Dansk Svenska English Barðsneshlaup á Facebook @ infó   s&s  
Aftur á forsíðu.
Vertu með í Barðsneshlaupi!
... BARÐSNESHLAUP
... HELLISFJARÐARHLAUP
... SKRÁNING
... BESTU TÍIMAR
... FRÉTTIR
... SÖGUR
... UMSAGNIR
... AÐSTANDENDUR
... SPURT & SVARAÐ
... MYNDIR
... VÍDJÓ
... PODCAST
BARÐSNESBÍÓ
Smelltu til að horfa á viðtal
Viðtal við Þorberg Barðsneskóng
STYRKTARAÐILAR
Fjölmargir koma að skipulagningu Barðsneshlaupsins. Hér eru nefndir helstu styrktaraðilarnir:
Íslandsbanki
Rúmfatalagerinn
SÚN Fjarðasport
Neistaflug
Ölgerðin
Björgunarsveitin Gerpir
Hlaup.is
Sundlaugin í Neskaupstað
SAGAN


Byggð um Suðurbæi, Viðfjörð og Hellisfjörð fór í eyði fyrir og um 1955. Bæjaröðin er þessi: Barðsnes, Gerði (Barðsnesgerði), Gerðisstekkur, Stuðlar, Borg, Viðfjörður, Hellisfjörður og Sveinsstaðir í Hellisfirði og liggur hlaupaleiðin um tún flestra eyðibýlanna.

Í Viðfirði var áður höfuðból og mjög reimt. Þar stendur reisulegur bær frá 1938 sem Guðjón Samúelsson arkitekt teiknaði. Þjóðleiðin til Neskaupstaðar lá yfir Dys og út í Viðfjörð til 1949 en þá var lagður vegur yfir Oddsskarð. Voru bílar og farþegar ferjaðir með bát frá Viðfirði til Neskaupstaðar.
Gagnlegar ferðaupplýsingar

Gisting
Tjaldsvæðið Neskaupstað er innarlega í Norðfirði við bæinn Hof. Þar eru salerni og sturtur.

Egilsbraut 1
740 Neskaupstað
s. 470-9000
fjardabyggd@fjardabyggd.is


Hótel Capitano í Neskaupstað býður hlaupurum í Barðsneshlaupi upp á sérstakan og veglegan afslátt af gistingu (öll herbergi eru með baði):

1 manns herbergi kr. 4.500 með morgunverði
2ja manna herbergi kr. 9.000 með morgunverði

HÓTEL CAPITANO Hótelið er vel staðsett við gömlu netagerðina.

Capitano er 11 herbergja hótel í gömlu tvílyftu timburhúsi sem hefur í um eina öld hýst margs konar starfsemi. Þar hefur verið verkaður saltfiskur, þar var kaupfélag um áratugaskeið, bensín- og olíusala, söluskáli og myndbandaleiga og þarna var sláturhús um fimmtíu ára skeið.

Húsið hefur nú gengið í endurnýjun lífdaga. Allt verið endurnýjað, breytt og bætt. Herbergin eru á efri hæð og öll með baði og salerni. Á fyrstu hæðinni er móttaka, setustofa og bar, en einnig vinsæll tælenskur veitingastaður. Netsamband er víðast hvar í húsinu. Næg bílastæði eru við hótelið og stuttur gangur í allt, t.a.m. sundlaugina og Olís, þar rútan upp á Egilsstaðaflugvöll stoppar.

Hótel Capitano
Hafnarbraut 50
740 Neskaupstað
s. 477 1800
island@islandia.is

Sundlaug Neskaupstaðar
Miðstræti 15
740 Neskaupstað

Neskaupstaður
Neskaupstaður er einn stærsti þéttbýlisstaður á Austurlandi og stendur við Norðfjörð, en Norðfjörður gengur ásamt Hellisfirði og Viðfirði inn úr Norðfjarðarflóa.

Árið 1895 fékk verslunarstaður í landi Ness löggildingu, en árið 1905 urðu tímamót í atvinnumálum á Norðfirði þegar fyrstu vélbátarnir voru keyptir þangað. Neskaupstaður fékk kaupstaðaréttindi 1929 en þá voru íbúarnir 1103 að tölu. Í Heimsstyrjöldinni síðari kom annað framfaraskeið en þá var nánast allur fiskur fluttur óunninn til Englands. Gott verð fékkst fyrir fiskinn en siglingarnar út til Englands voru hins vegar hættulegar eins og dæmin sanna.

Síldarvinnslan var stofnuð 1957 í upphafi „síldarævintýrisins“ en það er langstærsta fyrirtækið á staðnum í dag og jafnframt eitt stærsta útgerðar- og fiskvinnslufyrirtæki landsins. Fjórðungssjúkrahús Austurlands er staðsett í Neskaupstað en af öðrum stofnunum m. a. má nefna Verkmenntaskóla Austurlands, Náttúrustofu Austurlands og Náttúrugripasafn Austurlands.

Samgöngur á landi voru löngum erfiðar við Neskaupstað en 1977 voru opnuð jarðgöng undir Oddskarð og varð þá mikil bót á. Við Oddskarð er miðstöð vetraríþrótta fyrir nágrannabyggðarlögin.

Fólkvangurinn Hagi var sá fyrsti á landinu, friðaður árið 1971. Um neðri hluta hans, Hagann, er skemmtileg gönguleið með sjónum út í Páskahelli, hvelfingu við sjávarborð. Í hvelfingunni eru holur eftir 10-12 milljón ára gömul gildaxin tré. Eyðibyggðir milli Eskifjarðar og Neskaupstaðar eru draumaland göngumannsins og þeir sem ekki hafa ástæður eða tíma til gönguferða, geta siglt þangað með skemmtisnekkju. Um fjallaskörð, dali og meðfram sjó liggja ótal gönguleiðir um garða forfeðranna og um fagurt og svipmikið land. Leiðirnar eru að hluta til merktar.

Upplýsingamiðstöð ferðamanna er í Nesbæ. Tjaldsvæði er innarlega í firðinum. Golfvöllur og sundlaug eru í Neskaupstað og veiðileyfi í Norðfjarðará eru seld í Tröllanausti.

Fjallið Nípa er yst á snarbröttum fjallaskaga norðan Norðfjarðar og er Nípukollur hæstur (819 metrar). Fræg eru svonefnd Nípukollsveður, norðaustan stórviðri, er vindur stendur af fjallinu niður 800m snarbratta hlíðina. Nípa er talin eitt sæbrattasta fjall á Íslandi. Neðanvert í henni er eitt hæsta standberg á landinu upp af Hundsvík og Nípustapa.
TÍMARNIR
Tímar í Barðsnes- og Hellisfjarðar-
hlaupi 2001 til 2012:
BARDSNES OFF ROAD RUN
The Bardsnes off road run is an annual 27 km adventure race in East-Iceland, held in and around the town of Neskaup-stadur the first Saturday in August. Read more
FRÉTTIR
7. ágúst 2007
Nýtt met í Barðsneshlaupi:
tvegga stunda múrinn hruninn!

Barðsneshlaup og Hellisfjarðarhlaup voru hlaupin laugardaginn 4. ágúst s.l. í mildu veðri. Aldrei áður hafa jafn margir tekið þátt; 28 hlauparar voru skráðir í og luku Barðsneshlaupi; 13 hlauparar í Hellisfjarðarhlaup. Tólf hlupu Barðsnes undir þremur tímum. Meira
SÖGUR ÚR HLAUPINU
„Sjö km inn í Viðfjörð, sex inn í Hellisfjörð, þó nokkrir km upp Götuhjallann og þaðan hellingur í bæinn. Svona skiptir maður leiðinni upp og reynir að áætla hversu hratt megi hlaupa svo maður drífi alla leið.“ Lesa
UMSAGNIR
„Það voru þreyttir en ánægðir menn sem báru saman bækur sínar í heitu pottunum að hlaupi loknu. Var það almennur rómur okkar, sem vorum að þreyta þetta hlaup í fyrsta sinni, að þetta væri eitthvert skemmtilegasta og fjölbreyttasta hlaup sem við hefðum tekið þátt í.“ Meira

eXTReMe Tracker
HAGNÝTAR UPPLÝSINGAR


Gisting Tvö hótel eru í Neskaupstað, en einnig ókeypis tjaldsvæði með ágætri þjónustu. Hótel Capitano býður Barðsneshlaupurum sérstakan afslátt af gistingu. Meira
Vefhönnun & umsjón: MÍNERVA - miðlun og útgáfa | vefstjóri: kristinn@minervamidlun.is
Vertu vinur! Vertu vinur Barðsneshlaupsins á Facebook