Lög og reglur
Lög
Reglugerð sjúkrasjóðs
Reglugerð orlofssjóðs
Stjórnir og ráð
Aðalstjórn
Trúnaðarmannaráð
Endurskoðendur
Stjórn sjúkrasjóðs
Stjórn orlofssjóðs
Samninganefnd
Kjarasamningar
Laun
Vinnutími
Neyslutímar
Orlof
Forgangsréttur til vinnu
Fyrirtækjaþáttur
Um Vinnuslys
Vinnu - og hlífðarföt
Sjóðir
Félagsgjöld
Uppsagnarfrestur
Trúnaðarmenn
Ágreinismál
Gildistími og uppsagnarfrestur
Kynnisferðir
Guðmundur Jónasson
Fréttir
Fréttayfirlit
Eldrifréttir
Fyrirspurnir/Umsóknir
Spurningar
e-mail
Fyrir Orlofshús
Aðildarumsókn að Sleipni
Myndaalbúm
Húsnæði Sleipnis
Frá samningafundum
Orlofshúsaferð
Gamlar Myndir
Frá félagsfundum
Frá verkfallinu árið 2000
Hótel Geysir vígt árið 1986
Rútur
 

 

 

13. KAFLI Trúnaðarmenn.

 

 

13.1.

Val trúnaðarmanna.

 

 

Starfsmönnum er heimilt að láta kjósa einn trúnaðarmann á hverjum vinnustað þar sem starfa 5 til 50 starfsmenn og tvo trúnaðarmenn séu starfsmenn fleiri en 50. Að kosningu lokinni tilnefndir viðkomandi verkalýðsfélag trúnaðarmennina. Verði kosningu eigi við komið skulu trúnaðarmenn tilnefndir af viðkomandi verkalýðsfélagi. Trúnaðarmenn verða eigi kosnir eða tilnefndir til lengri tíma en tveggja ára í senn.

 

 

13.2.

Tími til trúnaðarstarfa.

 

 

 

Trúnaðarmönnum á vinnustöðum skal í samráði við verkstjóra heimilt að verja eftir því sem þörf krefur tíma til starfa, sem þeim kunna að vera falin af verkafólki á viðkomandi vinnustað og/eða viðkomandi verkalýðsfélagi vegna starfa þeirra sem trúnaðarmanna og skulu laun þeirra ekki skerðast af þeim sökum.

 

 

13.3.

Aðgangur að gögnum.

 

 

 

Trúnaðarmanni skal heimilt í sambandi við ágreiningsefni að yfirfara gögn og vinnuskýrslur sem ágreiningsefnið varðar. Fara skal með slíkar upplýsingar sem trúnaðarmál.

 

 

13.4.

Hirsla og sími.

 

 

 

Trúnaðarmaður á vinnustað skal hafa aðgang að læstri hirslu og aðgang að síma í samráði við verkstjóra.

 

 

13.5.

Fundir.

 

 

 

Trúnaðarmanni hjá hverju fyrirtæki skal heimilt að boða til fundar með starfsfólki tvisvar sinnum á ári á vinnustað í vinnutíma. Fundirnir hefjast 1. klukkustund fyrir lok dagvinnutíma, eftir því sem við verður komið. Til fundanna skal boða í samráði við viðkomandi verkalýðsfélag og stjórnendur fyrirtækisins með 3. daga fyrirvara, nema fundarefni sé mjög brýnt og í beinum tengslum við vandamál á vinnustaðnum. Þá nægir eins dags fyrirvari. Laun starfsfólks skerðast eigi af þessum sökum fyrstu klukkustund fundartímans.

 

 

13.6.

Kvartanir.

 

 

 

Trúnaðarmaður skal bera kvartanir starfsfólks upp við verkstjóra eða aðra stjórnendur fyrirtækis, áður en leitað er til annarra aðila.

 

 

13.7.

Trúnaðarmannanámskeið.

 

 

Trúnaðarmönnum á vinnustað skal gefinn kostur á að sækja námskeið sem miða að því að gera þá hæfari í starfi. Þeir sem námskeiðin sækja skulu halda dagvinnutekjum í allt að einni viku á ári, enda séu námskeiðin viðurkennd af fastanefnd aðila vinnumarkaðarins.

Bifreiðastjórafélaginu Sleipni er heimilt að senda einn trúnaðarmann frá hverju fyrirtæki á námskeið árlega.