Lög og reglur
Lög
Reglugerð sjúkrasjóðs
Reglugerð orlofssjóðs
Stjórnir og ráð
Aðalstjórn
Trúnaðarmannaráð
Endurskoðendur
Stjórn sjúkrasjóðs
Stjórn orlofssjóðs
Samninganefnd
Kjarasamningar
Laun
Vinnutími
Neyslutímar
Orlof
Forgangsréttur til vinnu
Fyrirtækjaþáttur
Um Vinnuslys
Vinnu - og hlífðarföt
Sjóðir
Félagsgjöld
Uppsagnarfrestur
Trúnaðarmenn
Ágreinismál
Gildistími og uppsagnarfrestur
Kynnisferðir
Guðmundur Jónasson
Fréttir
Fréttayfirlit
Eldrifréttir
Fyrirspurnir/Umsóknir
Spurningar
e-mail
Fyrir Orlofshús
Aðildarumsókn að Sleipni
Myndaalbúm
Húsnæði Sleipnis
Frá samningafundum
Orlofshúsaferð
Gamlar Myndir
Frá félagsfundum
Frá verkfallinu árið 2000
Hótel Geysir vígt árið 1986
Rútur
 
Fréttir
13.2.2022
Skuggastjórn ASÍ
Mikið er ég sammála Ragnari Þór í þessari grein. Sjálfur hef ég afar slæma reynslu af Alþýðusambandi Íslands, ASÍ. Við hjá Bifreiðastjórafélaginu Sleipni, Bsf. Sleipni vorum í ASÍ en vorum reknir úr því árið 2000. Ákveðin bjartsýni ríkti þó á meðal okkar félagsmanna um brotthvarf úr Así en því miður þá hefur okkur ekki tekist að vinna úr því sem skildi. Skuggaher Alþýðusambandsins sendi strax sýna viljugu forystumenn út af örkinni og höfðu þeir það eina markmið að tæta Bsf. Sleipni niður og koma þeim félagsskap endanlega fyrir kattarnef. Að undirlægi Así var kjarasamningurinn okkar “coperaður” og settur þannig inn í nokkra kjarasamninga aðildarfélaga Así og þar með voru vopnin tekin úr höndunum á okkur í Sleipni til frekari kjarabaráttu. Þetta voru forystusauðir Gylfa Arnbjörssonar, formaður Verkalýðs- og Sjómannafélags Keflavíkur, Verkalýðsfélagsins Hlífar, Eflingar, Einingar og fleiri félaga sem höfðu það eina markmið að koma okkur frá þeim möguleika að við gætum gert okkar eigin kjarasamning og þannig orðið öflugt stéttarfélag. Ég tek því undir þá gagnrýni sem Ragnar Þór hefur sett fram og hef því afar slæma reynslu af þessari skuggalegu hlið Así. Það blasir því við að mínu mati að framboð Sólveigar Önnu á við ramman reip að draga. Sólveig Anna er því í harðri baráttu við þessa undirförlu aðila og merkilegt finnst mér það að skrifstufólk Eflingar séu eitthvað að tjá sig um kjör hennar og þeirra aðila sem eru að bjóða sig fram til forystu Eflingar Stéttarfélags. Kemur skrifstofufólkinu þessi kjör eitthvað við? Er þetta ekki skrifstofufólk sem er í félaginu hans Ragnars Þórs, VR?
Óskar Stefánsson

5.10.2019
Nýr Kjarasamnningur
Bsf. Sleipnir hefur gengið frá nýjum kjarasamningi við Samtök Atvinnulífsins, SA. Samnigurinn verður kynntur á skrifstofu félagsins fimmtudaginn 12 september kl. 15:00 og greitt um hann atkvæði.
Skrifstofan.

1.11.2015
Launataxtar
Nokkur rútufyrirtæki hafa sett sig í samband við undirritaðan og lýst yfir áhyggjum af mannaráðningum sýnum og hafa velt því fyrir sér hvort kaup bílstjóra sé orðið of lágt. Undirritaður telur að launkjör bílstjóra hafi dregist verulega aftur úr öðrum launastéttum og það sé fyrst og fremst ástæðan fyrir því að ekki takist að halda mönnum til lengdar í þessari grein. Ég hef ráðlagt þeim fyrirtækjum sem til mín hafa leitað að greiða bílstjórum 30% álag á grunnlaun kauptaxta sem í gildi eru á milli Sleipnis og Samtaka Atvinnulífsins. Yfirvinnukaup og önnur álög skulu miðast við samþykktan kauptaxt SA og Sleipnis. Allir hafa þeir tekið vel í þetta og hafa einnig óskað eftir því að við setjum þannig uppfærða taxta á heimasíðuna okkar. Ég tel það sjálfsagt að gera það, en tek það þó skýrt fram að þeir launataxtar eru ekki samþykktir að hálfu SA.
Óskar Stefánsson formaður

8.6.2015
Kjarasamningur
Ágætu félagar. Stjórn og samninganefnd hefur gengið frá kjarasamningi bílstjóra við Samtök atvinnulífsins. Við höfum ákveðið að hittast í fundarsal félagsins að Mörkinni 6 á sunnudagskvöldið kl. 20:00, kynna samninginn og greiða um hann atkvæði. Við erum að setja samninginn inn á síðuna okkar en einnig er hægt að hafa samband við mig undirritaðan í síma 699-3219, oskar@konni.com og ég sendi samninginn í tölvutæku formi um hæl.
Óskar Stefánsson

28.10.2014
Áríðandi félagsfundur
Ágæti félagsmaður. Mjög áríðandi fundur verður haldinn í félaginu að Mörkinni 6 fimmtudaginn 6. nóvember n.k. og hefst fundurinn stundvíslega kl. 20:00. Umræðuefni um framtíð félagsins. Önnur mál. Góðar veitingar í boði að hætti stjórnar félagsins.
Stjórnin

22.9.2014
Aðalfundur
Ágætu félagar. Aðalfundur Bsf. Sleipnis verður haldinn í Mörkinni 6 þriðjudaginn 7. október 2014. Venjuleg aðalfundarstörf: Nr. 1. Skýrsla stjórnar. Nr. 2. reikningar félagsins. Reikningar félagsins liggja frammi á skrifstöfu félagsins. Nr. 3. Lagabreytingar. Fyrir liggja tillögur um breytinar á fyrstu-, annari-, fjórðu-, elleftu- og þrettándu greinum laga félagsins. Nr. 5 Stjórnarkjör, félagssj-, sjúkrasj- og orlofsheimilasjóð. Nr. 6. Kosning tveggja endurskoðenda. Nr. 7. Önnur mál.
Stjórnin

20.3.2014
Geysir og innheimta aðgangseyris.
Mikið hefur verið rætt og ritað um ákvörðun landeigendafélagsins við Geysi í Haukadal vegna innheimtu aðgangseyris inn á hverasvæðið. Hafa bæði stjórnvöld og hinir ýmsu ferðaþjónustu aðilar gagnrýnt þessa innheimtu harkalega. Það má eflaust deila um það hvort hefði nú verið farsælla að fara í þessa innheimtu eða innheimta í formi náttúrupassa. Ekki ætla eg að taka afstöðu til þessara atriða enda hef ég ekki kynnt mér útfærslu á hugmyndunum um náttúrupassa. Gagnrýni og framganga Samtaka ferðaþjónustunnar (SAF) auk stjórnvalda er langt frá því að vera þeim til sóma. SAF menn halda því fram að það sé alvarlega vegið að ferðaþjónustunni með þessari innheimtu. Hún er þá ekki mmerkileg þessi starfsgrein ef þetta mun leggja hana á hliðina. Ég veeit ekki betur en að ferðaþjónustuaðilar, flestiar a.m.k. hafa hækkað sýna gjaldskrá um tvö til sex prósent og ég held að það hljóti þá að vera gagnrýni vert þar sem er verið að tala um miklu hærri tölur en þær sem landeigendur eru að innheimta. Framganga stjórnvalda er alveg með ólíkindum og nú hefur formaður Vinstri Grænna hlaupið í fang forystu Sjálfstæðisflokksins og gagnrýnt þessa innheimtu úr ræðustól Alþingis Það er með ólíkindum að stjórnvöld skuli með öllum tiltækum ráðaum vilja ganga í skrokk einstakra ferðaþjónustu aðila og skemmst er að minnast lögbannsmálsins á Sternu Travel fyrir austan sem Samtök Sveitarfélaga á Austurlandi koltapaði bæði í héraði og fyrir Hæstarétti. Í þessu tilfelli eru landeigendur einfaldlega að verja sýna hagsmuni og svo lengi er þetta búið að vera í umræðunni að þetta á alls ekki að koma neinum á óvart. Hér eru um viðbótartekjur fyrir samfélagið að ræða og ætti fjármálaráðherra frekar að fagna þessu framtaki fremur en að lasta þetta. Ferðaþjónustuaðilar keppast nú um að gagnrýna þetta og telja að fyrirvarinn sé allt of stuttur og þetta komi flatt upp á alla. Í mín eyru er þetta hjóm eitt. Þetta hefur verið í umræðunni í mjög langan tíma og alveg ljóst að innheimta að einhverju tagi mundi koma fyrr eða síðar.
Óskar Stefánsson formaður.

24.2.2014
Kjaramál - Félagsfundur
Á almennum félagsfundi sem haldin var í kvöld voru hinir ný gerðu kjarasamingar samþykktir. Vel var mætt á þennan fund og ekki miklar umræður um samningana enda töldu félagsmenn að lítið annað væri í stöðunni þar sem flest önnur félög höfðu samþykkt sambærilega samninga. Samhliða þessum samningi sem auglystur var hér á forsíðu var lögð fram bókun um breytingu á samningi en í henni er samningurinn framlengdur til 28. febrúar 2015 og einng njótum við þeirra hækkana á desember- og orlofsuppbót sem samið var um eftir að við undirrituðum okkar samning. Samningurinn verður uppfærður sem allra fyrst.
Skrifstofan.

22.2.2014
Kjarasamningur - Bókun
Til viðbótar á neðangreindum samningi verður gerð bókun um hækkun á desember- og orlofsuppbót og einnig framlengist samningurinn umtvo mánuði.
Skrifstofan

19.2.2014
Kjarasamningur undirritaður
Bifreiðastjórafélagið Sleipnir og Samtök Atvinnulífsins hafa undirrtað og gengið frá kjarasamnigi vegna ársins 2014. Næstkomandi mánudag, 24. febrúar er boðað til félagsfundar í húsakynnum félagsins að Mörkinni 6 þar sem smningurinn verður borinn upp til atkvæðagreiðslu. Fundurinn hefst stundvíslega kl. 18:00. Meðfylgjandi er samningurinn og er hann samhljóða þeim samningum sem gerðir hafa verið við önnur séttarfélög.
Skrifstofan

19.2.2014
Kjarasamningur
KJARASAMNINGUR milli Bsf. Sleipnis og Samtaka atvinnulífsins.
Skrifstofan

18.2.2014
2. gr.
Kaupliðir Almenn launahækkun Hinn 1. janúar 2014 skulu laun og kauptaxtar hækka um 2,8%, þó að lágmarki kr. 8.000 á mánuði fyrir dagvinnu miðað við fullt starf. Aðrir kjaratengdir liðir hækka um 2,8% á sama tíma. Desember- og orlofsuppbót. Desemberuppbót miðað við fullt starf er á árinu 2014 kr. 53.600. Orlofsuppbót fyrir orlofsárið sem hefst 1. maí 2014 miðað við fullt starf er kr. 29.500. Launatafla Ný launatafla tekur gildi frá 1. janúar 2014, sjá fskj.
Skrifstofan

18.2.2014
3. gr.
Breytt ákvæði kjarasamnings Ákvæði kjarasamnings aðila um veikindi og slys í orlofi og um skriflega staðfestingu ráðningar taka sömu efnis breytingum og samið var um í kjarasamningi SA og aðildarfélaga ASÍ, sjá meðfylgjandi fylgiskjal. Samningsforsendur Samningur þessi byggir á sömu efnahagsforsendum og kjarasamningur SA og ASÍ frá 21. desember 2013, (aðfararssamningur, efnhagsumgjörð og viðræðuáætlun).
Skrifstofan

18.2.2014
4. gr.
Niðurstaða atkvæðagreiðslu skal kynnt eigi síðar en þriðjudaginn 25. febrúar 2014. Reykjavík, 18. febrúar 2014
Skrifstofan

18.2.2014
1. gr.
Allir kjarasamningar aðila þ.m.t. Sérkjarasamningar framlengjast til 31. desember 2014 með þeim breytingum sem í samningi þessum felast.
Skrifstofan

17.2.2014
Veikindi og slys í orlofi
Ákvæði kjarasamnings SA og Bsf. Sleipnis um veikindi í orlofi breytist og hljóði svo: Veikindi og slys í orlofi „Veikist starfsmaður í orlofi innanlands, í landi innan EES svæðisins, Sviss, Bandaríkjunum eða Kanada það alvarlega að hann geti ekki notið orlofsins skal hann á fyrsta degi tilkynna það atvinnurekanda t.d. með símskeyti, rafpósti eða á annan sannanlegan hátt nema force major aðstæður hindri en þá um leið og því ástandi léttir. Fullnægi starfsmaðurinn tilkynningarskyldunni, standi veikindin lengur en í 3 sólarhringa og tilkynni hann atvinnurekanda innan þess frests hvaða læknir annist hann eða muni gefa út læknisvottorð, á hann rétt á uppbótarorlofi jafnlangan tíma og veikindin sannanlega vöruðu. Undir framangreindum ástæðum skal starfsmaður ávallt færa sönnur á veikindi sín með læknisvottorði. Atvinnurekandi á rétt á að láta lækni vitja starfsmanns er veikst hefur í orlofi. Uppbótarorlof skal eftir því sem kostur er veitt á þeim tíma sem starfsmaður óskar á tímabilinu 2. maí til 15. september, nema sérstaklega standi á. Sömu reglur og að ofangreinir gilda um slys í orlofi.“
Skrifstofan

7.2.2014
Skrifleg staðfesting ráðningar
Við ákvæði kjarasamninga um ráðningarsamninga og ráðningarbréf bætist eftirfarandi ákvæði: Réttur til skaðabóta „Brjóti atvinnurekandi gegn ákvæðum þessarar greinar getur það varðað hann skaðabótum.“ Launatafla Bsf. Sleipnis frá 1. janúar 2014 vegna hópferðabifreiðastjóra. Mán.laun: Byrjunarlaun 18 ára - 229.798. - Eftir 1 árs starf í starfsgrein 231.814. - Eftir 3 ára starf í starfsgrein 233.859. - Eftir 5 ára starf í starfsgrein 235.936. - Eftir 7 ár hjá sama fyrirtæki 238.043 54.934. - Fatapeningar bifr.stjóra á mánuði. 3.885 ef fatnaður er ekki lagður til.
Skrifstofan

12.11.2009
Aðalfundur
Aðalfundur Bifreiðastjórfélagsins Sleipnis, vegna áranna 2007 og 2008 verður haldinn að Mörkinni 6 108 Reykjavík föstudaginn 27. nóvember og hefst kl 19:30. Venjuleg aðalfundarmál: 1. Tillögur stjórnar um lagabreytingar 2. Tillögur stjórnar um reglugerðarbreytingar fyrir sjúkrasjóð. 3. Tillaga stjórnar og trúnaðarmannaráðs um næstu stjórn félagsins. Ofangreindar tillögur liggja frammi á skrifstofu félagsins og einnig er hægt að nálgast þær hjá formanni félagsins í síma 699-3219 eða á póstfangið oskar@konni.com. Önnur mál.
Stjórnin

25.8.2009
Launataxtar
Þann 1. júlí sl. hækkuðu laun bifreiðastjóra um nokkrar krónur. Vegna tæknilegra öruðleika hefur okkur ekki tekist að koma þessu á netið fyrr en nú og þeir aðilar sem hafa orðið fyrir óþægindum vegna þessa eru beðnir velvirðingar á því.
Skrifstofan

1.5.2009
Tilkynning
Vegna tæknilegra mistaka hefur orlofskaflinn í kjarasamningnum okkar ekki farið inn á heimasíðuna okkar. Við biðjum félagsmenn velvirðingar á þessu og leiðréttum þetta eins fljótt og við getum.
Skrifstofan

27.3.2008
Tilkynning
Ætlunin var að setja samninginn strax á netið, en vegna tæknilegra örðuleika með heimasíðuna okkar þá verða einhverjar tafir á því að allur samningurinn fari á síðuna. Launataxtarnir eru komnir inn eins og þeir eiga að vera.
Skrifstofan

25.3.2008
Kjarasamningur samþykktur
Á almennum félagsfundi sem haldin var í gærkvöldi, 24. mars voru nýgerðir kjarasamningar Bsf. Sleipnis og SA samþykktir. Talsverð umræða varð um samningana og þótti flestum sem umsamdur kaupauki væri farinn fyrir lítið. Töldu menn að ekki væri mikið svigrúm til samninga fyrir okkur þar sem flest öll stéttarfélög höfðu kok gleypt sambærilega vitleysu. Samningurinn verður uppfærður á heimasíðunni okkar eins fljótt og hægt er.
Skrifstofan

12.3.2008
Kjarasamningur.
Á s.l. föstudag var skriðað undir nýjan kjarasamning við Samtök Atvinnulífsins. Samningurinn er í megin atriðum eins og gerður var við önnur stéttarfélög innan Alþýðusambandsins. Samningsdrögin eru til sýnis hér á skrifstofunni, en fljótlega verður hann sendur út ásamt fundarboði og þar verður hann kynntur og síðan borin til atkvæðagreiðslu.
Skrifstofan.

10.3.2008
Heimasíða
Eins og félagsmenn sjá að þá hefur heimasíðan lítið breyst núna á undanförnum árum og ekkert hefur verið fært hér inn s.l. tvö ár. Á sl. ári var reint að uppfæra fréttir á síðunni en því miður tókst það ekki. Þegar þessar línur eru skrifaðar er enn ekki búið að finna orsökina fyrir þessari bilun en vonandi kemst þetta í lag fljótlega. Félagsmenn eru beðnir velvirðingar á þessu og vonandi verður þetta í lagi hér eftir.
Skrifstofan.

9.3.2008
Samningar
Tveir samningafudir hafa verið haldnir á milli Samtaka Atvinnulífsins og Bifreiðastjórafélagsins Sleipnis. Atvinnurekendur hafa lagt fram tilboð til okkar og er boðað til næsta fundar á morgun en þar munum við væntalega leggja fram athugasemdir vegna tilboðs þeirra.
Form.

22.2.2008
Kjaramál
Kjarasamningar. Boðað hefur verið til annars fundar með samninganefnd Bsf. Sleipnis. Einn fundur var haldin þann 14. febrúar og voru samningsaðilar sammála um að fresta fundi til föstudagsins 29. febrúar. Ekki voru lagðar fram kröfur af hálfu félagsins, en vænta má að umræður verði um þá samninga sem undirritaðir hafa verið hjá Aðildarfélögum Así. ÓS.
Skrifstofan

24.11.2005
Kjaramál
Vegna mikilla fyrirspurna um, hvort þær hækkanir sem Así og Samtök atvinnulífsins sömdu um nú á haustdögum viljum við hér hjá Sleipni benda félagsmönnum meðfylgjandi kafla í kjarasamningi Sleipnis: 15. Kafli. Samningsforsendur. Komi til þess að nefnd Alþýðusambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins sem fjallar um forsendur kjarasamninga nái samkomulagi um almenna launabreytingu eða að launaliðir kjarasamninga séu uppsegjanlegir skal sama gilda um þennan samning.
Skrifstofan

15.10.2005
Aðalfundur
Ágæti félagsmaður! Hinn síðbúni aðalfundur Bifreiðastjórafélagsins Sleipnis verður haldin föstudaginn 4. nóvember 2005 að Mörkinni 6 kl. 19:00. Fundarefni: Venjuleg aðalfundarstörf og önnur mál. Mætum vel og góðar veitingar í boði.
Stjórnin

6.6.2005
Sýknaður í Hæstarétti
Fimmtudaginn 2. júní sl. sýknaði Hæstiréttur einn félagsmann okkar en honum hafði verið gefið að sök, að aka samfellt í sjö og níu daga án þess að taka sér tilskilinn vikulegan hvíldartíma. Áður hafði gengið dómur í Héraðsdómi Norðurlands eystra þar sem hann var sakfelldur og hann sektaður. Nokkrar fyrirspurnir hafa komið til okkar varðandi þá ökumenn sem hafa verið sektaðir og þeir samþykkt og greitt fyrir það sem þeir hafa verið ákærðir fyrir. Spurst hefur verið um það hvort þau brot sem menn hafa verið ákærðir fyrir komi fram á sakavottorði og ef svo er, geta þá menn gert kröfu til þess að umrætt brot verði fellt þar út og þeir fengið endurgreitt. Þessum spurningum hefur verið beint til Lögmanna Borgartúni 18 og eru þeir að skoða þessi mál svo vonandi skýrist þetta sem allra fyrst.
Skrifstofan

7.2.2005
Handahófskenndir dómar
Þann 10. september sl. var kveðinn upp dómur í Héraðsdómi norðurlands eystra á hendur ökumanni sem hafði samkvæmt ákæru sýslumanns ekið samfellt í sjö daga annars vegar og níu daga hins vegar án þess að taka sér hvíld eins og honum ber að gera samkvæmt reglugerð um aksturs- og hvíldartíma o.fl. í innanlandsflutningum og við flutning innan Evrópska efnahagssvæðisins. Ökumaðurinn var dæmdur til greiðslu sektar auk þess sem allur sakarkostnaður féll á hann. Þessi dómsniðurstaða í fyrrgreindu máli er vægast sagt afar furðuleg. Áður hafði ökumaður með verið sýknaður í Héraðsdómi reykjaness og gengur því norðlenski dómarinn þvert á niðurstöðu hans. Ekki get ég udirritaður lesið annað en það úr þessum niðurstöðum og reyndar fleirum sem ég tíni hér til en að dómarar séu á engan hátt vissir um hvernig þeir eigi að dæma í þessum málum og niðurstöður þeirra því handahófskenndar þó ekki sé nú meira sagt. Fyrir nokkru var ökumaður stöðvaður fyrir of hraðan akstur í Vestur Húnavatnssýslu og honum gefið að sök að hafa ekið á 108 km. hraða. Í bifreið þess sem stöðvaður var, er ökuriti sem skráir ökuhraða bifreiðar á ökuritaskífur og sýndu þær að hann ók á 98 km. hraða. Afhenti hann lögreglunni þessar skífur máli sínu til stuðnings og var það ljóst að þarna var ósamræmi á hraðamælingu bifreiðar sem nam 10 km. Ökumaður bifreiðarinnar sem stöðvaður var af lögreglu vildi að sjálfsögðu ekki viðurkenna mælingu lögreglunnar og taldi sig réttilega hafa verið á 98 km. hraða og ákvað að láta reyna á þetta fyrir dómstólum. Það er skemmst frá því að segja að dómari Héraðsdóms norðurlands vestra taldi að ökiriti bifreiðarinnar væri ekki áreiðanlegt mælitæki og dæmdi hann sekan um hraðaakstur og auk sektar lenti á honum allur sakakostnaður. Nokkru seinna, í umdæmi héraðsdómara vestfjarða, voru tveir ökumenn stöðvaður fyrir of hraðan akstur. Í þeirri mælingu lögreglunnar reyndist einnig mismunur á hraðamælingu lögreglu og bifreiða sem mældar voru, en í þeim var einnig ökuriti sem skráði hraða bifreiða á ökuritaskífur með sama hætti og að framan er lýst. Ökumenn í báðum þessum tilvikum voru sýknaðir á þeirri forsendu að ekki væri hægt að alhæfa um að mælingar lögreglunnar væri réttari en mæling bifreiðanna. Þarna var aftur um að ræða mismun á mælingu lögreglu og ökurita bifreiða og lét vestfirski dómarinn ökumennina njóta vafans. Enn eitt málið kom upp á austfjörðum fyrir nokkrum árum þar sem lögregla og eftirlitsmaður Vegagerðarinnar gerðu upptækar ökuritaskífur hjá ökumanni og báru á hann þær sakir að hafa ekið of hratt, en ekki var um hraðamælingu af hálfu lögreglunnar að ræða. Vísuðu þeir eingöngu á þessar ökuritaskífur bifreiðarinnar þar sem sjáanlega var um að ræða akstur fyrir ofan leyfilegan hámarkshraða. Ökumaður þeirrar bifreiðar fékk sektarboð fyrir of hraðan akstur og stuðst var við ökuritaskífur lögreglunnar sem áður höfðu verið gerðar upptækar sem fyrr sagði. Ákvað hann að mótmæla þessu og hugðist láta reyna á þetta fyrir dómstólum. Spurðist hann nánar fyrir um það hjá fulltrúa sýslumannsins á Seyðisfirði sem hafði sent út sektarboðið, hvort þetta gæti á nokkurn hátt staðist og kom það fram að hér væri um brot að ræða og á þeirri forsendu hefðu þeir sent út sektarboðið og ráðlögðu honum eindregið að láta ekki reyna á þetta fyrir dómstólum og greiða þá sekt sem upp hafði verið sett, sem hann og því miður gerði. Það skal tekið fram að það geta verið fjölmargar ástæður fyrir því að ökuritaskífur sýna of hraðan akstur bifreiðar t.d. ef bifreiðin spólar í snjó eða hálku, kemur það fram á ökuritaskífunni sem sýnir miklu meiri hraða en bifreiðin er raunverulega á, misstórir eða of litlir hjólbarðar geta einnig breytt skráningu á hraða, en ekki er ástæða til þess að telja þær upp hér. Miðað við það sem er upp talið hér að framan og eftir þessa tvo dóma Héraðsdóms norðurlands eystra og Héraðsdóms norðurlands vestra er ljóst að ökumenn geta á engan hátt áttað sig á fyrrnefndum reglum og er ósamræmi í dómum eins og að framan er lýst algerlega óþolandi. Nauðsynlegt er að setja skýrari reglur um þessi mál.
Óskar Stefánsson

30.12.2004
Kjarasamningurinn samþykktur.
Þann 21. desember sl. samþykkti félagsfundur hinn nýgerða kjarasamning sem gerður var við Samtök atvinnulífsins. Á fundinn komu 24 og niðurstaða atkvæðagreiðslunnar fór þannig: Já sögðu 18 eða 75%, nei sögðu 2 eða 8,33% og 4 sátu hjá eða 16,67%. Samningurinn er því samþykktur en það skal tekið fram að hann er með sama uppsagnarákvæði á launalið eins og aðrir kjarasamningar eru með ef forsendur standast ekki. Einn nýr kafli er í þessum samningi og fjallar hann um frítökurétt bílstjóra. Hann byggist á 8. gr. reglugerðar 3820/85 sem fjallar um sólarhringshvíldina okkar. Við erum að vinna í því að koma samningnum á netið og vonandi tekst það fyrir áramót.
Skrifstofan

16.12.2004
Jólaglaðningur
Á fundi stjórnar félagsins var ákveðið að senda öllum félagsmönnum jólaglaðning til að létta undir með jólainnkaupunum. Ákveðið var að gefa öllum inneign upp á kr. 12.000 í verslunum NETTO. Þessu útspili stjórnar var mjög vel tekið og hafa margir lýst ánægju sinni með þetta framlag félagsins. Ef einhverjir hafa orðið útundan í þessu eru þeir vinsamlega beðnir að hafa samband við Hrafnhildi á skrifstofunni, kanna stöðu sína hjá félaginu og verður þeim þá send sambærileg jólagjöf í samræmi við félagagsaðild.
Stjórnin

16.12.2004
Nýr kjarasamningur
Þann 14. desember sl. var undirritaður nýr kjarasamningur við Samtök atvinnulífsins. Samningurinn er í megin atriðum samhljóða þeim samningum sem gerðir hafa verið við önnur félög í þessari starfsgrein. Boðað hefur verið til fundar í félaginu þriðjudaginn 21. desember þar sem samningurinn verður borinn upp og greidd um hann atkvæði. Það er von okkar að sem flestir sjái sér fært að mæta því boðið verður upp á góðar veitingar meðan á fundi stendur.
Skrifstofan

27.10.2004
Halldór og samstaðan.
Það var broslegt að að heyra í Halldóri Björnssyni forseta Starfgreinasambands Íslands í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins mánudaginn 11. október sl. Þar fór hann mikinn og lýsti furðu sinni á því að félagar hans á Eskifirði skyldu ekki vilja sýna Starfsgreinasambandinu samstöðu og neita að landa úr togaranum Sólbaki EA-7. Árið 2000 átti Bifreiðastjórafélagið Sleipnir í harðvítugum vinnudeilum við atvinnurekendur sem lauk með undirritun kjarasamnings í júlí 2001. Þá var Bsf. Sleipnir með beina aðild að Alþýðusambandi Íslands en var vikið úr ASÍ ári síðar eða árið 2002. Þegar ekkert gekk að semja hjá Sleipni þótti nokkrum aðildarfélögum Starfsgreinasambands Íslands ástæða til þess að hafa afskipti, óumbeðnir, af vinnudeilu félagsins og fóru að semja við vinnuveitendur okkar þvert ofan í okkar kjaraviðræður og gerðu nokkur félög kjarasamninga við Samtök Atvinnulífsins. Bifreiðastjórafélagið Sleipnir mótmælti þessum samningum harðlega bæði á fundum og bréflega við Starfsgreinasambandið og ASÍ og fengum að lokum það svar frá ASÍ að “ekki væri sérstök ástæða til aðgerða af hálfu miðstjórnar”, það væri öllum frjást að gera kjarasamning við hvern sem er hvort sem aðrir kjarasamningar væru í gildi eða ekki. Þegar Halldór fór í þetta umrædda viðtal hefur hann sennilega verið búinn að gleyma því að við óskuðum eftir samstöðu hjá honum og hans félögum, en í stað þess að verða við okkar bón stóð hann manna fremst í því að sundra samstöðunni meðal bifreiðastjóra. Getur hann furðað sig á samstöðuleysi annara verkamanna þegar hann sjálfur hefur staðið að jafn mikilli sundrungu eins og að framan er greint? Svar mitt er að minnsta kosti nei. Í frammhaldinu hafa flest fyrirtæki sem við höfðum gert samninga við, gert það að skilyrði við ráðningu bifreiðastjóra að þeir séu ekki félagsmenn í Sleipni. Þessi yfirlýsing Halldórs Björnssonar og mótmæli miðstjórnar Alþýðusambands Íslands kemur stjórn Sleipnis spánskt fyrir sjónir og fer ég hér með fram á það við ASÍ að það svari því opinberlega hvað það er sem hafi orðið til þessarar afstöðubreytingar. Er framferði á borð við það sem ASÍ gagnrýnir nú löglegt ef það eru aðilar að ASÍ sem fremja gerninginn? Þetta framferði olli Sleipni óbætanlegu tjóni og spillti algerlega samningsstöðu félagsins.
Óskar Stefánsson

23.9.2004
Tvískinnungur Alþýðusambands Íslands.
Árið 2000 átti Bifreiðastjórafélagið Sleipnir í harðvítugum vinnudeilum við atvinnurekendur sem lauk með undirritun kjarasamnings í júlí 2001. Í nóvember 2000 tók Verkalýðs- og Sjómannafélag Keflavíkur ásamt fleiri félögum að sér gerð kjarasamnings við sérleyfis- og hópferðaleyfishafa í óþökk Sleipnis og tóku þannig fram fyrir hendurnar á samninganefnd félagsins. Þetta gerðu forsvarsmenn Verkalýðs- og Sjómannafélags Keflavíkur þrátt fyrir forgangsréttarákvæði kjarasamnings Bsf. Sleipnis. Í bréfi Bifreiðastjórafélagsins Sleipnis til Alþýðusambands Íslands dagsettu 4. janúar 2001 og með ítrekun 13. febrúar s.á. gerði félagið alvarlegar athugasemdir vegna framferðis Verkalýðs- og Sjómannafélags Keflavíkur og fleiri félaga vegna þessara kjarasamninga. Alþýðusamband Íslands sá ekki ástæðu til þess að boða til fundar vegna þessa máls fyrr en 31. apríl 2001 og svaraði því til að “ekki væri sérstök ástæða til aðgerða af hálfu miðstjórnar”. Á fundinum sem boðað var til kom það hins vegar skýrt fram að miðstjórn ASÍ taldi þetta framferði einstakra aðildarfélaga þess ekki lögbrot, það væri hverju aðildarfélagi frjálst að gera kjarasamning við hvern sem er hvort sem kjarasamningar væru í gildi eða ekki. Þetta framferði olli Sleipni óbætanlegu tjóni og spillti samningsstöðu félagsins. Ennfremur hafa mörg fyrirtæki í kjölfar þessa, gert það að skilyrði við ráðningu að bifreiðastjórar séu ekki félagsmenn í Sleipni. Á þessum tíma var Bifreiðastjórafélagið Sleipnir aðili að ASÍ en var vikið úr samtökunum með bréfi dagsettu 14. mars 2002. Þá voru ennfremur þau félög sem gerðu samninga í óþökk Sleipnis aðilar að ASÍ. Um þessar mundir fer miðstjórn ASÍ mikinn vegna kjarasamnings sem nokkrir sjómenn gerðu við fyrirtæki sem þeir starfa hjá, án atbeina stéttarfélags og gagnrýnir harðlega slíkt framferði og segir það ólöglegt. Þetta kemur stjórn Sleipnis spánskt fyrir sjónir og fer félagið fram á það við ASÍ að það svari því opinberlega hvað það er sem hafi orðið til þessarar afstöðubreytingar. Er framferði á borð við það sem ASÍ gagnrýnir nú löglegt ef það eru aðilar að ASÍ sem fremja gerninginn?
Stjórnin

6.5.2004
Aðalfundur
Aðalfundur félagsins verður haldinn miðvikudaginn 26 maí að Mörkinni 6 og hefst hann stundvíslega kl. 19:30. Félaginu hafa verið sendar tillögur um breytingar á 10. 11. og 14. greinum laga félagsins og liggja þær frammi á skrifstofu félagsins en hún er opin á fimmtudögum og föstudögum frá kl. 14 – 16. Auk venjulegra aðalfundarstarfa, verður kosið í samninganefnd félagsins en eins og allir vita renna samningarnir út í endaðan október 2004.
Skrifstofan

15.3.2004
Guðmundur Guðmundsson skrifar.
Nokkur orð til þín. Kæri vinur hver sem þú ert! Mig langar aðeins til þess að senda þér nokkrar línur um mikilvægi þess að vera í stéttarfélagi. Til hvers eru stéttarfélög? Þau eru samtök viðkomandi fólks sem stendur vörð um réttindi þín og skyldur. Þegar samningar við atvinnurekendur losna, þarf að semja við þá aftur. Þá kemur til kasta samninganefndar viðkomandi stéttarfélags sem félagsmenn höfðu kosið á fundi í félaginu um leið og kosið var í stjórn félagsins. Þú munt eflaust hafa einhverjar athugasemdir við þá nefnd sem var kosin í þínu félagi. Og þá spyr ég þig. Mættir þú á þennan fund og kaust? Ef svarið er nei, þá finnst mér þú ekki vera í aðstöðu til þess að gagnrýna. Mundu eitt kæri vinur, að það er engin keðja sterkari en veikasti hlekkurinn. Varst þú kannski einn að þeim sem lést veifa framan í þig gulrót líkt og gert var við asnann forðum? Þá meina ég, varst þú kannski einn af þessum sem létu atvinnurekendur blekkja þig burt frá þínu stéttarfélagi? Ef svo er, þá vil ég segja þetta við þig. Heldurðu virkilega að þér sé betur borgið í einhverju öðru félagi sem hefur alls engan áhuga á að fara með þín mál eða semja fyrir þig um launin þín? Ert þú kannski einn af þeim sem láta atvinnurekandann ráða því í hvaða félagi þú ert? Hefurðu heyrt talað um félagafrelsi? Gott og vel. Félagafrelsi. Það á að vera þannig, að launþeginn á alfarið að ráða því í hvaða félagi hann er. Ekki ætla ég með þessum orðum mínum að skipta mér af því hvað þú ákveður í þessum efnum eða lætur neyða þig til með hótunum um atvinnumissi, sem er eitt það ömurlegasta lúabragð sem atvinnurekendur nota til kúgunar á launafólk. Vissulega eru til atvinnurekendur sem eru með lítil umsvif í þessu starfi sem við gegnum og vissulega eiga þeir erfitt uppdráttar vegna risanna sem gleypa allt með undirboðum. Við skulum ekki gleyma þessum litlu í bransanum en vera því harðari við þá stóru. En áfram með það sem ég var byrjaður á. Ég, eins og fram hefur komið, skipti mér ekkert að því í hvaða stéttarfélagi þú kýst að vera í, sértu ekki neyddur til þess. En mig langar til þes að benda þér á, að ef ALLIR rútubílstjórar á landinu væru í félagi sem gætir hagsmuna þeirra, þá værum við í góðum málum. Af hverju þurfa bílstjórar alltaf að vera svona ósammála og sundraðir? Hvað er það sem veldur? Þú veist að ef þú ert óánægður með þitt félag eða þá sem eru í forsvari, áttu þann rétt að kjósa aðra sem þú kannski treystir betur, og þá eru hinir kannski sammála þér. En svona er það alltaf í öllum félögum. En umfram allt, þá er það samstaða sem gildir. Í síðasta verkfalli fór margt öðruvísi en margur vildi. En því miður voru margir félagsmenn sem kusu frekar að stökkva frá borði, heldur en hjálpa til við að halda fleyinu á floti meðan á þessu stóð. Það má deila um verkfall og framkvæmd þess endalaust og enginn er fullkominn. En ég sá enga ástæðu til þess að menn höguðu sér eins og ég var að tala um. Vissulega vill enginn fara í verkfall og allra síst á þessum tímum þegar atvinnuleysi er mikið í þessari stétt okkar og vafalaust mætti reyna aðrar leiðir til þess að ná sáttum í kjaradeilum, en þetta er þó löglegur réttur verkalýðsins, sé rétt að því staðið þó allt sé gert til þess að heilaþvo fólk með því að verkföll sé úrelt form og ekki hefur nú vantað gylliboðin til þeirra sem tilbúnir eru að svíkja sína félaga og sundra félaginu þeirra. Ja, ljótur er sá leikur allur og lýsir best innræti viðkomandi manna sem þáðu þó það sem út úr samningunum kom fegins hendi sem aðrir höfðu barist fyrir með miklum vökum og vinnu í þágu síns félags. Sem betur fer eru til menn sem vilja vera í sínu félagi og vilja efla það. Enn og aftur kem ég þá að keðjunni og veikasta hlekknum. Mig langar til þess, vinur minn, að biðja þig um að íhuga vel og rasa ekki um ráð fram sé þér gert eitthvert gylliboð sem oftar en ekki, stenst ekki og hvert ætlarðu þá að leita til þess að ná fram rétti þínum? Búinn að segja þig úr þínu stéttarfélagi. Myndi VR semja fyrir þig eða hjálpa þér, Hlíf, Efling eða eithvert annað félag? Nei! Því þessi félög hafa ekkert á sínum borðum sem snýr að rútubílstjórum sérstaklega. Þú ert því einn á báti vinur minn. Passaðu þig bara á því að naga þig ekki of mikið í handarbökin, því það verður sárt með tímanum. Og mundu eitt, þú sem fullgildur félagsmaður hefur kosningarétt og getur haft áhrif með atkvæði þínu. Þannig geturðu sýnt ánægju eð óánægju þína í verki. Ekki hlaupast undan merkjum og tuða svo einhversstaðar úti í horni eða við aðra um hve félagið þitt sé slæmt! Fyrirgefðu mér þessi skrif, hafi þau stuðað þig eitthvað, en hafi þau vakið þig til umhugsunar um stöðu þína og stéttarvitund, er ég ánægður og vonast til þess að okkar litla félag megi eflast okkur öllum til góðs. Það er aldrei svo að ekki megi bæta og laga hlutina, sé þess þörf og þess vegna skiptir þú miklu máli sem félagsmaður. Verum minnugir þess að allt það sem gert hefur verið fyrir okkur af hálfu félagsins er unnið af alhug og áhuga á því að bæta okkar kjör og aðstöðu vegna starfs okkar. Vissulega eru þeir sem í forsvari eru fyrir okkur, ekki almáttugir, heldur menn eins og við og enginn er fullkominn, ekki einu sinni þeir! Að lokum vil ég óska þér gleðilegs árs og að árið verði þér og þínum gott.
Guðmundur Guðmundsson, bílstjóri.

18.2.2004
Kynnisferðir tapa í Hæstarétti.
KYNNISFERÐIR sf. voru í Hæstarétti dæmdir til að greiða Óskari og Bjössa Briem skaðabætur vegna ólögmætrar uppsagnar. Upphaflega fóru þeir með málið fyrir félagsdóm sem dæmdi þessar aðgerðir Kynnisferða ólögmætar. Taldi Félagsdómur að fyrirtækið hefði brotið gegn forgangsréttarákvæði Bifreiðastjórafélagsins Sleipnis. Á grundvelli þeirrar niðurstöðu höfðuðu þeir skaðabótamál sem síðan fór fyrir Hæstarétt eftir að Héraðsdómur hafði dæmt þeim í óhag.
Skrifstofan

2.2.2004
Framtalsaðstoð.
Eins og undanfarin ár mun Bifreiðastjórafélagið Sleipnir bjóða félagsmönnum sínum ókeypis framtalsaðstoð. Þeir sem áhuga hafa á því að nýta sér þessa þjónustu eru beðnir um að hafa samband við Hrafnhildi á skrifstofu félagsins í síma 568-9840 eða á e-mail sleipnir@islandia.is. Framtalsaðstoðin fer fram í samráði við endurskoðandann og verður í byrjun mars. Munið að panta ykkur tíma sem allra fyrst. Skrifstofutími félagsins er á fimmtudögum og föstudögum frá kl. 14 – 16.
Skrifstofan

13.1.2004
Jólagjöf
Á fundi stjórnar félagsins þann 15. desember sl. var ákveðið að senda öllum félagsmönnum smá jólaglaðning til að létta undir með jólainnkaupunum. Ákveðið var að gefa öllum inneign upp á kr. 10.000 í verslunum Nóatúns. Þessu útspili stjórnar var mjög vel tekið og hafa margir lýst ánægju sinni með þetta framlag félagsins. Ef einhverjir hafa orðið útundan í þessu eru þeir vinsamlega beðnir að hafa samband við Hrafnhildi á skrifstofunni, kanna stöðu sína hjá félaginu og verður þeim þá send sambærileg jólagjöf í samræmi við félagagsaðild.
Skrifstofan

29.10.2003
Viðtalstími.
Að undanförnu hefur orðið misbrestur á því að ég hafi verið hér á skrifstofunni á miðvikudögum eins og auglýst hefur verið. Bið ég þá sem hafa orðið fyrir óþægindum vegna þessa, velvirðingar á því. Ég hef ákveðið að breyta viðverutíma mínum hér á skrifstofunni og framvegis verð ég til viðtals á mánudögum frá kl. 14 – 16. Þeir sem þurfa að ná í mig utan þessa auglýsta tíma geta hringt í síma 699-3219 eða sent mér e-mail á oskarst@isl.is.
Óskar Stefánsson

18.6.2003
Opnunartími skrifstofunnar
Nýr opnunartími skrifstofunnar. Skrifstofan er opin á fimmtudögum og föstudögum frá klukkan 14 – 16. Símar skrifstofunnar eru: 568-9840/699-3219, fax 568-9875, netfang, sleipnir@islandia.is og heimasíða islandia.is/sleipnir/
Skrifstofan

26.5.2003
Aðalfundur.
Félagar! Munið aðalfundinn þriðjudaginn 27. maí kl: 19:00. Mætum vel og stundvíslega.
Stjórnin.

25.5.2003
Tvískinnungur Alþýðusambands Íslands.
Fimmtudagin 7. maí sl. ályktaði Alþýðusamband Íslands og mótmælti harðlega tilraunum forsvarsmanna Útgerðarfélags Akureyringa og Brims til þess að hafa áhrif á stjórnmálaskoðanir starfsmanna sinna og telur ASÍ að um alvarlegt brot sé að ræða á 4.gr. laga um stéttarfélög og vinnudeilur frá árinu 1938. Í ályktuninni segir meðal annars: “Sú almenna og viðurkennda meginregla gildi í samskiptum launafólks og atvinnurekenda að atvinnurekendum sé óheimilt að reyna með ólöglegum hætti að hafa áhrif á stjórnmálaskoðanir starfsmanna sinna.” Þessi regla hafi verið fest í lög á fyrri hluta síðustu aldar og hafi ekki orðið tilefni til ágreinings um langt skeið. “Á því hafi orðið breyting. Á fundi með starfsmönnum og síðar í vikulegu innanhúss fréttabréfi til starfsmanna segi framkvæmdastjóri félagsins m.a. að hætt sé við, nái stefna stjórnarandstöðuflokkanna í komandi þingkosningum fram að ganga, að fótunum yrði” ...kippt undan rekstri þeirra frystihúsa sem rekin eru af Brimi og byggja vinnslu sína á eigin hráefni. Stórir vinnustaðir á Akureyri, Grenivík, Akranesi og Seyðisfirði færu í uppnám og hætt er við að fjöldinn allur af starfsmönnum myndi missa atvinnu í kjölfarið. Þá er ljóst að núverandi rekstur ísfisksskipa Brims myndi breytast verulega og tilfærsla yrði frá ísfisksveiðum yfir í sjófrystingu,” segir meðal annars í ályktun frá ASÍ. Þegar bifreiðastjórar í Bifreiðastjórafélaginu Sleipni stóðu í síðustu kjarabaráttu árið 2000 gerðu margir atvinnurekendur þá kröfu til bifreiðastjóra sinna að þeir væru ekki félagsmenn Sleipnis, gerðu þeim skylt að ganga til liðs við önnur stéttarfélög ella ættu þeir á hættu að verða sagt upp störfum. Margir bifreiðastjórar sáu sér ekki annað fært en að ganga að kröfum þeirra og voru þar með neyddir til þess að gerast aðilar að öðrum stéttarfélögum. Þar sem Sleipnir taldi þetta vera alveg skýlaust brot á 4. gr. laga um stéttarfélög og vinnudeilur, óskuðum við eftir því við Alþýðusamband Íslands að þessu yrði mótmælt og jafnvel kært og ASÍ léti reyna á þessa lagagrein fyrir dómstólum. Á þetta sjónarmið okkar Sleipnismanna féllst Alþýðusambandið alls ekki og töldu að atvinnurekendum væri þetta alveg frjálst og vildu ekki á nokkurn hátt aðstoða okkur með ályktun eða á nokkurn annan hátt. Nú kveður við annan tón hjá þessum herrum varðandi lagagrein þessa. Gott er, hafi þeir skipt um skoðun eða er þetta kannski bara sýndarmennska ein? Voru þeir kannski búnir á sínum tíma að ákveða það ásamt vinnuveitendum að það skildi uppræta þau stéttarfélög með öllum tiltækum ráðum siðlausum og ólöglegum sem færu sínar eigin leiðir í baráttunni fyrir bættum kjörum sinna félagsmanna? Laugardaginn 10. maí sl. er frétt í Morgunblaðinu þar sem vitnað er í leiðara, fréttabréfsins Af vettvangi, frá yfirlögfræðingi Samtaka atvinnulífsins, Hrafnhildi Stefánsdóttur þar sem hún lýsir furðu sinni á afstöðu Así. Ekki kom það á óvart, ég hefði orðið verulega hissa ef svo hefði ekki verið, þvílíkur er hringlandaháttur og tvískinnungur Así-forustunnar. Félagsmönnum Bifreiðastjórafélagsins Sleipnis hlýtur því að vera spurn hvort Así-forustan verði enn og aftur búin að skipta um skoðun að afstöðnum kosningum? Sjálfur hef ég trú á því að svo verði, það er þægilegast að skipta sem oftast um skoðun, þá þarf ekki að fylgja því eftir sem maður heldur fram í það og það skiptið.
Óskar Stefánsson

7.5.2003
Aðalfundarboð.
Reykjavík 7. maí 2003. Ágæti félagsmaður! Aðalfundur Bifreiðastjórafélagsins Sleipnis verður haldin þriðjudaginn 27. maí 2003 að Mörkinni 6 kl: 19:00. Fundarefni: 1. Skýrsla stjórnar fyrir liðið starfsár. 2. Endurskoðaðir reikningar félagsins lagðir fram til afgreiðslu. 3. Lagabreytingar, ef fyrir liggja. 4. Kosning stjórnar og varastjórnar samkvæmt 10. og 14. grein laga félagsins. 5. Kosning trúnaðarráðs samakvæmt 11. grein laga félagsins. 6. Kosning stjórnar og varastjórnar sjúkrasjóðs samanber 11. grein reglugerðar sjúkrasjóðs. 7. Kosning stjórnar og varastjórnar orlofsheimilasjóðs samanber 2. grein reglugerðar orlofssjóðs. 8. Kosning 2 endurskoðenda og 1 til vara fyrir sjóði félagsins. 9. Ákvörðun félagsgjalda. 10. Önnur mál. Athygli skal vakin á 14. gr. laga félagsins. Í þeirri lagagrein eru einstakir stjórnarmenn kjörnir til tveggja ára. Nú skal kjósa formann auk þriggja annara í stjórn félagsins. (Á síðasta aðalfundi voru Hjalti E. Hafsteinsson, Ingi Jón Sverrisson og Marías Sveinsson kjörnir til tveggja ára).
Stjórnin

9.4.2003
Umsókn um félagsaðild
Það nýjasta hjá Bifreiðastjórafélaginu Sleipni er að núna geta menn sótt um félagsaðild á netinu. Sett hefur verið upp umsóknarform þannig að það er farið inn á islandia.is/sleipnir/ á tilvísun um umsóknir og þá er hægt að fylla út umsóknarblað sem þar birtist. Rútubílstjórar! Hvetjið alla bílstjóra til þess að fara inn á heimasíðu félagsins og sækja um aðild. Þegar aðildarumsóknin hefur verið samþykkt sendir félagið tilkynninguna til atvinnurekanda.
Skrifstofan

5.3.2003
Myndaalbúmið okkar.
Félagið hefur fengið Hjálmar Sigurðsson bílstjóra til þess að setja upp myndasíðu á heimasíðunni okkar. Til þess að hún geti verið sem fjölbreyttust biðjum við alla þá sem hugsanlega lúra á skemmtilegum myndum sem þeir telja að geti átt heima í albúmi félagsins, að senda þær til okkar. Við vitum ekki nákvæmlega hvað Hjálmar verður lengi að setja upp þessa síðu en vonum að við getum opnað hana fyrir næstu mánaðarmót.
Skrifstofan

16.1.2003
Ný uppfærsla.
Loksins, loksins. Loksins hefur verið farið í það að laga heimasíðu félagsins. Reynt verður að uppfæra síðuna okkar oftar og jafnvel verður settur upp gagnabanki fyrir myndaalbúmin okkar.
Skrifstofan

21.9.2001
Skrifstofutìmi
Skrifstofa Sleipnis verður lokuð á föstudögum í vetur
Skrifstofan

7.9.2001
Fréttavefur Sleipnis..
Fréttavefur Sleipnis er orðin að veruleika og vonum við að þið getið notað þær upplýsingar og fréttir sem verða þar.
Skrifstofan

1.12.2000
Fréttatilkynning frá Bifreiðastjórafélaginu Sleipni
Vegna þeirrar umræðu sem orðið hefur í kjölfar tíðra rútuslysa að undanförnu og lögleiðingu bílbelta í fólksflutningabifreiðum vill Bifreiðastjórafélagið Sleipnir senda frá sér eftirfarandi yfirlýsingu. Þann 25. janúar 1998 skrifaði Bifreiðastjórafélagið Sleipnir Dómsmálaráðuneytinu bréf þar sem félagið skorar á stjórnvöld að beita sér fyrir því, að lögleidd verði bílbelti í öllum fólksflutningabifreiðum á því ári. Afstaða stjórnar og trúnaðarmannaráðs Sleipnis hefur ekkert breyst og ítrekar Sleipnir áskorun sína til stjórnvalda þess efnis að lögleiða bílbelti í allar fólksflutningabifreiðar jafnt gamlar sem nýjar tafarlaust.
Stjórn Sleipnis