v/Snartarstaði

67l Kópasker

Sími 465-2171

Bangsasögur frá Lundardeild.

Einu sinni voru tveir bangsa. Einn hét Balli og hinn Kalli. Balli bjó í borginni en Kalli á sveitarbæ. Sveitarbærinn bar fyrir neðan fjall sem stóð stutt frá borginni. Einn góðan verður dag ákváðu þeir að fara í göngu. Þeir ætluðu að labba upp á tind fjallsins og niður hinu megin. Þar ætluðu þeir að gista og næsta dag ætluðu þeir að labba til baka. Svo lögðu þeir af stað í hina miklu ferð. Þegar þeir voru búnir að labba upp í miðja fjallhliðina var Balli orðin þreyttur og sagði eigum við ekki að stoppa hér ég er svo þreyttur. Þar stoppuðu þeir og fengu sér svolítið af nestinu. Svo heldu þeir af stað. Þeir voru báðir breyttir þegar þeir komu upp á topp. Hvíldu sig og orðuðu svolítið nesti og héldu svo áfram. Þeim fannst mikið léttara að labba niður og miklu fljótlegra. Meðan Balli tjaldaði leitaði Kalli að eldivið fyrir varðeld. Þegar allt var búið hjá Balla fór hann að hugsa um það hvar Kalli gæti verið. Honum fannst hann svo lengi. Hann kallaði Kalli! Kalli! En fékk ekkert svar, þá varð hann áhyggjufullur hvað hefur komið fyrir. Balli tók smá nesti ásamt kíki,vasaljósi og teppi, og lagði af stað að leita að Kalla. Hann leitaði og kallaði langt fram á kvöld. Það var mikið af skógi þarna. Balli þurfti að hætta að leita svo hann villtist ekki líka í skóginum. Hann fór að tjöldunum, borðaði smá og fór að sofa. Næsta morgun vaknaði hann við eitthvað þrusk fyrir utan, hann leit út, fyrir utan stór þvottabjörn og var að róta í matnum. Balli fór út og rak hann burt. Balli fékk sér morgunmat og hélt svo leitinni áfram. Er hann hafði gengið langt inn í skóginn, lengra en í gærkvöldi sá hann kofa inn í skóginum, hann hefði ekki þorað nær ef Kalli hefði ekki staðið í dyrunum. Balli hljóp til Kalla. Kalli sagði Balla frá öllu sem gerðist, að hann hafi villst og séð bæinn og fékk að gista þar um nóttina. Hjónin sem bjuggu þarna höfðu gefið honum að borða. Svo kvöddu þeir hjónin og héldu svo heim á leið. Endir. (356 orð.)

Furðubangsinn. Eina nóttina kom bangsi litli til mín það þar dimmt og ég vaknaði og ég heyrði óhljóð. Bank darrr... og skyndilega var hljót ég ætlaði að fara að athuga hvað þetta væri og svo fór ég út í eldhús. Það var ekkert þar nema hundurinn minn var bara þar og ég skammaði hann. Og þegar ég kom aftur inn voru allir bangsarnir mínir að tala saman og ég öskraði AAAA og ég öskraði svo hátt að ég vakti mömmu og pabba og þau komu inn og þau sögðu “Hvað er að”. Tuskudýrin þau eru lifandi! Ha nei sjáðu bara þau eru ekki lifandi, farðu bara aftur að sofa, eigum við. Hún heyrði eitthvað – þetta voru bangsarnir ég hrökk upp og sagði hverjir eru þið. Blikblik bangsarnir sögðu “veistu það ekki” Nei, á afsakið sagði bangsinn ég heiti Kúri – Ha heitirðu Kúri og ég heiti.. ég veit hvað þú heitir, þú heitir Lili – Ha hvernig veistu það – ég keypti þig ó ég vissi það ekki, nú það er skrítið – fyrirgefðu en við erum galdrabangsar – Ha ég heyrði ekki VIÐ ERUM GALDRABANGSAR – búkblik – ókai já ég skil en komið með mér í skólann á morgun. Mamma getur fundir ykkur – Ókei við komum með þér en þið verðið að vera í töskunni – Ókei ég er að alveg uppgefin – jæja nú skulum við fara að sofa góða nótt. SSSSjú. Jæja nú skulum við fara í skólann, vakana svo var skólinn búin og þá var ég alveg uppgefin. Nú voru liðin nokkur ár og hún var orðin 14 ára og þegar hún var búin í skólanum þá sögðu þeir við verðum að fara núna , allt í lagi bíðið það var gaman að kynnast ykkur, vert sæl, bæ og þá voru þeir falli eins og alltaf. Bæ bæ. Endir. 295 orð.

Bangsarnir þrír. Einu sinni voru þrír litlir bangsar með ljóni. Þeir hétu Lalli, Nonni og Palli og ljónið hét Tíkí. Og þeir voru í stríði við hermenn af því að þeir voru að reyna að ná kastalanum sínum af böngsunum og ljóninu. Hermennirnir voru í rauðum búningum og svo voru aðrir hermenn í bláum búningi. Hermennirnir unnu sem voru í bláu búningum, rauðu hermennirnir töpuðu. Það endaði þannig að bangsarnir þorðu ekki að fara í kastalann og nenntu því ekki heldur. Endir.

Bangsaprinsessu stelpan. Einu sinni var bangsaprinsessu stelpa. Hún hét María Dís. Pabbi hennar leyfði henni að fara út í skóg og þá kom ljón og beit hana. Og það blæddi úr henni. Bangsapabbi Pétur kom og bjargaði bangsaprinsessu stelpunni sinni. Endir.

Björninn datt. Einu sinni fyrir langa langa löngu var einn björn að leita sér að mat og hann fann lítinn hjartaunga sem var villtur sem fann hvergi mömmu sína eða pabba sinn. Og hann kom og tók sprett björninn Svo stökk hann beint á hjartarungann og hann rann niður á klettabrún með hjartarungann. Og einmitt þegar að hann ætlaði að fá sér einn fyrsta bitann þá kom annar björn út úr skóginum og þá fóru birnirnir tveir að slást. Þeir börðust lengi lengi um það hver ætti að fá hjartarungann, þá datt annar björninn niður á klettasyllu, þá fór hinn og kláraði hjörtinn. Endir.

Einu sinni var bangsi sem hét Björn. Hann átti vin sem hét Róbert og þeir lenda í ýmsum ævintýrum. Þeir búa hlið við hlið í regnskóginum. Einn góðan veðurdag fóru þeir félagar í göngutúr en þegar þeir voru að labba og þeir sáum ekki holuna fyrir framan sig og þeir duttu báðir í holuna og duttu ofaní gjótu og það var dimmt ofaní en Róbert var með vasaljós og kveikti á því þeir reyndu að komast upp en gátu það ekki því að þetta var svo þröngt. Róbert reyndi að finna útgönguleið. Þegar þeir voru búnir að labba smá spöl duttu þeir aftur lengra ofaní jörðina og þeir voru svo óheppnir að þeir höfðu ekki neitt með sér nema vasaljós en ekki reipi til þess að komast upp. Þeir duttu lengra, lengra og lengra þangað til þeir voru komnir til Kína. Þar voru þeir ringlaðir og skildu ekki neitt í Kína svo duttu þeir aftur og þeir þutu í regnskóginn og þeir hoppuðu og skoppuðu og sögðu veru erum komin heim við erum komin heim og voru ánægðir á ný. Endir.

Bangsafjölskyldan. Einu sinni voru fjórir bangsar, þeir hétu pabbi bangsi, mamma bangsi og húnarnir þeirra, en þeir hétu Kristófer og Arnþrúður. Þau bjuggu í helli í dimmum töfraskógi. Í töfraskóginum voru önnur dýr, allskonar fuglar, fýlar og apar og mörg dýr og birnir voru að leita að mat og birnir litlu voru að keika. Endir.

Dýrin bjarga öllu. Einu sinni var lítill og loðinn bangsi sem var í hellinum sínum og var sofandi í rúmi og þá kom fíll og sparkaði steini fyrir hellismunnann og foreldrar hans voru ekki heima og þá var hann í vanda staddur en þá komu foreldrar og náðu að opna dyrnar á augabragði. Svo urðu allir vinir. Endir.

Einn góðan veðurdag var Róbert bangsi að fara út í skóg að hitta vin sinn hann var rétt búin að flytja þannig að hann vissi ekki alveg hvar hann átti heima. Hann vissi ekkert í hvaða átt hann átti að fara hann var orðin rammvilltur. Það var komið kvöld og þegar hann vaknaði var hann kominn í risa stóra höll. Kínverski kóngurinn hann KíKí, hann spurði hvort hann vildi ekki vera með á dansleiknum í kvöld. Júhú það vil ég sko. Hann fór inní búningsherbergið. Það voru yfir þúsund búningar. Hann valdi fallegustu kápuna sem til var og það voru svo margir sem voru hrifnir af honum í þessu að hann fékk að giftast prinsessunni Rúllugardína. Endir.


Gegnir.is