Æviágrip Bækur Books Curriculum Vitae Fréttir/News

 

    Velkomin(n) á heimasíðuna mína!

Hér er að finna yfirlit um bækur og önnur ritverk sem hafa verið gefin út eftir mig.

Welcome to my home page!

Here you can find information about books and other works of mine that have been published.

Nýtt 2006

Fjórar fyrstu bækurnar um Snuðru og Tuðru endurútgefnar

Bækurnar Snuðra og Tuðra verða vinir, Snuðra og Tuðra í búðarferð, Snuðra og Tuðra fara í strætó og Snuðra og Tuðra í miðbænum hafa allar verið endurútgefnar með nýjum teikningum. Það er Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir sem sýnir okkur þessar nýju Snuðru og Tuðru sem eru afar líflegar.

 

Jólasveinarnir á hljóðbók

Bókaútgáfan Dimma hefur gefið hina sígildu bók um Jólasveinana út á hljóðbók. Höfundur les. Bókin er fáanleg í öllum helstu bókabúðum og einnig á vef Dimmu, www.dimma.is.

 

Nýtt 2005

Drekasaga á hljóðbók

Drekasaga og framhald hennar, Leitin að gleðinni, hefur verið gefin út á hljóðbók af Bókaútgáfunni Dimmu. Leitin að gleðinni hefur aldrei verið gefin út áður svo að þarna er um nýtt efni að ræða fyrir börn.

Nýtt 2004

Galdur Vísdómsbókarinnar

Gagnrýni:

"Þessi bók gjörsamlega heillaði mig þannig að ég gat varla hætt að lesa.
Það eru fáar íslenskar bækur sem eru jafn vel skrifaðar svo að þessi á skilið að ganga vel.
Þessi bók er fyrir alla krakka 8 - 99 ára!" Þrúður Guðmundsdóttir á Kistan.is

"Í heildina er hér hið ágætasta ævintýri á ferðinni, hæfilega exótískt og hæfilega kunnuglegt líka." Úlfhildur Dagsdóttir á Bókmenntir.is

Soffía Auður Birgisdóttir ritar gagnrýni í Morgunblaðið 4. des. 2004. Þar segir meðal annars: "Hér er á ferðinni saga þar sem allir þættir sígildra ævintýra koma saman: Sagnafléttan snýst um átök góðs og ills..." Og Soffía Auður telur að ungir lesendur muni heillast af sögunni: "Mér segir svo hugur að þeir muni heillast af frásögninni sem er vel skrifuð, fjölbreytileg, rík af spennu og endar vel."

Galdur Vísdómsbókarinnar er spennandi saga sem gerist fyrir 1000 árum eða svo. Í henni leitar kappinn Hrólfur Vísdómsbókarinnar til að geta kveðið niður forna afturgöngu sem ógnar Humlabyggð. Þetta er mikil háskaför meðal annars á slóðir sjóræningja en heima bíður unnustan, Silkisif. Bókin er skrifuð undir áhrifum frá hinum skemmtilega ævintýraheimi í Fornaldarsögum Norðurlanda. 

Snuðra og Tuðra laga til 
í herberginu sínu

 

Systurnar Snuðra og Tuðra deyja ekki ráðalausar frekar en fyrri daginn þegar þær þurfa að taka til í herberginu sínu, þær blása á það! Enn ein meinfyndin bók um tiktúrur sem allir foreldrar þekkja og samanburð sem fær öll börn til að ljóma. 

 

Hljóðsnælda með Snuðru og Tuðru, 12 sögur 

Útgáfufyrirtækið Dimma  hefur gefið út tólf Snuðru og Tuðru sögur á hljóðsnældu. Þarna eru bæði gamlar og nýjar sögur og ein óbirt.  Þetta er kjörin gjöf fyrir aðdáendur þeirra systra sem ekki hafa náð hraða í lestri ennþá. Fæst í bókabúðum og á vef Dimmu.

 

 

Aðrar bækur    Books

Hit Counter