Verkefni

 

 

 

 

 

 

Um Veftré

Veftré er hryggjarsúlan í vefskipulaginu. Það sýnir á sjónrænan hátt hvernig vefurinn er uppbyggður. Hvernig hann lítur út, flæði, efnisflokka og upplýsingaflokka.

Það er samskiptatæki, það skilgreinir og það byggir upp.

Það er lýsing á verkefninu í heild frá breiðu sjónarhorni allt til smæstu atriða.

Hver á að gera veftréð?

Fá verkefni búa yfir þeim lúxus að hafa sérstakan upplýsingahönnuð þessvegna lendir þetta verkefni oftast á verkefnisstjóranum. Þó stundum sé þetta gert af viðskiptavininum sjálfum.

Þetta er stórt og mikilvægt verkefni. Á smærri vefjum, 20-30 síður með venjulegum HTMLkóda er þetta auðvelt en fyrir stærri vefi með hundruðum síðna og mikilli virkni er það skelfilegt mál.

Þegar veftré hefur verið smíðað á það að sýna greinilega allar HTMLsíður innan hvers hluta vefsins. Hver síða fær sinn kassa og flestar aðaltengingar eru sýndar.

Athugið að það veftré sem við erum að tala um sýnir ekki niðurröðun tækniatriða né heldur er það endanleg úttekt á notendaviðmóti vefsins. Ef svo væri yrði þetta miklu stærra mál og við ættum að fá verkfræðingalaun fyrir verkið.

Veftré er afhendanlegt, við afhendum viðskiptavininum það þegar því er lokið og látum hann samþykkja og skrifa undir.

Ef því er breytt eftir það þarf að fá breytingarnar samþykktar og undirskrifaðar.

Það er bráðnauðsynlegt að veftré sé aðgengilegt öllum í hópnum sem á þurfa að halda og uppfært reglulega eftir því sem uppbygging þess breytist, sama hversu mikil vinna það er.

Munum eftir að gera ráð fyrir uppfærslum á veftré í kostnaðaráætlun.

Að halda veftrénu við er  nauðsynlegt vegna mikilvægis þess við vinnsluna. HTML forritarar og textasmiðir nota það við að fylgjast með framgangi verksins meðan verið er að smíða vefinn.

Vefuppbygging

Í flestum tilfellum teiknum við stigskipt veftré. Við setjum heimasíðuna efst og svo aðalsíður í næstu röð og í þriðju röð aukasíður og þannig koll af kolli.

Ef vefur er gagnagrunnstengdur  er það táknað sem fötur eða ílát

Einfalt er best

Veftré á að sýna tengsl millli síðna eins nákvæmlega og hægt er.

Hafið það læsilegt, einungis það sem skiptir máli.

Tildæmis eru tenglar í meginmáli (jumplinks) ekki settir á veftré. 

Nákvæmni veftrésins fer eftir því hversu flókinn vefurinn er, sum komast á eitt A4blað, önnur komast ekki fyrir á veggjum fundarherbergisins.

Það þarf ekki að teikna hverja einustu síðu í 2000 síðna vef ef hægt er að skilgreina með öðrum hætti það sem skiptir máli.

 Góð þumalfingursregla: Ef allar síður í vefhluta hafa svipað innihald og krefjast ekki neinnar annarrar virkni en að birta efni notið þá einfalda aðferð til að sýna þær allar í einu:

Endaforritun

Til að skilgreina hvar endaforritun tengist kódanum er hægt að nota önnur form. Tildæmis ef við þurfum að sýna hvernig innskráning inn á vefhluta tengist á vefnum getum við sett tígul á milli síðnanna. Aðalatriðið er að allir viti hvaða form eru notuð til að tákna hvað:

Athugið að það eru til margar gerðir af uppröðun á veftré og engin ein er sú eina rétta. Hvort flæðið liggur að ofan og niður eða frá vinstri til hægri skiptir ekki máli. Aðalatriðið er að allir í viinnhópnum skilji tréð.

Því miður eru ekki til nein góð forrit til að búa til veftré, þau fáu sem eru til eru vond. Best er að nota teikniforrit eins og FreeHand eða Illustrator og það er hægt að nota teikniverkfærin í Word til að búa til einföld veftré.

Þau forrit sem til eru og eru nothæf eru Inspiration (www.inspiration.com) og Visio (www.microsoft.com/office/visio).

Þegar við smíðum veftré skulum við hafa í huga að þau eru í stöðugri þróun. Fyrstu drög að veftré er ekki endilega það sem verður endanlegt þegar vefurinn er tilbúinn.

Best er að nota efnisflokkunina til að byrja byggingu veftrés. Það kemur vinnuferlinu og niðurröðun vinnunar niður á blað.

Þegar upplýsingunum hefur verið komið á sjónrænt form  er hægt að byrja að huga að skipulagi þeirra.  Þarf að sameina aðalsíður? Á að gera undirsíður að aðalsíðum? Verður samhengið mill síðna eðlilegra fyrir notandann ef þeim er raðað öðruvísi?

Hugsið eins og notandi.......

• Til baka

• Til baka á aðalsíðu

Athugasemdir: Þessi texti er lausleg endursögn á nokkrum blaðsíðum úr bókinni WebRedesign/Workflow that works eftir Kelly Goto og Emily Cotler. Þetta er eingöngu hugsað sem kennsluefni í Veftækni 05 og 115 í Fjölbrautarskólanum Ármúla og ekki hugsað að neinu leyti til dreifingar eða annarar notkunar enda liggja engin leyfi fyrir um að mega nota þennan texta. Hann er birtur hér fyrst og fremst fyrir nemendur áfanganna til að hafa til hliðsjónar við skil á verkefnum.

Öll önnur notkun er auðvitað með öllu óheimil.