Um Grafíkmaster
Núna þegar útlitið hefur verið ákveðið þarf að koma því fyrir á síðunum. Hleðslutími og ákjósanleg upplausn grafíkur (optimization) þarf að vera búið að prófa og afgreiða meðan á útlitshönnuninni stóð.
Þegar kúrsinn hefur verið ákveðinn þarf að setja upp staðla fyrir vefinn þegar stílsnið fyrir mismunandi gerðir síðna er búið til. Ef margir eru að vinna vefinn er enn meiri nauðsyn á því að setja upp staðla.
Við gerum skýran greinarmun á stílsniði, masternum og útliti vefsins. Þegar við kynntum hugmyndir okkar fyrir viðskiptavininum þá sýndum við honum teikningar af útliti. Einskonar útlitsstefnu vefsins. Við gáfum tóninn fyrir tón og tilfinningu vefsins.
Þetta er annað heldur en endanlegt útlit vefsins. Útlitsstefnan sem fram kom á teikningunum er aðeins samþykkt leið að markinu. Það á ennþá eftir að slípa og pússa og leita samþykkis aftur.
Grafíkmasterinn tekur endanlegt samþykkt útlit og gerir það tilbúið til framleiðslu.
Það heitir master af því að það er notað bæði fyrir HTML síðurnar sem hann er hannaður fyrir auk allra skyldra síðna.
Grafíkmasterinn er stílsnið, template, fyrirmynd sem verður afhentur framleiðsludeildinni til að skera niður og breyta í myndir í næsta skrefi vefsmíðaferlisins.
Að búa til grafíkmaster er að breyta útlitinu í lagskipt Photoshop skjal tilbúið til framleiðslu.
Við teiknum fyrst global elementin, þá hluti vefsins sem eru á öllum síðum hans. Við setjum on/off/over ástand hnappa fyrir leiðakerfið.
Er fótur með texta á öllum síðum? Setjum hann inn líka.
Ef við erum með javascript sem er global, pulldown menus, rollovers eða einhverja forritun aðra, þarf að vera búið að ráðfæra sig við framleiðsludeildina um hvernig þeir vilja að þessháttar sé skilað til þeirra.
Þegar þetta er frá þarf að útbúa grafíkina sem styður virkni síðunnar.
Ef vefurinn sækir efni í gagnagrunn sýnum við hvar efnið á að birtast.
Við þurfum væntanlega að búa til nokkra mastera, einn fyrir hverja tegund af síðu.
Litlir vefir þurfa kannski ekki nema fáeina mastera en stórir flóknir vefir geta þurft fjölmarga.
Ef grafíkmasterarnir eru margir þá er gott að búa til skrá yfir þá til að geta fylgst með hvað er búið og hvað ekki.
Það er líklegt að það þurfi að búa til master fyrir heimasíðuna sjálfa, annan fyrir aðalsíður og einn enn fyrir undirsíður vefsins osfrv...
Ekki gleyma skilaboðasíðum, poppupps eða leiðbeiningum um útfyllingu forma oþh.
Útlitshönnuðirnir geta kannski ekki teiknað þetta allt þannig að við skráum hjá okkur allar reglur og staðla sem eiga að fara í útlitshandbókina til að auðvelda framleiðsludeildinni að búa sjálf til síður ef þarf.
Grafíkmasterinn þarf að afhendast framleiðslunni á layerum í Photoshop eða FireWorks þar sem gerð er grein fyrir allri virkni svosem hnöppum á mismunandi formi (on/off) og innihalda bulltexta fyrir innihaldstexta.
Tryggið að grafíkmastrerinn innihaldi allar upplýsingar sem framleiðslan þarf á að halda til að breyta skjalinu í HTMLsíðu.
Það er góð regla að prenta út sýnishorn til að láta fylgja með.
Leturgerðir geta verið stórmál þegar verið er að afhenda grafíkmaster í framleiðslu.
Hönnuðir vinna gjarnan á Mac en vinnustöðvar framleiðslunnar eru oft pésar.
Auk þess hafa framleiðsludeildir oft ekki sama aðgang eða aðgang að öðrum leturgerðum en hönnunardeildir. Þá getur framleiðslan ekki unnið með leturgerðirnar sem hönnuðirnir nota. Þá þarf að rendera textalayerana.
Best er auðvitað að kaupa þær leturgerðir sem notaðar eru á vefnum og setja þær upp bæði í framleiðslunni og hönnuninni.
Allavega þarf að tryggja að framleiðsludeildin hafi aðgang að Mac vélum ef þarf og nauðsynlegt reynist að breyta einhverju.
Hönnuðirnir þurfa að geyma skjölin með textalayerum órenderuðum ef upp skyldu koma einhverjar breytingar sem ekki er ólíklegt.
Ófullkomnir grafíkmastera hvort heldur er vegna vandamála með leturgerðir eða vöntunar á upplýsingum hægir á framleiðsluferlinu.
Farið vel yfir masterinn áður en hann er afhentur framleiðslunni.
Það sem grafíkmaster þarf að innihalda:
1. Texta, renderaðan og órenderaðan (þetta geta verið tvö skjöl).
2. Alla layera í vinnsluhæfu ástandi.
3. Allir layerar merktir á skýran hátt. (layer 7 segir okkur ekkert).
4. Allt ástand hnappa (on/off/over), á mismunandi layerum skýrt merkt.
5. Fyrir hreyfimyndir setjum við staðgengilsmynd, (til dæmis fyrsta rammann í myndinni)
6. Upplýsingar um hvernig sérstök tækni og flókin virkni tengist.
7. Á einum layer mynd sem sýnir hvernig hver einstök síða litur út.
• Til baka
• Til baka á aðalsíðu
Athugasemdir:
Þessi
texti er lausleg endursögn á nokkrum blaðsíðum
úr bókinni WebRedesign/Workflow that works eftir Kelly
Goto og Emily Cotler. Þetta er eingöngu hugsað sem kennsluefni
í Veftækni 05 og 115 í Fjölbrautarskólanum
Ármúla og ekki hugsað að neinu leyti til dreifingar
eða annarar notkunar enda liggja engin leyfi fyrir um að mega
nota þennan texta. Hann er birtur hér fyrst og fremst fyrir
nemendur áfanganna til að hafa til hliðsjónar
við skil á verkefnum.
Öll
önnur notkun er auðvitað með öllu óheimil.