VerkefniEfni

 

 

 

 

 

 

 

 

LOKAVERKEFNI Haustönn 2007
Veftækni 115 og 105

Fjölbrautarskólinn við Ármúla

Kennari Björgvin Ólafsson

 

Endurhönnun á vefnum www.tanni.is

 

1.1 Gamli vefurinn

Gerið úttekt á vefnum og skilið skýrslu 500-1000 slög.  Takið fram hvað er slæmt við vefinn og hvað er gott. Lýsið upplifun notanda af vefnum eins og hún kemur ykkur fyrir sjónir.

1.2 Veftré

Teiknið veftré af gamla vefnum.

2.1 Creative Brief

Skrifið lýsingu á nýja vefnum, 1000-1200 slög. Tiltakið tilgang vefsins, markmið og markhóp. Skrifið stutta notendalýsingu og hugleiðið hvernig notandinn á að upplifa vefinn.

Útskýrið tón og tilfinningu vefsins,  hvaða sjónrænu skilaboðum hann á að miðla.

Notið eitt eða fleiri lýsingarorð til að lýsa vefnum eftir að hann hefur verið settur upp.

 

2.2 Veftré.

Ákveðið hvaða efni á að vera á vefnum. Skipuleggið efnið með tilliti til nothæfni og ratvísi. Flokkið efnið í efnisflokka og teiknið upp stigskipt veftré af vefnum. Gerið grein fyrir helstu tengingum milli síðna og efnisflokka.

Ef um er að ræða viðbótarforritun; gagnagrunnstengingar, innskráningar, form oþh. sýnið það á teikningunni með augljósum hætti.

Athugið að merkja veftréð með heiti vefsins, og nöfnum síðnanna.

 

2.3  Síðugrind.

Raðið efninu skipulega á síðurnar og teiknið síðugrind. Notið enga liti né myndir, aðeins útlínuteikningu og texta. Sýnið leiðakerfið, staðsetningu hausa, hnappa og innihalds; mynda og texta.

Gerið teikningu af aðalsíðu vefsins og undirsíðum ef þær eru á einhvern hátt frábrugðnar aðalsíðunni.

Ef um er að ræða viðbótarforritun; gagnagrunnstengingar, innskráningar, form oþh. sýnið það á teikningunni með augljósum hætti.

Merkið teikninguna með heiti vefsins og gluggastærð.

2.4 Grafíkmaster.

Vinnið alla grafík sem á að nota á vefnum í Photoshop. Setjið upp lagskipt skjal með allri grafík  þannig að hægt sé að senda hann í framleiðslu.

Skjalið á að vera 800x600px og resolution á að vera 72dpi.

Allir litir eiga að vera innan 216 lita palettunnar.

Setjið nöfn á öll lög (layers)

Ef um er að ræða fleiri en eina tegund síðna, gerið skýra grein fyrir hvað er aðalsíða og hvað er undirsíða, annaðhvort með sérstökum merkingum  eða með því að vinna tvo eða fleiri mastera.

Tryggið að grafíkmasterinn innihaldi allar upplýsingar sem framleiðslan þarf á að halda til að breyta skjalinu í HTML.

Gerið Layer/Rasterize/Type á öll lög (layers) sem innihalda letur.

 

Um skil:

Skrifið verkefnið á CD og merkið hvern áfanga verkefnisins vandlega.
Vinnið skipulega, merkið öll gögn með nafni og heiti verkefnisins og áfangans.

Vandið allan frágang.

Skiladagur er mánudagurinn 3. desember 2007.
Athugið vandlega: Það verður ekki tekið við verkefnum eftir þann tíma

 

Lesið eftirfarandi gögn til að hafa til hliðsjónar:

Leiðbeiningar um notendaviðmót

Spurningalistinn

Creative Brief

Um Veftré

Um síðugrindur

Um grafíkmaster


• Til baka í verkefni

• Til baka á aðalsíðu