Hvernig teina á upp gjörð |
Það er ekki flókið að teina upp gjarðir. Best
er að verða sér út um bókina The Bicycle Wheel
eftir Jobst Brandt.
Ef finna þarf rétta lengd teima er mögulegt að fara á vefsíðu DT-Swiss og velja þar vefreiknistokk sem finnur nákvæmlega réttu lengd teina hvort sem þú villt beinteina eða þríkrossa teinana í gjörðini. Þú getur lika sótt þitt eigið forrit á Machinehead Software.co.uk Ýmislegt tæknilegt efni má svo finna um reiðhjólagjarðir á vefnum |
|
Viðhald og viðgerð reiðhjóla |
Það hefur sumum þótt flókið að gera við
hjólið sitt. Síðustu ár hefur þó allt almennt viðhald orðið einfaldara. Á
flestum betri reiðhjólum í dag er hægt að leysa og herða svo til hverja
skrúfu með einum sexkanti. Á vefnum má nú finna notadrjúgar vefsíður um viðhald reiðhjóla. Verkfæraframleiðandinn Park tool býður upp á mikið úrval verkfæra sem fást í öllum betri hjólaverslunum. Park tool gefur lika út bók sem kaupa má netverslun Amazon |
|
Rétt stærð og stilling á fjallahjóli |
Færð þú bakverk, hálsríg eða verk í hnéin
þegar þú ferð að hjóla. Þá ættir þú að lita á þetta og athuga hvort
eitthvað megi
stilla eða breyta á fjallahjólinu. Dr. Andy Pruitt hefur nokkuð
góða reynslu af því hvernig hjólin eiga að vera. Má lesa um það bæði
hér og
hér.
Besta vefsíðan er hinsvegar
bikefitting.com Athugið að á sömu vefsíðu til vinstri er að finna ýmiskonar upplýsingar um viðgerðir og viðhald reiðhjóla. Lennard Zinn telur flest reiðhjól í dag vitlauts hönnuð. Ekki að furða, því lestir framleiðendur hugsa fyrst og fremst um að koma sem flestum hjólum fyrir flutningsgáma, sem oftast nær bitnar á hönnun reiðhjólsins og gæðum þess |
|
Reiðhjólakeðjan. nýtni, ending og viðhald. |
Johns Hopkins University hefur komist að
því að reiðhjóladrifið (keðja milli
tveggja tannhjóla) hefur allt að 98,6% nýtni. En til
þess að þessi mikla nýtni náist
verður keðjan að vera hrein
og búnaður óslitinn. Sheldon Brown heldur úti vefsíðu sem hefur að geyma nytsamar upplýsingar um keðjuna og slit á henni. Park Tool framleiðir verkfæri til að vinna á keðjum. Á vefsíðu fyrirtækisins er að finna allt um það hvernig sinna á keðjum og hvernig nota á verkfærin. Hver er munurinn á Shimano IG og HG keðjunum? Þarf reglulega að fylgjast með keðjunni? Hvernig á að smyrja hana? Mtbr.com hýsir umsagnir almennra notenda á flestum gerðir keðja. Athugið samt að í flestum tilfellum eru það ekki vísindalegar umsagnir. Cambria Bicycle Outfitters er ein besta netverslunin á inernetinu í dag. Þar eru til sölu flestar gerðir keðja með nytsömum upplýsingum t.d. um mismunandi breidd þeirra. |
![]() |
Ljósabúnaður reiðhjóla....og örlítil rafmagnsfræði tengt þeim. |
Í
Hjólhestinum fréttabréfi ÍFHK
2. tbl. 12. árgangi (2003) birtist
ljósagrein. (IS) Hér eru svo
sömu ljós prófuð af Cycling News |
![]() |
Þar sem ásrafalar er nýjung hér á landi ætti fólk
endilega að kynna sér þá ferkar. |
http://www.nabendynamo.de/ Heimasíða Schmidt ásrafalsins Er
hann sá besti sem völ er á. (DE/GB) http://zzing.de/ framleiðir hleðslugræju svo hlaða megi ýmis raftæki með nafrafölum. |
|
Ljós er ekki bara ljós. Bak við hverja hönnun er einhver hugsun. Sum eru orðin svo flókin að það er bæði hugbúnaður og örgjörvi sem stjórna hleðslu og afhleðslu rafhlaða svo eitthvað sé nefnt. Ef þig vantar frekari svör við spurningum ættir þú að lita á eftirtaldar síður: |
www.fan.nb.ca/~aa126/bikecurrent-FAQ.html Góð vefsíða.Spurningar og svör
við tæknilegu málefni (GB) |
|