Verkefni

 

 

 

 

 

 

Leiðbeiningar um notendaviðmót
Stolið og stælt frá Jakob Nielsen & Marie Tahir
úr bókinni
Homepage Usability; 50 Websites Deconstructed.

Að miðla tilgangi vefsins.
Ímyndum okkur að við göngum inn í verslun og það er hvergi hægt að sjá hverslags verslun þetta er. Það sama gildir um vefi. Þeir verða á einu andartaki að miðla upplýsingum um hvað er að finna á þar, hvað fyrirtækið gerir og hvað notendur geta gert á vefnum.

Ef vefurinn nær ekki að miðla þessu verður ekki aftur snúið. Afhverju skyldu notendur gera eitthvað á vef ef þeir geta ekki fundið út hvað á að gera þar.

Í fjöldamörgum notendaprófunum höfum við séð notendur stara á heimasíðuna án þess að gera sér almennilega grein fyrir hvern fjandann er hægt að gera þar. Til að vefur miðli vel upplýsingum um innihald sitt verður heimasíða hans að gefa greinargóðar upplýsingar um bæði ímynd fyrirtækisins og nauðsynlegustu aðgerðir. . Heimasíðan verður að hafa sérstöðu í útliti svo notendur geti þekkt hana aftur sem upphafspunktinn í ferð sinni um hann þegar þeir koma þangað aftur.

1. Sýnið logo fyrirtækisins og nafn þess í hæfilegri stærð og staðsetjið þar sem það sést vel.

Það þarf ekki að vera risastórt en stærra en og meira áberandi en önnur element sem staðsett eru nálægt því þannig að það fái fyrstu athygli þegar notandi kemur á síðuna. Best er uppi í horninu vinstra megin.

2. Setjið inn línu (Tag Line) sem sem útskýrir hvaða starfsemi fyrirtækið stendur stundar eða um hvað vefurinn er.
Stutt einföld skilaboð sem eru fyrst og fremst upplýsandi. Ekki nota þessa línu sem auglýsingu.

Svona línum má sleppa ef nafn fyrirtækisins inniheldur lýsingu á starfsemi þess eða að fyrirtækið er það þekkt að að allir vita hvaða starfsemi þar fer fram.

Ef fyrirtæki stundar margskonar starfsemi þarf að setja upplýsingalínu á allar undirsíður í hverjum flokki.

3. Leggið áherslu á hvað vefurinn gerir sem er einhvers virði fyrir notandann. og hvernig hann greinir sig frá samkeppnisaðilanum.

Upplýsingalínan er gott tæki til að gera þetta.

4. Leggið sérstaka áherslu á mikilvægustu aðgerðirnar til að notandinn vit hvar hann á að byrja.

Setjið þessa linka á áberandi stað , einsog ofarlega á miðja síðu og setjið ekki áberandi hluti nálægt þeim sem draga athyglina frá þeim.

Ef við leggjum áherslu áallt, missum við fókusinn og ekkert verður aðalatriði.

Hafið aðalverkefnin á vefnum eins fá og mögulegt er (1-4) og svæðið í kringum þau eins hrein og hægt er.

5. Gerið eina síðu að aðalsíðu. Sparið hugtakið heimasíða. Ef vefurinn hefur marga vefhluta notið önnur hugtök eða orð fyrir forsíður hvers hlta fyrir sig.

Notendur eiga aldrei að upplifa marga heimhnappa eða samskonar hnapp sem leiðir hann á mismunandi staði.

6. Ekki nota orðið vefur um neitt annað en allan vefinn í heild. Notið önnur hugtök fyrir undirvefi eða deildir. Það skiptir fyrirtækinu upp frekar en að sameina það og það ruglar notendur í ríminu og þeir fara að halda að mismunandi vefir þýði mismunandi fyrirtæki.

í sumum tilfellum er boðið upp á þjónust hjá öðrum fyrirtækjum á öðrum vefjum. Það er allt í lagi að nota hugtakið vefur á síðunni sem tilheyrir þessari þjónustu en á aðalsíðum er betra að vísa á þessa þjónustu sem eitthvað sem fyrirtækið býður upp á.

7. Hannið aðalsíðu öðruvísi en aðrar síður vefsins. Notið annaðhvort öðruvísi aðferð innan útlitsins eða merkið síðuna með einhverjum hætti.

Þetta hjálpar notandanum að þekkja síðuna aftur þegar hann kemur Til baka á aðalsíðu frá þvi að skoða aðra hluta vefsins og er aftur staddur á byrjunarreit.

Að miðla upplýsingum um fyrirtækið.

Auk upplýsingalínunnar á heimasíðunni þurfa allir viðskiptavefir að birta greinargóðar upplýsingar um fyrirtækið sama hversu stórt eða lítið það er og sama hversu einföld eða flókin þjónusta þess er . Fólk vill vita við hverja það á viðskipti og upplýsingar um fyrirtækið auka traust notandans á vefnum. á sumum vefjum einsog risafyrirtækjasamsteypum eru þessar upplýsingar eina ástæðan fyrir því að notendur heimsæjkja vefinn. Og hjá minni þjónustuvefjum vilja notendur vita hverjir standa á bakvið þjónustuna.

8. Setjið upplýsingar um fyrirtækið einsog Um fyrirtækið , fjárfestingamöguleikar, laus störf oþh. sérstakan stað á vefnum.

Þessi flokkun gefur fólki sem vantar þessar upplýsingar skýra mynd af því hvar hægt er að nálgast þær.

Það hjálpar líka þeim sem hafa ekki áhuga á upplýsingunum að einangra þær frá öðrum upplýsingum.

9. Hafið tengil á aðalsíðu um fyrirtækið sem gefur notendum ágrip af starfseminni og tengla á mikilvægar upplýsingar um framleiðslu, þjónustu markmið fyrirtækisins markaðstækifæri, stjórnun og þessháttar.

Látið linkinn heita Um (nafn fyrirtækis).

10 Ef við viljum á umfjöllun um fyritækið í fjölmiðlum setjum við upp s+erstakan tengil á aðalsíðu þess.

Fréttamenn og blaðamenn kunna vel að meta og treysta á svona vefhluta þegar þeir eru að fjalla um fyrirtækið.

11. Gerið vefinn þannig úr garði að hann endurspegli andlit og ímynd fyrirtækisins og sé ein birtingarmynd þess frekar en að hann sé sjálfstætt fyrirbæri.

Ekki aðskilja vefinn frá fyrirtækinu með því að búa til fyrirtkið.ids einsog það sé annað fyrirbæri en fyrirtækið sjálft.
Notendur eiga að fá það á tilfinninguna að þeir séu að eiga viskipti við aðeins eitt fyrirtæki.

Þó þarf að greina í sundur starfsemi sem fer aðeins fram á vefnum.

12. Setjið upp "Hafið samband" tengil sem vísar á síðu með upplýsingum um hvernig hægt er að ná sambandi. setjið upp lista yfir kontaktaðila innan fyrirtækisins. Ekki setja póstlink beint á hnappinn.

Ef við viljum að haft sé samband beint við fyrirtækið í stað þess að leita upplýsinga á vefnum , setjið upplýsingar um hvernig hægt er að ná sambandi einso adressu, símanúmer og email.

13. Ef boðið er upp á feedback, notendm gert kleift að segja skoðun sína eða eitthvað þessháttar sjáið til þess að tengillinn sé vel útskýrður og skýrt til hvers hann er og hver kemur til með að taka við póstinum, webmaster eða þjónustudeild.

14. Ekki setja upplýsingar um innri mál fyrirtækisins sem eiga heima á innraneti út á þann vef sem búinn er til fyrir viðskiptavini.

Þetta getur valdið misskilningi og ruglað notendur, þeir halda að innanhússmál eigi við þá.

Laus störf eru einu málin sem gætu átt heima á báðum svæðum þó þau séu að mestu leyti hugsuð fyrir væntanlega starfsmenn en ekki þá sem fyrir eru.

15. Ef vefurinn á að safna upplýsingum um notandann hafið tengil sem útskýrir rewglur fyrirtækisins um persónuvernd.

16. Útskýrið hvernig vefurinn þénar peninga ef það liggur ekki í augum uppi.

Ef notandi getur ekki auðveldlega séð út viðskiptahugmyndina, svosem vefverslun eða auglýsingaar minnkar traust þeirra á síðunni til muna vegna þess að þeir verða hræddir um að það sé aðá einhvern hátt verið að hafa af þeim peninga

There is no such thing as a free lunch!

Að skrifa efni.

Áhrifarík efnisritstjórn og skrif er eitt af mikilvægustu hlutum í vefsmíðum. Flestir notendum skanna efni á vefnum í stað þess að lesa það svo það þarf að gera ráð fyrir þessum vinkli þegar skrifað er: hámarksupplýsingar í sem fæstum orðum.

Það er mikil vinna að halda athygli notandans þegar plássið er lítið til að segja mikið.

Góð ritstjórn er bráðnauðsynlegur hluti af virkri efnissköpun. Ritstjórnin setur ekki bara reglur um hvernig meðhöndla á efnið heldur sér um að vefurinn fylgi þeim alla leið .Ritstjóri getur ekki bara tekið efni héðan og þaðan og birt á vefnum heldur þarf að endurskrifa fyrir vefbirtingu.

17. Notið tungumál sem höfðar til notandans, Skírið vefhluta eftir því verðmætamati sem notandinn hefur en ekki samkvæmt því sem kemur sér best fyirr fyrirtækið.

Olíufélag sem selur olíu ti lhúshitunar kallar síðu um orkusparnað: neytendaupplýsingar.

Þetta er viðhorf fyrirtækisins, það metur viðskiptavini sína sem neytendur og kaupendur.

Hvernig myndi notandi upplifa þessar upplýsingar. Ef notandi væri að leita að þessum upplýsingum myndi hann leita að tildæmis: Ráðleggingar um orkusparnað.

Notið orð og hugtök frá notendum.

18. Komist hjá ofnotkun á efni.

Að síendurtaka efni á vefnu eibnsog efnisflokka og tengla til að leggja áherslu á þá dregur í raun athyglina frá þeim.

Auk þess sem það ofhleður síðuna og berst um athyglina. Til að draga athygli að hlutun er betra að hafa það á einum áberandi sjánlegum stað.

Á hinn bóginn er hægt að endurtaka hluti sem tilheyra fleiri en einum efnisflokki eða nota önnur orð yfir sama hlut til að komast nær tungumálinu sem notandinn notar til að lýsa hlutum.

19. Ekki noota flotta frasa og slagorð þar sem fólk þarf að velta fyrir sér merkingunni.

Dreymdu, skipulagðu, farðu hljómar kannski vel sem slagorð í auglýsingu en skipulagðu fríið þitt höfðar meira til notandans. Hann er kominn á síðuna til að skipuleggja f´riíð sitt!

Í hvert skipti sem notandi þarf að grufla yfir því hvað eitthvað merkir er hætta á að við missum hann endanlega.
Notendur missa fljótlega þolinmæðina ef þeir þurfa að smella á tengil til að sjá hvað hann merkir.

Þetta þýðir ekki endilega að texti eigi að vera leiðinlegur , en hann verður að vera skýr og upplýsandi.

20. Notið samræmda stafsetningu. Annars fara notendur að lesa merkingu úr einhverju sem engin merking er í.

Til dæmis ef listi er allur á lágstöfum nema eitt orð er hætta á að notendur haldi að hástafirnir hafi einhverja sérstaka þýðingu.

Oftast er koma svona atriði fyrir ekki vegna þess að vefurinn er hannaður þannig heldur vegna þess að efni kemur frá ýmsum stöðum og hver notar sitt eigið kerfi og er ekki nægilega vel prófarkalesið.

Þó sumum virðist þetta vera tittlingaskítur og smámunasemi þa´gefur þetta notendum tilefni ti lað fá á tilfinninguna að notandanum finnst vefurinn vera viðvaningslegur og ótraustvekjandi.

Ekki nota fyrirsagnir og efnisflokka eingöngu á lágstöfum, það getur verið ruglandi vegna til dæmis eiginnafna.

Notið almennar stafsetningarreglur.

21. Ekki nota nöfn þar sem þess þarf ekki.

Tildæmis aðalfrétt á fréttavef á ekki að heita aðalfrétt. Þess þarf ekki , hún er efst og á stærsta letrinu.

á sama hátt ef við höfum kassa þar sem við kynnum sérstakega vörutegund þarf í fæstum tilfellum að skíra kassa sérstök kynning, það liggur svolítið í augum uppi hvað er í gangi.

22. Ekki búa ti lflokkaheiti yfir einn hlut og ekki setja eitt item í lista.

Ef þannig stendur á að einn hlutur lendir í flokk þarf líklega að endurskoða flokkunarkerfið.

23. Orð og setningar sem mega ekki skiptast á milli lína þurfa non-breakable space.

Ef síða lagar sig að glugganum, er fljótandi, þarf að huga að orðum og frösum sem ekki meá skipta milli lína.
24. Búið til leiðbeiningar.

Fólk fylgir leiðbeiningum sérstaklega ef þær eru við hliðina á glugga til að fylla inn í.

Dæmi: Til að skoða veðurspána fyrir þína heimabyggð, sláið inn póstnúmer.

25. Ef nota þarf skammstafanir, skrifið þær í fyrsta skipti með fullum stöfum og skammstöfunina þegar það kemur fyrir næst.

Þetta gildir ekki um skammstafanir sem eru orðnar að þekktum orðum einsog VHS DVD PC osfrv.

Varist sérstaklega að nota óútskýrðar skammstafanir sem linka.

Það er samt til ein undantekning sem er eiginlega orðin að standard á vefnum. Það er FAQ

26. Ekki nota upphrópunarmerki. Þau eiga ekki heima í fagmannlegum skrifum og síst af öllu á heimasíðu. Þau eru ruglingsleg og hávær, ekki æpa á notandann.

Ef við brjótum þessa reglu einu sinni eru allar líkur á því að gera það aftur. Og aftur því allt efni á vef er mjög mikilvægt.

27. Notum Hástafi sparlega, og alls ekki í samfelldum texta. hástafir eru miklum mun ólæsilegri en lágstafir. auk þess verður síðan óróleg og hávær ef þetta er notað mikið.

28. Ekki nota aukin bil eða punkta milli stafa. Ef notandi er a leita að orðinu Reykjavík er auðveldara að finna það heldur en R E Y K J A V Í K svo við tölum nú ekki um R.E.Y.K.J.A.V.I.K eða R • E • Y • K • J •A • V • Í • K.

Að nota sýnishorn.

Að setja upp sýnishorn af innihaldi vefs hjálpar notandanum á margan hátt. Í fyrsta lagi geta sýnishorn af innihaldi sýnt á augabragði um hvað vefurinn snýst svo notendur vita strax hvort þeirr eru á réttum stað eða ekki. Í öðru lagi geta sýnishorn sýnt fram á breidd framleiðslunnar eða efnisins sem í boði er. Í þriðja lagi er hið sérstaka áhugaverðara en almenna. Það eru meiri líkur á að fanga athygli notandans ef við notum eitthvað raunverulegt heldur en óhlutlæg flokkanöfn. Síðast en ekki síst geta sýnishornin aauðveldað notandanum að rata vegna þess að þau sýna hvað liggur að baki hinum óhlutlægu flikkanöfnum. Sýnishornin hjálpa til við að aðgreina flokkana og koma í veg fyrir að notandi þurfi að smella sér leið gegnum flokkana ti lað sjá hvað er að baki þeim.

29. Notið sýnishornin til að segja frá innihald vefsins í stað þess að lýsa efninu.Til dæmis, að segja: nýjustu f´rettir, lesið allar aðalfréttir dagsins hér, er ekki nærri eins áhugavert og að setja upp fyrirsagnir aðalfréttanna ásamt tengli á fréttasíðuna

Eða þegar á að selja eitthvað og settur er upp tengill sem heitir vörur. er ekki nærri eins áhrifamikið og að sýna mynd af vörunni ásamt verði hennar.

Oft tekur það meira pláss að lýsa vöruflokki heldur en að birta mynd af innihaldi vöruflokksins og link á nánari upplýsingar.

Við að sjá myndir af vörunni geta notendur rennt yfir þær og séð strax hvort þeir eru á réttum stað. auk þess sem þær hjálpa þeim sem eru minna læsir á það tungumál sem vefurinn notar.

30 við hvert sýnishorn setjið tengil sem fer með notandannn beint á viðkomandi síðu frekar en að setja hann á efnisflokkinn þar sem viðkomandi vara er hluti af.

Ekki láta notandann leita aftur að sömu upplýsingunum

31. Útbúið tengil á breiðari flokkun við hliðina á viðkomandi vöru.

Ef sett eru upp dæmi um eitt pródúkt á síðu, tryggið að það séu uppl´singar um aðra frwamleiðslu á síðunni, sýnið greinilega alla breidd framleiðslunnar, nema um sé að ræða aðeins eina vöru.

Tildæmis ef atvinnumiðlun á vefnum hefur þrjár lausar stöður í heilbrigðisgeiranum en engan tengil á aðra flokka af störfum gæti notandinn haldið að vefurinn væri bara með störf í heilbrigðisgeiranum.

32. Tryggið að það sé skýrt hvað tenglar fjalla nánar um sýnishornið og hvaða tenglar fljalla um efnisflokkinn sem efnið tilheyrir

Gerið þetta bæði með orðum og staðsetningu.

Tengillinn sem fljallar nánar um sýnishornið á að vera næst sýnishorninu en tengillinn um efnisflokkinn aðgreindur með bili.

til dæmis ef Amazon.com ætlar að kynna einhvern sérstakan reyfara á vefnum þarf a ð vera tengill strax á eftir kynningunni sem vísar á nánari lýsingu eða gagnrýni og svolítið neðar og aðgreint: tæmandi listi um reyfara.

Skjalasöfn og gamalt efni:

Stundum höfum við notendur sem koma oft á vefinn okkar eða nýja norendur sem hafa áhuga á því sem var á vefnum áður en þeir fundu hann. Þá er ágætt að hafa aðgang að skjalasöfnum mepð efni sem búið er að taka af vefnum.

33. Hafið auðveldan aðgang að öllu sem er áður birt tildæmis síðustu vikur eða mánuð með því að útbúa lista yfir nýlegt efni og að setja nýlegt efni í varanlegt safn.

Ef efni er skipt út af vef tryggið að það séu tenglar á gamla efnið.

Ef efnið er flutt á aðra slóð eftir að því hefur verið skipt út á vefnum , gerið tengil á nýju slóðina svo fólk geti bookmarkað hana.

Tenglar

Tenglar eru augljóslega algengir á heimasíðum en vegna þess að heimasíðurnar eru einskonar dyr að vefnum og haa tilhneigingu til að hafa fleiri tengla en venjulegar síður þarf að fylgja ströngum hönnunarreglum um heimasíðutengla til að tryggja ánægða notendur.

34. Aðgreinið tengla og hafið þa´vel sýnilega. Byrjið þá með orðum sem hafa upplýsingagildi, Notendur skoða fyrstu tvö orðin.

Hafið þá eins sértæka og stutta og mögulegt er og notið orð sem aðgreina þá.

Ef sömu orðin koma fyrir í tenglunum er erfiðara að aðgreina.

Tildæmis:

Toyota nýir bílar
Toyota notaðir bílar
Toyota þjónusta
Toyotaverkstæði
Toyota fyrirtækið
Toyota klúbburinn
Toyota 4x4

35. Ekki nota almennar leiðbeiningar eða stikkorð sem nöfn á tengla einsog smellið hér.

notið frekar texta sem hefur merkingu til að segja notendum hvað gerist ef þeir smella á tengilinn

Þetta auðveldar notendum að aðgreina milli tengla þegar þeir skima síðuna

Í stað þess að segja "smellið hér fyrir notaða bíla", segið bara "notaðir bílar"

36. Ekki nota almenna tengla einsog "meira" við endann á upptalningu. Segið frekar notendum hvað þeir nákvæmlega fá ef þeir smella. "Meiri reyfarar" eða "Öll fréttin"

Almennir "meira" tenglar eru sérstaklega vondir þar sem er mikið af þeim því notendur eiga erfitt með að greina á milli þeirra.

37. Látið liti tenglanna sýna þá tengla sem búið er að skoða og þá sem ekki er búið að skoða.

Best er að nota bláan fyrir óskoðaða tengla og ljósbláan fyrir skoðaða.

Sumir vefir nota grátt fyrir heimsótta tengla en það getur valdið ruglingi vegna þess að mörg forrit nota grátt fyrir skipanir sem ekki er hægt að nota auk þess sem það er erfit að lesa.

eins er vond hugmynd að nota svart fyrir heimsótta tengla þegar textaliturinn er svartur vegna þess að þá getur verið erfitt að finna skoðaða tengla.

38. Ekki nota orðið tengill til að merkja tengil. Sýnið að þetta eru tenglar með því að lita þá blá og undirstrika þá.

Notið aldrei orðið tenglar á efnisflokk. Það er einsog að nota flokkinn "orð" í rituðu máli. Skírið flokkinn eftir því innihaldi sem tengillinn vísar á.

39. Ef tengill gerir eitthvað annað en að vísa á vefsíðu, tildæmis opna pdf skrá, hljóðskrá eða kvikmynd, email eða annað forrit,tryggið að notandinn viti af því.

til eru íkonar fyrir hljóðskrá og kvikmyndir.

Þetta er sérstaklega vont fyrir notendur með slæma tengingu. Ef minni tölvunnar er ekki nægjanlegt getur þetta orðið til þess að hún f´rys. .

Leiðakerfi.

Aðaltilgangur heimasíðu er að auðvelda leiðakerfið annarsstaðar á vefnuim. Það er grundvallaratriði að notendur geti fundið leiðakerfið fyrirhafnarlaust.

Aðgreinið valmöguleikana og hafið skýrt hvað er á bakvið hvern tengil.

Notendur eiga ekki að þurfa að smella á tengil til að gá hvað er á bakvið hann.

Leiðakerfið þarf að gefa til kynna hvað er mikilvægast á vefnum svo notendur fái góða hugmynd um innihald vefsins bara með því að skoða heimasíðuna.

40. Staðsetjið aðalleiðakerfið á áberandi stað , nálægt aðalhluta síðunnar.

Ekki setja láréttan leiðakerfisborða fyrir ofan grafík eða bannera. Notendur hafa tilhneigingu til að taka ekki eftir þessháttar borðum sem staðsettir eru efst á síðu ofan við borðann sem er efst á síðunni. Þetta er kallað borðablinda og það kemur fram í ótölulegum fjölda notendaprófana. Sjá microsoft.com

41. Setjið saman flokka sem eru skyldir eða líkir að innihaldi.

Flokkunin hjálpar notendum að aðgreina efnisflokka innihaldsins sem í boði er. Setjið tildæmis alla framleiðsluþætti saman og á vefverslunum setjið saman innkaupakörfuna, upplýsingar um reikninga og notendaþjónustu. osfrv.

42. Ekki nota tvöfalt leiðakerfi eða marga tengla yfir sama flokkinn.

43. Ekki setja tengil á heimasíðuna sem vísar á heimasíðuna sjálfa.

Ef settur er tengill á lógó á undirsíðum, ekki hafa hann virkann á heimasíðunni sjálfri.

44. Ekki búa til orð fyrir flokka. Flokkarnir þurfa að þekkjast á augabragði og vera aðgreinanlegir hver frá öðrum.
Ef notendur skilja ekki nöfnin geta þeir ekki greint á milli efnisflokkanna.

45. Ef það er innkaupakarfa á vefnum, hafið tengil á hana á heimasíðunni.

Þetta gefur notendum strax færi á að sjá hvað hann hefur valið í körfuna í stað þess að þurfa að ferðast gegnumk ótölulegan fjölda framleiðslusíðna og útfyllingarskjáifjölda til að komast að því.

Þetta á sérstaklega við ef vefurinn geymir upplýsingar um fyrri kaup notenda.

46. Notið tákn og myndir á leiðakerfistengla aðeins ef það hjálpar notandanum að þekkja flokkinn strax.
Ekki nota myndir þegar venjulegur texti greinir sig betur fr+á öðrum tenglum og er augljósari.

Dæmi um nothæfar taknmyndir á tengla er videomyndavél fyrir kvikmyndir og hátalaratákn fyrir hljóðskrár.

Leit


Leitarhnappur er einn af mikilvægustu hnöppunum á heimasíðunni og það er algjörlega bráðnauðsynlegt að notendur finni hann auðveldlega og án fyrirhafnar.

Best er að leitarhnappar séu einfaldir, vel sjáanlegir og hæfilega langir fyrir textann. 47. Notið textaglugga á heimasíðu til leitar í stað þess að beina notendum á sérstakar leitarsíður.

Notendur búast við að að sjá textaglugga og við hliðina á honum hnapp. Ef þeir sjá þetta ekki ganga þeir útfrá því að það sé enginn leitarmöguleiki á vefnum.

48. Textagluggarnga að vera nógu stórir til að notendur geti séð það sem þeir skrifa og leiðrétt það.

25 stafir lágmark, 30 enn betra.

49. Ekki merkja leitarsvæðið með fyrirsögn, notið aðeins „leita“ hnappinn við hliðina á textaglugganum. Þetta er besta leiðin því hún er einföldust.

Setjið leitina efst á síðuna, en undir borða og hausgrafík.

50. Ef nákvæmari leit er notuð hafið einfalda leit á forsíðu með tengil á s+iðu með nákvæmari leit ásamt notkunarleiðbeiningum.

Ef nákvæm leit er lítið notuð á vefnum, ekki bjóða upp á hana með tengli á forsíðunni, bjóðið heldur uppá hana með leitarniðurstöðunum.

51. Leit á heimasíðu á að bjóða upp á leit á öllum vefnum. Ef leitin er þrengd á einhvern hátt, látið notendur vita því þeir gera ráð fyrir að leit skili niðurstöðum af öllum vefnum.

52. Ekki bjóða upp á leit á veraldarvefnum frá heimasíðunni. Notendur nota sína uppáhaldsleitarvél til þess og þetta gerir leitina bara flóknari ogeykur líkur á vandræðum.

Hjáleiðir að upplýsingum og verkfæri

53. Bjóðið notendum upp á beinan aðgang að mikilvægustu upplýsingunum sem hann leitar eftir.

Hjáleiðirnar og verkfærin gefa notandanum kost á að ná í gögnin sem hann leitar að beint af heimasíðunni.
Ef mögulegt er birtið þessi gögn án þess að þurfi að smella neitt. Þannig að heimasíðan birtir upplýsingarnar sem notandann vantar sjálfkrafa.

Dæmi um þetta er dagskrárvefur fyrir sjónvarp sem birtir alltaf dagskrá dagsins í dag eða það sem er í sjónvarpinu akkúrat núna, eða veðurstöðvarvefur sem birtir alltaf veðurspána næsta sólarhrings sjálfkrafa.

Venjuega er þetta aðeins mögulegt ef vefurinn veit hver notandinn er, hann hefur þurft að skrá sig inn á vefinn.
Algengara er að hægt sé að hafa einn smell á svör við spurningum. Það þýðir að notandinn skráir upplýsingar eða spurningar og fær svar á annari síðu.

Dæmi: Bankavefir, íslendingabók osfrv.

54. Ekki nota aðgerðir sem tengjast ekki því sem notandinn kemur á vefinn til að gera.

Stundum eru svona aðgerðir settar upp bara af því að það er hægt, ekki vegna þess að það á við, tildæmis er eingin ástæða fyrir því að setja veðurspá að vef sem selur skó.

55. Ekki setja aðgerðir sem innihalda bráservirkni einsog að geyma í favorites eða búa til default síður.

Grafík og hreyfimyndir.


Þegar grafík er notuð með það fyrir augum að að styðja við efnisinnihald er hægt að auka notkun heimasíðu verulega. Á hinn bóginn getur grafík þyngt hönnunina niður í sjónrænan ósakapnað og hægt á niðurhleðslu síðunnar. Þessvegna er rétt að fara varlega og nota hana sparlega og forvinna hana fyrir vefinn. eins geta hreyfimyndir stutt við efni en er oftast nær betur nýtt fyrir flóknara innihald en birtist á vefsíðum.

56. notið grafík til að sýna raunverulegt innihald en ekki bara til skrauts. notið myndir af þekkjanlegu fólki sem tengist innihaldi vefsins í stað þess að nota model eða safnmyndir. Fólk dregst að myndum en þær geta dregið athyglina frá efnisinnihaldinu.

57. Textið myndir ef merking þeirra er ekki í beinu samhengi við efnið sem þær fylgja.

Ef merking myndar er á einhvern hátt önnur en greinarinnar sem hún fylgir þá ber að texta hana. Til dæmis ef við höfum grein um kvikmyndahátíð og myndin er úr einni mynd hátíðarinnar þá skrifum vip texta við myndina sem greinir frá af hverju hún er og hvernig hún tengist efni greinarinnar.

Á hinn bóginn ef notum mynd á táknrænan hátt til að hjálpa lesendum að átta sig á innihaldi greinarinnar þegar þeir fara yfir síðuna, tildæmis við grein um lyfjanotkun og myndin er af pilluglasi þá þarf ekki að texta hana.

Það er góð regla að texta allar myndir af fólki, það skaðar ekki þann sem þekkir viðkomandi en hjálpar þeim sem tengja ekki andlitið við nafnið.

58. Vinnið myndir og grafík þannig að það sé hægt að sjá hvað er á þeim.

Myndir með miklum smáatriðum skila ekki þeim upply´singum sem þeim er ætlað og verða ruglingslegar.

Það hjálpar sjaldan að minnka myndir, venjulega er betra að skera hana.

59. Forðist bakgrunnsmyndir. Þær trufla lesningu .

Ef slík mynd eða grafík er áhugaverð og kemur málinu við geta notendur ekki séð hana almennilega og ef hún er það ekki á hún hvort eð er ekki heima á vefnum.

60. Ekk nota hreyfimyndir með það eitt að markmiði að draga athygli að einhverju á heimasíðu. Þær eiga sjaldnast heima á vef vegna þess að þær trufla önnur atriði vefsins.

Hreyfimyndir krefjast fullrar athyglu notandans og ættu að birtast einar og sér en vefsíður samanstanda af mörgum atriðum sem krefjast athygli.

Hreyfimyndir geta nýst við að sýna eitthver verkferli eða hvernig að að gera eitthað sem er auðveldara að sýna en að lýsa og það er ekki við hæfi að sýna það á vefsíðu þar sem hreyfimyndin tekur athyglina frá öllum öðrum hlutum síðunnar.

61. Setjið aldrei hreyfingu á miklivæga hluti vefsins, logo upplýsingalínu eða aðalfyrirsögn.

Notendur hafa tilhneigingu tiil að horfa framhjá hreyfimyndum vegna þess að þær líta út eins og auglýsingar auk þess sem það er erfitt að lesa þær.

62. Látið notendur ráða hvort þeir vilja skoða upphafskvikmynd vefsins, láta hana byrja sjálfkrafa.

Ef það kemur fyir gefið þá notandanum á augljósan hátt tækifæri til að stöðva hana.

Grafísk hönnun.

Það truflar notendaviðmótið ef grafísk hönnun er notuð sem útgangspunktur við vefhönnunina frekar en lokaskref í að beina athyglinni að notendavænu gagnvirku viðmóti.

Grafísk hönnun á að hjálpa til við að ljá gagnvirkninni mikilvægisröð með því að draga athyglina að mikilvægustu hlutum síðunnar.

63. Notið leturstærðir, liti og þessháttar sparlega. Yfirhannaður texti getur dregið athyglina frá merkingu orðanna.

Ef texti lítur út eins og grafík geta notendur misst af þeim vegna þess að þeir halda að þetta séu auglýsingar.

64. Notið sterkar andstæður milli leturs og bakgrunns til að gera texta eins læsilegan og mögulegt er.

65. Komist hjá láréttu skruni. Hafið öll element síðunnar innan 800x600px.

66. Mikilvægustu hlutar heimasíðunnar eiga að sjást í einni skjáfylli.

Ef hlutir liggja neðar á síðunni segið þá notandanum frá því.

67. Notið fljótandi glugga. Látið stærð síðunnar fylgja stærð gluggans á brásernum.

68. Farið sparlega með logo. Fyrir utan logo vefsins sjálfs, notið önnur logo aðeins ef notendur vita nákvæmlega hvað þau merkja og þið viljið draga athyglina sérstaklega að þeim.

Mörg fyrirtæki láta teikna sérstök logo fyrir hvert verkefni, notendur ruglast auðveldlega á þeim og auglýsingum.

Viðmótstæki


UI Widgets eins og dropdown menus, felligluggar, vallistar, textabox merkjabox, valhnappar og þessháttar draga athygli notandans að sér. notum þau varlega og aðeins ef þau eru nauðsynleg.

69. Ekki nota viðmótstækin nema að það sé hægt að smella á þau. Til dæmis á punktalistum þurfa punktarnir að vera virkir tenglar eins og textinn við þá.

70. Varist að nota skrifanleg textabox á heimasíðum sérstaklega á efri hlutum síðunnar því notendur hafa tilhneigingu til að rugla þeim saman við leitarvélar.

71. Notið felliglugga varlega, sérstaklega ef þau skýra sig ekki sjálf.

Notendur laðast að þeim og þau eru oft versta lausnin í leiðakerfum.

Ef við höfum fáa valmöguleika í felliglugga er oftast betra að lista þá sérstaklega á heimasíðunni.

Eins ef hlutirnir eru margir í felliglugga er erfitt fyrir notendur að nota þá almennilega og berjast við að aðgreina staka valmöguleika í listanum. Oftast er betra að fara með notandann á sérstaka síðu til að velja, þar sem hægt er að útskýra valmöguleikana betur eða raða þeim upp eftir flokkum.

Gluggaupplýsingar


Hver einasta heimasíða þarf einfaldan, skýran titil. Þó margir notendur taki ekki eftir þessum upplýsingum þá gegna þær mikilvægu hlutverki við röðun valsíðna (bookmarks, favorites) og við að finna síðurnar með leitarvélum.
Bæði valsíðurnar og leitarvélarnar birta titilupplýsingarnar í listum sínum.

72. Byrjið gluggaheitið á orði sem hefur ypplýsingagildi, venjulega fyrirtækjanafnið.

Notendur skima, frekar en að lesa, texta á skjá. Þannig að ef við náum ekki athygli hans með fyrsta orðinu er hætt við að við missum athygli hans.

73. Ekki nota .is í gluggaupplýsingum nema það sé heiti vefsins eins og femin.is, leit.is og amazon.com.

Notendur vita að þeir eru á vefnum svo það er óþarfi að segja þeim það auk þess sem vefurinn er aðeins annað birtingarform sama fyrirtækis á vefnum og þetta býr til óþarfan mun á fyrirtækinu á vefnum og utan hans.

74. Ekki nota orðið heimasíða í titli.

75. Hafið stutta lýsingu á vefnum í titlinum. Þessi lýsing er sérstaklega mikilvæg er vefurinn er ekki vel þekktur svo netendur geti auðveldlega skilið og munað hver er tilgangur vefsins.

Það má nota upplýsingalínuna (Tag Line) af vefnum fyrir þessa lýsingu en aðeins ef hún er stutt og lýsandi á skiljanlegu tungumáli.

76. Ekki nota fleiri en 7-8 orð í gluggaupplýsingar, og færri en 64 stafi.

Lengri titla er erfitt að skima, sérstaklega í valsíðnalistum og birtast heldur ekki almennilega í mörgum forritum.

Slóðir (URL)

Það er mikilvægt að hafa slóðir vefja eins einfaldar og mögulegt er til að auka líkurnar á því að hægt sé að muna þær.

Notendur þurfa ekki aðeins að geta munað slóðir heldur þurfa þær líka að vera þannig að auðvelt sé að giska á þær.

Ef slóðin er einföld sér notandinn fyrr hvort hann er staddur á réttum vef heldur en ef slóðin er flókin og löng.

77. Slóðir heimasíðna eiga ða vera www.fyrirtæki.is. ekki bæta við flóknum kódum og ekki einusinni index.html á eftir nafninu á léninu.

Tryggið að síðan svari bæði fyrirtæki.is og www.fyrirtæki.is78. Notið merkingu landsins í slóðinni (.is).

79. Ef hægt er skráið lénið með öðrum stafsetningarmöguleikum, skammstöfunum og algengum stafsetningarvillum. tildæmis bæði islandssími.is og islandsimi.is.

80. Ef skráð lén eru með mismunandi stafsetningu láti færa notendur á þá útgáfu sem er rétt. Notið þessa réttu stafsetningu allstaðar á vefnum og í öllu kynningarefni.

Fréttir og fréttabréf.


Til að fréttir nái tilgangi sínum þurfa fyrirsagnir og inngangar að vera vel skrifaðir.

Það skiptir ekki máli í því sambandi hvort um er að ræða fréttir af fyrirtækinu eða almennar fréttir á fréttavef. Fyrirsagnir og inngangar eiga að miðla upplýsingum frekar en að hvetja notendur til að smella sér í átt að hinum raunverulegu upplýsingum.

Eins er mikilvægt að hjálpa notendum til að vita hvenær þeir eiga ekki að smella á eitthvað ef þeir hafa ekki áhuga á því. Maður hefur takmarkað ónothæfum smellum áður en hann gefst upp.

81. Fyrirsagnir eiga að vera stuttar en sam lýsandi, þær eiga að miðla upplýsingum í sem fæstum orðum.

„Páfanum batnar“ er fyrirsögn sem hefur meira upplýsingagildi heldur en til dæmis „Læknar upplýsa um líðan páfa,“ sem gefur til kynna efnið í greininni bakvið tengilinn en segir notandanum samt ekki neitt.

Fyrirsagnir eiga að tengjast innganginum sem á eftir fer frekar en greininni allri.

82. Skrifið samantektir á fréttatilkynningum og fréttum sem birt er á vefnum. ekki nota bara fyrstu málsgreinina úr fréttinni, hún var ekki skrifuð til að standa sjálfstæð.

Látið notendur hafa innihald í inngöngum, ekki bara lýsa efninu sem á eftir fer.

„Nægur svefn og tími með ástvinum getur lengt líf okkar um fimm ár, segir landlæknir“ er betri inngangur og hefur meira upplýsingagildi heldur en „Landlæknir segir frá því hvernig við getum lengt líf okkar.“

83. Notið fyrirsagnir frekar en innganga sem tengla.

fyrirsögnin er ekki notuð sem tengill setjið tengil sem á stendur „öll fréttin“ fyrir aftan innganginn.

84. Ef allar fréttir á síðunni hafa gerst á innan við viku er ástæðulaust að dagsetja þær sérstaklega, nema þetta sé stórfrétt sem þarfnast tíðrar uppfærslu.

Dagsetning efst á síðunni er nægjanleg til að notandinn sjái að efnið er nýtt. Hinsvegar er nauðsynlegt að dagsetja síðuna sem inniheldur alla greinina vegna þess að greinar geta fundist með leitarvélum miklu seinna og gamalt efni getur ruglast við nýtt nema það sé kirfilega dagsett. af sömu ástæðu er ekki ráðlegt að dagsetja greinar með orðum einsog „í dag“ eða „í næstu viku.“

Poppupp gluggar og biðsíður.


Almennt séð er best að sýna efni vefsíðu um leið og slóð hennar er slegin inn. Millisíður eru mjög sjaldan nauðsynlegar og halda efnisinnihaldi frá notandanum. Það sem getur verið skemmtilegt í eitt skipt er mjög leiðinlegt í 3ja eða 30asta skiptið. Og það sem verra er að millisíður geta villt um fyrir notandanum þannig að hann þekki ekki hina raunverulegu heimasíðu.

85. Farið með notandann beint á heimasíðuna þegar hann slær inn slóðina.

Splasssíður verða að deyja.

einu undantekningarnar frá þessu er að ef síðan inniheldur efni sem er ekki við hæfi barna eða getur móðgað notendur á einhvern hátt. Þá er við hæfi að setja upp splasssíðu til að vara hann við.

86. Komst hjá poppupp gluggum. Þeir hindra notandann í að komast í efnið á vefnum og þó svona gluggar innihalda mikilvægar upplýsingar eru notendur líklegir til að rugla þeim saman við auglýsingar og loka þeim strax.
Setjið heldur mikilvægar upplýsingar á áberandi stað á heimasíðunni.

annar galli við poppupp glugga er að þegar búið er að loka þeim eru þeir ekki lengur aðgengilegir og notandinn getur ekki fundið upplýsingarnar sem í þeim eru þó að þeir vilji það.

87. ekki nota valsíður þar sem valið er á milli tungumála nema vefurinn sé á mörgum tungumálum og ekkert þeirra sé aðaltungumál hans.

Ef valmöguleikar á tungumálum eru fáir er best að setja tengla á tungumálin frá heimasíðunni sjálfri. Ef vefurinn hefur aðaltungumál með valmöguleikum á mörg önnur er best að fara með notandann með einum tengli á alþjóðlega síðu og láta hann velja sér tungumál þaðan. Best er að nota ekki felliglugga í þessum tilgangivegna þess að það er erfitt fyrir notendur að rata í löngum listum og ekki er hægt að sýna alla valkostina í einu.

Auglýsingar

Aðvörun: Notendur eru orðnir ónæmir fyir auglýsingum. Þeir hafa lært að leiða þær hjá sér. Því miður eru þeir líka orðnir ónæmir fyrir öllu sem líkist auglýsingum eða því efni sem er staðsett nálægt auglýsingum.
Að tapa viðskiptavinum vegna auglýsingaruglings er fljótt að eyða auglýsingapeningunum.

88. Setjið auglýsingar frá öðrum fyrirtækjum utarlega á síðurnar. Setjið aldrei auglýsingu við hliðina á mikilvægu efni.

Setjið aldrei mikilvægt efni fyrir ofan auglýsingaborða vegna þess að notendur þjást af borðablindu og taka ekki eftir efni sem sett er fyrir ofan auglýsingaborða.

89. Hafið auglýsingar frá utanaðkomandi fyrirtækjum eins litlar og lágværar og mögulegt er miðað við aðalefni heimasíðunnar.

Þegar þið notendaprófið vefinn biðjið þá notendurna um að nefna fyrstu þrjá hlutina sem þeir taka eftir á vefnum. Ef einn af þessum þrem hlutum er auglýsing eru þær ogf áberandi.

90. Ef þið setjið auglýsingar annarsstaðar en á borðasvæðið efst á síðunni ,merkið þær sem auglýsingar svo notendur rugli þeim ekki saman við innihald vefsins.

91. Varist að meðhöndla efni einsog auglýsingar. Því meir sem efnið líkist auglýsingum í útliti því meiri líkur eru á því að notandinn lesi það ekki.

Velkomin!

Að bjóða fólk velkomið á heimasíðu eru leifar frá þeim tíma þegar vefir voru svo fáir að það að komast á eina slíka var meiriháttar mál.

92. Ekki bjóða fólk velkomið á heimasíðuna ykkar. Áður en þið eyðið mikilvægu plássi undir það er vert að íhuga að nota plássið fyrir upplýsingalínu í staðinn.

Besta aðferðin við að bjóða fólk velkomið á vefinn er að gefa notendum greinargóða skilgreiningu á því hvað hægt er að gera á vefnum og hvar á að byrja.

Undantekningin frá þessu er að ef vefurinn skráir notendur inn er gott að bjóða notandann velkominn til að láta hann vita að hann er skráður inn.

Bilanir

Ef upp koma vandamál annaðhvort í sambandi við vefinn eða fyrirtækið er gott að láta notendur vita á heimasíðunni og láta þá hafa nægjanlegar upplýsingar um vandamálið.

93. Ef vefurinn er niðri eða mikilvægir hlutar hans virka ekki, látið vita af því á heimasíðunni.

Gerið áætlun um hversu langan tíma það tekur að koma því í lag, ekki bara „reynið aftur síðar“ heldur „við búumst við að viðgerðum verði lokið klukkan 16.00

Gefið notendum möguleika á valkostum eins og til dæmis þjónustusíma.

Hafið skilaboð einsog þessi tilbúin til notkunar í neyðartilfellum.

Ekki bjóða notendum uppá skilaboðin „þessi síða er í vinnslu“ fyrir vefhluta sem eru ókomnir eða eru í endurhönnun.

94. Gerið áætlun um hvernig bregðast skuli við neyðarástandi og ófyrirséðum bilunum.

Þegar neyðarástand kemur upp er ekki tími til að setja upp staðgengilsvef.

Hafið tilbúna síðu sem hefur þann tilgang að láta notendur vita af neyðarástandi.

Þegar neyðarástand kemur upp fjölgar notendum oft verulega vegna þess að svo margir vilja vita hvað er að.

Hafið staðgengilsvefinn léttari, minnni grafík og færri element, einfalt HTML og engin endaforritun.

Kredits.

Notendur koma á vefinn í leit að efni. ekki sóða vefinn út með ónauðsynlegum kreditlistum eða að segja notendum hversu frábær vefurinn sé.

95. ekki sóa plássi undir kredit á leitarvélar, hönnunarfyrirtæki, uppáhaldsbrásera, eða tæknina bakvið vefinn.
Notendum er alveg sama og hver hlutur sem bætt er við flækir heildarmyndina og tekur athygli frá því sem skiptir máli; Innihaldinu.

Ef þetta eru tenglar á aðra vefi getur það orðið til þess að notendur týnast á þessum vefjum meðan þeir eru að leita að einhverju hjá okkur.

Ef vefur er mjög tæknilegur getur verið gott að setja upp tengil undir Um fyrirtækið þar sem farið er yfir hvernig vefurinn virkar og tæknini er beitt.

96. Ekki taka mikið pláss til að segja frá verðlaunum sem vefurinn hefur unnið til . Notendum er yfirleitt alveg sama hvort vefurinn hefur verið valinn heitasta síða dagsins af einhverjum.

Á hinn bóginn geta verðlaun og viðurkenningar frá ábyrgum yfirvöldum aukið á t´ruverðugleika vefsins. Verðlaun og viðurkennigar fyrir framleiðslu eru vænlegri til að auka trúverðugleika heldur en hönnunarverðlaun.

Þannig eru viðurkenningar sem snúa að notandanum hæfar til að minnast á en þær viðurkenningar sem snúa að verkteymi vefsins eiga heima neðarlega undir Um vefinn.

Að hampa verðlaunum frá því í fyrra er ekki til neins annars en að segja að ekkert hafi gerst síðan (nema það sé hluti af kaflanum um sögu fyrirtækisins).

• Til baka

• Til baka á aðalsíðu

 

Athugasemdir: Þessi texti er lausleg endursögn á nokkrum blaðsíðum úr bókinni Homepage Usability eftir Jakob Nielsen. Þetta er eingöngu hugsað sem kennsluefni í Veftækni 105 og 115 í Fjölbrautarskólanum Ármúla og ekki hugsað að neinu leyti til dreifingar eða annarar notkunar enda liggja engin leyfi fyrir um að mega nota þennan texta. Hann er birtur hér fyrst og fremst fyrir nemendur áfanganna til að hafa til hliðsjónar við skil á verkefnum.

Öll önnur notkun er auðvitað með öllu óheimil.