ÍSLENSKI FLUGVEFURINN

- Pétur P. Johnson

Ekki bara flugsaga
og myndir
heldur einnig
ýmis önnur áhugamál.......
HEIM
FLUG
BÍLAR
SKIP & BÁTAR
ÍSLENSKT LANDSLAG
ÖNNUR TÆKI & DÓT
Í ÚTLÖNDUM
UM MIG
- kemur síðar
English version.
ICELANDIC AERO WEB
IN ENGLISH
 
 
 
TF-NPK í Múlakoti 1988. Foto © Pétur P. Johnson.

LJÓSMYNDIR PPJ

FRÁ FLUGKOMUM
FLUGMÁLAFÉLAGS ÍSLANDS
Í MÚLAKOTI.

Flugkoma Flugmálafélags Íslands í Múlakoti um verslunarmannahelgi hefur lengi vinsæll liður í sumarstarfi flugáhugamanna. Það var snemma á níunda áratug 20. aldar sem vélflugmenn fóru að venja komur sínar þangað um verslunarmannahelgi ásamt fjölskyldum sínum. Brátt fóru þessar flugkomur að vinda upp á sig og frá því árið 1987 hefur Múlakot verið vinsæll samkomustaður flugáhugamanna um þessa mestu ferðahelgi sumarsins.

Það er löngu orðið tímabært að setja sýnishorn af þeim myndum sem ég tók hér á árum áður í Múlakoti á netið. Í þá gömlu, góðu daga þegar félagsstarf flugáhugamanna var í gangi On Top í gamla flugturninum á Reykjavíkurflugvelli var alltaf vinsælt að skoða ljósmyndaalbúmin mín sem þar lágu frammi og voru albúmin með Múlakotsmyndum engin undantekning þar frá.

Fyrstu myndirnar frá Múlakoti sem ég kem til með að setja inn á netið eru frá árunum 1985 og 1988. Ég mun bæta smátt og smátt í þetta safn eftir því sem mér gengur að skanna gömlu filmurnar inn. Fyrst um sinn verða flestar myndirnar án skýringatexta en ég mun reyna að bæta úr því síðar meir. Ég vona að þið njótið þess að skoða þessar myndir. Mér þætti vænt um að fá að heyra hvað fólki finnst um að sjá þær.

9. janúar 2010.
Múlakot 1985. Foto © Pétur P. Johnson.
MÚLAKOT 1985
Múlakot 1988. Foto © Pétur P. Johnson.
MÚLAKOT 1988
síða 1 / page 1
Múlakot 1988. Foto © Pétur P. Johnson.
MÚLAKOT 1988
síða 2 / page 2
Múlakot 1988. Foto © Pétur P. Johnson.
MÚLAKOT 1988
síða 3 / page 3
Múlakot 1988. Foto © Pétur P. Johnson.
MÚLAKOT 1988
síða 4 / page 4
 
 
 
 
© 2009 - PÉTUR P. JOHNSON, REYKJAVÍK, ÍSLAND
NETFANG: aviasaga(hjá)hotmail.com