég skrifa þessar línur.  Ég veiti því nánast aldrei eftirtekt hvernig næmar hreyfingar fingranna samræmast til að stjórna blýantinum, né hvernig skuggarnir inn á milli þeirra dansa í leiðinni með.  Fellingarnar innan á lófanum stækka og minnka eftir því sem hann opnast og lokast, á meðan svitaholurnar hinum megin "teikna út" ójafnt yfirborðið, rétt eins og hnitakerfi. Allt er þetta baðað hárum sem sveigjast og gljá sitt á hvað. 
    Þetta margbrotna  sjónarspil, eins og svo mörg fleiri allt í kring, fer alveg fram hjá mér.  Mér til hlífðar einfalda ég upplifunina með því að leiða hjá mér smáatriði sem varða mig ekki.  Heildina skynja ég einfaldlega sem  "hönd", staðlaða HÖND sem er sameiginleg öllum mönnum, -fimm fingur, neglur á hverjum þeirra, auk lófa og handarbaks. Þegar ég sé hina höndina sé ég að þar er á ferðinni önnur "hönd" sams konar þessari.  Ég skynja sjaldan þau ótal atriði sem gera hvora um sig einstaka, -ég horfi á þær eins og um sama hlutinn væri að ræða. Þannig förum við með allt umhverfis okkur.  Ég geng að "dyrunum", opna þær og loka; -geng svo inn um aðra "dyr". 
     Við hugsum í raun í "hugtökum" eða "hugmyndum" hlutanna, en ekki þeim sjálfum.  Þessar "hugmyndir" eru, eins og hreinar frummyndir Platós, ekki til í hlutveruleikanum. Samt vísum við stöðugt til þeirra.  Eins og abstraktlistamaður sem táknar manneskju með einni línu erum við í sífellu að "abstraera" hlutina í kring um okkur, horfum á sameiginlega þætti þeirra en lítum fram hjá því sem greinir þá sundur. 
 
 
 

 
 

3. AFMÖRKUN
  
"We are perceivers.  We are an awareness; we are not objects; we have no solidity.  We are boundless.  The world of objects and solidity is a way of making our passage on earth convenient.  It is only a description that was created to help us.  We, or rather our reason, forget that the description is only a description and thus we entrap the totality of ourselves in a vicious circle from which we rarely emerge in our lifetime."  
    (Castaneda, 1974, bls.83, áherslur mínar) 
  
  

Heimurinn er ekki einungis takmarkalaust fjölbreyttur, heldur er hann að auki óslitin samfella. Það er aðeins með því að flokka hann niður og setja í "bása" að hann verður skiljanlegur.  Þessi tilhneiging birtist á mörgum sviðum.  Við tölum t.d. um stærðir, án þess að tilgreina hvar mikil stærð hefst og lítil endar (nákvæmlega hvar byrjar lágvaxinn maður að vera lágvaxinn?).  Við staðsetjum sögulega atburði í skýrt afmörkuðum tímabilum þrátt fyrir að þau byrji í raun aldrei né endi. Sama er að segja um námsgreinar; er afmörkun greina eins og t.d.stjórnmálafræða, sagnfræða og mannfræða eins skýr og afmörkuð og heitin gefa til kynna? 
 Þessi deiling niður í afmarkaða bása hjálpar óneitanlega að skipuleggja og skilja veröldina, en það dettur engum heilvita manni í hug að hún sé í raun og veru klippt og skorin.  Mér finnst rétt að vitna í vel orðaða hugsun Tim Ingolds í þessu samhengi. 
 
 

 I find it helpful to imagine the world in which people dwell as a continuous and unbounded landscape, endlessly varied in its features and contours, yet without seams or breaks.  As we travel across the landscape we move from place to place. Each place is different from the last, each is surrounded by its own horizons, yet these horizons dissolve on approach as new ones loom up ahead - they are never crossed. 
  
      (Ingold, 1993, bls. 226)  
  
 
 

 
 

4. MERKING ORÐS ER BREYTILEG "HUGMYND"
  
Þegar við skilgreinum umhverfi okkar með orðum gengur hugurinn í gegnum þetta tvöfalda ferli "alhæfingar" og "afmörkunar".*  Tökum sandhól sem dæmi.  Ég gæti bent á þennan hól sem sandhól og talið mig hafa skilgreint orðið þar með mjög vel.  En hvað af því sem ég benti á tilheyrir hugtakinu (og þá í leiðinni öðrum hólum)?  Eru skeljarnar óaðskiljanlegur hluti hugtaksins?, hvað með kornastærð?, eða litinn?  Þetta er alhæfingarvandinn.  Hvað byrjar hóllinn og hvar endar hann? Hvar er hann orðinn að sandsléttunni í kring?  Þetta er vandi afmörkunar. 

         Þessi tvö vandamál verða aldrei leyst í neinu tilviki til hlítar hjá sendanda skilaboðanna *  .  Hann getur aldrei skilgreint með því að segja "Hérna hefurðu merkingu orðsins". Móttakandinn verður alltaf að sjá um þessa hlið skilgreiningarinnar.  Vegna þess að samanburður á "hugmyndum" fólks er afar erfiður, er hætt við því, kannski óhjákvæmilegt, að þær verði breytilegar milli einstaklinga, hversu lítill sem mismunurinn kann að vera. 
  
     Skilgreining orða virðist að vísu stundum ljós hverju mannsbarni, eins og þegar bent er á einhvern hlut og sagt "þetta er epli".  En jafnvel í svona skýru dæmi er ekki um að ræða ótvíræða samsvörun orðs og hlutar.  Ef þetta er epli, sem var all skýrt skilgreint með bendingu, hvað um næsta "epli"?  Það er ekki alveg eins.  Hvernig getum við vitað að það er líka epli, þrátt fyrir mismuninn á þessum tveimur hlutum?  Það hlýtur því að vera augljóst að orðið "epli" vísar ekki á neinn ákveðinn hlut heldur hugmynd/ frummynd/ "abstaksjón" sem yfirtekur einkenni beggja eplanna. 

        Þetta kann að hljóma asnalega, það vita nú fjandakornið allir hvað epli er! Ruglingur af þessu tagi er samt sem áður býsna algengur.  Hver kannast ekki við að hafa ætlað sér að kaupa safaríka ferskju, en valið sér eitthvað annað, farið ávaxtavillt. "Hugmyndin" sem orðið "ferskja" vísaði til var það illa skilgreind,- það almenn, að hún náði einnig yfir ávöxt sem ekki var ætlunin að fá. 
 
 
 

 
 

5.1. TENGSL ORÐS, "HUGTAKS" OG "HLUTAR"

 Þetta leiðir okkur út í skemmtilega skýringarmynd sem Ogden & Richards birtu í áhrifamikilli bók sinni "Meaning of Meaning" og lýsir skýrt tengslum orðs, hugsunar og hlutar: 

                          (Chase, 1937, bls.66)
 

Það sem skiptir mestu máli í þessari mynd er að grunnurinn er brotalína.  Það er ekki hægt að setja samasemmerki milli orðs og hlutar. Í samskiptum á sér ekki stað einfaldur flutningur merkingar milli manna gegnum orð, því þau geta ekki með neinu móti talist ílát fyrir merkingu. ORÐ ERU EKKI HLUTIR. 

        Við skiljum því beiskju Will í sögu A.Huxleys "Island" (bls. 282) þegar hann ber kennsluhætti í sínu þjóðfélagi og fyrirmyndarþjóðfélagi eyjarinnar saman og segir "In the school I went to....we never got to know things, we only got to know words". 

        Orð tengjast hlutveruleikanum aðeins í gegnum "hugmyndina", sem er okkur ekki skynjanleg berum augum, því hún er "abstrakt afmörkun" á veröld sem er takmarkalaust fjölbreytt samfella. 
 

Ásamt því að hafa komist að tengslaleysi milli orða og hluta, sjáum við einnig að engin bein samsvörun á sér heldur stað milli "hugtaks" og hlutar.  Eitt "hugtak" getur vísað á marga hluti í einu, sem allir eru innbyrðis ólíkir.  En er samræmi á milli "hugtaks" og orðs?  Það er að segja, táknar sama orðið alltaf sömu "hugmyndina"?  Nei, því við vitum að við alhæfum mismunandi út frá sömu skilgreiningu.  Þess vegna mætti segja að sama orðið, segjum "epli", vísi í tvö mismunandi "hugtök" hjá tveimur ólíkum persónum, en hvort hugtak um sig nær yfir ákveðið úrval af hlutum.  Þessi hugtök þurfa ekki að skarast nema að litlu leyti (sem auðvitað er breytilegt milli orða.  "hugtök" manna yfir orðið "epli" skarast mikið). Yfir þetta vil ég búa til eftirfarandi skýringarmynd, þar sem stafaflæðið táknar áþreifanlega hluti í umhverfinu, innbyrðis ólíka: 
 
 
 
 
 

 
 
 
 
 

Þetta er veruleg breyting frá þeirri algengu hugmynd að eitt orð táknaði einn hlut.  Slíkt samband væri hægt að lýsa í einfaldri mynd: 

    Orð 1 ---------------- hlutur 1. 
    Orð 2 ---------------- hlutur 2. 
    o.s.frv. 
 
 
 

 
 

6. DÆMI UM ÓLÍKAR "HUGMYNDIR" MANNA

Til að undirstrika það sem ég hef sagt um "misskilning" manna á einföldum hugtökum langar mig að rifja upp einfalda tilraun sem ég tók þátt í í íslenskutíma fyrir nokkrum árum.   Hún gekk þannig fyrir sig að mynd af tugum drykkjaríláta var dreift til okkar í bekknum og við áttum að merkja við þau ílátanna sem við myndum tala um sem "bolla". Sum ílátin voru með handfang, önnur voru með undirskál, einhver voru hörð í forminu á meðan hin voru með mjúkar línur.  Fjölbreytnin var töluverð. 
  
Á bekknum, sem ég var í, var augljóst að "bolli" hafði ekki sömu merkingu fyrir öllum.  Að vísu voru allir sammála um margar myndanna, en aðrar voru mjög á reiki milli manna. 

 
 

7. SAMBAND HUGMYNDAR OG KENNINGAR

Það mætti líkja myndun "hugmynda" við kenningasmíði. Við ályktum um merkingu orðs út frá notkun hverju sinni og fáum út einhverja "reglu"/"hugmynd" sem hefur líkt alhæfingargildi og kenningar (þ.e. alhæfir út fyrir viðkomandi tilraun/notkun orðs).  Þegar við rekumst á aðra notkun orðsins þá berum við alhæfinguna okkar, út frá fyrra dæminu, saman við nýju notkunina.  Ef hún á enn við um orðið í þessu nýja samhengi þá styrkist kenning okkar um merkingu þess.  Ef hún á ekki nógu vel við þá verðum við að laga kenninguna/"hugmyndina" þannig að hún samræmist notkuninni í báðum tilvikum.*  Á sama hátt og aldrei er hægt að sanna tilraun fyrir fullt og allt, er ekki hægt að segja til um með fullri sannfæringu að menn leggi sömu merkingu (hugmynd) í viðkomandi orð. En síendurtekin samskipti styrkja þá skoðun.  
 
 

 

8. HANDAN MERKINGAR ORÐA 

Ef orð hafa enga merkingu, til hvers notum við þau þá?  Wikan talar um að orð séu ekki miðill merkingar (eins og ég sagði að þau eru ekki ílát) heldur ætti að líta á þau sem áhöld, og að við ættum ekki að einblína á það hvað þau merkja heldur hvað notandinn vill með þeim.  Hún heldur áfram "...Davidson suggests we think of words as ways of producing effects rather than as having or conveying intrinsic meaning". (bls.192)  Þetta er skiljanlegt í ljósi þess sem við höfum verið að skoða varðandi orðtöku manna þar sem orð vísar ekki í neina algjöra merkingu sameiginlega öllum mönnum, heldur í "hugtak" sem er myndað út frá reynslu viðkomandi af orðinu.  Mismunandi reynsla fólks gerir því "hugtakið" væntanlega mismunandi milli einstaklinga.  Upp í huga viðkomandi kemur þó ekki þurrt "hugtak" (eins og orðabókarskilgreining) við það að heyra eitthvert orð.  Orðin  eru til þess allt of nátengd reynslu hvers og eins af notkun þess. Það er gegnsýrt af aðstæðunum sem það er sprottið úr, þannig að því fylgja tilfinningarnar sem tengdust upplifuninni, ef það vekur ekki hreinlega upp upplifunina sjálfa (samhengið sem það birtist í).  Ég vitna að endingu í grein Wikans þar sem hún hefur eftir orð Tucci: 
  
 
 
 

Words are symbols which can evoke  living experiences which the word  as such can only suggest but not  define.  
        (Wikan, 1993, bls. 194) 
  
  

 

 

9. "HUGMYNDIR" ERU EKKI STÖÐUGAR

"Hugmyndir" orða eru ekki aðeins breytilegar milli persóna, heldur taka þær einnig breytingum í tíma. Eftir því sem orð er notað meira, fær það eigin "sögu", þ.e. það hleður utan á sig í sífellu nýju samhengi sem orðið vísar svo til.  Merking þess vekur upp áhrif samhengisins, sem stundum yfirtekur upprunalegu merkingu orðsins.  Skýrasta dæmið um þetta eru "fegrunarorð" *  og "bannorð".  Eitt þessara orða er "hommi".  Þetta orð telst í dag afar neikvætt og litið á sem bannorð í mörgum tilvikum.  Það orð sem talið er heppilegra í dag, fegrunarorðið, er "samkynhneigður".  En er einhver munur á orðunum?  "Hommi" er íslenskun á orðinu "homosexual", þar sem "homo-" táknar "eins, sam-" og "sexual" þýðir "kynferðislegur".  Bókstaflegur munur orðanna er enginn!  Fyrra orðið hefur hins vegar verið notað í langan tíma í samfélagi sem hefur verið allt annað en umburðarlynt gagnvart því sem orðið vísar á (þ.e. gagnvart hommum). Oftar en ekki var orðið því notað í neikvæðu samhengi, sem fór að lita eiginlegu merkingu orðsins. "Samkynhneigður" hins vegar er laust við allar slíkar yfirmerkingar vegna þess að það á sér afar stutta sögu.  Ég reikna þó með því að með tímanum hljóti þetta orð sömu örlög og "hommi" og fari að vekja upp neikvæð blæbrigði sem ekki eru fólgin í eiginlegri merkingu orðsins. 
         Þetta sama má segja um orð yfir svertingja, en þróun orða yfir þá hefur verið hröð í ensku. Ferlið  Nigger-Negro-Black-coloured-AfroAmerican lýsir sambandi bannorða og fegrunarorða mjög vel. En sams konar breytingar eiga sér stað út um allt: 
 
 
 

 "The most innocent words can get dirtied up.  In the days of long ago the phrase "that rose stinks" meant that its odor was pleasant. "You stink" was a compliment.  The word stink degenerated, however, and had to be replaced by smell, but smell deteriorated in turn and odor took over. Now even the word odor without an adjective is offensive and we are forced to say "what a delightful odor".  
 
(Funk, 1953, bls.127-8) 
 
 
 
 

 
 

10. ÞÝÐING, "TÚLKUN" OG "MIÐLUN"

Að framansögðu má ráða að hlutverk þýðandans er afar vandasamt.  Hann er ekki undir neinum kringumstæðum að glíma við tvö orð skýrt afmarkaðrar sameiginlegrar merkingar í mismunandi tungumáli.  En er um sama vandamál að ræða í þýðingu einnar menningar yfir í aðra?  Er til bein samsvörun á milli tveggja aðskilinna menningarheima?  Ef ekki, þá verðum við að leggja orðinu "þýðing" og taka upp "miðlun"* .  Það felur í sér að ekki er lengur einu menningarafbrigði jafnað við eitthvað samsvarandi í annarri menningu, heldur er það birt sem eitthvað nýtt, án beinnar samsvörunar.  Þetta er "miðlun", að flytja hluta einnar menningar yfir í aðra.  Kannski er hægt að bera það saman við leit sæfaranna á 16. öld að auðæfum í vestri, sem hefði verið hægt að túlka beint yfir í þeirra samfélag.  En þeir fundu bara kartöflur og kaffi! 
         Ég ætla ekki að hætta mér lengra að sinni, því annars færi ég að fjalla um "hugsun án orða", þ.e. skilning/ "resonance"*  (nauðsynlegur hæfileiki til að tileinka sér menningu sem ekki á sér beina samsvörun).  Það væri efni annarrar ritgerðar.  Hér hef ég hins vegar haldið mig við tengsl orða, "hugtaks" og "hlutar". 
 

 
 

11. SAMANTEKT

Nú hef ég skoðað samband "hlutar", "hugtaks" og orðs.  Komið hefur i ljós að orðið hefur enga eina áþreifanlega merkingu, jafnvel þó að um sé að ræða einfaldir hlutir í umhverfinu, eins og epli.  Það er ekki hægt að skilgreina merkingu orðs með því að vísa í umhverfið, vegna þess að það vísar annað, á abstrakt "hugmynd" sem við gerum okkur af hlutnum.  Þessi hugmynd á sér ekki neina hreina samsvörun í raunheimi því að hún er laus við öll einstaklingsfrávik (hefur aðeins sameiginleg einkenni hlutanna) og stendur skýrt afmörkuð í huga okkar, ólíkt samfellunni sem við skynjum.   Mikilvægasta atriðið sem kom upp úr þessu var sú staðreynd að ORÐ ER EKKI ÞAÐ SAMA OG HLUTUR. Það útskýrði ég nákvæmlega með þremur skýringarmyndum. 
        Ferli "alhæfingar" og "afmörkunar" er mjög persónulegt.  Þetta þýðir að hver og einn einstaklingur verður að gera sér sína eigin "hugmynd" orðsins.  Þar er enginn honum til aðstoðar.  þetta leiðir aftur til þess að samræmi er heldur ekki til staðar milli orðs og "hugtaks". "Hugtak" sama orðs er mjög breytilegt, bæði milli einstaklinga (í þversniði) og í tíma (í langsniði).  Þessi breytilegu "hugtök" eru ályktuð frá reynslu manna af notkun viðkomandi orðs, á sama hátt og kenningar eru myndaðar út frá tilraunum.  "Hugtök" fylgja einkennum kenninga í meginatriðum, þar sem takmarkið er að nálgast "hugtakaheim" viðmælanda eða samfélags á sama hátt og kenningar reyna að nálgast "sannleikann".  Fullkomin sannfæring um árangur í þessari leit næst þó aldrei. 
        Vegna þess hve orð vísa sterkt til lífsreynslu hvers og eins, sem það vekur til lífs við hverja notkun, er betra að tala um að orð hafi áhrif fremur en merkingu og að þau séu að því leyti líkari áhöldum en ílátum. Í lokin heimfærði ég ósamræmi merkingar orða milli einstaklinga, upp á ósamræmi milli menningarheima.  Þar impraði ég á mikilvægi þess að hætta við  "túlkun" og taka upp "miðlun". 
  

 
 Það sem kemur hér á eftir eru afgangsbútar
(sem ég á eftir að snyrta af, eða klippa burt, eftir að ég hef rennt betur yfir þá sjálfur.)
 
 

 

  
Tvískipting tilfinninga og vitsmuna er í samræmi við þetta.  Veröldin eins og hún blasir við okkur án orða og skilgreininga á heima í sviði tilfinninga.  Á móti henni er ekki hægt að taka vitsmunalega, hún er einungis skynjuð.  Þegar við eigum við hugarheiminn, sem við erum svo oft í, eru allir hlutir skýrt afmarkaðir og einfaldir.  Það er heimur lögmála.  Þar er rökhugsun við hæfi. 
Að lifa vitsmunalega, skynja umhverfi sitt samkvæmt skilgreiningum hugarheimsins, kallar Castaneda "doing", og hitt að taka á móti skynjun beint er "undoing".  Líf manna er býsna flókið og við þurfum oftsinnis að áætla um framtíðina.  Við neyðumst til að spá í hluti sem ekki birtast sjónum okkar.  Það knýr okkur til að lifa mikið í hugarheiminum, því aðeins þar getum við hugsað á þennan hátt.  Allar hugmyndir okkar, heimsmynd okkar öll, er í þessum heimi.  Öll orð.  Jafnrétti, vellíðan, alheimurinn, Guð, Allah.  Þessi heimur birtist okkur ekki beint, heldur lærist okkur hann þegar við vöxum úr grasi. Við lærum að skynja heiminn á ákveðinn hátt og erum ekki gjaldgeng í mannlegu samfélagi fyrr en okkur hefur tekist að samræma heimssýn okkar staðlaðri ímynd. 

Með því að hugsa í orðum erum við því að vissu leyti að slíta okkur burt frá raunveruleikanum, við erum að búa til eitthvað sem ekki er til. Það gerum við með því að "almenna"  hlut sem er algjörlega sérstæður auk þess að við aðgreinum hann frá umhverfinu sem hann rennur saman við. 
og í leiðinni að búa sér til "hugmynd" orðsins sem trúlega er frábrugðin "hugmyndum" allra annarra um orðið. 
Það sem þetta segir okkur, í sem einföldustu máli, er að orð eru ekki það sama og hlutir. 

Orð eru kúnstug. Þau vísa öll í hugmynd/frummynd sem hefur einungis hefur að geyma sameiginleg einkenni þeirra hluta sem falla undir orðið.  Það sem greinir þá að, sjáum við sjaldnast.  Skynjun okkar á hlutunum er ekki bein heldur fer hún í gegnum "hugtakið".  Ég get tekið dæmi af sjálfum mér sem lýsir þessu vel. 
Áhugi minn á bílum hefur aldrei verið mikill, og þekking lítil.  Fyrir nokkrum árum var hún svo takmörkuð að ég þekkti ekki einu sinni nöfnin á nema allra algengustu bílategundum. Almennt þá sá ég aðeins fyrir mér "bíl", hvort sem fram hjá mér fór Mazda eða Skódi.  Ég greindi þá ekki sundur.  Mér fannst þetta afar hvimleitt sjálfum, því ef mér var bent á að "fara í Fíatinn þarna á planinu að ná í skiptilykil" þá lenti ég í leiðindum.  Það var því næsta skref fyrir mig að gera mér nákvæmari hugmyndir um einstakar bílategundir svo að ég gæti horft fram hjá "bílahugmyndinni", sem var óþægilega almenn. Ég fór að læra að þekkja einstakar bílategundir. Eftir að ég náði tökum á þessu fór ég að sjá meiri fjölbreytni bíla á götunum.  Samt nær hugtakið aldrei fullkomnlega yfir farartækin.  Enn nota ég eitt orð yfir allar Mözdur, eitt orð yfir alla Citroén þrátt fyrir mismuninn á árgerðum og "típum".  Enn lokar orðið á beina skynjun þessara hluta, því ég sé aðeins það sem er sameiginlegt með hlutunum, sjaldan það sem greinir þá að.  Þannig verður það alltaf því að samheiti ná ekki yfir sérstæða einstaklinga.  Í raun er aðeins til Lada 1 og Lada 2 ....Lada n. 

-"There is no way of saying exactly what an ally is, just as there is no way of saying exactly what a tree is." 
-"A tree is a living organism" I said 
-"That doesn't tell me much" he said "I can also say that an ally is a force, a tension.  I've told you that already, but that doesn't say much about an ally.  Just like in the case of a tree, the only way to know what an ally is, is by experiencing it...." 
 

"Doing is what makes that rock a rock and that bush a bush.  Doing is what makes you yourself and me myself" 
"Take that rock for instance.  To look at it is doing, but to see it is not-doing" 
og hann heldur áfram ögn síðar... 
  

      (Castaneda, 188-9) 

Orð eru kúnstug. Þau vísa öll í hugmynd/frummynd sem hefur einungis hefur að geyma sameiginleg einkenni þeirra hluta sem falla undir orðið.  Það sem greinir þá að, sjáum við sjaldnast.  Skynjun okkar á hlutunum er ekki bein heldur fer hún í gegnum "hugtakið".  Ég get tekið dæmi af sjálfum mér sem lýsir þessu vel. 
Áhugi minn á bílum hefur aldrei verið mikill, og þekking lítil.  Fyrir nokkrum árum var hún svo takmörkuð að ég þekkti ekki einu sinni nöfnin á nema allra algengustu bílategundum. Almennt þá sá ég aðeins fyrir mér "bíl", hvort sem fram hjá mér fór Mazda eða Skódi.  Ég greindi þá ekki sundur.  Mér fannst þetta afar hvimleitt sjálfum, því ef mér var bent á að "fara í Fíatinn þarna á planinu að ná í skiptilykil" þá lenti ég í leiðindum.  Það var því næsta skref fyrir mig að gera mér nákvæmari hugmyndir um einstakar bílategundir svo að ég gæti horft fram hjá "bílahugmyndinni", sem var óþægilega almenn. Ég fór að læra að þekkja einstakar bílategundir. Eftir að ég náði tökum á þessu fór ég að sjá meiri fjölbreytni bíla á götunum.  Samt nær hugtakið aldrei fullkomnlega yfir farartækin.  Enn nota ég eitt orð yfir allar Mözdur, eitt orð yfir alla Citroén þrátt fyrir mismuninn á árgerðum og "típum".  Enn lokar orðið á beina skynjun þessara hluta, því ég sé aðeins það sem er sameiginlegt með hlutunum, sjaldan það sem greinir þá að.  Þannig verður það alltaf því að samheiti ná ekki yfir sérstæða einstaklinga.  Í raun er aðeins til Lada 1 og Lada 2 ....Lada n. 

-"There is no way of saying exactly what an ally is, just as there is no way of saying exactly what a tree is." 
-"A tree is a living organism" I said 
-"That doesn't tell me much" he said "I can also say that an ally is a force, a tension.  I've told you that already, but that doesn't say much about an ally.  Just like in the case of a tree, the only way to know what an ally is, is by experiencing it...." 
 

"Doing is what makes that rock a rock and that bush a bush.  Doing is what makes you yourself and me myself" 
"Take that rock for instance.  To look at it is doing, but to see it is not-doing" 
og hann heldur áfram ögn síðar... 
  
"He went on explaining that without that certain "doing" there would be nothing familiar in the surroundings" 

      (Castaneda, 188-9) 

Orð hafa enga eina hreina merkingu, jafnvel ekki skýrt hugtak.  Það er vegna þess að ekki er hægt að benda á merkingu orðsins með neinum afgerandi hætti.  Við hugsum að vissu leyti í abstrakt hugtökum, en gerum það í bland við 
 

Ég hef oft átt gott spjall við einn góðan erlendan vin minn.  Hann er búsettur hér á landi og hefur lært töluvert í íslensku.  Eðlilega snúast umræður okkar oft um tungumál.  Einhverju sinni fórum við að ræða um máltöku og hver munurinn væri á því að læra upp úr bókum og að læra tungumál í viðkomandi landi.  Hann sagði nokkuð sem mér fannst athyglisvert. Hann sagðist muna eftir því hvar hann lærði hvert einasta orð sem hann notaði á íslensku. Í hvert skipti sem hann þurfti á einhverju orði að halda rann upp fyrir honum þær aðstæður sem hann þurfti þess fyrst, þar sem hann lærði viðkomandi orð. Þetta kannaðist ég nefnilega vel við af eigin raun.  Það er eins og orð veki upp þær aðstæður sem voru fyrir hendi þegar maður lærði það fyrst.  Orðið stendur ekki eitt sér, og minnir á einhverja abstrakt hugmynd, heldur birtast einnig dæmi um notkun. 
Það gefur því auga leið að merking orða, "hugtökin" okkar, verða fyrir miklum áhrifum frá samhenginu sem við verðum þeirra fyrst áskynja í.  Sá einstaklingur sem elst upp við það að heyra orðið "Amerískur" yfir sjónvarpsefni er líklegur til að leggja merkinguna "yfirborðskenndur, þunnur" í orðið.  Innflytjandi til Bandaríkjann fyrr á öldinni heyrir orðið í allt öðru samhengi og myndi trúlega leggja "einstaklingsfrelsi og framtíð" í orðið.  Sú staðreynd að við leggjum merkingu í orðin eftir því samhengi sem við heyrum þau í gerir útbreiðslu nýrra orða eða nýrrar merkingar orðs mjög öra ef hún á annað borð kemst af stað.  Mikil margföldunaráhrif eiga sér stað. 
Merking orða ræðst því af samhenginu sem þau fyrirfinnast í.  Orð sem tákna eitthvað neikvætt 

Ég velti því bara fyrir mér, fyrst að munurinn er greinilega til staðar í svo einföldu hugtaki, hvernig það sé með óljósari "hugtök" eins og "frelsi, unaður, kapitalismi, bóhem, sanngirni....?" Möguleikinn á misskilningi með svona hugtök hljóta að vera margfalt meiri. 
Þetta er greinilegt með mörg orð.  Segjum að einhverjum verður á að nota orðið "að drepast" um manneskju sem er fallin frá.  Hann hefur notað það kæruleysislega sem samheiti orðsins "að deyja" í kunningjahópnum.  Svo vill til að einhver nærstaddur tekur þetta nærri sér.  Sá hefur lært orðið í öðru samhengi, e.t.v. með föður sínum á veiðum, notað um skepnuna.  Þar hafði orðið verið notað iðulega í "tilfinningalausu" samhengi.  Þetta heimfærir hann upp á "manneskjuna í rúminu" sem hefði átt að hljóta meiri samúð en orðið gaf honum til kynna. Málið með fyrri mælanda er að hann sá orðið ekki í sama samhengi og sá seinni og orðið "að drepast" því ekki eins miskunnarlaust fyrir honum. 
 Þetta er dæmigert fyrir þróun orða.  Upprunaleg merking var "að gefa frá sér lykt", en vegna þess hve lyktarskyn okkar manna er ónæmt telst það óeðlilegt að lykt finnist af fólki, og setningin "þú lyktar" fær á sig nækvæða merkingu.  Þegar þetta orð er ekki lengur hlutlaust þar að finna annað orð sem fyllir skarðið.  Á endanum fer eins fyrir því.  Það að mynda ný og ný fegrunarorðíkist því helst því að setja hlut niður á færiband, hann færist alltaf burt í átt til neikvæðrar merkingar. Sama hefur komið fyrir orðið 

Það er því eðlilegt að álykta að orð hafi ekki einungis breytilega "hugmynd" milli einstaklinga, heldur er það hlaðið öllum þeim hliðarmerkingum sem fylgja aðstæðum hverju sinni.  Orð hafa ekki eina óbreytanlega merkingu sem miðlað er óbreyttri milli einstaklinga, heldur vekja þau upp áhrif samhengisins sem orðið lærðist í upphaflega.  Þessi áhrif eru mjög breytileg milli manna.  Fegrunarorð eru skýrasta dæmið um þetta.  Odor, Perfume. 

mediations in the global ecumene hannerz