Dansk Svenska English Barðsneshlaup á Facebook @ infó   s&s  
Aftur á forsíðu.
Vertu með í Barðsneshlaupi!
... BARÐSNESHLAUP
... HELLISFJARÐARHLAUP
... SKRÁNING
... BESTU TÍIMAR
... FRÉTTIR
... SÖGUR
... UMSAGNIR
... AÐSTANDENDUR
... SPURT & SVARAÐ
... MYNDIR
... VÍDJÓ
... PODCAST
BARÐSNESBÍÓ
Smelltu til að horfa á viðtal
Viðtal við Þorberg Barðsneskóng
STYRKTARAÐILAR
Fjölmargir koma að skipulagningu Barðsneshlaupsins. Hér eru nefndir helstu styrktaraðilarnir:
Íslandsbanki
Rúmfatalagerinn
SÚN Fjarðasport
Neistaflug
Ölgerðin
Björgunarsveitin Gerpir
Hlaup.is
Sundlaugin í Neskaupstað
SAGAN


Byggð um Suðurbæi, Viðfjörð og Hellisfjörð fór í eyði fyrir og um 1955. Bæjaröðin er þessi: Barðsnes, Gerði (Barðsnesgerði), Gerðisstekkur, Stuðlar, Borg, Viðfjörður, Hellisfjörður og Sveinsstaðir í Hellisfirði og liggur hlaupaleiðin um tún flestra eyðibýlanna.

Í Viðfirði var áður höfuðból og mjög reimt. Þar stendur reisulegur bær frá 1938 sem Guðjón Samúelsson arkitekt teiknaði. Þjóðleiðin til Neskaupstaðar lá yfir Dys og út í Viðfjörð til 1949 en þá var lagður vegur yfir Oddsskarð. Voru bílar og farþegar ferjaðir með bát frá Viðfirði til Neskaupstaðar.
Barðsneshlaup 2011

Barðsneshlaup er 27 km víðavangshlaup um fjölbreytt land, móa, mýrar, fjörur og tún. Fyrstu 7 km er gamall traktorsruðningur, þá kinda- og hestagötur en síðustu 4,5 km eru þjóðvegur. Hlaupaleiðin er merkt stikum og símastaurum.

Start - mark
Hlaupið hefst við bæinn Barðsnes á Barðsnesi, en þangað eru hlauparar ferjaðir frá Neskaupstað (sigling innifalin í þátttökugjaldi). Hlaupinu lýkur á torginu neðan við sundlaugina í Neskaupstað, en frítt er í sund fyrir þátttakendur eftir hlaupið.

HVAÐ? Barðsneshlaup
HVAR?   Neskaupstaður
HVENÆR?   30. júlí 2011
BÁTUR?   Frá Bæjarbryggju kl. 9 og 10
START?   Á Barðsnesi kl. 10 og 11
LENGD?   27 km
HVERNIG?   Hlaupa / ganga
KOSTAR?   Vefskráning til 27. júlí: 4.500 kr.

Leiðin
Hlaupið frá bænum Barðsnesi með ströndinni inn fyrir Viðfjörð, þá inn fyrir Hellisfjörð, út fyrir Hellisfjarðarmúla yfir Götuhjallann í 197m hæð yfir sjó. Þaðan sér vítt yfir og m.a. endamarkið sjálft handan fjarðarins. Þá er farið inn í Norðfjarðarsveit, yfir Norðfjarðará á vaði við Grænanes og út í kaupstað. Hlaupinu lýkur á torginu neðan við sundlaugina, en frítt er í sund fyrir þátttakendur eftir hlaupið.

Brautin
Farið er yfir Viðfjarðarnes í 80 m hæð og Götuhjalla sem er 197 m hækkun. Óvíða eggjagrjót eða hættur vegna bratta. Í botnum fjarðanna eru straumlitlar ár með malarbotni. Viðfjarðará er brúuð. Hinar þarf að vaða. Norðfjarðará getur orðið óvæð og er þá ferjað yfir.

Drykkjarstöðvar
Vatn og íþróttadrykkir eru veittir á fjórum stöðum: Í Viðfirði, Hellisfirði, á Götuhjalla og í Norðfjarðarsveit. Auk þessa er nóg af fjallalækjum á leiðinni og því gott að hafa ílát meðferðis til að drekka úr.

Skráning í hlaup
Skráning í Barðsnes- og Hellisfjarðarhlaup fer fram á Hlaup.is

Innifalið í þátttökugjaldi
Innifalið í skráningargjaldinu eru bátseferðir að Barðsnesi og í Hellisfjörð (aðra leiðina, þú átt helst að hlaupa landleiðina til baka!), vatn og íþróttadrykkir á 4 drykkjarstöðvum, létt hressing við markið, verðlaunapeningur og önnur verðlaun og frítt í sund + almenn ánægja og skemmtilegheit.

Bolir eru ekki innifaldir í verði, en hægt að kaupa fyrir kr. 2000 aukalega. Bolirnir eru úr vönduðu efni, langerma, rauðir, merktir Barðsneshlaupi og 66N.

Smella á mynd til að stækka!
Á breiðmyndinni hér fyrir ofan er horft frá Barðsnesi yfir til fjarðanna þriggja sem hlaupnir eru. [STÆKKA MYND]
Smella til að stækka!
Hér er kort af hlaupaleiðinni í Barðsneshlaupinu, birt með góðfúslegu leyfi hönnuðarins, Áskels Heiðars Ásgeirssonar landfræðings, en leiðarlýsingar eru gerðar af vefstjóra. [STÆKKA KORT]
TÍMARNIR
Tímar í Barðsnes- og Hellisfjarðar-
hlaupi 2001 til 2012:
BARDSNES OFF ROAD RUN
The Bardsnes off road run is an annual 27 km adventure race in East-Iceland, held in and around the town of Neskaup-stadur the first Saturday in August. Read more
FRÉTTIR
7. ágúst 2007
Nýtt met í Barðsneshlaupi:
tvegga stunda múrinn hruninn!

Barðsneshlaup og Hellisfjarðarhlaup voru hlaupin laugardaginn 4. ágúst s.l. í mildu veðri. Aldrei áður hafa jafn margir tekið þátt; 28 hlauparar voru skráðir í og luku Barðsneshlaupi; 13 hlauparar í Hellisfjarðarhlaup. Tólf hlupu Barðsnes undir þremur tímum. Meira
SÖGUR ÚR HLAUPINU
„Sjö km inn í Viðfjörð, sex inn í Hellisfjörð, þó nokkrir km upp Götuhjallann og þaðan hellingur í bæinn. Svona skiptir maður leiðinni upp og reynir að áætla hversu hratt megi hlaupa svo maður drífi alla leið.“ Lesa
UMSAGNIR
„Það voru þreyttir en ánægðir menn sem báru saman bækur sínar í heitu pottunum að hlaupi loknu. Var það almennur rómur okkar, sem vorum að þreyta þetta hlaup í fyrsta sinni, að þetta væri eitthvert skemmtilegasta og fjölbreyttasta hlaup sem við hefðum tekið þátt í.“ Meira

eXTReMe Tracker
HAGNÝTAR UPPLÝSINGAR


Gisting Tvö hótel eru í Neskaupstað, en einnig ókeypis tjaldsvæði með ágætri þjónustu. Hótel Capitano býður Barðsneshlaupurum sérstakan afslátt af gistingu. Meira
Vefhönnun & umsjón: MÍNERVA - miðlun og útgáfa | vefstjóri: kristinn@minervamidlun.is
Vertu vinur! Vertu vinur Barðsneshlaupsins á Facebook