Áhugaverðir
tenglar:
useit.com:
Jakob Nielsen's Website
Dr. Jakob Nielsen hefur verið kallaður
fremsti sérfræðingur í notendaviðmót
í heimi, snjallasti maðurinn á vefnum, og sá
sem veit mest um notkun vefsins á plánetunnni. Bók
hans Designing Web Usability, The Practice of Simplicity hefur verið
prentuð í 250.000 eintökum á 13 tungumálum
og fréttabréfið hans www.useit.com/alertbox hefur
yfir 200.000 áskrifendur.

World
Wide Web Consortium er
stofnun sem geymir allt um Internetið. Þar má finna
staðla, leiðbeiningar og verkfæri sem notuð eru á
Internetinu auk upplýsinga um vefverslun, samskipti og sameiginlegan
skilning.

The Internet
Society
er
samfélag atvinnumanna með meira en 150 stofnanir og 16000
einstaka meðlimi í yfir 150 löndum. Það fjallar
um framtíð Internetsins og hýsir stofnunina sem er
ábyrg fyrir uppbyggingu Internetsins.
History
of the Internet
ISOC: The Internet Society hefur tekið saman
ágætan lista um sögu Internetsins. Þar er að
finna söguna frá ýmsum sjónarhornum. Höfundar
efnisins eru af ýmsum toga, meðal annars þeir sem tóku
þátt í þróun netsins í upphafi.
ISNIC.is
Internet
á Íslandi hf., ISNIC, sér um skráningu og
úthlutun léna undir þjóðarléninu
.is, en öll lönd eiga sitt þjóðarlén
sem endar á tveggja stafa auðkenni samkvæmt alþjóðlegum
staðli. Auðkennið fyrir Ísland er "IS".
Allar umsóknir um lén undir .is berast að lokum til
ISNIC þó sótt sé um lénið hjá
einhverju þeirra fjölmörgu fyrirtækja er veita
Internetþjónustu hérlendis.
Til baka á aðalsíðu