Verkefni haustönn 2007:
03. Textagerð01; sameining orkufyrirtækja og borgarstjórn Reykjavíkur
Takið saman frétt eða grein um atburðina kringum sameiningu orkufyrirtækja og áhrif þeirra á meirihluta borgarstjórnar Reykjavíkur.
Leitið heimilda í dagblöðum og fréttavefjum.
Fylgist með fréttum í útvarpi og sjónvarpi.
Rekið atburðarásina fram til dagsins í dag.
Greinið aðalatriði málsins og forgangsraðið upplýsingum.
Skrifið aðalfyrirsögn, undirfyrirsögn og inngang.
Notið aðferðina að byrja á aðalatriðum málsins og skrifið meginmál textans í sjálfstæðum bútum með millifyrirsögnum.
Hafið greinina 3500-4000 slög með bilum að lengd.
Setjið verkefnið upp á verkefnavef ykkar og sendið póst á bjorgvin@fa.is þegar verkefnið er komið upp á vefinn.
Til baka í verkefni
Til baka á aðalsíðu