Lög og reglur
Lög
Reglugerð sjúkrasjóðs
Reglugerð orlofssjóðs
Stjórnir og ráð
Aðalstjórn
Trúnaðarmannaráð
Endurskoðendur
Stjórn sjúkrasjóðs
Stjórn orlofssjóðs
Samninganefnd
Kjarasamningar
Laun
Vinnutími
Neyslutímar
Orlof
Forgangsréttur til vinnu
Fyrirtækjaþáttur
Um Vinnuslys
Vinnu - og hlífðarföt
Sjóðir
Félagsgjöld
Uppsagnarfrestur
Trúnaðarmenn
Ágreinismál
Gildistími og uppsagnarfrestur
Kynnisferðir
Guðmundur Jónasson
Fréttir
Fréttayfirlit
Eldrifréttir
Fyrirspurnir/Umsóknir
Spurningar
e-mail
Fyrir Orlofshús
Aðildarumsókn að Sleipni
Myndaalbúm
Húsnæði Sleipnis
Frá samningafundum
Orlofshúsaferð
Gamlar Myndir
Frá félagsfundum
Frá verkfallinu árið 2000
Hótel Geysir vígt árið 1986
Rútur
 
Reglugerð orlofssjóðs

1. grein.
1.1. Sjóðurinn heitir Orlofssjóður Bifreiðastjórafélagsins Sleipnis kennitala 700800-2960. Heimili hans og varnarþing er í Reykjavík

2.grein.
Tekjur sjóðsins eru:
2.1. Samningsbundnar greiðslur vinnuveitenda vegna bifreiðastjóra á félagssvæði Bifreiðastjórafélagsins Sleipnis.
2.2. Vaxtatekjur.
2.3. Gjafir, framlög og styrkir.
2.4. Aðrar tekjur sem aðalfundur kann að ákveða hverju sinni.

3. grein.
3.1. Stjórn sjóðsins skal skipuð þremur (3) félagsmönnum Bifreiðastjórafélagsins Sleipnis og skulu þeir kosnir á sama tíma og stjórn félagsins.
3.2. Einnig skulu kosnir tveir (2) félagsmenn til vara.
3.3. Endurskoðendur sjóðsins skulu vera þeir sömu og endurskoðendur félagsins.
3.4. Reikningsár sjóðsins er almanaksárið.

4. grein.
4.1. Stjórn sjóðsins skal koma saman þegar ákvarðanir eru teknar í fjármálum sjóðsins, um kaup á orlofsbústöðum, skuldabréfum og/eða félagsheimili í sameign með félagssjóði og sjúkrasjóði og skulu þá stjórnir ofangreindra sjóða taka ákvarðanir um eignahlutfall, sé um annað en orlofsbústaði að ræða.
4.2. Orlofssjóður er eigandi orlofsbúða sem hann hefur lagt fjármuni í og sér um rekstur þeirra.
4.3. Stjórn sjóðsins sér um úthlutun orlofshúsa Bifreiðastjórafélagsins Sleipnis.
4.4. Stjórn sjóðsins skal einnig vinna að ferðamálum félagsins.
4.5. Stjórn sjóðsins skal ávallt gæta þess að sjóðnum sé ekki ráðstafað í bága við tilgang hans og verksvið.

5.grein.
5.1. Endanlegar samþykktir orlofsstjórnar taka ekki gildi nema félagsstjórn hafi yfirfarið og samþykkt tillögur hennar.

6. grein.
6.1. Allar umsóknir skulu ritaðar á þau eyðublöð er stjórn sjóðsins lætur umsækjendum í té.

7. grein.
7.1. Afgreiðsla sjóðsins skal vera á skrifstofu Bifreiðastjórafélagsins Sleipnis.
7.2. Allan beinan kostnað vegna reksturs sjóðsins greiðir hann sjálfur.
7.3. Kostnaður vegna afgreiðslu og skrifstofuhalds skal ákveðinn með samkomulagi milli stjórnar sjóðsins og Bifreiðastjórafélagsins Sleipnis.

8. grein.
8.1. Reglugerð þessari verður aðeins breytt á aðalfundi Bifreiðastjórafélagsins Sleipnis, enda sé þess sérstalega getið í fundarboði að tillögur þess efnis liggi fyrir.

Reglugerð orlofssjóðs samþykkt á aðalfundi Bifreiðastjórafélagsins Sleipnis júní 2002.