Um Síðugrind
Síðugrindin er eiginlega storyboard fyrir vefinn. Hún er teikning af grind síðnanna á vefnum án lita og án mynda.
Við höfum ekki áhyggjur af litum eða hnöppum og þessháttar þetta snýst um upplýsingar.
Þetta eru teikningar af síðunum sem sýna gróft leiðakerfi, uppsetningu texta, staðsetningu grafíkur, mynda, hausa síðnanna ásamt öllum þeim hlutum sem
eiga að vera á síðunum.
Síðugrindin sýnir uppröðun upplýsinga á síðunni en ekki með hvaða hætti þær eru settar fram.
Hún er grunnurinn að sjónrænni uppbyggingu vefsins og HTML framleiðslunni.
Það er sterklega mælt með því að það séu gerðar síðugrindur fyrir allar aðalsíður vefsins, undirsíðum og öllum þeim síðum sem hafa svipað innihald, staðsetningu og uppbyggingu eða sérstaka virkni.
Síður sem liggja neðarlega á vefnum hafa tilhneigingu til að vera mestmegnis textasíður svo það er ekki eins nauðsynlegt að gera grindur fyrir þær.
Þó þetta geti verið leiðinlegt verk sérstaklega ef sífellt er verið að breyta vefnum, þá á þessi vinna eftir að koma sér vel þegar á seinni stig framleiðslunnar er komið.
Síðugrindin inniheldur aðpeins upplýsingar, engin sjónræn element
Þær geta verið einfaldar og sýna aðeins skipulag innihaldsins og leiðakerfi á nokkrar lykilsíður.
Floknari síðugrindur sýna texta, virkni, leiðakerfi, og grafík, í smáatriðum.
Þær geta líka sýnt framleiðsluupplýsingar og grunnupplýsingar um virkni (DHTML JavaScript oþh. )
Síðugrindin á að sýna öll aðalatriði síðunnar, allt innihald, leiðakerfi, myndir, virkni og skilaboð sem eiga að vera á síðunni.
Það er gott ef við höfum einhverja hugmynd um textalengd, stærðir , magn og staðsetningu mynda oþh. á þessu stigi.
Það er verkefni upplýsingahönuðarins að skilgreina þessa hluti.
Til að auðvelda gerð síðugrindar er gott að hafa þetta í huga:
1. Myndir, teikningar, gröf oþh.
2. Innihald, textayfirlit eða raunverulegan texta.
3. Haus og aðalleiðakerfi (Global). navigation bar eða þau element síðunnar sem birtast á hverri síðu.
4. Virkni. Lýsingu á grunnvirkni síðunnar.
5. Aðaltenglar. Aðrir en Navigation barinn.
6. Aukatenglar
7. Kvikmyndir og hljóðskrár.
8. Gluggastærð vefsins. (800x600)
9. Aukaupplýsingar. Nafnið á verkefninu, síðunni, dagsetning og versjón, höfundur, og höfundarréttur.
Byrjið á heimasíðunni, ákveðið samkvæmt því hversu margar síðugrindur við þurfum að gera miðað við kostnað og tíma osfrv.
Gerið allavega grindur af heimasíðunni, aðalsíðum og helstu undirsíðum.
Og ef það eru á vefnum sérstakar aukasíður sem hafa svipaða virkni sem endurtekur sig á mörgum síðum þá gerum við grindur fyrir þær líka.
Setjið inn smáatriðin, virkni einsog pulldown menus og rollover myndir, tiltakið tengla, grafík og aðra þessháttar upplýsingar.
Ef til er endanlegur texti notið hann en venjulega notar maður gráa kassa fyrir texta, línur eða bulltexta (oft notaður latínutexti sem heitir Lorem Ipsum).
Aðalatriðið er að textinn sýni vel lengd og umfang textans á hverri síðu.
• Til baka
• Til baka á aðalsíðu
Athugasemdir:
Þessi
texti er lausleg endursögn á nokkrum blaðsíðum
úr bókinni WebRedesign/Workflow that works eftir Kelly
Goto og Emily Cotler. Þetta er eingöngu hugsað sem kennsluefni
í Veftækni 05 og 115 í Fjölbrautarskólanum
Ármúla og ekki hugsað að neinu leyti til dreifingar
eða annarar notkunar enda liggja engin leyfi fyrir um að mega
nota þennan texta. Hann er birtur hér fyrst og fremst fyrir
nemendur áfanganna til að hafa til hliðsjónar
við skil á verkefnum.
Öll
önnur notkun er auðvitað með öllu óheimil.