Spurningalisti
fyrir viðskiptavini
Almennar upplýsingar:
1. Nafn fyrirtækis og slóð vefsins.
2. Tengiliðir innan fyrirtækis.
3. Dagsetning opnunar vefsins.
4. Kostnaðaráætlun
Núverandi vefur
1. Er núverandi vefur að miðla jákvæðri
upplifun til notandans. Af hverju eða afhverju ekki.
2. Eru einhverjuir hlutar núverandi vefs að virka. Af hverju?
3. Hvaða þremur hlutum myndir þú breyta á
núverandi vef ef þú gætir?
4. Hefur vefurinn verið notendaprófaður eða eru til
upplýsingar um skoðanir notenda á vefnum? Ef svo er,
hversu gamlar eru þessar upplýsingar?
5. Hversu nauðsynlegt er að halda núverandi útliti
vefsins.
Ástæður endurhönnunar:
1. Hverjar eru meginástæður þess að farið
er út í endurhönnun?
(Breytingar á fyrirtækinu, úreltur vefur, aukin
þjónusta, annar markhópur osfrv...)
2. Hver eru helstu markmið endurhönnunar, bæði í
nánustu framtíð og til langs tíma?
(Aukin sala, markaðssetning/branding, fækka símtölum
viðskiptavina osfrv.)
3. Hvaða vandamál á að leysa með endurhönnuninni
og hvernig á að mæla hvort það hafi tekist?
4. Er einhver áætlun í gangi til að mæta
nýjum viðskiptaáherslum?
Notendur.
1. Lýsið dæmigerðum notanda vefsins. Hversu oft
er hann tengdur og til hvers notar hann Internetið. Hversu gamall
er hann og hvað gerir hann
(Lýsið notandanum eins nákvæmlega og hægt
er, lýsið fleiri en einum ef þarf).
2. Hvert er aðalerindi notandans á vefinn?
(kaupa vöru, gerast félagi, leita upplýsinga osfrv..)
3. Hver er meginástæða þess að viðskiptavinur
velur þína vöru?
4. Hversu margir heimsækja vefinn á á dag, viku
eða mánuði? Hvernig er þetta mælt? Er búist
við aukinni umferð um vefinn eftir endurhönnun?
Upplifun:
1. Notið nokkur lýsingarorð til að lýsa hvernig
notandi á að upplifa nýja vefinn? Er þetta öðruvísi
en upplifunin af núverandi vef?
2. Hvernig upplifa viðskiptavinirnir fyrirtækið? Eiga
þeir að fá sömu upplifun á vefnum?
3. Hvernig aðgreinir fyrirtækið sig frá samkeppnisaðilum,
hvernig aðgreina viðskiptavinir fyrirtækið frá
samkeppnisaðilum. Gerið lista yfir slóðir á
vefi samkeppnisaðilanna.
4. Gerið lista yfir vefi sem ykkur líkar við. Hvað
er það sem ykkur líkar við á þeim.
Innihald:
1. Verður notað sama efni á nýja vefnum og var
á þeim gamla? Hver er ábyrgur fyrir ritstjórn
efnisins? Ef um er að ræða nýtt efni, hvaðan
kemur það, frá innanhússaðilum eða er
það skrifað utanhúss?
2. Hver er meginuppbygging efnisþátta og hvernig er það
skipulagt?
3. Lýsið þeim myndrænu hlutum sem á að
nýta áfram á nýja vefnum s.s. merki, litaskali,
leiðakerfi, nafnareglur osfrv.
4. Að hvaða leyti á innihald nýja vefsins að
vera öðruvísi en þess gamla? Er fyrirliggjandi
veftré af gamla vefnum? Er búið að leggja drög
að veftré fyrir nýja vefinn.?
Tækni:
1. Er einhver sérstök tækni sem er áformað
að nota á vefnum (flash, DHTML, Javascript, RealAudio). Ef
svo er hvaða tilgangi á hún að þjóna
og með hvaða hætti á hún að bæta
upplifun notandans af vefnum.
2. Verður vefurinn gagnagrunnstengdur, með leitarvélum
eða persónutengingu (login)? Eru núþegar einhverjar
þessháttar tengingar til staðar. Lýsið nákvæmlega
hverskonar tækni er um að ræða, forritum og tæknibúnaði.
3. Verður gert ráð fyrir sölukerfi á vefnum?
Er núþegar í gangi sölukerfi á vefnum?
Lýsið því nákvæmlega.
4. Er gert ráð fyrir einhverri annarskonar forritun á
vefnum?
Kynning/uppfærslur
1. Með hvaða hætti finna núverandi notendur vefsins
hann? Hvaða aðferðir eru notaðar innan fyrirtækisins
til að dreifa slóðinn á vefinn?
2. Hver eru í stuttu máli skammtímamarkmið
fyrirtækisins í markaðssetningu?
3. Er núþegar í gangi markaðssetningaráætlun
til að kynna nýjan vef? Ef svo er lýsið henni.
4. Eru áætlanir í gangi um uppfærslur á
vefnum, ef svo er, hversu oft? Hver er ábyrgur fyrir uppfærslum
og nýju efni?
Viðbótarupplýsingar:
Notið eins mikið pláss og þarf.
• Til baka
• Til baka á aðalsíðu
Athugasemdir:
Þessi
texti er lausleg endursögn á nokkrum blaðsíðum
úr bókinni WebRedesign/Workflow that works eftir Kelly
Goto og Emily Cotler. Þetta er eingöngu hugsað sem kennsluefni
í Veftækni 105 og 115 í Fjölbrautarskólanum
Ármúla og ekki hugsað að neinu leyti til dreifingar
eða annarar notkunar enda liggja engin leyfi fyrir um að mega
nota þennan texta. Hann er birtur hér fyrst og fremst fyrir
nemendur áfanganna til að hafa til hliðsjónar
við skil á verkefnum.
Öll
önnur notkun er auðvitað með öllu óheimil.