Creative
Brief
Með því að skoða eftirfarandi spurningar er
hægt að búa til grind fyrir Creative Brief. Upplýsingarnar
sem fram koma í spurningalistanum eiga að innihalda svörin.
Samantekt:
Takið fram allar almennar upplýsingar um verkefnið, markmið
og þær bakgrunnsupplýsingar sem skipta máli
fyrir hönnunina. Þessi hluti á að verða fjalla
um verkefnið í heild sinni.
1. Hver er heildarmynd verkefnisins? Takið fram í stuttu
máli allar bakgrunnsupplýsingar sem koma verkefninu við.
2. Hver er megintilgangur vefsins.?
3. Hver eru aukamarkmið vefsins'
4. Hvert er langtímamarkmið hans?
Notendalýsing:
Gerið lýsingu á markhópnum, Hafið hana
nógu nákvæma til að allir skilji við hverja
er átt. Hafið einhverjar tölupplýsingar úr
könnunum með. Markmiðið með þessum hluta
er að svara eftirfarandi: Hver er markhópurinn? Hvert er
áhugamál þessa fólks? Og hvað gera þeir
á vefnum frá degi til dags?
1. Hver
er markhópurinn? Veljið dæmigerðan notanda og lýsið
honum í smáatriðum, Hafið með upplýsingar
um starf, aldursbil, kyn, hversu oft hann er á vefnum, YHvað
gerir hann á vefnum og aðrar upplýsingar sem skipta
máli. Lýsið fleiri en einum ef þarf.
2. Hvað er dæmigert verkefni sem notandinn tekur sér
fyrir hendur á nýja vefnum? Til dæmis innskráning,
leit að upplýsingum, kaupa vöru, senda netfangið
sitt, biðja um meiri upplýsingar osfrv.
Upplifun,
tónn og tilfinning:
Hvernig á markhópurinn að bregðast við vefnum?
1. Hvað
finnst markhópnum um fyrirtækið og vefinn sem fyrir
er?
2. Hvað viljum við að honum finnist?
3. Hvernig á hinn nýi vefur að ná því
markmiði?
4. Hvaða lýsingarorð er hægt að notatil að
lýsa því hvaða upplifun notandinn á að
fá af fyrirtækinu og vef þess?
5. Hvaða sértöku sjónrænu skilaboðum
á vefurinn að miðla?
Samskipti:
Hvernig á að sannfæra notandann?
1. Hver
eru helstu skiðlaboðin sem vefurinn á að miðla
til notandans? Til dæmis ódýr, öruggur, traustur,
virkur osfrv.
2. Hvernig á að miðla þessum skilaboðum? Til
dæmis bein skilaboð í texta, flýtileiðir
að markmiðum, tilboð á forsíðu osfrv.
3. Tiltakið þróunarferlið sem á að nota
til að ná þessum markmiðum (Ef það á
við).
4. Hvernig á að mæla árangur vefsins?
Samkeppni:
Að hvaða leyti erum við öðruvísui en samkeppnisaðilarnir
og hvaða atriði eru það sem verða til þess
að við náum betri árangri en þeir?
1. Að
hvaða leyti er fyrirtækið eða vefurinn öðruvísi
en samkeppnisaðilarnir?
2. Hvað er það helsta sem greinir fyrirtækið
frá samkeppnisaðilunum?
3. Hvaða hlutar núverandi vefs eru að virka og hversvegna?
Meginskilaboð.
Notið eitt orð eða setningu sem lýsir vefnum eftir
að hann hefur verið settur upp.
• Til baka
• Til baka á aðalsíðu
Athugasemdir:
Þessi
texti er lausleg endursögn á nokkrum blaðsíðum
úr bókinni WebRedesign/Workflow that works eftir Kelly
Goto og Emily Cotler. Þetta er eingöngu hugsað sem kennsluefni
í Veftækni 105 og 115 í Fjölbrautarskólanum
Ármúla og ekki hugsað að neinu leyti til dreifingar
eða annarar notkunar enda liggja engin leyfi fyrir um að mega
nota þennan texta. Hann er birtur hér fyrst og fremst fyrir
nemendur áfanganna til að hafa til hliðsjónar
við skil á verkefnum.
Öll
önnur notkun er auðvitað með öllu óheimil.