Þann 27. nóvember 2006 var öllum frambjóðendum í prófkjöri Sjálstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi sendur tölvupóstur með tveimur spurningum. Hljóðaði hún svona:
 
Ég hef tvær spurningar.

Munt þú beita þér fyrir því að hjólreiðabrautir komist í vegalög, svo hjólreiðar verði valkostur til samgangna, ekki síst í þéttbýli ?
Ef þú ert því fylgjandi. Hvers vegna heldur þú að þingsályktunartillaga þess efnis hafi verið svæfð síðastliðn þrjú ár og þrjár endurupptökur?
http://www.althingi.is/altext/133/s/0082.html



Kær kveðja
Magnús Bergsson

Fyrstu þrír einstaklingarnir fengu spurningu tvö svolítið öðruvísi orðaða. Þar var spurt hvers vegna Sjálsftæðisflokkurinn stæði í vegi fyrir framgöngu þingsályktunartillögunar. Guðlaugur Þór sem fyrstur var að svara var einn þeirra sem fekk þessa spurningu og því er svar hanns öðruvísi en annara. Það er svo spurning hvað hann er að meina með sínu svari.  Hugsanlega má finna það í þessum fundargerðum.

Þann 26. október sendi Elvar Örn Reynisson spurningar á Vilborgu G Hansen og Stein Kárason.  Eru þau samskipti að finna hér.

Svör raðast upp í þeirri röð sem þau bárust.




Sæll Magnús Bergsson og takk fyrir bréfið.

Ég hef lýst því yfir að ég muni styðja að hjólreiðabrautir verði tekin inn í vegáætlun. Það er ekki rétt að Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagst á málið ef skoðuð eru störf Sjálfstæðisflokksins þá er það sá flokkur sem að hefur ýtt hvað mest undir að hjólreiðar verði raunverulegur valkostur í samgöngum. Sérstaklega í Reykjavíkurborg og nágrannasveitarfélögum.

Kær kveðja
GÞÞ



Sæll Magnús.

1) Já mun gera það
2) hef ekki fylst með því.

Bestu kveðjur
Þorbergur



Sæll.
Já ég mun beita mér fyrir því að hjólreiðabrautir komsit í vegalög, fái ég til þess brautargengi.

Af hverju þingsályktunartillagan hefur ekki náð fram að ganga?
Ég hef ekki forsendur hér og nú til að geta svarað því.
Góð kveðja,
Steinn

sjá
www.steinn.is


Sæll Magnús. Ég er því fylgjandi og myndi beita mér fyrir því kæmist ég á þing. Ég er 4. varaþingmaður nu og hef enn ekki komist inn á þing.
Margrét Lára hefur alltaf farið en hún er 1. varaþingmaður. Margt hfur verið svæft á þinginu og ótrúlega margt einfaldlega ekki gert
sem ég ætla nú ekki að tíunda upp hér.
Ef ég kemst inn á þing, þá endilega hafðu samband við mig og það yrði mér ánæga að fá að bera upp þessa þingsályktunartillögu.

kv
Kolbrún.
www. kolbrun.ws
kíktu inn á heimasíðuna mína.



Sæll Magnús og þakka þér fyrir bréfið.

Hjólreiðabrautir í þéttbýli eiga að minni hyggju að vera á forræði sveitarfélaganna. Þannig getur orðið til vísir að samkeppni milli sveitarfélaga um þjónustu við hjólreiðamenn. Það er vænlegra til árangurs en að ríkið leggi kvaðir á sveitarfélögin með ákvæðum í vegalögum.

Svo hjólreiðar verði valkostur til samgangna þarf ekki síður að fella niður tolla af reiðhjólum og vörum þeim tengdum. Ég mun beita mér fyrir því að 10% tollur af reiðhjólum verði aflagður sem og allir aðrir tollar enda tollakerfið dýrt og ávinningur af því tæpast nokkur. Vönduð reiðhjól og annar sá útbúnaður sem þarf til að hjólreiðar henti sem samgöngumáti á
Íslandi kostar umtalsvert og niðurfelling tolla væri því þungt lóð á vogarskál hjólreiðanna.

Auk þessa vil ég taka fram að ég mun ekki samþykkja nein þau lög sem skylda fullorðna hjólreiðamenn til að nota hjálma.

Kveðja,
Sigríður Andersen.



Sæll Magnús

Ég er því fylgjandi að hjólreiðabrautir þarf að komast í vegalög. Ég veit ekki af hverju þessi þingsályktunartillaga var "svæfð" siðastliðinn þrju ár. Það gæti verið margar ástæður sem hafði áhrið á þessi ákvörun.

Kveðja
Grazyna M Okuniewska
 



Kæri Magnús

Ég þakka þér fyrir e-bréfið. Ég hef lesið það og kynnt mér þau rök og þau sjónarmið, sem þar koma fram. Mér finnst sjálfsagt að litið verði á hjólreiðar sem valkost í samgöngum. Hins vegar held ég að sá valkostur verði aldrei veigamikill hér á landi vegna veðurfars og ekki vil ég stofna til mikilla ríkisútgjalda vegna þeirra.

Kær kveðja

Pétur H. Blöndal alþingismaður
 



Sæll Magnús

Takk fyrir póstinn frá þér

Ég hefði haldið að það þyrfti engin sérstök vegalög til að láta framkvæma skinsamlega hluti eins gerð hjólabrauta. Ég er á allan hátt fylgjandi því að aðstæða til hjólreiða verði bætt og mættum við líta til nágranna landa okkar um fordæmi þess efnis t.d Danmerkur.

Ég get ekki skilið hvaða hagsmunir hafa staðið í vegi fyrir því að jafn sjálfsagt mál eins og hjólreiðabrautir skuli komast í gegnum þingið.

En ef ég fæ tækifæri til, þá er ég fylgjandi stefnumörkun og framkvæmdum í þessum efnum.

Kær kveðja,

Marvin í 8. sæti.
 



Sæll Magnús.

Það er ekki spurning í mínum huga að það þarf að gera hjólreiðum hærra undir höfði en nú er.

Ég hef þá skoðun að margir leggi ekki í þann samgöngumöguleika vegna erfiðra aðstæðna og hjólreiðar þess vegna ekki fýsilegur kostur fyrir marga sem annars myndi nýta sér þennan góða kost.

Ég ætla að stuðningur við frumvörpin sem þú bendir á hafi hingað til ekki verið nægur. Mér finnst skynsamlegt að bragarbót verði gerð þar á og er reiðubúinn til þess að leggja mitt af mörkum.

Með kveðju, Vernharð
 

Hér má sjá örlítið eldra svar frá honum


Sæll Magnús.

Ég lofa ekki að beita mér fyrir þessu en mun taka tillögum af þessum tagi með opnum huga.

Með góðri kveðju

Björn Bjarnason
 


Sæll - þótt seint sé.

Já ég myndi styðja það og kann engar skýringar á því af hverju þingsályktun hefur verið svæfð. Eðlilegra væri hins vegar að koma í gegn breytingu á lögunum heldur en að setja þetta í þingsályktun.

Bkv.

Dögg Pálsdóttir.