v/Snartarstaði

67l Kópasker

Sími 465-2171

Bangsasögur frá Kópaskersdeildinni.
 

Einu sinni var bangsi sem hét Sigga. Hún átti fullt af vinum og hún hitti ljón og það beit hana í annan fótinn og svo fór hún að gráta og svo kom mamma hennar og gaf henni kakó og huggaði hana og setti krem á sárið. Endir.

Einu sinni var bangsi sem hét lundi og hann kom frá Vestmannaeyjum og fór á ættamót og það var gaman og þá fór hann til kópaskers og fór til allra bangsanna og svo voru allir vinir og svo var partí og svo kom api og slökkti á tækinu og svo fóru allir að sofa. Endir.

Einu sinni var bangsi sem hét slaufi og því að hann var alltaf með slaufuna sína. Hann svaf meira að segja með slaufuna. Slaufi átti heima í kofa í skóginum með mömmu, pabba og systkinum sínum. Slaufi sá galdranorn. Galdranornin breytti slaufa í litla mús. Músin var í Kúbu. Mamma Slaufa var líka göldrótt og breyti slaufa aftur í bangsa. Þau fóru aftur heim í kofann sinn. Öll bangsafjölskyldan fékk sér kakó og kökur.

Bangsasaga. Einu sinni var bangsi sem var aleinn og honum leiddist. Hann fór út og spurði alla bangsanna sem voru úti hvort að þeir gætu leikið. Allir sögðu að þeir vildu ekki leika við svona leiðinlegan strák. Svo meiddist einn þeirra og þá spurði hann getið þið hjálpað mér og þá sagði bangsinn ég skal hjálpa og svo gat hann losað þetta þá ætluðu allir að leika við bangsa. Endir.

Einu sinni var bangsi sem hét Lúlli. Hann átti heima hjá fullt af öðrum bangsabörnum í litlum bangsahelli. Lúlli fór einu sinni til Egyptalands. Þar hitti hann galdramann. Galdramaðurinn breytti honum í lítinn frosk. Lúlli bangsafroskur vildi ekki vera í Egyptalandi. Hann hitti annan galdramann sem breytti honum aftur í bangsa. Lúlli varð glaður og fór aftur heim til Íslands og sagði öllum í fjölskyldunni frá ævintýrinu. Endir.

Einu sinni var bangsastelpa sem hét Lísa. Hún fór að leita að einhverjum til að leika við. Svo datt hún í svínastíu. Þá komu allir og fóru að hlæja. Þá sagði einn “ er ekki ljótt að hlæja að öðrum?” Hann hjálpaði Lísu upp og allir hinir komu og sögðu fyrirgefðu. Endir.

Boli minn. Ég fór einu sinni til Spánar. Ég fór þrisvar í Tívolí og einu sinni vann frændi minn bangsa handa mér. Hann heitir boli og er bolabítur. Hann er flottur. Hann er uppáhaldsbangsinn minn. Hann fékk að sitja hjá mér í flugvélinni á leiðinni heim. Hann er býsna stór en samt ekki eins og fullvaxinn bolabítur. Endir.

Einu sinni var hundur. Hann átti engan vin. Hann var að leita að vini til að leika við svo hitti hann ísbjörn og spurði hann hvort hann gæti leikið. Já sagði ísbjörninn. Hundurinn spurði hvað hann heiti. Ég heiti Snúður en hvað heitir þú spurði Snúður. Ég heiti Lappi. Þeir voru ornir mjög góðir vinir. Svo fóru þeir að leika sér. Mamma Lappa sagði það er kominn matur. Ég verð að fara að borða sagði Lappi. Villtu þú koma líka? Já Já. Komdu þá. Svo fóru þeir að sofa. Endir.

Einu sinni var bangsi. Hann ætlaði að fara út að leika sér. Hann fór út á róló. Þar voru þrír litlir bangsar. Hann spurði þá hvort þeir gætu leikið. Þeir léku sér saman úti á róló. Síðan fóru þeir í feluleik og bangsinn var hann. Hann fann einn af böngsunum. Bangsinn var á bak við hól. Bangsinn fór svo heim og hélt partý. Þeir hlustuðu á ABBA og fengu kók og nammi. Þá kom bangsamamma og slökkti á tækinu, gekk frá gosinu og namminu. Svo þreif hún og sagði litlu böngsunum að fara að sofa. Endir


 
Gegnir.is