ÍSLENSKI FLUGVEFURINN

- Pétur P. Johnson

Ekki bara flugsaga
og myndir
heldur einnig
ýmis önnur áhugamál.......
HEIM
FLUG
BÍLAR
SKIP & BÁTAR
ÍSLENSKT LANDSLAG
ÖNNUR TÆKI & DÓT
Í ÚTLÖNDUM
UM MIG
- kemur síðar
 
 
 
 
BÍLAR, RÚTUR OG TRUKKAR / CARS, BUSES & TRUCKS

Ég verð að játa að ég er veikur fyrir gömlum bílum, en er samt ekki með bíladellu. Því miður á ég ekki fornbíl og er það kannski eins gott því ég er nú ekki sérlega handlaginn og kann lítið til verka í viðhaldi bíla og viðgerðum. En maður má eiga sína drauma.... Það er samt gaman að taka myndir af forvitnilegum bílum og hef ég heimsótt bílasöfn hér heima og erlendis þegar tækifæri hefur gefist.
Southwards Museum. Foto © Pétur P. Johnson.
Úr Southward Museum í Paraparaumu á Nýja-Sjálandi.
From the Southward Museum in Paraparaumu, New Zealand.

Foto © Pétur P. Johnson.
Hér er sýnishorn af því sem ég tók þegar ég heimsótti Southward Museum í Paraparaumu á Nýja-Sjálandi í nóvember árið 2000. Safnið er í litlum strandbæ sem er um níutíu mínútna akstur frá Wellington. Ég ætlaði bara að stoppa í klukkutíma en endaði með því að eyða deginum í að skoða safnið. Það lágu sex filmur eftir þessa heimsókn og 90 mínútur á videó. Nei, ég er ekki með bíladellu!
(28. 11.2009).
The photos on this page are just a small sample of what I shot in the Southwards Museum in Paraparaumu, New Zealand in November 2000. The museum is located in a small town about 90 minutes drive from Wellington. I was only going to stop there for an hour or so, but ended up spending an entire day, sex negative films and 90 minutes on video. No, I am not a antique car buff! (28.11.2009)


Samgönguminjasafnið að Ystafelli. Foto © Pétur P. Johnson.

Frá Samgönguminjasafninu að Ystafelli í Þingeyjarsveit.
From the Transport Museum at Ystafell in Þingeyjarsveit (near Húsavík).

Foto © Pétur P. Johnson.

Sumarið 2008 var ég við vinnu á Akureyri. Ég notaði stundum tækifærið eftir vinnu til að skoða mig um í Eyjafirði og nærliggjandi sveitir. Eitt skiptið heimsótti ég Samgönguminjasafnið að Ystafelli í Þingeyjarsveit. Meðfylgjandi myndir eru sýnishorn af þeirri heimsókn. Þetta er mjög skemmtilegt safn með úrval áhugaverðra ökutækja.
In the summer of 2008 I was working at the Icelandic Aviation Museum in Akureyri. I would sometimes use the early evenings after work to familiarize myself with the Eyjafjörður district and surrounding area. On one such evening I paid a visit to the Transport Museum at Ystafell in Þingeyjarsveit. This is a very nice museum with a good selection of interesting vehicles.

© 2009 - PÉTUR P. JOHNSON, REYKJAVÍK, ÍSLAND
NETFANG: aviasaga(hjá)hotmail.com